Morgunblaðið - 28.11.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.11.1961, Qupperneq 10
10 MORCUmiT 4 r>1Ð Þriðjudagur 28. nóv. 1961 Signal heldur munni yóar hreinum x-a<G •/»c Rússlandsferö Halvards Lange „Get ekki undirskrifað allt er M'ikojan sagði“ Osló, 23. nóv. SIÐAN Krúsjeff beindi orðum sínum til Finnlands og skand- inavisku landanna yfirleitt, fyrir rúmum þrem vikum, finnst Norð mönnum taugastríðið ágerast og ný sókn vera hafin norður á bóg inn. Og það vill svo til, að ein- mitt um sama leyti sem „boð- skapurinn frá Moskva“ var kunn gerður, höfðu tvær heimsóknir sem Noreg snertu, verið ráðnar. Halvard Lange utanríkisráðherra hafði verið boðinn til Rússlands. Og Strauss, hervarnaráðherra Vestur-Þýzkalands hafði verið boðinn til Noregs. Ýmsir Norðmenn hafa óskað þess undanfarna daga, að hvorug þessara heimsókna hefði þurft að fara fram. En þegar orð var haft á því opinberlega, að Lange utan- ríkisráðherra ætti að aíþakka heimboðið til Rússlands, svaraði hann um hæl: „Eg álít, að eftir það sem gerst hefur, eigi ég enn- þá meira erindi til Rússlands en áður. Þá get ég gert grein fyrir því, sem allir Norðmenn vilja: — Frið ! Heimsókn vesturþýzka her- varnaráðherrans var annars eðlis. Fyrir nokkru var norski hervarnaráðherrann, Guðmund Harlem, í Bonn, til þess að ræða við Strauss um vopnakaup frá Noregi og fallbyssubátakaup til Noregs, en atvikin höguðu því svo, að þeir gátu ekki hitzt í þeirri ferð, sagði Strauss í við- tali við blaðamenn á laugardag- inn var, tveim tímum áður en hann flaug suður til Bonn. „Við gerðum árið 1958 samning við Norðmenn um kaup á hergögn- um frá Noregi, og síðan höfum við sumpart keypt, eða eigum í pöntun, hergögn og ýmsan útbún- að fyrir samtals 240 milljón mörk, eða kringum 430 milljón norskar krónur. — Það er fyrst og fremst um ýmislegt viðvíkj- andi framkvæmdum á þeSsum samningi, sem ég hef verið að tala við hervarnaráðherrann ykk ar,“ sagði hann, — þegar hann var spurður um, hvort Rússum stafaði hætta af árás í Eystra- salti, hló hann og svaraði: „Dan- mörk og Þýzkaland eiga til sam- ans 260 strandvarnaskip, en Sovjetsambandið og Pólland 960 skip, þar á meðal beitiskip og kringum 112 kafbáta, en af þeim eiga Danir tólf og Þýzkaland engan." — Við komu Strauss til Bergen hafði slæðingur af fólki safnast úti á fliigvellinum til þess að „bjóða hann óvelkominn" og eins á Fornebu við Osló, þegar hann kom þangað. Fóru því þeir, sem tóku á móti honum, „leyni- götur“ með hann "þegar hann kom í þessar tvær borgir Noregs, sem hann heimsótti. Nú víkur sögunni að Halvard Lange. Hann lenti í Moskvu í krapaveðri á sunnud. var, og Gromyko og hans næstæðstu menn tóku á móti honum. Var undirbúningsfundur þeirra ákveð inn kl. 8 morguninn eftir, en aðal samtalsfundur þeirra á þriðju- dag. Um þá fundi hafa aðeins verið gefnar út stuttar tilkynn- ingar um, að allt hafi farið fram með fullri vinsemd milli þeirra, og að þeir Gromyko og Lange „hafi gert grein fyrir sjónarmið- um sínum í fullri einlægni og hreinskilni", eins og það er orð- að á símskeytamáli. Lange var Þetta sýnir nauðsynina á þvf, að Signal innihaldi hvort tveggja í senn ríkulegt magn hreinsunar-og rotvamarefna í hverju rauðu striki Ferskur og hreinn andardráttur er hverjum manni nauðsynlegur. Það er þess vegna, að Signal tannkremið inniheldur hreinsandi munnskol- unarefni—sem gerir munn yðar hreinan. Munnskolunarefnið er í hinum rauðu rákum Signals — rákum, sem innihalda Hexachloro- phene hreinsunarefni. Signal gerir meira en að halda tönnum yðar mjallahvítum, það heldur einnig munni yöar hreinum. boðinn í Bolsj o-leikhúsið á mánu dagskvöldið og fékk að sjá óper- una „Faust" prýðilega sungna og leikna, og þriðjudag hélt Gromy- kó honum veizlu, en ekkert hef- ur verið hermt opinberlega af ræðum þar. 1 gær hélt Lánge svo veizlu í norska sendiráðinu, og var þar margt manna/ Af stjórnarinnar hálfu voru þar Gromykó og Mik- ojan varaforsætisráðherra, sem báðir tóku til máls, eftir að Lange -hafði í