Morgunblaðið - 28.11.1961, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.11.1961, Qupperneq 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. nóv. 1961 r---------^ Margaret Summerton HÚSID VIÐ SJÚINN Skdldsaga Uppl á svölunum var ekkert ljós. fyrr en hún sneri slökkvara >ar uppi og heldur engin birta í löngu göngunum, svo að við urð- um að þreifa okkur áfram langa leið í myrkri. Engin upphitun yar þarna í göngunum. Mér datt í hug, og varð ekkert hissa á því, að sögur mömmu um auðlegð Edvinu frænku myndu vera tals- vert orðum auknar. Mér leizt Glissing Park við fyrstu sýn vera gamalt. hrörlegt og illa hald ið hús, sem væri rekið með sem alira minnstum tilkostnaði. Ég var alveg orðin villt þegar gamla konan opnaði dyr. kveikti ljós og beið eftir því að ég gengi þar inn. Fyrir svo sem hálfri öld hafði herbergið sjálfsagt verið vistíegt, jafnvel skrautlegt en skrautið var orðið af.tur úr tím- anum og gömlu húsgögnin voru orðin úr sér gengin. Og svo gaus kuldinn á móti mér um leið og ég gekk þarna inn. Aftur kom þessi móða og óró- lega rödd: Frú Elliot borðar klukkan sjö og hún er orðin það nú....Ég vil ekki vera að reka á eftir yður, en gætuð þér flýtt yður eins og hægt er? Auðvitað. svaraði ég. Eruð þér....? Ég er ráðskona hérna. .frú Wesi. Andlitið, sem var vand- lega. jafnvel listfenglega málað undir lituðu hárinu, sendi mér bros, sem þýddi hvorki eitt né annað. Ég býst ekki við, að þér ratið ein niður aftur, svo að ég ætti að sækja yður á eftir. Tíu mínútur? Ég lofaði að verða þá tilbúin. Þegar hún var farin, datt mér það fyrst í hug að hiæja....að sjáifri mér! Ég hafði nú aldrei gert mér mjög háar hugmyndir um hjartanlegar móttökur þarna, en ég hafði heldur ekki búizt við, að farið yrði með mig eins og krakka, sem hefði komið of seint úr skólanum. Ég var að seilast eftir vara- litnum mínum, þegar ég heyrði hávaða, eða öllu heldur eins og klórað væri í eitthvað. En ég gat ekki sagt, hvaðan hann kom. En svo heyrði ég snugg og svo hálfkæft bops. Ég opnaði hurð- ina og ofurlítill hundur hljóp til mín og flaðraði upp um. hnén á mér. f>etta var hálfvaxinn hvolpur, strýhærður og hoppaði á skrítn- um löppunum. En þegar hann ætlaði að taka undir sig stökk upp í rúmið. greip ég i hálsband- ið á honum. Nafnplatan á því glitraði í ljósinu og á henni stóð: „Kelly. Esmond Elliot. Glissing Park, Glissing I.“. Ó, Ó! Frú West stóð í dyrun- um. Hvernig hefur Kelly komizt hingað? Æ góða réttið þér mér hann. Hann gerir yður alla hár- uga og rúmið líka! Konan ætlaði alveg að springa af hneykslun, er hún hélt hund- inum upp í loft, spriklandi öllum löppum út í loftið. Það þarf að venja hunda, sagði hún hvasst, rauð í framan af á- reynslunni. Eruð þér tilbúnar að koma niður? Það er leiðinlegt að vera að reka á eftir yður, en frú Elliot er svo kröfuhörð um stundvísi vitið þér. Ég afsakaði þetta seinlæti mitt og lét þess getið, að þau borðuðu kvöldverð nokkuð snemma. Já, það gerum við. Hún opnaði fyrir mig dyrnar og skondraði svo a harða brokki á undan mér .. Við verðum að gera það vegna eidabuskunnar. Hún er kona garðyrkjumannsins og þau búa i hliðhúsinu. Hún má fara heim til sín þegar kvöldmaturinn er kom- inn á borðið, og ef