Morgunblaðið - 30.12.1961, Page 8

Morgunblaðið - 30.12.1961, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. des. 1961 UNGLIN& vantar til að bera blaðið í eítirtalið hverfi FJÓLUGÖTU Árshátíð K.F.U.M. og K. verður haldin í húsi íélaganna miðvikudaginn 3. janúar n.k. kl. 8 síðdegis. — Aðgöngumiðar óskast sóttir til húsvarðanna fyrir þriðjudagskvöld 2. jan. n.k. Stjórn KFUM — Stjórn KFUK INIýárs blómin og flugeldar Blómaskálar, körfur o. fl. Flugeldar, gott úrval Blómaskálinn við Nýbýlaveg og Kársnesbraut Opinn á gamlársdag frá 10—4 Góð þjónusta — Gott úrval BLÓMASKÁLINN VIÐ NÝBÝLAVEG IÍTB00 Tilboð óskast frá úrsmiðum eða öðrum sem annast viðgerðir nákvæmra mælitækja eða skrifstofuvéla um viðhald stöðumæla í Reykjavík og eftirlit með þeim. Útboðslýsingar má vitja á skrifstofu vora Tjarnargötu 12. Tilboðsfrestur til 5. janúar 1962. Innkaupastofnun Reykj avíkurbæjar Hinar vinsælu almennu Jólatrésíðgoajr verða haldnir í SILFUKXUNGLINU í dag 30. des. kl. 3 e.h. Tvær 13 ára stúlkur syngja með hljómsveit MAGNÚSAR RANDRUP Skyrgámur kemur í heii i Vegna geysiiegrar aðsóknar verða jólatrésfagnaðir dagana 4. og 5. jan. (uppselt og) 6. jan. 1962. Sala aðgöngumiða hef.st kl. 10 daglega. Verð aðgöngumiða aðeins kr. 30.00. Nokkrir miðar óseldir. Pantanir teknar í síma 19611. Silfurtunglið Haildór Steinsen læknir og fyrrverandi alþingisforseti HALLDÓR læknir átti til góðra að telja. Faðir hans síra Steinn Steinsen var prestur í Hvammi í Hvammssveit og síðar í Ámesi, en móðir Halldórs var Wilhelm- ine dóttir Moritz W. Bierings, kaupmanns, er var meðal hinna nafnkunnu atorkumanna í Reykjaví'k. f ofviðri mi'klu í nóvember 1857 fórst skip hér nálægt landi, og Þar drukknaði Biering, kona 'hans, sonur og dóttir. Man ég vel mióður Hall- dórs, því að hún var vinkona móður minnar. Mann sinn, síra Stein, missti hún 1883. Var þá Halldór 10 ára, og var rnóður hans um það hugað, að ‘hann gengi menntaveginn. Varð Hall- dór stúdent 1894, var hann efst- ur sambekkinga sinna. Læknis- námi lauk hann með góðum árangri 1894. Að lokinni náms- dvöl í Khöfn hófst læknisstarf- ið. Spyrjum íbúa Ólafsvíkur og aðra héraðsbúa, hvernig starfið var af hendi leyst. Starfssvæðið náði frá Búlandshöfða að Straum fjarðará og off var hann kallað- ur í aðrar sveitir. Þá var ekki ferðast um byggðir landsins í upphituðum bílum. Hvemig ferðuðust læknarnir? Fótgang- andi, á hestbaki, á bátum. Heyrt hefi ég Halldór segja frá því, er hann í bulda og ofsaveðri gróf sig í fönn. Læknisstarfið kallaði á karlmennsku þar. Halldór var í kirkju í Ólafsrvík hjá vini sín- um síra Guðmundi Einarssyni. Það var á gamlárskvöldi og að- stoðaði Halldór við sönginn. í miðri messu var hann sóttur og fór sjóleiðis í miklum kulda og kom á áfangastað á nýjársmorgni klakaður og illa til reika. Marg- ar slíkar sögur geymast um góða lækna. Með þekkingu og skyldu. rækni ávann Halldór sér hylli héraðsbúa. Menn muna starf 'hans og heimili í Ólafsvík. Hann kvæntist 9. júní 1902 Guðrúnu Jónsdóttur, glæsilegri duign»ðar- 'konu. Sonur þeirra er Vilhelm ’bankafulltrúi, sem á heimili sitt hér í bæ. Laaknishjónin tóku einnig til fósturs unga stúlku, sem nú er frú Lilja í Haukagili í Vatnsdal. Frú Guðrún andað- ist 23. júlí 1927 En síðari kona Halldórs er frú Lilja Einarsdótt- ir, Bogasonar og Sigrúnar Bjaroa dóttur frá Hringsdal, og eiga þau heima hér í bæ. Þannig átti Halldór fagurt heimili, um leið og hann fagn- aði starfinu. Þegar ég hugsa um starf lækn isins eru í huga mínum þessi orð: „Skjótur varstu, vin.ur, að vitja manns í neyð, fáir hafa fjörugri fáki rennt á skeið.“ Það kom sér vel, að Halldór var hraustmenni. íþróttir stund- aði hann af kappi, var skauta- maður, og sund iðkaði hann, er 'hann var kominn yfir áttrætt. Þéttur á velli, og skrefucm hans fylgdi festa. Það var bjart yfir öðlingsmanni. Oft 'sá ég leiftr- andi bros hans og fann hið sterka hlýja handtak. Það var eðlilegt, 1 að til hans væri leitað, enda voru honum mörg trúnaðarstörfin falin, og mörg mál nutu stuðn- ings hans byggðarlaginu til heilla. Var hann í 20 ár í hrepps- nefnd og um nokkurt skeið í sýslunefnd. í stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur, formaður Framfara- félags og formaður Verkalýðsfé- lags Ólafsvíkur, svo að nokkuð sé