Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 30. des. 1961 MORGUTSBLAÐIÐ 13 Sigríður LýBsdóttir Litlu-Sandvik 23. jan. 1869 — 17. des. 1961 Þann 17. desemlber andaðist á Selfossi Sigríður Lýðsdóttir, íyrrum húsfreyja að Litlu-Sand- vík í Flóa .Skorti hana rúman Imánuð til þess að hafa lifað í 93 ár. Þann 22. s. m. var hún til moldar borin við hlið manns síns í hinum gaml* grafreit að Kaldað arnesi, en þar var sóknarkirkja sveitarinnar íram yfir síðustu aldamót. Hún var fædd að Hlíð í Gnúp- verjahréppi 23. janúar 1869. Voru foreldrar hennar merkishjónin Lýður Guðmundsson og Aldís Pálsdóttir, er þar bjuggu lengi. Var hún trvílburi við Pál, er síðar varð bóndi í Hlið og hreppstjóri Gnúpverja. Hin systkinin voru: Svanborg, k*na Skúla Guðmunds sonar, bónda á Keldum á Rang- árvöllum, Guðlaug, kona Bjarna Jónssonar í Skeiðháholti, og GuSmundur, bóndt í Fjalli á Skeiðum, sem er einn eftir iþeirra Hlíðansystkina. Sigríður ólst upp í foreldra- húsum. Eigi var hún til mennta sett fremur *n aðrar baendadæt- ur á þeirri tíð, en bemskuheim- ilið mun hafa verið 'henni hollur skóli. Það var allþekkt myndar- oe; regluheimili, þar sem saman fór snyrtimennska innanlbæjar og utan, hirðusemi, hógværð og prúðmennska til orða og athafha i og haft var það eftir gömulum manni, að á því heimili hefði öll um liðið vel. Við þessa siði og venjur ólst Sigríður upp og sem fullmótuð stúlka mun hún hafa verið mótuð af þeim uppeldis- éhrifum ásamt arfgengum ætt- arfylgjum, er virtust svo ríkar í fari hennar, meðan ævin ent- ist. Árið 1896 yfirgaf hún æsku- heimili sitt, 27 ára að aldri, og fór að fyrirlögðu ráði að Litlu- Sandvík í Flóa, og það sama ár þann 12. júní giftist hún Guð- mundi Þorvarðarsyni, bónda þar. Voru þau gefin saman í hinni gömlu Kaldaðarneskirkju. Bjuggu þau síðan saman í far- sælu hjónabandi í full 40 ár, unz Guðmundur lézt 16. des. 1939. Þá höfðu þau fyrir tveimur ár- um sleppt búsforráðum við Lýð, son þeirra, sem þar býr enn. Þeim fejónum varð 5 barna auðið, en þau voru: Lýður, bóndi og hreppstjóri í L*Sandvík, kvæntur frændlkonu sinni, Aldís Páisdóttur, Þorvarð- ur, skrifstofustjóri hjá Mjólkur- Ibúi Flóamanna. Hann lézt á góð- um aldri, ókvæntur og barnlaus. Aldís, kona Kristins Vigfússon- ar, trésmíðameistara á Selfossi, Svanhildur, kona Sæmundar Símonarsonar, símritara í Rvík, og Haraldur, starfsmaður hjá Rákisútvarpinu, kvæntur Guð- rúnu Bjarnadóttur. Auk iþess ólu þau upp 2 fósturbörn: Guðmund Oannesson, er kom þangað 3ja éra, og reyndist þeim sem bezti sonur, síðar bóndi í Stekkum, og Ingibjörgu Magnúsdóttur, er kom þangað barn, nú húsfreyja eð Eystri-Grund í Stokkseyrar- Ihreppi. Það mun mega segja, að Litla- Sandvíik hafi v«rið með þekkt- ari heimilum í Árnessýslu um ératugaskeið, og bar margt til þess. Húsbóndin*, Guðmundur í Sandvík, eins og hann var oftast nefndur, hafði á hendi nær öll epinber störf fyrir sveit sína og einnti að auki ýmsum héraðsmál- nm. Var hreppstjóri 1899 til dauðadags, sýslimefndarmaður lengi ©g hreppsnefndaroddviti flest sín húskaþarár. Var því að vonum, að margir ættu erindi á heimili hans og mörgu þyrfti að sinna á langri leið. En auk hinna opinlberu starfa var Guð- mundur stórbóndi, er gerði ábýl isjörð sína með mikilli ræktun ©g vönduðum húsabosti að höf- tiðbóli, svo sem glögg merki sjást im í dag. Hann var mikill fram — Minning fara- og umbótamaður, en fór þó ævinlega að öllu með gát. Var hið mesta prúðmenni í allri fram komu og naut því trausts og virð ingar að verðleikum. En við hlið honum stóð Sig- ríður, kona hans, og má segja, að 'þar hallaðist