Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 5
Fostudagur 29. des. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 I MENN 06 t I = MALEFN/m Því er nú haldið Iram, að grískur maður, sem framdi sjálfsmorð á smáeynni Poros við Griikkland haustið 1934, hafi verið sá, er rændi syni Charles Lindbergs og drap barnið síðan. Þýzkur innflytj- andi í Bandaríkjunum, Haupt- mann, var sekur fundinn um ránið og morðið, og tekinn af lifi í rafmagnsstólnum, en hann hélt sakleysi sínu fram til hinztu stundar. Margir Bandaríkjamenn, þeirra á meðal ýmsir þekktir lögfræð- ingar, halda því stöðugt fram, að Hauptmann hafi verið sak- laus af glæpnum. Grískur blaðamaður hefur greint frá upplýsingum, er hann hefur safnað um hinn ókunna mann, sem drap sig á Foros. Yfirvöldin í Grikklandi hafa enn ekki viljað taka mál- ið upp. Upplýsingarnar eru í stuttu máli þessar: Sumarið 1934 kom maður, sem nefndi sig Konstantin Maratos, til Poros- eyjarinnar. Hajm hafði meðal annars meðferðis koffort sem var troðfullt af 50 dala seðlum bandarískum. Hann sagði inn- flutningsyfirvöldunum, að hann væri heimikominn Grikki frá Bandaríkjunum. Kvaðst Dömur Lindberglis-hjónín s Var það Grikki, Lindherghs og hann hafa safnað fé á árum sínum vestra, ýmist í New York, Chicago og Los Angel- es, alls 43 þúsund dollurum. Hann sagðist fæddur á Poros, en enginn eyjarskeggja minnt- ist hans eða fjölskyldu hans. Skömmu síðar kom ógift kona til Poros og settist að hjá ó- kunna manninum- Hún var um eða yfir miðjan aldur og kall- aði sig ungfrú Caradinas. Sagðist hún vera þramenning- ur við Maratos. Maratos tók hús við strönd- ina á leigu og bjó þar næstu vikur í miklum fagnaði. Lifði hann þar gegndarlausu óhófs- lífi, og skorti þar hvorki drykkjarföng, dýrindis mat né annað, er góða veizlu má prýða. Peningum sóaði hann á báða bóga. Varð hann brátt af- ar vinsæll fyrir þær sakir. Til marks um það má nefna, að þegar hann sigldi með ferju- skipinu „Galatas“ til eða frá meginlandinu, lét kapteinninn draga sérstakan fána að húni í heiðursskyni. Á Poros eign- aðist hann tvo góða vini, gleði- menn mikla. Voru það lög- fræðingurinn Karas og bónd- inn Delitanasis. Eru svall- veizlur þeirra og skemmti- ferðir enn í minnum hafðar á Poros. Núna, næstum 30 árum eftir aftöku Hauptmanns, halda þjórbræður Maratos því sem rcendi syni myrti hann ? eindregið fram, að þeir geti sannað, að vinur þeirra sé sökunauturinn í Lindbergs- málinu. Þeir segja ástæðuna fyrir því, að þeir hafi þagað um þetta fram að þessu, sé sú, að þegar hafi verið búið að taka Hauptmann af lífi, þegar þeir fengu að vita ,,hið sanna“, og þar að auki hafi Maratos þvingað þá til að gera þetta ekki lýðnum ljóst. Þeir höfðu báðir fengið allmikið fé að láni hjá Maratos, og voru orðnir honum algerlega háðir fjár- hagslega. Enn neita þeir að skýra frá meiru, en hafa gef- ið í skyn, að þeir muni skilja eftir sig sameiginlega yfirlýs- ingu, þegar hinn síðari þeirra andist. Skömmu eftir komu sína til Poros sagðist Maratos ætla að kvongast frænku sinni- Síðla sumars kom óþeíkktur maður til eyjarinnar. Hann hélt rak- leiðis til húss Maratos og