Morgunblaðið - 28.11.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 28.11.1961, Síða 8
8 MORGUNBLAÐ 1b Þriðjudagur 28. nóv. 1961 Fiúðu húsið 1 ÓVEÐRINU fyrir norðan und- anfarna daga, mun sjógangur hafa orðið einna mestur á Þórs- höín. Flúði fólk úr nokkrum hús- um, þar á meðal úr kjallaranum á læknishúsinu. Þar bjuggu full- orðin systkini, Sigurbjörn Óla- son og Guðlaug Óladóttir. Þau voru á laugardag stödd á heimili fóstursonar síns og áttum við stutt símtal við heimilið, töluð- um við Bryndísi konu hans. Hún sagði að þau Sigurbjörn og Guðlaug hefðu verið heima hjá sér á fimmtudagskí öld, og einn krakki verið hjá þeim. Var mjög hvasst og gekk sjórinn á land upp, langt upp fyrir húsið. Var eins og einn fjörður langt upp á tún. Flæddi svo inn í kjallarann, að þau flúðu upp á næstu hæðir. En á neðri hæðinni eru lækn- ingastofur og býr læknirinn á þeirri efri. Þangað kom einnig fólk úr öðrum húsum, en fór síð- an áfram upp í 'þorpið. Bryndís sagði, að þau Sigur- HIN vinsælu námskeið Æskulýðsráffs Reykjavíkur hefjast bráðlega og verða auglýst n.æstu daga. Myndin hér að ofan sýnir nokkra af áhöfn skólabátsins s.l. vor að starfi. björn og Guðlaug hefðu orðið fyrir miklu tjóni, mundi allt ó- nýtt í íbúð þeirra nema kannski föt sem hægt er að þvo. Mun líða nokkur tími þangað til þau geta flutt aftur í kjallarann, því húsið er ekki í rafmagnssam- bandi lengur, miðstöðin ónýt og allt annað illa farið. Notið Sunsilk ONE-LATHER ^ SHAMPOO_ Sunsilk NYJUNG Sunsilk Tonic Shampoo gefur hárl yðar líflegan blæ og flösulausa mýkt. þvi þá lítur helzt út fyrir, að þér hafið eytt miklum tíma og pening- um á hárgreiðslustofunni. Þvoið hár yðar heima með Sunsilk Sham- poo. Sunsilk gerir hár yðar mjúkt — glansandi. — Aðeins ein umferð nauðsynleg. Fimmtugur í dag: Þorleifur Guðmundsson skrifstofusljóri í Gufurtesi GÓÐUR borgari, hár og beinvax- inn, ófeitur og léttur í spori bæt- ist í hóp hinna rosknu og ráð- settu í dag. Vér bjóðum hann velkominn. Nú á dögum eru hálföldungar vorir velflestir í blóma lífsins, færir í allan sjó. Sumir setjast þá á skólabekk og ljúka háskóla- námi hálfsextugir við góðan orð- stír. Áður fyrr var þetta oft á annan veg. Þá komst í tíziku að skrifa ýtarlegar minningagreinar um fimmtuga menn svo sern for- smekk líkræðu og erfisdrykkju, er þeir gætu sjálfir tekið þátt í. Tízka er tízka, og því langar mig til að segja fáein orð um góðvin minn og nágranna, Þorleif Guðmundsson, á fimmtugasta af- mælisdegi hans, þótt só aldur sýnist honum næsta léttbær. Þorleifur er fæddur að Hróa- stöðum í Axarfirði 28. nóv. 1911, sonur hjónanna Sigmundu Jóns- dóttur og Guðmundar Jónasson- ar. Ber hann nafn séra Þorleifs á Skinnastöðum, hins sérkennilega gáfumanns, en Sigmunda var að nokkru alin upp hjá presti. í föðurætt er Þorleifur kominn af nafnkunnum prestum og mektar- bokkum vestan lands og norðan. Langamma hans var dóttir Ás- gríms Hellnaprests, hins mikla málafylgjumanns og gáfaða dugn aðarforks. Dóttir Ásgrims, Þór- unn (f. 1801, d. 1877) giftist séra Grími Pálssyni á Helgafelli o. v. Honum er svo lýst, að hann væri mikilúðlegur og drykkjugjarn og meira hneigður til kaupskapar og gróða en kennimennsku. — Vel má vera, að Þorleifur hafi erft ýmsa kosti þessara afa sinna, en geta'má þess, að hann er hinn stakasti hófsmaður og óhlutdeil- inn. En hlut sínum mun hann halda í lengstu lög, ef á hann er leitað. Þau séra Grímur og Þórunn áttu tvær ijætur: Kristín giftist Eyþóri Felixsyni vestanpósti og síðan kaupmanni í Reykjavík, en í Sigríði krækti Jónas Guðmunds son