ekki á um for- sjá og fyrirhyggju heimilisins, enda blómgaðist búskapur þeirra ár frá ári. Var hún hin mesta bú- sýslukona, er hafði vakandi auga með öllu á heimilinu jafnt inn- an húss sem utan. Hagsýn í bezta lagi og stjórnsöm í hvívetna, en fór jafnan að öllu með hóg- værð og prúðmennsku. Öll störf hennar báru með sér einhvern þokkablæ, er setti svip á Sheim- ili hennar, svo gestir og gang- andi hlutu að veita því eftir- tekt. Vel var hún viti borin, og þurfti ekki að ræða lengi við haha til þess að finna, að hún bar gott skyn á flesta hluti. EKKERT hefur jafn víðtæk á- hrif á starf og lífsafkomu ís- lenzkra bænda og tíðarfarið. Það er því ekki að undra þó það sé venjulega fyrsta umræðuefnið þá menn hittast. Ef litið er til baka yfir árið sem nú er senn að enda. verður ekki annað sagt, en veðráttan hafi verið okkur Vestur-Húnvetningum hagstæð Veturinn frá áramótum mjög góður, vorið einnig sæmilegt, kominn allgóður sauðgróður, að minnsta kosti á ræktuðu landi um 20. mai. Að vísu kom 24. maí norðanhríð, sem furðul'ítið tjón varð þó af. Grasspretta sæmilega góð. ef fr'á er talið þar sem tún voru skemmd af kali, en á því bar talsvert á nokkrum bæjum. Þurrkar voru ekki samfelldir. en mátti þó heita vandræðalaust. Heyfengur sennilega um meðal- lag. Haustveðráttan indæl þar til I 23. nóv. að gerði norðan áhlaup, | sem olli þó tiltölulega litlu tjóni. Setti þá niður nokkurn snjó, og ótíð héLst i heilan mánuð, en nú er aftur stillia. og snjó hefur tals- vert leyst. Ekkj skal um það sagt, hvort efnahagur manna yfirleitt hefur farið batnandi í þessu góða ár- ferði. En hitt mun staðreynd, að aldrei hefur verið fleira á vetur sett af nautgripum og sauðfé en nú, og víst má telja að veruleg framleiðsluaukning hefur orðið á árinu, bæði á mjólk og sauð- fjárafurðum. Á vegum Ræktunarsambands V.Hún. var unnið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Tvær skurðgröfur og 3—4 jarðýtur voru í gangi fram á vetur, og komust naumast yfir vinnupant- anir. enda unnu þær einnig okk uð að vegagerð í héraðinu. >á voru og tveir vinnuflokkar sem sambandið gerði út til bygginga, annar með votheyshlöðumót, og hinn til að koma upp íbúðar- og peningshúsum. Útteknar jarð- ræktarframkvæmdir á svæðinu, Trygg var hún og vinföst, og mun hafa verið langminnug þeim, er hún á annað borð batt vináttu við. Mjög’ var heimili hennar hjúasælt, dvaldist þar oft sama fólkið árum saman og haft var á orði, hvað sumt kaupafólk ið væri þar lengi, sumt um 20 sumur. Mun þar m. a. hafa vald- ið, að hverjum var goldið sitt með fullum skilum { réttan tíma. Þegar ég kynntist Sigríði, var hún orðin öldruð kona. Fannst mér þá einkenna hana: háttprúð framkoma, hugljúft viðmót og varfærni í orðum og umtali um alla menn. Hygg ég, að þessir þættir hafi verið nokkuð ríkir í fari hennar alla tíð. Eftir að Sigríður missti mann sinn dvaldist hún um langt ára- bil hjá dóttur sirmi og tengda- syni, Aldísi og Kristni, á Sel- fossi, og þar andaðist hún. — Ell- ina bar hún vel og lengi og hafði ferilsvist fram á seinustu ár. En kraiftur og þrek smáþvarr, svo að síðustu 3 árin var hún að mestu bundin við rúmið. Loks kom hin óumflýjanlega stund, fyrirhafnar- og þjáningalaus, likt og ljósið, sem brennur ofan í stjakann. En eðlilega þurfti hún að síðustu mikillar umönn- unnar við, er hún var orðin sem 'barn í annað sinn. Og þá er skylt að geta þess, sem gert var. Það var sú fórnfúsa umhyggja, sem Aldís, dóttir hennar, auðsýndi henni, svo ekki varð á betra kosið. Þetta kunni og hin gamla kona að meta og þakka. Hafði hún orð um það, hvað hún ætti góða