Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 20
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Innlendat fréttir: 2-24-84 Erler.tlar fréttir: 2-24-85 SKUGGA-SVEINN Sjá bls. 11. 295. tbl. — Föstudagur 29. desember 1961 Haustsíld fyrir nær 200 millj. kr. MORGUNBLAÐIÐ hefnr aflað sér upplýsinga um það, að útflutningsverömæti Suð urlandssíldarinnar, sem veiðzt hefur á þessu hausti, sé nálægt 200 milljónum króna. Eftir aðfaranótt fimmtu- dags höfðu alls borizt á land um 650 þúsund tunnur, frá því að veiði hófst fyrir alvöru í lok októbermánað- ar. Rúmlega 100 þús. áinnur hafa farið í frystingu, rúmar 100 þús í söltun, um 20 þús. í súr og 3—4 tonn hafa verið flutt út ísuð. Afgang- urínn, lietur farið í bræðslu. Aflaverðmætið upp úr sjó (til sjómanna og útvegs- manna) nemur um 95 millj- ónum króna, en óhætt mun að tvöfalda þá tölu til þess að fá út útflutningsverð- mætið. Hald lagt á ýlusprengj- ur í verzlunum í Rvík Framleiðsla þeirra stöðvuð LÖGREGLAN | Reykjavík lagði í fyrradag hald á alimikið magn af svonefndum ýlusprengjum, en sprengjur þessar eða blys eru taldar hættulegar. Voru þær t.d. sprengdar í ríkum mæli í Aust- urstræti á Þorláksmessukvöld. Ýlusprengjur þessar h-afa verið framleiddar að Þórsmörk í Garða fareppi, en framleiðsla þeirra hef ur nú verið stöðvuð og lögreglu- stjóri bannað notkun þeirra í Reykjavík. Vegna þessa fór lög- regian í fyrradag í verzlanir, sem hafa leyfi til að Verzla með flug- elda, bly.s *g annað þess háttar, og la,gði hald á allmikið magn af sprengjum þessum. Sprengjur þessar springa með þeim hætti að hár favinur eða ýlf- ur heyrist, og heitan blossa legg- ur af þeim. Eru þær gerðar til þess að þær séu lagðar á jörð- ina en unglingar hafa gert sér að leik að fleygja sprengjunum í loft upp. Hringsnúast þaer þá í loftinu með miklum faávaða, falla svo niður með miklum reyk, og faendast stundum aftur í kxft upp. Hafa ýlusprengjur þessar t.d. henzt upp á þök húsa við Austur- stræti. m-' xrw Halldór Steinsen látinn HALLDÓR Steinsen, fyrrverandi héraðslæknir í Ólafsvík og þing- maður Snæfellinga, lézt á jóladag í Landakotsspítala. Halldór Steinsen fæddist 31. ágúst 1873 í Hvammi í Dölum. Poreldrar hans voru Steinn prest ur þar Steinsen Torfason söðla- smiðs í Reykjavík Steinssonar og kona hans Wilfaelmina C. Móritz- dóttir Biering, kaupmanns í Eldur laus í Vestmanna- eyjabát dti á haf i IVSiklar skemmdir — aðstoðaði VESTMANNAEYJUM, 28. des. — í gærmorgun kvikn- aði í vélbátnum Júlíu, VE 123, sem var í línuróðri um 24 sjómílur vestur af Eyj- um. Hafnsögubáturinn Lóðs- inn kom Júlíu til aðstoðar. Var eldurinn slökktur og fylgdust bátarnir síðan til hafnar í Eyjum. Reykjavík. Halldór varð stúdent 1894 og cand. med. 1898. Starfaði hann 1898—1899 í sjúkrafhúsum erlendis, en var settur auka- læknir í Ólafsvík 1899 og skipað ur héraðslæknir þar aldamóta- árið. Gegndi hann því starfi fram til ársins 1934, en fluttist þá til Reykjavíkur. Halldór Steinsen var þingmað ur Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 1912—1913 og aftur 191G— 1933. Forseti Efri deildar • var hann á árunum 1923—1927. Fyrri kona Halldórs var Guð- rún Jónsdóttir, en síðari kona hans var Lilja Einarsdóttir. Útför Halldórs heitins fer fram frá Fossvogskirkju á morgun kl. 10,30 fyrir hádegi. Rétt fyrir kl. 10 um morgun- inn, þegar skipverjarnir fjórir voru nýfarnir að