hún er sein í tíðinni, missa þau af beztu sjónvarpsdagskránni. Og þá kemst Russell í vont skap, af því að þá þarf hann að sækja hana á mótorhjólinu sínu með hliðarkörfunni. Mér fannst það koma illa heim við lýsingar mömmu á Edvinu, ef hún væri hrædd við vinnu- hjúin sín. Frú West sneri litla snarboru- lega hausnum á sér til hliðar og sagði. í einskonar verndaratón: Þér hafið kannske ekki mikla reynslu af fólkshaldi á stórum sveitasetrum, ungfrú Elliot. Ég mundi sjálf ekki líta við vist hérna ef ég ætti ekki lítinn dreng í skóla hér skammt frá. Frú Elliot lánar mér bílinn til að heimsækja hann þrjá sunnu- daga á skólaárinu, og það bætir upp hina og þessa galla, sem á vistinni eru. Hún andvarpaði og leit enn einu sinni snöggt kring um sig, eins og hún væri hrædd, og bætti síðan við auðmjúklega: En ég má ekki vera að kvarta yfir mín- um eigin erfiðleikum. Þér hafið víst nóga sjálf. Hörkulegu. brúnu augun um- kringd augnahárum, sem stóðu út í loftið af lit, horfðu nú á mig með hæverskulausri forvitni. En £ sama vetfangi hratt hún upp annarri hurð og tilkynnti nafn mitt. Ég brosti í þakklætisskyni, en svipur hennar var jafnkaldur fyrir því. Þó að þetta væri ekki nema lítilfjörleg sneypa, fannst mér nú eins og ég væri einmana og yfirgefin og mér hefði verið fleygt inn í ljónabúr. Ljónið, sem hér var um að ræða. sat í miðjum ljósgeislanum frá lampanum. Amma mín sat á einhverskonar stól, sem var eins og hásæti og Ijósið skein á hana, rétt eins og einhverja drottningu, en hirðmenn hennar dreifðir víðsvegar í skugganum. Þetta var rétt eins og vandleg uppstilling á leiksviði. Ég er fegin að þú skulir loks- ins vera komin, Charlotte. Þú kemur mjög seint. Þetta var kveðjan. Ég gekk fram þangað til ég var komin í brúnina á ljósblett- inum en stanzaði þá. Ég hafði aldrei séð ljósmynd af Edvinu. Mynd sú sem ég átti af henni, var uppdregin af hatri móður minnar á henni. í huga mínum var hún ljót. í raun og veru var hún það ekki neitt sérstaklega, aðeins heldur fráhrindandi, hor- uð og stórbeinótt keriing. Flet- irnir í andliti hennar voru óskýr- ir, eins og oft er á gömlu fólki og yfir andlitinu var slikjulegt hár, sem var eins og sambland af hvítu, gulu og ryðrauðum lit. Víði. sniðlausi kjóllinn hennar, var dökkur og litlaus. Frá hönd- um hennar, sem voru hnýttar af gigt, ljómaði heilt neistaflóð af gimsteinum og hangandi á hrukk óttum hálsinum var falleg kryst- alskeðja með kapseli í. Að baki mér heyrði ég rödd ráðskonunnar: Ég hringi til borðs eftir tíu mínútur, frú Elliot. Hún kinkaði kolli án þess að hætta rannsókn sinni á mér með augum, sem voru svo samankipr- uð, að varla sá milli augnalok- anna. Ég afsakaði. að ég skyldi hafa komið of seint og hún urr- aði eitthvað. sem hefði getað ver- ið fyrirgefning eða formæling, eftir ástæðum, en sagði síðan með sterkri en þó rellukenndri rödd: Ætlarðu ekki að kyssa mig, Charlotte? Ég var of mikil gunga til að neita þessu. Kinnarnar á henni voru viðkomu eins og volgur um- búðapappír. En þegar ég lyfti höfðinu aftur, voru augu hennar orðin galopin og ég fann, að ég var að horfa í augu, sem voru blá og nokkuð tekin að dofna en voru samt furðulega lifandi. Ég heyrði einhverja hreyfingu fyrir