dvaldist þar í fimrn tíma. Síð- an hélt hann aftur til megin- landsins, án þess að tala við nok-kurn annan mann. Næsta morgun sáu nágrann- arnir, að Maratos gekk út á hlað í síðum kufli með byssu í hendi, signdi sig, hrópaði eitthvað, sem þeir heyrðu ekki, stakk byssukjaftinum upp í sig og skaut sig. Þegar lögreglan rannsakaði híbýlin, fann hún bak við húsið nýjan öskuhaug, þar sem pappír hafði verið brennt. Ekki gat lögreglan ákvarðað, hvort hér hafði 'verið brennt peninga- seðlum eða skjölum. Bóndinn Delitanasis sat í varðhaldi um stundarsakir, en engin sök varð fundin á hendur honum, svo að hann var látin laus. Ungfrú Caradinas hélt síðan í burtu, og veit nú enginn hvað um frökenina varð. Ekki hefur svo mikið sem túskild- ingur með gati fundizt af auði Maratos. Eins og kunnugt er, fannst nokkur hluti seðlanna, sem Lindbergh greiddi hinum ó- þekkta ránsmanni, í umferð vestra, en langmestur hluti peninganna hefur aldrei fund- izt. Sumir taka sögu þessari með varúð, en aðrir vilja ekki för- taka, að eitthvað kunni að vera hæft í henni, eða hverja ástæðu geta þeir félagar, lög- fræðingurinn og bóndinn, haft til þess að skrökva upp sögu, sem veldur þeim stórkostleg- um álitshnekki meðal sam- borgaranna? M Lata menn langar alltaf til að gera eitthvað. Marquis de Vauvenargues. Sá lati er líkur mykjuklessu, hver sem tekur hann upp hristir höndina. Sýrak. (Bibliuiþýð. 1859) Þrír geta þagað yfir leyndar- máli, ef tveir þeirra eru dauðir. , B. Franklin. Hvernig getum vér vænst þess, eð aðrir þegi yfir leyndarmálum vorum, ef vér getum það ekki sjálfir? Kochefoucauld- LOFTLEIÐIR H.F.: Leifur Eiríksson væntanlegur kl. 05.30 í dag. Fer til Luxembor'gar kl. 07.00. Kemur til balca frá Luxemborg kl. 23.00. Heldur áfram til NY kl. 00:30. FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F.: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Fagurhúlsmýrar, Hornafjarð- ar, ísafjarðar, Kirkjubæjarklausturs og Vestmanneyja. Á morgun er á ætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir). Egilsstaða, Húsa- víkur, Isafjarðar, Sauðárkróks og .Vestmannaeyja. HAFSKIF H.F.: Laxá losar í Kefla- vik. EIMSKIPAFÉLAG REYKJAVÍKUR H.F.: Katla lestar á Faxaflóahöfnum. Askja er á leið til Canada. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: Brúarfoss kom til Rotterdag 26 des. fer þaðan til Hamborgar. Dettifoss kom til Dublin 26 des. fer þaðan til New York. Fjallfoss er í Leningrad, fer þaðan til Reykjavíkur. Goðafoss kom til Reykjavíkur 24 des. frá New York. Gullfoss fer frá Reykjavík kl. 22:00 í kvöld 28. des. til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 20 des. frá Leith. Reykja- foss kom til Rotterdam 28 des. fer þaðan til Reykjavíkur. Selfoss fer frá New York 28 des. til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Hull 27 des. til Rott- erdam og Hamborgar. Tungufoss kom til Rotterdam 26 des. fer þaðan til Hamborgar, Osló og Lysekil. SKIPADEILD S.