leggja línuna og höfðu verið um tíu minútur á þilfari, ællaði einn þeirra fram í lúkar. Gaus þá mikill eldur upp í móti honum, sem mun hafa kviknað út írá olíukyntri elda- vél. Þegar var beðið um aðstoð frá Vestmarmaeyjum og hélt Lóðsinn út til móts við Júlíu. Áhöfnin á Júlíu sigldi áleiðis til Eyja og barðist um leið við eld- inn, með því að dæla sjó á hann, en fékk lítt við ráðið. Lóðsinn, sem búinn er fjórum afkniklum slökkvidælum, var kominn til Júlíu um kl. eitt. Bátarnir voru þá staddir um 13 sjómílur vestur af Eyjum. Kristinn Sigurðsson, að stoðarslökkviliðsstjóri, var með Lóðsinum. Skipsmenn á hafn- sögubátnum stukku um borð í Júlíu, en þá var eldurinn orðinn ákaflega magnaður, og skipið all brunnið framanvert. Tvö göt voru brotin á framþilfarið og dælt niður um þau. Norðankæla var á, og sigldu bátarnir áleiðis til Eyja, en skömmu eftir að lagt var af stað, var slökkt á vélinni á Júlíu í tog og hafði hana til hlés kominn í skipið. Tók Lóðsinn Júlíu í drag Og hafði hana hlés við sig. Tók á annan tíma að ráða niðurlögum eldsins, en til Eyja var komið laust fyrir kl. 3. Var Júlía þá orðin drekkhlaðin af sjó Og allt brunnið innan úr skipinu frammi í, dekkbitar brunnir og sá hluti siglunnar, sem gengur niður í skipið, ger- ónýtur. Þá hafði eldurinn náð að skemma talsvert aftur í lest. Hér hefur orðið mjög tilfinnan- legt tjón, og er áætlað, að hálfan annan mánuð eða upp undir tvo mánuði taki að gera við skemmd- irnar. Þetta er í fyrsta skipti, sem Lóðsinn fæst við slökkviliðsstarf. Skipstjóri á honum er Einar Jó- hannesson. Júlía er 38 smálesth bátur, smíð aður í Hafnarfirði árið 1943. Skip stjóri er Emil Andersen. — Björn. J/MYNDINA tók Svelnn Þor-j l’ ir.áðsson í fyrrinótt af véI-/Y( S)bátnum Sæfara GK-224, þeg- /par komið var með hann inn íífl r Reykjavíkurhöfn. En eins ogi Jsagt var frá í blaðinu í gær, )j ý) kom upp eldur í honum, þar y ‘jjsem hann var í róðri um 8j: (9sjómílur NA af Garðskaga. — A c. Sést hér aftan til á bátinn ogo Jer stýrishúsið mjög brunnið. J)! SCsvo og kassinn upp á því, þar(y ^sem gúmmíbáturinn er. f Tfi Aðsfoð LAUST fyrir miðnætti I nótt, bað M/B Árni Þorkelsson, KE 46, um aðstoð Landhelgisgæzl. unnar, þar sefn hann var staddur 16 sjómálur SV af Eldey. Mbl. átti tal við skipstjórann, Eyjólf Árnason. Sagði hann, að þeir faefðu flækt nótina í skrúfunni, varðskip væri væntanlegt um kl. 3 í nótt og myndi draga bát. inn til Keflavíkur. Eyjólfur sagði ágætis veður á þessum slóðum Leysist lœkna- deilan í dag? SAMNINGANEFNDIR Læknafé- lags Reykjavíkur og Sjúkrasam- lags Reykjavíkur komu saman á fundi í gær. Þar kom fram tilboð í tvennu lagi frá Iæknum. Hið fyrra var miðað við heildarsamn inga, en. þar ber aðallega á milli um kjör sérfræðinga. Felur til- boðið í sér mismunandi miklar hækkanir til handa sérfræðing- um, eftir því hvort þeir hafa veru leg heimilislæknisstörf á hendi eða ekki. í öðru lagi var lagt fram tilboð um að ná bráðabirgða samkomulagi til skamms tíma, ef samningar nást ekki á fyrri grund vellinium. Telja læknar sig með því halda öllum leiðum opnum til samkomulags. Nefndirnar munu ræðast við í dag, en í kvöld verður fundur i Læknafélagi Reykjavíkur, og lét formaður félagsins, Arinbjörn Kolbeinsson, svo um mælt við Mbl. í gærkvöldi, að þar yrðu e. t. v. teknar endanlegar ákvarð- anir í málinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.