aftan mig. Enda þótt ekki væri nema neðri hlutinn innan ljósblettsins gat ég samt greint, að þarna voru tveir karlmenn og ein kona. Amma mín gaf bendingu, óþolinmóðlega, og ung stúlka kom fram. dásamlega fögur og bar sig svo vel, að ég greip and- ann á lofti af eintómri undrun. Hún brosti vingjarnlega til mín um leið og hún rétti fram höndina og Edvina sagði: Þetta er Lisa — barnabarnið mitt. Handtak Lisu var hlýtt og sterkt og röddin einkennilega björt eins og í barni. Charlotte, ég er svo fegin, að >ú ert komin. Við vorum farin að halda, að eitthvað hefði bilað hjé þér. í sama bili komu karlmennim- ir tveir inn í birtuna. Þegar Lísa sleppti hönd minni, var hún grip- in af annarri miklu stærri hendi, og Edvina sagði: Þetta er Tarr- and majór, umboðsmaðurinn minn! Þetta var stór og sterklegur maður með ljóst yfirskegg, sem fór vel við Ijóst hárið, sem nú hneigði sig fyrir mér. Lofið mér að gefa yður í glas, ungfrú Elliot. Hvað viljið þér helzt? Röddin var vingjarnleg og hjartanleg, og snöggvast fannst mér eins og ég væri komin undir vernd einhvers góðlátlegs risa. Ég ícaus sérrí og hann færði sig að borðinu þar sem drykk- irnir voru, bak við stól Edvinu. Þá sagði hún: Þetta er Mark Halliwell — guðsonur minn. Fram gekk hái, dökki maður- inn, sem ég hafði hitt um daginn og heilsaði mér. Sælar, ungfrú Elliot, sagði hann. eins og hann hefði aldrei séð mig áður. Stúlkan lét fallast mjúklega niður í stól við hliðina á Edvinu. Svarti kjóllinn hennar var ekki eins kauðalegur og litlaus og sá, sem amma hennar var í, heldur með mjúkum gljáa þar sem ljós- ið skein á hann. Hún leit upp og sendi mér þetta kvenlega bros sitt, sem ég átti eftir að kynna&t betur. Hver var hún? Annaðhvort hlaut pabbi að hafa gifzt aftur, og hún væri þá dóttir hans, eða líka var hugsanlegt, að hún væri ekkja Esmonds. En þá hefði Tam ara átt að.... Ég stanzaði í miðri hugsuninni, því að Tamara var svei mér vön að þegja yfir því, sem henni datt í hug, þegar ég var annars vegar. Sérriglasið var ekki fyrr kom- ið í höndina á mér en Edviná sagði: Þú færð víst ekki að dunda lengi yfir glasinu því arna, Charlotte. Nú er svo kom- ið, að við verðum að gera svo — Hvort þú ert spaugileg í útliti í stuttbuxum ? — F.kki frekar en venjulega, sýnist mér. •— Takið eftir pappírsrenningnum, sem aðstoðarstúlka mín Pála Pir- anha heldur á. Þið skrifið spurn- ingar ykkar á renninginn og honum verður rennt inn í Mystikus, sem mun lesa hann og birta svar. Hver X- X- Xr vill verða fyrstur? — Það vil ég Gar læknir. Ég hef verulega erfiða spurningu! vel að vera stundvís í matinn. Stúlkan tók að hreyfa ein- hverjum mótmælum: Ó, amma, það gæti nú aldrei skaðað frú Russell þó að hún tefðist um hálftíma í kvöld. Því miður kæri ég mig ekki um að lenda í rifrildi við hana aftur á morgun. Þarna er hringtt Með mikilli stunu reis Edvina á fætur. Upprétt hefði hún ver- ið hávaxin en nú gekk hún álút við stafinn sinn. Hún hreyfði sig áfram mæðilega en þrjózkulega, og þegar Mark Halliwell bauS henni arminn, ý.tti hún honuno frá sér. Þú veizt fullvel, að ég get kom- izt þetta sjálf. sagði hún. Þegar Edvina var komin út úr dyrunum kom Lksa til mín. Mér þykir verst, að >ú skyldir ekki sllUtvarpiö Þriðjudagur 28. