Morgunblaðið - 19.11.1961, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.11.1961, Qupperneq 1
II Sunnifd. 79. növ. 7967, ( Uppdráttur Sigurðar Stefájissonar, sennilega frá 1590 ( (ártalið 1570 m»un hér misritað). Takið eftir Vínlands- skaga (Promontorium Winlandiæ), sem er á sömu breidd og Suður-írland, eins og norðuroddi Nýfundna- lands er. Gráðutalan er J>ar of há báðum megin hafsins. Uppdrá.ttur Hans P. Resens frá 1605, sennilega snið- inn eftir uppdrætti Sigurðar, nema uppdrættimir báð- ir séu sniðnir eftir sameiginlegri heimild. Athugið Vínlandsskaga norðan við St. Lawrenceflóa, á um það bil 50°—53° n. br. Nútimauppdráttur af hinu forna land- svæði Vínlandsfara. Takið eftir legu Vinlandsskaga (Cape Bauld) á um það bil 50*—52® n. br. Berið saman við breiddarbaugana á uppdrætti Resens. íslendingur staösetti fyrstur Vinlandsskaga, þar sem er noröuroddi Nýfundnalands Helge Ingstad studdist mjög við þá staðsetning Eftir Þórhall Vilmundarson prófessor VEGNA deilu norska rithöf- undarins Helge Ingstads og dönsku fornleifafræðinganna Jörgens Meldgárds og Aage Roussells um nýjan „fund Vínlands“ á norðurodda Ný- fundnalands (Cape Bauld) er rétt, að íslendingar geri sér ljóst, að íslenzkur maður, Sigurður Stefánsson, skóla- meistari í Skálholti, hefur fyrir löngu staðsett „Vín- landsskaga“ (Promontorium Winlandiæ) á uppdrætti sín- um af norðurhöfum, þannig að heita má, að nákvæmlega samsvari nyrzta skaga Ný- fundnalands. í bók sinni, „Landet under leidarstjernen“, styðst Helge Ingstad við þennan uppdrátt Sigurðar Stefánssonar um staðsetning Vínlands og birt- ir uppdráttinn. Ummæli Helge Ingstads Sjálfum farast Helge Ingstad svo orð um þetta efni: < „Ég skal að lokum víkja nokkru nánar að uppdrætti Sig- urðar Stefánssonar, en hann er mjög merkilegur. Sigurður var rektor latínuskólans í Skálholti á íslandi og gerði uppdráttinn um 1590. Frumgerðin er glötuð, en til er eftirmynd, dregin af í>órði biskupi Þorlákssyni árið 1670. Samkvæmt þessum upp- drætti er unnt að telja Vínland og Nýfundnaland eitt og sama Iand. (Etter dette kan Vinland indentifiseres med Newfound- land). [Leturbr. hér]. Prófessor Storm • heldur því fram, að við gerð uppdráttarins hafi verið stuðzt við landabréf Mercators og Eiríks sögu rauða og sé hann því ályktunarheim- ild án gildis. Hinn kunni fræði- maður um Vínlandsferðir Ga- thorne-Hardy telur aftur á móti, að enginn annar uppdráttur frá þessum tíma fari svo nærri um rétta landaskipun í Norður- Ameríku. Carl Sölver, sem er sömu skoðunar, hefur endur- teiknað uppdráttinn í réttum hlutföllum eftir kerfi Mercators og komizt að raun um, að fjar- lægðin frá Herjólfsnesi [á Grænlandi] til Winlandiæ Pro- montorium [Vínlandsskaga] verði 640 sjómílur og stefnan S 50° V. Samkvæmt nútíðarsjó- korti verður fjarlægðin frá Herj- ólfsnesi til Cape Bauld á Ný- fundnalandi (Winlandiæ Promon- torium?) 