Morgunblaðið - 19.11.1961, Side 4

Morgunblaðið - 19.11.1961, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ■lát Sunnudagur 19. nóv. 1961 CTfM&sidaA (wfonentiU/i &£enc(aA UókmettnjUA v*v***V*V*VA’* '• I ♦X*XvXv*v*v**< * ♦XvXvXvXv. I*AVAVáVéV*** Peter Dimítríu: Rúmenskir mennta- menn í úlfakreppu HVERS VEGNA verða menn kommúnistar, eða hvers vegna íallast þeir á að vinna með kom- múnistuim? Og hvers vegna hæitta menn því? Rúmenskux menntamaður kynni að gefa eftirfarandi svör við þessum spumingum, en sennilega er ekkert sérstaklega rúmenskt við við þau — Pólverji, Ungverji eða Tékki gæti vel gefið sömu svör. Arið 1945 stóðum við, naktir og varnarlausir, andspæniis rúss- mesku hemámi og hamslausu framtáki pólitísks sértrúarflokks. Við eliskuðum ættjörðina, en það var smávægilegur sanmleikur í samanburði við hina tröllauknu Og yfirþyrmandi staðreynd úr austri. Vestræn ríki voru svo fjarlæg okkur (ungverska bylt- isngin tók í fyrsta sinn af öll tví- mæli um hve fjarlæg þaiu voru). Og þegar öllu var á botninn hvolft, urðum við að halda áfram að lifa, vinna, skapa, sjá fjöl- skyldunni farborða, halda áfram vísindaistörfum okkar eða list- rænni viðleitni. ( En hinir nýju valdhafar í land inu („alþýðan" eins og þeir kalla sig gjarna) lögðu hald á bókasöfn og bókabúðir, útgáfu- fyrirtæki og prentsmiðjur. Ef svo vildi til að menn sömdu Skáldverk, eins og ég gerði, þá urðu þeir annaðhvort að Xáta imd an eða þegja. En þá var á það að líta, að eítir var að byggja upp nýboma menningu hinnar ungu þjóðir, eftir var að skapa bókmenntir, sem vom svo til engar fyrir, segja nýjar, óþekkt- ar, heillandi, dapurlegar sögur. Hvað áttu vesalings menntamenn irnir að gera? Við reyndum að rækja skyldu okkar við þjóðina (hina raun- verulegu alþýðu) og þá jafn- framt við mannkynið í heild. Við leituðtimst við að segja hin- ar kynlegu sögur af þjóð okkar, að vekja og forða litlu broti mannkynsins frá algeru sögu- leysi og menningarsvefni. En það fór í handaskolum. Okkur var ekki leyft að gera Slíka hluti. Hinn nýi sértrúar- flokkur trúir að fólkið og sann- leikurinn séu óendanlega með- færifeg og ffetjanleg. Ljóðskáld- um og sagnahöfundum var fyr- irskipað að lýsa þeim veruleik aem hinir nýju húsbændur ósk- uðu sér; að hafa áhrif á hugi fólksi-ns í því skyni að knýja það til þeirra starfa sem nýju húsbændunum fannst mest að- kallandi; að „mennta“ fólkið, eins og það er kallað. Þessi heim ur, hinn ótrúlega ógæfusami heimur Austur-Evrópu, er að verða ein meiriháttar mennta- stofnun. Þeir sem neita að mennt ast eru í fangelsum eða hafa ver- ið „skotnir á flótta“. Bn menntamenn okkar, sem nærzt hafa á evrópskri menn- ingu, efasemdamennirnir, tæki- færissin-narnir eða jafnvel þeir sem trúa á hina efnahagslegu söguskoðun, þeir vita allir að sannleikurinn er til. Það hljóm- ar kannski einkennilega, en ein öruggasta feiðin til þekkingar á sannfeikanum og vitundar um að hann er til er sú að vera neydd- ur til að Ijúga. Lygi er auðvitað dálítið hrjúft orð, einkanlega þegar um er að ræða fínofið, fræðilega grund- vallað og geysivíðtækt starf sem hugmyndakerfi, eða eigum við að nota kurteislegra orð, t. d. hugmyndaKerfi, eða eigum við: að segja lífsskoðun eða kannski trú? Já, en hvers vegna gegnir hin pólitíska níðsla á sannleik- anum svo stóru og