ræðu sinni gert ítarlegá grein fyrir afstöðu Noregs. Gromyko þakkaði ræð- una, en á eftir tók Mikojan til máls — utan dagskrár, sem kall- að er, — og drap þar fyrst á, að Noregur hefði gert sáttmála sem væri beint gegn Sovjetsamband- inu, „þrátt fyrir það, að sovjet- hermenn björguðu Norður- Noregi í lok síðustu heimsstyrj- aldar, og þrátt fyrir að sovjet- hermenn, sem voru stríðsfangar í Noregi, bundust varanlegum vináttuböndum við norskar kon- ur og menn. ...... Við vonum að Noregur láti rödd sýna heyr- ast í viðleitninni á því, að varan- legur friðarsamningur verði und- irritaður," sagði hann, og minnti um leið á, að bæði Lange og Gerhardsen forsætisráðherra muni hafa fengið að finna þýzku hernaðarstefnuna sjálfir, meðan þeir sátu í fangabúðum í Þýzka- landi. Lange tók aftur til máls eftir ræðu Mikojans, og sagði, að hann gæti ekki undirskrifað allt, sem varaforsætisráðherrann hefði sagt um hættuna, sem stafaði af Vestur-Þýzkalandi' og samvinnu norræna ríkja við það. Vék hann svo að þeim ummælum Miko- jans, sem ekki eru hermd hér að framan, um að Noregur héldi að sér höndunum, og vagri óvirk- ur í starfseminni fyrir frið í ver- öldinni, sagði að Noregur væri ekki sekur um afskiftaleysi um t.d. afvopnunai'málin. — „Við höfum fulla ábyrgð á því, sem við gerum, og eftir því, sem geta okkar leyfir, munum vér ýta á eftir — í rétta átt,“ sagði Lange. Að því er snerti hættuna, sem Rússar teldu stafa af Vestur- Þýzkalandi benti hann á, að Norð menn væru alls ekki eins svartsýnir og Rússar, á nýja stríðshættu af hálfu Vestur- Þýzkalands, og ítrekaði þau orð fyrri ræðu sinni, að Norðmenn vilja frið í veröldinni, og munu aldrei taka þátt í árásarstyrjöld". Og hann lagði áherslu á það í fyrri ræð usinni, að Norðmenn hefðu gerzt aðilar að Atlants- -hafsbandalaginu einmitt vegng „Læstar dyr“ í næstsíðasta sinn GRÍMA sýnir í kvöld kl. 8,30 í Tjamarbíói „Læstar dyr“ eftir Jean Paul Sartre. For- mála flytur Þorsteinn Ö. Stephensen með aðftoð leik- enda. Leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Helga Löve, Haraldur Björnsson og Erlingur Gísla- son. Þetta verður næst síðasta sýning á leiknum, sem hefur fengið mjög góða dóma leik- húsgesta og gagnrýnenda. þess, að þeir hefðu álitið það bezta ráðið til þess að afstýra nýrri heimsstyrjöld. 1 dag er umræðum Langes við Gromyko lokið og hann er lagð- ur af stað til Uzbekistan í kýnnis för. Fær hann þá kanske nokk- urra daga hvílr’ frá ræðum um alheimsmálin. En ferðin er alls ekki búin, né alheimsstjórnmála- þrefið. Svo stóð til, að hann hitti Krúsjeff að máli í þessari ferð, en Krúsjeff hafði alls ekki tíma til að tala við hann neinn þess- ara tíu daga, sem áætlunin hafði verið gerð um fyrir heimsókn Langes. En loks hefur það ráð- izt, að Krúsjeff hefur tíma til að tala við Lange laugardaginn 2. des. Þess vegna bíður Lange i Rússlandi þangað til, þó að það kómi honum illa, því að áformað var að stjórnin norska og ráðu- nautar hennar byrjuðu undir- búningsfundi undir væntanle"a þátttöku Noregs 1 Efnahagsbandá laginu þ. 3. desember, en aðal- umræður um það mál hefjast \ Stórþinginu 8. des. — Lange hafði ætlað sér að koma við I Finnlandi að lokinni tíu-dasa ferðinni í Rússlandi, en nú verð- ur hann að biða eftir Krúsjeff þá daga, sem hann ætlaði að nota til Finnlandsheimsóknar- innar og viðtalsins við Kekkon- en. Fólk hugsar margt um þessa nýju ,,taugasókn“, sem stefnt var á Norðurlönd með ræðunni í Moskvu 30. október. En norsku blöðin skrifa yfirleitt rólega um málið, að því er stríðshættuna snertir. En þau eru talsvert áhyggjufull útaf því, hvort Kekk onen Finnlandsforseti hafi þurft að gera . einhverskonar „Kópa- vogssamninga“ í Síberíuferð sinni til Novosibirsk. Skúli Skúlason. Til sölu lítið notaður „A.tlas“ trérennibekkur ásamt tilheyr- andi verkfærum. Lítill „Dunlap“ trérennibekkur einnig lítil „Dunlap“ bandsög, mjög litið notað. G. Þorsteinsson & Johnson Grjótagötu 7, Rvík — Sími 24250.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.