Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 18
18 MORGINBLAÐIÐ Laugardagur 30. des. 1961 Þróttur viil flytja YNGSTA íþróttafélagið í Reykja vík er Þróttur. Félagið var stofn- að og hefur verið starfrækt suður á Grímsstaðarholti. Það hefur átt á að skipa ýmsum góðum iþróttamönnum en frægastur þeirra ailra er þó annar aðal- stofnandi félagsins Eyjólfur Jóns son sem n?.2ð sínum sundafrek- um í sjó hefur aflað ísl. íþróttum mikils álits. Þróttur hefur starfað vel þau ár sem liðin eru síðan félagið var stofnað. Nú á dögunum gaf fé- lagið út félagsblað þar sem sagt er frá gangi félagsmála. Merkast í þeim tíðindum er það að formaður félagsins Har- aldur Snorrason segir í viðtali að félagið hyggist til flutnings inn í Kleppsholt. Segir formaðurinn í viðtalinu að hafnar séu við- ræður við bsejarstj órnina um þetta mál. Þróttur var eins og áður segir stofnað og staðbundið við Gríms- staðarholt. Þar hefur félagið drifið upp öfluga Iþróttastarfsemi og lagt sinn skerf til íþróttasögu höfuðstaðarins. Félagið mun ekki geta fengið svæði þar. Að vísu segir ekkert 1 um það í viðtalinu. En formaður- I inn bendir á að ekkert félag sé | starfandi í Kleppsholti og því geti félagið innt þar af hendi þjónustu við þá sem íþróttir vilja stunda. Jólotónleikar í Dómkirkjunni Á JÓLATÓNLEIKUM Sinfóníu- hljómsveitar fslands í Dómkirkj- unni í gærkvöldi hvíldi megin- þungi efnisskrárinnar á einleik urum og einsöngvara. Hljómsveit arstjóri var Jindrich Rohan. Fáll ísólfsson lék með hljómsveitinni orgelkonsert eftir tékkneska tón skáldið Frantisek Brixi (1732— 71), fagurt verk * *g bjart á svip en ekki ýkja kjarnmikið. Guð- mundur Jónsson söng við orgel- undirleik Páls tvö íslenzk sálma lög í útsetningu dr. Victors Urbancic, og auk þess, með undir leik hljómsveitarinnar, tvö lög eftir Handel. Strengjaflokkur hljómsveitarinnar lék Pastorale úr „Messíasi“ Hándels, og að lok um léku þeir Björn Ólafsson og Jón Sen konsert fyrir tvær fiðl ur og strengjasveit í d-moll eft ir J. S. Bach. Þetta var veiga- mesta verkið á efnisskránni. — Allir einleikararnir og einsöngv arinn skiluðu verkefnum sínum óaðfinnanlega, en þó urðu tón- leikarnir í heild næsta sviplitlir og bragðdaufir. Jón Þórarinsson. Mikið félagslíf á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 29. des. — Hér er mikið félagslíf mil'li jóla og ný- árs. í kvöld verður leiksýning í Sjómannaheimilinu. leikið verð- ur Mæra lind, og er það síðasta sýning á leikritinu, Grímudans- leikur er á vegum Gagnfræða- skólans, og í Sjálfstæðishúsinu er bingó. Að aiuki er svo auðvitað kvikmyndasýning. Veðrið er ekki sem verst. Að vísu kalf og skafrenningur af og til, en vetrarsnjór lítil'l. Hér hef- ur verið 10 stiga frost undan- fama daga, en er nú komið nið- ur í 4 stig. — Stefán KR-ingar heiðra sína KR-ingar efndu til hátíðar skömmu fyrir jólin og buðu þang að í heiðursskyni nokkrum þeirra manna sem mest og bezt höfðu unnið félaginu á s.l. ári. Gripu þeir tækifærið er Þórólfur Beck var hér heima og sýnðu honum ýmsan sóma. Hér að ofan er mynd af þeim KR-ingum sem urðu heiðurs að- njótandi. Sigurður Halldórsson, sem verið hefur formaður knatt- spyrnudeildar KR um mörg ár og unnið meir og betur að því starfi KR en nokkur annar, af- henti verðlaunin. ★ 200 leikir Hann hafði þá ánægju að hengja lítinn verðlaunapening á Gunnar Guðmannsson og Hörð Felixson, sem þakklætisvott fyrir 200 leiki í KR búning. Stundum hafa þessir menn ráðið úrslitum um það