sívaxandi hlut verki, eins og illkynjað æxli, í þassaiji trú eða hugmyndakerfi eða hvað það nú er? 1 mínum augum er sannleikur inn lítilílátur og hversdagsfegur; nýr dagur rís; ég er óánægður; við höfum tvö þúsund erfiðis- menn og svo sjö hundruð manns á skrifstofunni til að færa vinnu þessara tvö þúsund erfiðismanna inn í bækur. Og svo kemur Flokkurinn og blöðin og segja að hin rósrauða sól framtíðar- innar sé að rísa; við erum öll ánægð, já jafnvel hamingjusöm og full af eldmóði, það eru engin fangelsi, og iðnaðurinn eykst með ævintýrafegum hraða. Við verðum að berjast fyrir auknum afköstum iðnaðarins. Við sögðum við sjálfa okkur: þetta eru tímábundin fyrirbæri, fæðingarhríðir nýrrar veraldar. Og við sögðum líka við sjálfa okkur: gteymdu ekki hinni menn ingarfegu lágkúru og allri nið- urlægingunni og volæðinu fyrr á árum: við erum á leið til betra lífs og aukins frelsis. En við vorum ekki fyrr búnir að hugga sjálfa okkur _með þess ari bfekkingu en ný ógnaralda skall yfir (við vorum þegar bún ir að gleyma, hve margar höfðu komið á undan henni). Vinir okkar voru fangelsaðir, vinir okkar frömdu sjálfsmorð, en sjálfir fengum við heiðurspen- ing verkamanna, ríkisverðlaunin fyrir bókmenntir og vorum send- ir í áróðursberferðir vestur fyr- ir jámtjald. Við áitum jafnvel í vændum að fá sæti í hinni virðu fegu afcademíu, eins og sjálfur hinn mikli Sjolokov í heimalandi sínu. Við verðum ekki yngri með árunum, ellin mun brátt segja til sín. Og við höfum ekki skrif- að eina einustu bók sem segi einfaldan, ófegraðan og óskert- an- sannleikann í samræmi við látlausa og kannski takmarkaða getu okkar til að skilja hlutina. Og við gerurn okkur ljóst, að það mun ekki takast um fyrirsjáan- fega framtíð. Þá lögðum við á flótta og tók- um með okkur land okk- ar og vini í hjartanu. Við misstum allt til að bjarga að minnsta kosti einu: mann- teikanum og veruleikanum. í hinum vestræna heimi með öll- um sínum ófullkomfeik og allri sinni þreytu og ringulreið, sem er kannski bara ífhynduð, getur maður að minnsta kosti sagt sann leikann sér að skaðlausu og lýst veruleikanum eins og maður sér hann. En heima eru ættingjar okkar, börn og vinir ofsóttir af því við höfum flúið land, en þessar ofsóknir eru eitt af hinum nýju og óvæntu afrekum sósíal- istaríkjanna! Eins og nú standa sakir, er menningin sennifega eini vett- vangurinn þar sem rúmenska þjóðin, sem nú er 17 milljón sál- ir, hefur eitthvað að bjóða mann kyninu. Hún var vakin af menn- ingarsvefni sínurn kringum 1800 og komst til þroska á næstu hálfri öld undir frönskum áhrif- um; hún hefur þegár alið mikil sfcáld, málara, feikara og er — eða öllu heldur var — í þann veginn að skapa listaverk sem hefðu alheimsgildi. Kommúnistabyltingin, sem þröngvað var upp á okkur, hef- ur feitt af sér einkennilegan tví- skinnung í lífi hinnar ungu menn ingar. Annars vegar er opinber- lega ýtt undir menninguna með öllum ráðum: skólum, listmennt- un, bókasöfnum, menningarmið- etöðvum í verksmiðjum og sveitaþorpum, stóra'uknum mögu feikum á æðri menntun fyrir fólk úr miklu fleiri stéttum þjóðfé- lagsins. Grundvöllur menningar- innar hefur verið breikkaður og efldur til mikilla rnuna. A hinn bóginn er niðurstaðan sú, að sköpun og nautn lista- verka og menningarverðmæta yf irleift er svo háð pólitískum