kleinsmiður frá Hvarfi í Víði dal. Bjuggu þau á ýmsum stöð- um. en búnaðist lítt. Guðmundur sonur þeirra og faðir Þorleifs fór í siglingar, en tók loks land á Raufarhöfn norður, staðfesti ráð sitt og bjó á ýmsum stöðum í Axarfirði o. v. Þorleifur Guðmundsson ólst upp þar nyrðra til tvítugsaldur, unz hann gat sjálfur unnið sér fyrir skólavist, eins og þá var títt. Árin 1931—33 var hann í Samvinnuskólanum, en að því námi loknu varð hann þegar fram kvæmdastjóri fyrir Olíuverzlun íslands (B.P.) á ísafirði. Þar var hann í 18 ár. Jafnframt hafði hann á hendi afgreiðslu fyrir Rík isskip og Loftleiði meðan fé- lagið hélt uppi flugferðum við Vestfirði. — Af því helgaðist það, að Þ.G. tók þátt í björgunarleið- angri Loftleiða á Vatnajökul vor- ið 1951, er þeir björguðu varn- ingi úr Geysi og heilli flugvél að auk, sem frægt er orðið. Þegar áburðarverksmiðjan 1 Gufunesi tók til starfa vorið 1952 var Þ.G. ráðinn þar skrifstofu- stjóri og hefur gegnt því starfi síðan. Vatnajökulsförin . var víst fyrsta jökulferð Þorleifs, en hann hefur jafnan haft yndi af útivist og ferðalögum, — segist jafnvel hafa lagt á sig krók í smala- mennsku til þess að sjá til Herðu- breiðar. Eklci mun það hafa þótt búmannlegt í þann tíð. Síðan hef ég kynnzt Þorleifi sem sérlega ötulum og góðum ferðafélaga og nágranna. Hann hefur m.a. tekið sér fyrir hendur að hlúa að og auka gróður uppi í Jökulheim- um, — og það er ég viss um, að hann hefði orðið mikill ræktun- armaður og stórbóndi, hefði hann snúizt á þá sveif. Þorleifur kvæntist árið 1938 Guðrúnu Bengsdóttur frá Laugar dælum. Eiga þau fyrirmyndar- heimili að Grenimel 4 hér í borg — og fjögur atonkusöm börn: Ernu, húsfreyju í Rvík, Berg I verzlunarskóla, Þónhildi í ballett skóla í London og fjönkálfinn Eggert (9 ára) heima. Bið ég Þorleif og fjölskyldu hans allrar hamingju á ókomn- um árum. J. Eyþórsson. Bætur almanna- trygginga hækka A FUNDI neðri deildar í gær f var tekið til 3. umræðu frumvarp j rikisstjórnarinnar um, að bæturj aimannatygginga hækki um sömu hlutfallstölu og laun opin- berra starfsmanna, eða um 13,8% frá 1. júlí s.l. og um 4% frá 1. júní 1962. Var frumvarpið sam- þykkt'samhljóða og afgreitt til ríkisstjórnarinnar sem lög frá Alþingi. Þá var tekið til 2. umræðu frumvarp ríkisstjórnarinnar um skráningu skipa og um aukatekj- ur ríkissjóðs, en fjárhagsnefnd hafði um það fjallað. Sigurður Ingimundarson (A) sagði, að frumvarpið gerði ráð fyrir samræm- ingu á gjöldum fyrir þjónustu skipaskoðunar ríkisins, sem nú eru ýmist ákveð in í reglugerð eða með lögum frá mismunandi tíma, þannig, að þau verði öll á k v e ð i n með (reglugerð. Sagði hann, að meirl- | hluti nefndarinnar hefði orðið ásáttur um að mæla með frum- varpinu óbreyttu, enda væri hér ekki um skatt eða toll að ræða, heldur mat á greiðslu fyrir til- tekna þjónustu. Einn nefndarmanna, Skúlt Guðmundsson (F), skilaði sér áliti. Taldi hann, að hér væri ekki stefnt í rétta átt með því að að láta ákveða gjöld til ríkissjóðs með reglugerð. Legði hann því til að frumvarpið verði fellt, þótt það eitt út af fyrir sig skipti ekki miklu máli. Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs og var atkvæðagreiðslu um frumvarpið frestað. Þá var tekið fyrir til 1. um- ræðu frumvarp um húsnæðis- málastofnun og byggingarsjóð, en henni hafði verið frestað s.l. föstudag. Einn þingmanna, Geir Gunnarsson (K), kvaddi sér hljóðs og taldi meðal annars, að ekki væri furða, þótt húsnæðis- málum væri illa komið, þar eð það væri beinlínis stefna ríkis- Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.