ellidaga. Með því einu móti sem nú hefur verið drepið á getur gamalmennið örvasa orðið heimilisprýði. Eg flyt svo eftirlifandi börnum hennar og venzlamönnum alúð- arfyllstu samúðarkveðjur. Bless- uð sé móðurminningin og allt, sem í kærleika var gert. — S. H. munu hafa verið nálægt % úr ha að meðaltali hjá bónda, og er það svipað og verið hefur oft undan- farin ár. í Torfustaðahreppum og Stað- arhreppi var í surnar verið að byggja íbúðarhús á tveimur ný- býlum, og einni eyðijörð, og í Ytri Torfustaðahreppi voru á tveim jörðum byggð vönduð fjár hús með tilheyrandi heygeymsl- um yfiir 6—700 fjár. Talsvert var á árinu keypt inn af dráttarvélum — mest uppgerð um .,Ferguson“ — og ýmsum heyvinnuvélum. í dag er verið að tengja 15 býli meðfram Reykjaskólalínu við raf veitur ríkisins. Er það ánægju- legt bæði fyrir hlutaðeigendur og alla aðra í hvert skipti sem þeim fjölgar er verða þeirra stór kostlegu þæginda aðnjótandi >ó segja megi að það sem hér hefur verið minnst á geti ekki talist til neinna stórframkvæmda, þá held ég þó að af því megi verða augljóst að hér hafi ekki nein allsherjar „stöðvunanstefna" haldið innreið sína. Allar um- bætur og framkvæmdir kosta mikið fé. >ær kosta einnig þrot- lausa vinnu, fyrir þá gem að þeim standa. íslenzkir bændur hafa ekki beðist undan vinnu. >eir hafa heldur ekki að þessu óskað eftir að fá lögfastan 8 stunda vinnudag sér til handa. enda væri trúlega illa hægt að reka sveitabúskap á íslandi ef sá hátt- ur væri á hafður. enn sem kom- ið er. En þeirra krafa er að það sem þeir vinna að hagsbótum fj'rir framtíðina. og framlag þeirra til þjóðarbúsins hverju sinni, sé fullkomlega metið að verðleikum. B. G. SVEINBJÖRN DAGFI^NSSON hæstaréttarlögmaður EINAR VIÐAR héraðsdómslögmaður Málflutningsskrífstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406. Ör V-Húnavatnssýsiu —■---------------------------<® — íslenzkur skipstjóri Framh. af bls. 11. verks þess. Á öllum skipunum er t.d. einn >jóðverji frá Baader verksmiðjunum, sem hefir al- gjört eftirlit með því, að allar vélar frá verksmiðjunni séu í bezta lagi. Á öllum skipunum er fullkomið viðgerðarverkstæði til ýmiskonar smíða Og lagfæringa, gera t.d. stundum við toghlera og annast allslbonar viðhald og þann ig mætti lengi telja. >að hefir leitt af sjálfu sér, við að vera svo mikið á New- foundland, Labrador og Græn- landsmiðum, að maður hefir veitt meiri athyigli en áður, veiðiað- ferðum og skipum annarra þjóða, er stunda fjarlæg mið frá heima- löndum sínum. Einkum Frakka, Spánverja og Portúgala, sem áð ur voru oft tíðir gestir við ís- landsstrendur. Eg hefi kynnst talsvert einum skipstjóra þessara skipa, Ferd- inand að nafni, á franska togar- anum Belle Normandie. >að er um 1400 tonna togari og hefir um mörg ár stundað saltfiskveiðar árið um kring á þessum slóðum. En á næsta ári tekur hann við nýjum 1800 tonna skuttogara, sem nú er í smíðurn og verður út- búinn sem fullkomið verksmiðju skip. Einhvernveginn var það svo inngróið hjá manni, að af fröns urum og spanjólum væri Mtið að læra um fiskveiðar. >eir eru að sjálfsögðu misjafnir að dugnaði og þekkingu eins og aðrir, en við nánari kynningu hefi ég fengið allt annað álit á starfsemi þess- ara manna. Kunningi minn á Belle Norman die (34 ára að aldri) er og hefir verið um langt skeið, einn af fremstu togaraskipstjórum Frakka í aflabrögðum. Frönsku og Spönsku togararnir sem stunda allt árið fjarlæg mið, hafa þann sið, að fara allir heim um 10. desemeber og hefja eldíi veiðar fyrr en í byrjun febrúar næsta árs. Á starfstímabilinu gera þeir 3 til 4 veiðiferðir