aga, pólitísku eftirliti og pólitískum umræðum, að menningarlifið veslast upp smátt og smátt, verð ur formbundið og innantómt. Stúdentamir, sem eru fyrst og fremst synir verkamanna og bændia, læra að virða vísinda- legan eannleik í háskólanum og PETER ÐIMITRIU er einn kunasti ská.ldsagnahöfundur Rúmeníu og hlaut bókmenntaverðlaun rikisins þrisvar sinnum. Frá árinu 1956 var hann forstjóri rúmensku Rík- isbókaútgáfunnar og frá 1958 formaður útgefendaráðs rúm- enska menntamálaráðuneytisins. Hann var í kynnisför í Austur-Þýzkalandi þegar hann flúði til Vestur-Berlínar, og vakti það gífurlega athygli í Rúmeníu. Fáir mun.u hafa betri aðstöðu til að lýsa kjörum rúmenskra menntamanna og þeim geigvænlegu vandamálum sem þeir hafa átt við að stríða síðustu árin. Kunnasta skáldverk hans er „Landeig- endurnir", en síðasta skáldsaga hans, „Stefnumót fyrir hinzta dómi“, er nýkomin á markaðinn hjá GalUmard í París, en þar er Dimitriu nú búsettur. s-a-m. að meta frelsi listarinnar. Þetta gerir þá svarna fjandmenn sós- íalrealismans og hinnar svoköll- uðu díalektísku aðferðar í vís- indum: þeir sjá fljóttega að í báð um tilfellum er um að ræða áróður og pólitískar formúlur. Háskólakennarar verða með vissu millibili að ganga undir marxísk og pólitísk próf, sem hafa tæptega mjög jákvæð áhrif á fræðimennsku þeirra og vís- indategt hlutleysi. Skapandi listamenn verða að þola tor- tryggni og mieira eða minna dul- inn illvilja Flokksins. I stjórnar- tíð núverandi valdhafa kom fram nýr og fjörmikill skóli Skáldsagnahöfunda, en hann er greinilega að veslast upp nú. Tveir elztu höfundamir í þess- lun 'hópi, Zaharia Stancu og Ge- org Calinescu skrifuðu hvor um sig mi'kið skáldverk, sá fyrri ár- ið 1948 meðan enn var verið að setja á laggirnar lögreglu fagur- fræðinnar, sá síðarnefndi árið 1954 meðan „hlákan“ svonefnda stóð yfir. Kostir fyrri skáldsög- unnar, „Berfætlinga“, voru ekki viðurkenndir fyrr en seint og síð ar meir — og þá með talsverðri tregðu. Seinni skáldsagan, „Ves- lings Joanide“, var afturkölluð af bókamarkaðinum, — með öðr- um orðum, gerð upptæk. Báðir þessir höfundar hafa sent frá sér miklu veigaminni verk síðan. Sama máli gegnir um tvo yngri höfunda, Marin Preda og Eugen Barbu. Beztu bækur þeirra, hvorttveggja skáldsögur, birtust meðan á „hlákunni" stóð: „Moro- metzi-fjölskyldan“ eftir Preda árið 1954 og „Náman“ eftir Barbu. Þær vo,ru þegar í stað afturkallaðar. Baðir þessir höf- undar skrifa nú miklu síðri bæk ur en þeir gerðu í byrjun. Athyglisverður og athafnasam ur höfúndur i þessum hópi, sem hafði ekki enn fundið sitt rétta form, Francise Munteanu, gerð- ist kvikmyndastjóri. Yngsti höf- undurinn í hópnum, Titus Popo- vicl, sem hlaut mikið lof fyrir skáldsögur sínar „Gesturinn“ árið 1954 og „Þorsti" árið 1958, virðist líka vera kominn að feið- arlokum. Eg telst sjálfur til þessa nýja skóla í skáldsagnagerð, sem kom fram kringum 1948 og var brotinn á bak aftur kringum 1960. Tveir fyrstnefnd'U höfund- arnir eru nú kringum sextugt, hinir eru nálægt fertugu, nema Popovici sem er aðeins þrítugur. Eg skrifaði beztu bók mína, „Landeigendurna" milli 1954 og 1956. Eg varð að fara í útlegð til að geta haldið áfram að skrifa. Ihlutun Ríkisútgáfunnar, þröngsýni ritsikoðunarinnar og yfirlýst eða þögult bann við ákveðnum yrkisefnum