talið. Átti hann einnig sæti í byggingarnefnd Landspítalans. Sú stund kom, að læknirinn tók sæti á Alþingi. Var hann ' þingmaður Snæfellinga 1912—13 og 1916—1933. Forseti efri deild- ; ar Alþingis var hann 1923—27. i Starfinu gegndi hann með still— | ingu og prýði, virðuleg.ur, stefnu fastur, hógvær, en um leið þétt- ur í lund, óbifanlegur, öruggur ■ með ríka sannfæring í huga sín- HALLDÓR Steinsen fyrrv. héraðslæknir og alþingisfor- seti andaðist á jóladag og verður jarðsunginn í dag. Eg mun ekki rekja æviferil þessa merkismanns né heldur segja neitt frá samstarfi okk- ar og áratuga einlægri vin- áttu, þótt þar sé af ýmsu að taka, sem i frásögu kynni að þykja færandi. En stutta vin- arkveðju læt ég fylgja hon- um. Þegsr ég fyrst tók sæti á Aiþingi, var þar mannval mik- ið. Þótti mér undantekningar- lítið mest til íhaldsmanna koma, eix með samruna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins var Sjálfstæðisflokk- urinn stofnaður nokkrum ár- um síðar. Jón Þorláksson, síðar for- sætisráðherra, var þá formað- ur flokksins, en Halldór Stein- sen stjórnaði fundum þing- flokksins. Hafði ég engin per- sónuleg kynni haft af honum, fyrr en ég kom á þing, þótt ég að sjálfsögðu vissi á hon- um deili, enda maðurinn löngu landskunnur, — hafði m. a. verið þingmaður Snæfellinga 1912—’'13 og aftur 1916. Var hann síða* óslitið þingmaður þeirra allt til ársins 1933, að hann gaf ekki kost á sér til þingmennsku lengur. Mér þótti strax mikið til Halldórs Steinsen koma og æ því meir eftir því sem kynni okkar jukust. Hann stýrði fundum flokksins af skörungs- skap og festu, var fáorður, gagnorður og einarður og nokkuð ráðríkur, enda við þá að eiga, sem nokkuð þóttust eiga undir sér. Halldór Steinsen var maður vel vitibórinn og fjölfróður, kunni ágæt skil á stjórnmál- um, var vandur að málflutn- ingi og staðhæfði aldrei ann- að en það, sem hann gat fært sönnur á. Ha«n var geðríkur en stilltur vel Og dulur í skapi, ekki sérstakur mælskumað- ur, en skýr í hugsun og rök- fastur, Og lét lítt á sig ganga, þótt ekki væri hann ádeilinn að nauðsynjalausu. Hann var fríður maður og karlmannleg- ur og vel á sig kominn í hví- vetna. Ekki var Halldór Steinsen mannblendinn né heldur gerði hann sér f»r um að vinna hylli kjósenda með svipuðum hætti Og sumir þingmenn gera. Mun þar um hafa ráðið, að enda þótt h*nn ætti mikla innri hlýju, væri einstakt tryggðartröll «g gæti verið manna glaðastur og Skemmti- legastur, þegar svo bar undir, samræmdist það ekki skap- höfn hans að skarta þessu á al- mannafæri, og allra sízt sjálf- um sér til kjörfylgis. Hann naut þó virðingar og meira og endingarbetra trausts hér- aðsbúa en fallið hefir flestum alþingismönnum í skaut og er þess hér getið jafnt til hróss Snæfellingum, sem Halldóri sjálfum. Á Alþingi var Halldór Stein- sen í hávegum hafður. Nú þegar leiðir skilja þakka ég vináttu, holl ráð og tryggð þessa mæta manns. Eg bið honum Guðs blessunar og sendi ágætri eiginkónu hans Og öðrum ástvinum hans hjart anlegar samúðarkveðjur. Ólafur Xhors um, og ekki aðeins í huga, held- ur og í orði og í verki. Með starfi sínu á löggjafanþingi þjóðarinn- ar var það honum áhugamál, að störf hans mættu vera landi og lýð til blessunar. Menn voru vott ar að þjóðnýtu starfi hans, og því var það að verðleikum, að hann var sæmdur stórriddara- krossi Fálkaorðunnar. En lækninum og alþingismann inum hlotnaðist sú toeill að eiga sólskinsblett í heiði, heimilið, sem stofnað var 8. ágúst 1929. Bjart hefir verið yfir samfélagi foreldra og Halldórs læknis, sonar þeirra, konu hans og litlu barnanna þeirra. Góð kona hef- ir verið manni sínum til hjálpar í sæld og í þraut. Frú Lilja, hin ágæta og ástríka kona, hefir bú- ið manni sínum og ástvinum há- tíð á fögru heimili, þar sem vin- um var fagnað og gestrisnin var í 'heiðri höfð, og mest var hún manni sínum, er hann þuríti mest á hjálpinni að halda. Eg hefi verið með Halldóri á gleðistundum, en ég hefi einnig séð, hve þrautgóður hann var í baráttunni. Oft hefur hann haldið jól með vinum sínum. Nú hlaut hann þá jólagjöf, að fá að fara héðan f friði að loknu starfi og stríði i stundanheimi. Eg blessa minningu hins trygga vinar og votta öllum ástvinum hans samúð mdna. Bj J.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.