Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1961, Blaðsíða 13
Sunnudaguí 19. nóv. 1981 MORGVNBLAÐIÐ 13 Svefnsófi með plastörmum. , Nýtt í húsgagnagerð TRESMIÐJAN Víðir hóf nýlega framleiðslu á bólstruðum hús- gögnum úr plasti. og eru þau komin á markaðinn í verzlun- inni. Húsgögn úr plasti eru nýj- ung hér á landi og fékk Víðir einkaleyfi á framleiðslu þeirra fyrir ári síðan hjá fyrirtækinu Plastmöbler í Kristjanssand. t ~ " 1 Víðir sendi Þorstein Björns- Bon til Kristjansand til að kynna sér framleiðsluna og aðferðir |þær, sem notaðar eru við hana. Trésmiðjan fékk öll tæki hjá hinni norsku verksmiðju, en hrá efnið er frarruleitt í Þýzikalandi, Svíþjóð og Bandarikjunum. Eins Oig áður er sagt hefur Víðir einka leyfi á þessari framleiðslu hér á landi. En þessi nýja aðferð eyk ur afköstin og lækkar verðið mið að við samsvarandi húsgögn úr öðrum efnum. Er gert ráð fyrir þessar mundir dvelja hér á veg um trésmiðj-unnar tveir Norð- menn frá Plastmöbler, sem kenna starfsmönnum meðferð hinna nýju tækja. Tvær teg'undir af sófasettum úr plasti eru þegar komnar á markaðinn og einnig svefnsófi með plastörmum. Hús- gögn þessi eru mjög létt og veg ur hver stóll ekki meira en níu kg. Einnig eru húsgögnin mjög sterk og er fréttamönnum voru sýnd þau fyrir skömmu, stigu þrír mienn upp á stól, sem átti eftir að bólstra og virtist hann þola það vel, þó efnið væri þunnt. Breyting á lögum um byggingorsfóð ríhisins A FUNDI neðri deildar í gær var tekið fyrir frumvarp fjóg- urra Alþýðubandalagsmanna um breytingu á lögum um húsnæð- ismálastofnun, byggingarsjóð ríkisins og fleira. Ingi Helgason (K) sagði í framsöguræðu sinni, að með þessu frumvarpi væri stefnt að því að lækka vexti íbúðarlána á vegum byggingarsjóðs ríkis- ins og byggingarsjiðs verka- manna. Ennfremur geri það ráð fyrir endurgreiðslu tolla og söluskatts af byggingarefni til íbúðarhúsa af tiltekinni stærð. Sagði hann, að með frumvarp- inu væri farið út á nýja braut með því að lækka byggingar- kostnaðinn sem nemur tekjum rílkissjólðs af tollum og sölu- skatti af byggingarefni íbúðar- húsnæðis. Inn á þó braut Norðmenn farið með góðum ár- angri. Dri Brite, siálfgljái er sem gott hjú, — bónar gólfin fyrir- hafnarlítið! Auk þess er: = DRI BRITE (frb. Dræ bræt) a) drjúgt í notkun b) hlífir dúknum. c) — er vatnshelt. Húsmæður! Veitið ykkur þessa ódýru og þægilegu aðstoð. Reynið Dri Brite! — Notið Dri Brite! Fœsf alsfaðar! Umboðsmenn: AGNAR NORDFJÖRÐ & CO. h.f. 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAGA 181. I*á bað Öngull, að þelr •kyldu bera skjöldu að llluga , „því aÖ eg befi engan fundið bans líka, eigi eldri Diann“, l»eir gerðu nú svo og þrengdu að honum með við- um ~og vopnum, svo að hann kom engri vörn við. Gátu l>eir þá handtekið hann og béldu honum. Hafði hann flestum veitt nokkra áverka, þeim sem í aðsókninni voru, en drepið þrjá fylgdarmenn Önguls. 182. Eftir það gengu þeir að Gretti. Var hann þá fallinn áfram. Varð þá engin vörn af honum, því hann var áður kominn að bana af fótarsár- inu. Var lærið allt grafið upp að smáþörmum. Veittu þeir honum þá mörg sár, svo að lítt eða ekki blæddi. En er þeftr hugðu, að hann myndi dauður, þreif Öngull til saxsins og kvað hann nógu lengi hafa borið það. En Grettir hafði fast kreppt fing- ur að meðalkaflanum, og varð ekki laust. * 183. Fóru þeir þá tU margir og gátu ekki að gert. Átta tóku þeir tii áður en lauk, og fengu ekki að gert að heldur. I»á mælti Öngull: „Hví skul- um vér reka sparmælið við skógarmanninn? Og leggið við stokkinum(<. ^ Oe er það var gert, hjuggu þeir af honum höndina í úlnliðnum. I»á réttust fingurn ir og losnuðu af meðalkaflan- um. 184. Þá tók Öngull saxið tveim höndum og hjó í höfuð Gretti. Varð það allmikið högg, svo að saxið stóðst eigi, og brotnaði skarð í miðri egg- inni. Og er þeir sáu það, spurðu þeir, hví hann spillti svo grip göðum. Öngull svarar: „Þá er auð- kenndara, ef að verður spurt(í. Þeir sögðu þess eigi þurfa, þar sem maðurinn var dauður „Að skal þó meira gera“, segir öngull. 5. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson if 19. rtóv. 1961, Skrifaðu sögu um dýrin Geturðu skrifað sögu um þessi dýr? Hvað heita þau? f hvernig umhverfi Iifa þau? Hugsaðu þér svo, að þú værir að ferðast í landi, þar sem eitthvert þessara dýra á heima og kynntist þá lifnaðaháttum þess. — Getur þú skrifað þannig sögu um dýrin, hvert um sig?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.