622 sjómílur og stefn- an S 40° V, og er mjög athyglis- vert, hve vel það kemur heim og saman. [Leturbr. hér]. Annar uppdráttur, gerður af Hans Poulson Resen 1605, er mjög áþekkur Skálholtsupp- drættinum. Talið hefur verið, að uppdráttur Resens væri nánast eftirmynd hins fyrrnefnda, en það getur naumast verið rétt, eins og Gathorne-Hardy hefur vakið áthygli á. Fullyrt er í áletrun á uppdrætti Resens, að hann styðjist við nokkurra alda gamalt landabréf . . , Það hefði verið mjög undarlegt, að korta- gerðarmaðurinn hefði komizt svo að orði, ef hann hefði teikn- að upp samtímalandabréf, að- eins um fimmtán ára gamalt. Líklegt er, að báðir uppdrætt- irnir stvðiist við sörnu heimild Það er annars eftirtek tarvert, að uppdrættirnir báðir staðsetja rétt Eystribyggð og Vestribyggð, sem sé á vesturströnd Græn- lands. [Byggðirnar eru ekki nefndar á uppdrætti Sigurðar; hins vegar er Herjólfsnes þar á vesturströndinni, en það er syðst í Eystribyggð. Ath. Þ. V.] Síðar töldu menn, að Eystribyggð væri á austurströnd Grænlands. Þessi landabréf vekja upp vandamál, sem erfitt er að leysa, en á þeim eru einnig já- kvæðar hliðar, sem vakið geta til umhugsunar. Hvernig sem á málið er litið, er Ijóst, að á ís- landi hlýtur að hafa geymzt minning um Vínland, sem lá allmiklu norðar [en vínviðar- landið] — sennilega á Nýfundna- landi“. [Leturbr. hér]. (258.— 260. bls.). Hver var Sigurður Stefánsson? Sigurður Stefánsson skóla- meistari var sonarsonur Gísla Skálholtsbiskups Jónssonar og Kristínar Eyjólfsdóttur af hinni kunnu Mókollsætt, en Stefán, faðir Sigurðar, var einn fremsti klerkur Skálholtsbiskupsdæmis um sína daga og sat lengst í Odda. Sigurður mun líklega fæddur um 1570. Hann var í Kaupmannahöfn veturinn 1592— 93 og ef til vill einnig næsta vetur. Hefur hann þá verið þar samtíða Arngrími lærða og orti lofkvæði um hann, sem prentað er aftast í ritinu Brevis com- mentarius de Islandia (Khöfn 1593). Sigurður var talinn einn hinn fjölhæfasti og lærðasti ís- lendingur á sinni tíð, var ágætt latínuskáld, söngmaður og mál- ari. Hann varð skólameistari í Skálholti 1594 eða 1595, en varð ekki langlífur í því embætti, því að hann fórst af slysförum á öndverðum vetri 1595. Voru atvik þau, að hann reið ásamt fylgdarsveini sínum úr veizlu frá Mosfelli á leið til Skálholts. Stöldruðu þeir við á vestur- bakka Brúarár og biðu ferju. Seig þar á þá félaga svefnhöfgi, og tókst þá svo slysalega til, að Sigurður valt sofandi í ána og drukknaði. Mun hann þá aðeins hafa verið’ um hálfþrítugur að aldri. Sigurður lét eftir sig rit á latínu, m.a. um íslenzka staf- setning og álfa og huldar vætt- ir. Var ekki trútt um, að hinn sviplegi dauðdagi hans væri af alþýðu manna kenndur álfum. Rit það, sem honum hefur löng- um verið eignað, Drög til ís- landslýsingar (Qualiscunque de- criptio Islandiæ), vill dr. Jakob Benediktsson ekki telja eftir Sigurð, heldur Odd biskup Ein- arsson. Uppdráttur Sigurðar Stefánssonar Á uppdrætti Sigurðar Stefáns- sonar af norð'urhÖfum (eftir- mynd Þórðar Þorlákssonar) er nafn Sigurðar ritað ásamt ártalinu 1570. Það ártal fær þó