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:06 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tóiv* leikar. — 10:00 Veóurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. ^ 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 „Við vinnuna": Tónleikar. * 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk. -• Tónl. — 16:00 Veðurfr. — TónL — 17:00 Fréttir. ■— Endurtekið tónlistarefni). 18.-00 Tónlistartími barnanna (Sigurður Markússon). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00-Kórsöngur: Frægir bamakórar syngja. 20:15 Framhaldsleikritið „Hulin augu** eftir Philip Levene; í þýðingu Þórðar Harðarsonar; 6. þátturr Minnisleysi. — Leikstjóri: Flosl Ólafsson. Leikendur: Hóbert Am finnsson, Haraldur Bjömsson, Helga Valtýsd., Indriði Waa.ge, Nína Sveinsdóttir, G-ísli Halldórs son, Ævar Kvaran, Jón Sigur- björnsson, Karl Guðmundsson og Halldór Karlsson. 20:50 Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg í júlí sl. (Hátíðarhljómsveitin f Luzem og Heinz Holliger óbóleik ari flytja. Stjórnandi: Rudolf Baumgartner). a) Concerto grosso op. 3 nr. 10 í h-moll eftir Vivaldi. b) Konsert í C-dúr nr. 3 fyrir óbó og strengjasveit eftir Jean Marie Leclair. 21:15 Erindi: Eining kirkjunnar og al- kirkjuráðið (Séra Óskar J. í>or- láksson). 21:40 Píanótónverk eftir Chopin: Vent- sislav Yankoff leikur Impromp- tu í Ges-dúr og Fantaisie-Im- promtu í cís-moll. 21:50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunnaí (Dr. Róbert A. Ottósson söng- málastjóri). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Guðrún Ás- mundsdóttir), 23:00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 29. nóvember 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tón- leikar. — 10:00 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12:25 Fréttir og tilk.). 13:00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. ' 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tiik. —. Tónl. — 16:00 Veðurfr. Tónl, — 17:00 Fréttir. — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka- Knútur" eftir séra Jón Kr. ísfeld; I. (Höfundur les). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleikar: Rudy Risavy og hljóm sveit leika létt lög. 20:20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Grænlend- inga saga; síðari hluti (Dr, Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður). b) í>uríður Pálsdóttir syngur ís- lenzk lög. c) Benedikt Gíslason frá Hof- teigi flytur frásöguþátt: Um Jökuldælu. d) Baldur Pálmason fer með stökur eftir Halldór Ólafsson frá Fögrubrekku í Hrútafirðl, e) Dr. Símon Jóh. Ágústsson prófessor kveður stemmur af Ströndum. 21:45 fslenzkt mál (Ásgeir Magnússon cand. mag.). 22:00 Fréttir og veðurfregnlr. 22:10 Upplestur: Dean Acheson rifjai? upp liðna tíð; I. (Hersteinn Páls- son ritstjóri). 22:30 Næturhljómleikar: Frá tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar íslands og kórsins Fílharmoniu í Háskóla bfói 23. þ.m. Einsöngvarar: — Hanna Bjarnadóttir og Guðmund ur Jónsson. Stjórnandi: Dr. Ró- bert A. Ottósson. Ein deutsches Requiem (Þýzte sálumessa) op. 45 eftir Johannea Brahms. 23:45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.