Í.S.: Hvassafell er í Reykjavík. Arnarfell er á Akureyri, fer þaðan til Siglufjarðar. Jökulfell er í Ventspils. Dísarfell er væntanlegt til Hornafjarðar á morgun frá Gdynia. Litlafell er á Akureyri. Helgafell er í Gufunesi. Hamrafell fór 26. þ.m. frá Batumi áleiðis til Reykjavíkur. Dorte Danielsen er í Walkom. Skaansund fór 17. þ.m. frá Leningrad áleiðis til ís- lands. Leitaði hafnar í Noregi vegna vélabilunar. Heeren Gracht er vænt- anlegt til Reykjavíkur 4. jan. ÁHEIT OG GJAFIR Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar.: Prentsmiðjan Hólar starfsf. 1150, G. B. J. 200, Eimskipafélag Reykjavíkur 1000, S.J. 100, Alþýðubrauðgerðin 500, Kgs. 300, H.Ó. 100, N.N. 50, Guðjón Jónsson 50, E. H. 300, Þórunn Kvaran 500, Á.K. 100, Stefán Danel 200, t». Þorgrímsson og Co. 500, N.N. 1000, R. 100, N.N. 300, Festi h.f. fatnaður, R. E. L. 500, Þrjú systkini 50, Unnur 500, Tvær systur 100, S.L.H. 200, N.N. 100, Þrjár systur 300, Anna Maria 500, N.N. 100, Strætisvagnar kvk starfsf. 500, Starfsmannafélag S.Í.S. 2075, N.N. 200, J.G. 100, Sigurður trúboði 200, E.E. 100, Fanney og Halla 300, S.M. 150, Pétur Snæland h.f. 700, Björn A. Blöndal 100, Pétur H. Snæland 200, S.J. 50, L.H. 50, ónefndur 500, N.N. 500, N.N. 200, Kexverksmiðjan Esja 500, E.P. 300, Sigrún og Álfheiður 200, frá Sigga, Magga, Matty 1000; Kristín Daníelsd. 200; ÁÓ 1000; Sveinn Egils- son h.f. starfsf. 625; S 200; HK 100; Samvinnutr. starfsf. 1860; NN 500; Þjóð viljinn starfsf. 1100; Júpiter og Marz h.f. 2000; Hvalur hf. 1000; KS 100; Hálf- dán 200; Ve 100; Elín og Kristin 100. Kærar þakkir. Með þeim Ijá, sem mér vannst ljá, mikil ljá var slegin, aflinn sá komst ofan í sá, öll þar sáust heyin. (Gömul orðaleiksvísa). Mikið rær sú mey frábær, meðan fær ei labba, situr á læri mínu mær, mömmu kær og pabba. (Gömul barnagæla). Raun er að koma í ráðaþrot, ragna flæktur böndum. Lífið allt er boðabrot borið að heljarströndum. (Vísa eftir Erlend Gottskálksson) Fyrir gamlárskvöld KvöldkjóJár aðeins 1 af hverri gerð hjá Báru Austurstræti 14 Skrifstofustúlka Vön vélritun og almennum skrifstoíustörfum óskast hálfan daginn (kl. 1—5). — Umsóknir er tilgreini aldur og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 2. jan. merkt: „7468“. Óska eftir að taka á leigu 3fa til 4ra herb. íbúð nú þegar ÓLAFUR ÓLAFSSON, læknir Sírai 35175. (JIMG HJÓINI óska eftir 3ja—4ra herb. íbúð strax upp úr áramót- um. — Upplýsing'ar í síma 37707. T ilkynning til skattgreiðenda í Reykjavík Skorað er á skattgreiðendur í Reykjavík, sem enn hafa ekki lokið að fullu greiðslu skatta sinna, að greiða þá upp hið fyrsta. Athugið, að eignarskattur, slysatrygginga- gjöld og almennt tryggingasjóðsgjald eru frá- dráttarbær við næstu skattaálagningu, hafi gjöldin verið greidd fvrir áramót. Dráttarvextir af ógreiddum gjöldum tvöfald- ast eftir áramótin. Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli Hinar vinsælu almennu Jólatrésfagnaðir verða haldnir í SILFURTUNGLINU dagana 29. og 30. des. kl 3 e.h. Tvær 13 ára stúlkur syngja með liljómsveit MAGNÚSAR RANDRUP Skyrgámur kemur í heimsókn 4f ~ Sala aðgöngumiða hefst kl. 10 daglega. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 30.00. Nokkrir miðar óseldir 'Dantanir teknar í síma 19611. Silfurtunglið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.