ekki staðizt, og hefur því verið talið, að það væri misritun fyr- ir 1590, en þá kann Sigurður að hafa verið kominn til Kaup- mannahafnar. Ekkert er vitað um tildrög - þess, að Sigurður gerði uppdráttinn, en dottið gæti mönnum í hug, að Am- grímur lærði eða Oddur Skál- holtsbiskup Einarsson hefðu átt þar hlut að máli. Eins og fýrr getur, hallast Helge Ingstad að því, að uppdrátfcur Sigurðar og hinn náskyldi uppdráttur Re- sens séu gerðir eftir sömai fyr- irmynd, en ekki verða færðar sönnur á það. Því verður að svo komnu máli ekki úr því skorið, hvort staðsetning Vín- landsskaga á uppdrætti Sigurð- ar er runnin frá honum sjá-lfum (eða einhverjum samstarfsmanni hans, t.d. Arngrími lærða) eða hún á sér lengri sögu. Engan veginn má loka augunum fyrir því, eins og Helge Ingstad ger- ir í bók sinni, að staðsetning Vínlandsskaga á uppdrættinum kann vel að vera ályktun út frá lýsingum fornsagnanna, án þess að önnur gömul minning sé þar að baki, t.d. af orðum Grænlendinga sögu um nes það, „er norður gekk af landinu" (þ. e. vínviðarlandinu). En hvað sem um það er, haggar það ekki þeirri staðreynd, að höf- undur landabréfsins hefur talið ástæðu til að staðsetja nes þetta norður á móts við Ný- fundnalandsodda, vel fyrir norð- an 50° n. br. (sjá breiddarbauga á uppdráttunum tveimur og fyrir- nefnda mæling Carls Sölvens). Mestu máli skiptir, ef giftusam- lega tekst til um fund Helge Ingstads, að hann hefur auð- sjáanlega fest ríka trú á gildi staðsetningar Vínlandsskaga á uppdrætti Sigurðar Stefánssonar og stuðzt mjög við hana í rann- sóknum sínum og ályktunum. Landaskipun handav hafs Hér er ekki tækifæri til að ræða 'hin mörgu vafamál í sam- bandi við Vínlandsferðir, en þó skal drepið á örtfá afcriði. Varla gefcur leikið vatfi á, að hið forna Helluland, þar sem graslaust var, jöklar hið etfira og ein hella þaðan til sjávar, sé Bafifinsland, og þá einkum suð- urhluti þess. / Markland (lþ. e. skógarland) ætti að taka við á austurströnd Labradorskaga, en þar eru norðurmörk skógar við Nutak, hartnær á 58° n. br. Þeg- ar suður fyrir Labrador kemiur, verða allar staðaráfcvarðanir ertf- iðari. Fyrsta byggilega landið, sem að er komið, er að sjéltf- sögðu Nýfundnaland. Þegar lit- ið er á landabrétf, má það þýkja æirið ólíklegt, að Vínlandsfar- arnir hatfi komizt hjá því að staldra þar við. Þeir, sem eru þeirrar skoðunar, að ’þar sé að leita bæfcistöðvar Þorfinns karls- etfnis í Straumtfirði, benda á, að samkvæmt lýsingu Eiríks sögu rauða virðist fremur stutt leið frá Marklandi til Straumtfjarðar og að þar var harður vefcur og illt til matar. Þegar þeir Karils- efni fóru frá Straumfirði tái Marklands, er og komizt svo að orði í sögunni, að þeir hatfi siglt „af Vínlandi", þótt reyndar segi fyrr í sögunni, að Þórhalliur veiðimaður hafi siglt frá Straum- firði „að leita Vínlands". Vínland — Vinland Ef menn velja þann kost afc telja nyrzta skaga Nýfundna- framu. a bls. 2. « Jz

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.