á salt fiskveiðum, með 600 til 1000 tonna afla af saltfiski í hverri veiðiferð. Er augljóst að þetta eru mikii veiðiafköst. Mörg þessara skipa á fjarlæg um miðum, hafa milli sín mjög náið samstarf í „coda-félögum“ og eru þau ekki bundin við þjóð erni. T.d. er mitt skip nú í sam starfi við franska, spanska og porúgalska togara. Þessir erlendu skipstjórar, sem þannig starfa saman, hafa haft þann sið, að hitt ast til skrafs og ráðagerða einu sinni á ári, hefir það undanfarið verið í San Sebastian á Spáni. Þar eru rædd öll atriði sem snerta fiskimiðin, aflabrögðin, tækniframfarir í veiðarfærum og útbúnaði fiskiskipa. Sem dæmi um það hvað þessir menn leggja ríka áherzlu á tækni hlið veiðanna, er mér kunnugt um, að minnsta kosti frönsku skipin eru útbúin með Asdic- tæki, eina og tvær fisksjár, 3 til 4 dýptarmæla, nýjustu gerðir af Loran og Decca tækjum, tvo rad ara og að sjálfsögðu gyrókompás og fullkomnustu radíótæki á öllum sviðum. IHÉR kemur togarinn Sigurð-E ur Bjarnason með Sæfaray GK-224 í eftirdragi inn tilf Rvíkur sl. miðvikud.nótt en þát hafði togaramönnum tekizt aðf ráða niðurlögunt. eldsins. Þráttf fyrir það urðu miklar skemmdt ir á bátnum og allsiginn var| hann, þvi að mikill sjór komstf í bátinn við slökkvistarfið. —% Ranglega var skýrt frá því í? blaðinu að Sigurður Sig-f urjónsson frá Hafnarfirðit væri eigandi bátsins. Það mun| vera Helgi Gestsson BergstaðaS stræti 33, Reykjavík. % Upplýsingastarfsemin innan „coda-félaganna“ er mjög víð- tæk og vel skipulögð. Á flestum þessara skipa hafa skipstjórarn ir í brúnni hjá sér, nýjustu gerð af „ultra-shortwave tækjum:: með allt að 50 mílna „range“, gegnum þessi tæki hafa þeir stöð ugt talsamband allan sólarhring inn hver við annan, og tilkynna upphífingar, hvað mi'kið í holi, hverskonar fiskur, hvaða dýpi og hvort þeir sjái fisk í tækjunum. Miá nokkuð marka þessa starf- seani af því, að stundum hópast þessi skip snögglega saman, ef um magn af fiski er að ræða, eða dreifast í allar áttir til leitar, ef fiskur er tregur. Flest þessara skxpa gera ná- kvæm skýrzluikort um botnlag, þar sem þau draga Vörpuna yfir allan sólarhringinn, og hafa einn ig mjög ýtarleg kort til útfærzlu á öllu, sem þeir verða varir við í Asdic?tækinu eða fisksjánum, hvernig það Mtur út og á hvaða dýpi. Þessi mikla tækni við fiskveið arnar hlýtur að bæta nokkuð í starfi fiskimannsins gegn vax- andi fisktregðu. >að er kapps- mál hvers fiskimanns, að afla sem mest, og það er krafizt af honum að hann afli sem mest, en ekiki er óliklegt að hin stóraukna tækni við veiðarnar og vaxandi sókn, leiði til ofveiða á fiski stofnunum. Flestum þjóðum er þetta ljóst, enda mi-kið kapp lagt á vísindalegar rannsóknir í þágu fiskveiðanna. Eg vil að lokum ítreka þá skoðun mína, að ég tel hinar nýju togaragerðir sem hér hefir verið rætt um, vera að valda svipuðum tímamótum í fiskitækni eins og gerðist hér heima um 1948. Við erum nú að lenda utangarðs með togaraútgerð okkar fyrir eigin til verknað. Vonandi verður sem allra fyrst bætt úr þvi tjóni, sem orðið er, og tögaraútgerð lands- manna komið á heilbrigðan grundvöll. H. J. — Utan úr heimi Framh. af bls. 10. listarmönnum, svo sem: Will- iam Schumann, Virgil Thom- son, Aaron Copland og Leo- pold Stokowski. Það er ekki aðeins mikill heiður fyrir Leif Þórarinsson að hafa fengið verk sín flutt hjá „Composers’ Forum“ — og það við svo góðan orðstír sem raun ber vitni. Það hlýtur jafnframt að teljast heiður fyrir íslenzka tónlist almennt — og verða uppörvun fyrir önnur islenzk tónskáld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.