að KR ynni leik og stund um að landsliðið hafi unnið. KR er þvi og má vera stolt af því að þakka þeim 200 leiki. Undir það geta allir knattspyrnuunnend ur tekið. ic Verðlaun fyrir 100 leiki Helgi Jónsison fyrirliði KR liðs- ins um tíma hlaut ásamt Sveini Jónssyni margreyndum lands- liðsmanni gullpening fyrir 100 leiki með árituðum þökkum frá ★ Þjálfara þakkað | að verðlaunum fyrir framúrskar Óli B. Jónsson þjálfari KR andi starf hjá félaginu. KR- á um mörk ár og áður leikmaður Óla mikið að þakka. Hann leiddi m.a. íslandsmeistari fékk bikar ' félagið úr miklum öldudal — svo * Cnska knattspyrnan •> Þar sem athygli allra unnenda enskrar knattspyrnu beinist nú að ensku bikarkeppninni, þá er skemmtilegt að rifja upp ýmis- legt varðandi þessa vinsælu keppni. Fyr^ta bikarkeppnin fór fram árið 1872 og hefir keppnin síð- an farið árlega fram að undan- skildum stríðsárunum 1915—1919 og 1940—1945. Hefir því keppnin farið fram 80 sinnum og hafa 34 félög sigrað í keppninni. Þau 12 lið, sem oftast hafa sigrað eru þessi: Aston Villa 7 Blackburn 6 Newcastle 6 Wanderers 5 W.B.A. 4 Wolverhampton 4 Sheffield U. 4 Bolton 4 Arsenal . 3 Sheffield W. 3 Manchester City 3 Tottenham 3 Úrslit bikarkeppninnar hafa farið fram á Wembley-leikvang- inum í London frá því árið 1923. Wembley-leikvangurinn rúmar 100 þúsund áhorfendur, en í fyrsta sinn, sem leikvangurinn var notaður þ. e. árið 1923, voru áhorfendur 126.047 og er það mesti fjöldi áhorfenda, sem séð hefir úrslitaleik í bikarkeppn- inni. Áhugi fyrir leikjum í bikar- keppninni er mjög mikill og er því mikið fjárhagslegt atriði fyr ir félögin að komast áfram í keppninni. Ágóði af leikjunum skiptist þannig: Þau lið, sem leika sam- an í 1. og 2. umferð skipta með sér aðgangseyrinum. í 3. 4. 5. og 6. umferð er aðgangeseyrinum skipt í þrjá staði, þ. e. hvort fé- lag fær einn hlut, en sérstakur sjóður þann þriðja. L undanúr- slitum fær enska knattspyrnu- um við myndir af handknatt- leiksfólki því sem taka á við frama þeirra sem nú standa fremstir. Sigurður ITauksson heitir pilturinn og gat sér gott orð í Ieik „pressunnar" gegn ungl ingalandsliði. Sigurður er einn af mönnum framtíðarinnar. Stúlkan er Erla Franklín. Hún er fordæmi fyrir aðrar um að iðka handknattleik. Hún sýnir hvernig þær sem reyndar eru, leika — æfingin skapar meist arann- hann Óli B. Jónsson. varðaði við falli í aðra deild í það að vera bezta félag landsins í knattspyrnu. Þeirra sem ekki hefur verið sérstaklega getið. en eru á mynd inni, voru við sama tækifæri af- hentir peningar fyrir fslands- meistaratign í knattspyrnu. sambandið 25% og önnur 25% renna í sjóð þann, er áður er get ið, en allir þátttakendurnir fjór- ir skipta síðan afgangnum jafnt. Aðgangseyririnn að úrslitaleikn- um, sem venjulega er um 50 þús. pund, skiptist svipað og i undanúrslitum, þ. e. enska knatt spyrnusambandið fær 25%, sjóð- urinn 25% og félögin tvö skipta afgangnum jafnt. Þess ber að gæta að fyrr nefnd skipting að- gangeyris er aðeins af netto- tekjum, þ. e. allur kostnaður t. d. ferðakostnaður o. fl. er fyrst dreginn frá. Að keppninni lok- inni er sjóði þeim. sem fyrr er nefndur, skipt milli allra þeirra liða úr ensku deildarkeppninni, sem taka þátt í bikarkeppninni. Þegar aukaleikir verða að fara fram vegna jafnteflis þá ér skipt ingin sú sama og áður að undan- skildu því, að 5% af aðgangseyri aukaleikjanna renna til enska knattspyrnusambandsins. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.