lokaði ekki öllum sundum, þó mjög væri að listamönnum þrengt. (T.d. eru ástaljóð og ástasögur bannaðar, sömuleiðis sorgar- og heimspekiljóð, ennfremur kyrra lífsmyndir og nektarmálverk. Jafnvel hið mikla Ijóð „Lofsöng- ur til mannsins" (1955) eftir Tudor Arghezi hefur ekki hlotið opinber meðmæli). Að sjálfsögðu gerði þetta ástand það að verk- um að ómögulegt var að semja góð skáldverk, mála góðar mynd- ir Og kannski jafnvel semja góð tónverk, en við gátum þó a.m.k. haldið í okkur lífinu og vonast eftir nýrri „hláku“. En síðan árið 1958 hefur ný ógnaralda gengið yfir, meiri og ógnvænlegri en nokkru sinni fyrr. Hljómsveitarstjórinn Con- stantin Silvestri og kvikmynda- stjórinn W. Siegfried urðu eftir vestan járntjalds þegar þeir fóru þangað í opinbera heimsókn. Hin miklu ljóðskáld Vasile Voiculescu og Jon Vinea voru fangelsaðir og sömuleiðis mesti núlifandi skáld- sagnahöfundur í hópi rúmenskra kvenna, Henriette Yvonne Stahl. Ungu ljóðskáldin Stefan August- PETER DIMITRIU in Doinas, Aurel Covacl og Jon Caraion, hinn ungi bókmennta- gagnrýnandi Aurel Martin, grín- skáldið AI. O. Teodoreanu, ljóð- skáldið og blaðamaðurinn Sandu Tudor, leikstjórinn Marietta Sad- ova (meðal hinna beztu í rúm- enskri leiklist) — allt hefur þetta fólk verið fangelsað. Bez'ti tónlistargagnrýnandinn m e ð a 1 yngri kynslóðarinnar framdi sjálfsmorð í fangelsi. Eiginkona hins látna bókmenntagagnrýn- anda Eugen Lovine lézt nýlega 1 fangelsL 1 flestum af Ofangreindum til- vikum var ekki um að ræða póli- tísika andstöðu við valdhafana. í nokkrum tilfellum var ástæða handtökunnar annað hvort sú að hinn ákærði hafði sagt pólitíska skrýtlu eða átt ættingja sem flú- ið höfðu frá Rúmeníu og lifðu í útlegð. Reservatio mentalis er einasta von þeirra sem ekki eru í fang- elsum. Opinberar yfirlýsingar þeirra; stuðningurinn við vald- hafana; það sem þeir segja og gera heima og erlendis, hversu fylgispakt og smánarlegt sem það kann að vera, getur falið þögla örvæntingu og innri mót- mæli. í rauninni er það svo i langflestum tilfellum. í þessu efni gildir einföld líkindaregla: því gáfaðri sem listamaðurinn er, þeim mun ósennilegra er að hann sé raunverulega þræll valdhafanna. Þessi regla átti ekki við fram að árinu 1958. En síðan hefur enginn rúmenskur liistamaður trúað á möguleika aukins frjáls- ræðis í stjórnarháttum landsins, heldur aðeins og þegar bezt læt- ur á víxlgang „hlákú* og ógna. Svo tekið sé nákvæmar til orða, þá er enn hægt að trúa á þró- un í átt til aukins frjálsræðis (eins og ég geri), en sú þróun er svo hægfara að hennar verður varla vart á heilli mannsævi. Áfallið sem menn urðu fyrir, þegar þeir gerðu sér þetta ljóst, er skýringin á því að á árunum 1958 og 1959 frömdu sex kunn- ingjar mínir úr hópi mennta- manna sjálfsmorð, og að árið 1959 brauzt út sjálfsmiorðafarald- ur í háskólabænum Cluj i Transylvaníu. Um þessa hlutl var ekkert vl- að erlendis, og jafnvel _ fram á þennan dag er harla líti3_ sem umheimurinn veit lun þá, og einmitt þetta gerir örvæntingu þeirra, sem þjást, enn óbæri- legri. Enginn okkar biður um- heiminn um vopnaða aðstoð. Frelsi okkar á ekki að kosta heimsstyr j öld. En þeim mun fremur þörfnumst við siðferði- legs stuðnings sérhvers mennta- manns sem býr við frelsL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.