Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 isienzkur skipstjóri á brezkum verksmiðjutogara Rætt við Loft Júlíusson I>Ú ERT búinn að vera lengi á innlendum og erlendum togur- um? Ja, ég byrjaði 1934 á gamla Baldur með Þorgrími Sigurðs- syni, en eftir Stýrimanna9kóla- nám 1939 og 1940 var ég á Gyllir með Hannesi Pálssyni, öll stríðs érin og fór svo með honum sem fyrsti stýrimaður yfir á Ingólf Arnarson, þegar hann kom til landsins 1948, sem fyrsti nýsköp unartogarinn, er ætlað var að ieysa þá gömlu af hólmi í at- vinnulífinu, sem þeir Og gerðu, því að á þeim tíma, voru þeir fullkomnustu togararnir sem þá þekktust á fiskimiðum. Það var ánægjulég stund að kom á því ágaeta skipi til heima hafnar í fyrsta sinn og ég tel að það hafi verið nákvæmlega skil greint í fáum orðum, er Gunnar Thoroddsen þáverandi borgar- Btjóri, mælti í móttökuræðu smiðjutogaranum Fairtray. Fannst mér strax ótrúlega mdkil viðbrigði að starfa við fiskveiði á þessu skipi, samanborið við það sem maður var vanur af síðu togurunum, þar sem maður varð að vera svo til óvarinn við störf á dekki, fyrir vindi og sjó, ef brá til verra veðurs. En á hinu stóra yfirbyggða skipi reyndist vera talsvert auðveldara og jafn fram fljótlegra, að eiga við veið- arfærin og þegar aflinn hafði verið lösaður úr vörpunni, var strax komið í skjól við vinnslu hans og hægt að ganga léttklædd ur að störfum. Mismunurinn á allri aðstöðu um borð í síðutog- urum og skuttogurum, er mjög mikill og fæstir munu vilja snúa yfir á síðutogara til starfa, eftir að hafa verið á yfirbyggðum skuttogurum. Chr. Salvesen fyrirtækið, sem Varpan tekin inn sinni um skipin. „Þau eru at- vinnuleg og félagsleg framför". Þegar Þorsteinn Ingólfsson kom nýr til landsins, fór ég þang að yfir sem fyrsti stýrimaður, en noklkru síðar til Englands, sem fiSkiskipstjóri á togurum frá Hellyer-félaginu, þeim Nörman og Roderigo. Sá síðarnefndi fórst, hér fyrir norðurlandi í ofviðri eins og margir munu minnast. Síðar fór ég sem fiskilóðs á norskan togara Tromstral. .Lítill togari svipaður og 250 tonna tog ararnir okkar, uppbyggður úr gömlum hvalveiðibát, liðlegur og ógætur bátur þó litill væri, í út gerð Thördal fyrirtækisins, sem frægt er víða um heim fyrir hval veiðiútgerð sína. Eftir það var ég heima um 6 éra skeið. Starfaði við fiskimat að loknu námi og prófi í þeim fræðum. Hugleiddi jafnvel að tooma mér í notalega vinnu í landi, en gafst þó upp á því, er Markús Guðmundsson tók við skipstjórn á b.v. Marz og bauð mér stýrimannspláss hjá sér, og var mieð honum á því skipi á fimmta ár. En hvað var það þá sem dró þig út í það, að fara að sigla aft ur með Englendingum? Ja, það er nú, eins og gengur, að margir þræðir liggja að einu markL En það sem í aðalatriðum réði, úrslitum, að mínu áliti nú, var það, að ég taldi frekar stöðn un framundan í framþróun tog- araútgerðar okkar íslendinga, en xnargt nýtt á ferðinni erlendis, ef til nokkurs frama væri að sækjast við þenngn atvinnuveg. Einkum hafði ég áhuga fyrir að kynnast af eigin raun, þeim nýj ungum sem voru að ryðja sér rúm, um nýtt fyrirkomulag á tog vfeiðiskipum, og þá sérstaklega á hinum svonefndu verksmiðju- skipum, er hagnýttu allan aflann Strax úti á fiskimiðunum. Mér tókst að fá hásetapláss á fyrsta fullkomna brezka verk- í upphafi hóf þessar skuttogstil- raunir, ásamt nýtingu skipsrým- isins, sem við þetta skapaðist til vinnslustarfsemi á aflanum um borð, hafði um langt skeið áform að að reyna þessa togveiðiaðferð. Var sú hugmynd að verulegu leyti byggð á reynzlu þeirra frá áratuga starfseimi félagsins við hvalveiðar og hvalvinnslu. (Það mætti skjóta því hér inn í, að fyrirtækið var stofnað af Norð- manninum J. T. Salvesen árið 1846 og hefir allt frá þeim tíma haft umsvifamikla skipaútgerð). Auk hvalveiði starfseminar, starf rækir félagið stóran flota flutn- ingaskipa af ýmsum gerðum og gerir nú út þrjá sérstaklega vel útbúna og stóra verksmiðjutog- ara, sem kunnugt er. Eg fékk heimild til þess að vinna mig áfram í ýmsum störf- um á þessum skipum, fyrst á Fairtry 1. siðan á Fairtry 2. og síðar að taka við einu skipinu Fairtry 1. sem fiskiskipstjóri. Samkvæmt brezkum lögum, verður siglingaskipstjóri að vera brezkur þegn. Til fróðleiks vil ég geta þess, að allir starfsmenn fyrirtækisins ekki aðeins á sjó heldur einnig í landi, sem eitthvað koma ná- lægt umsjón eða rekstri skip- anna, verða að fara kynnisferð- ir með skipunum út á veiðar, eftir því sem efni standa til í sam bandi við störf þeirra, t. d. var einn „outside manager" sem ný- lega er tekinn við starfi, búinn að fara veiðiferð með öllum skip- unum, til þess að kynnast störf- um og starfsfólki um borð. Það álíta margir þegar rætt er um skuttogara, að þá sé eingöngu um verksmiðjuskip að ræða, hvernig skilgreinir þú milli slíkra skipa? Það er í fyrsta lagi stærðar- munurinn, sem aðallega greinir á milli slíkra skipa. Megnið af hinum almennu skuttogurum, sem nú er að fjölga mjög mikið, eru yfirleitt 850 til 1100 tonn, eða svipað og 'togararnir okkar. En hið sérstæða við þá, er aðferð in að taka vörpuna inn á skutn- um og að allt vinnupláss er yf- irbyggt og aflkm unninn í skjóli. Öilum skuttogurum er sameig- inlegt að ekki þarf nema 6 menn á hverri vakt til þess að taka inn og láta út trollið, Það er auðveíd- ara og fljótlegra en á síðutog- urunum. Á skuttogara tekur það ca. 35 mínútur með 450—500 faðma vír úti, að taka inn vörp- una, losa aflann og kasta að nýju undir eðlilegum kringumstæðum, og nær sama hvort mikið eða lít- ið er í vörpunni. Á öllum skut- togurum eru góð skilyrði til mjöl vinnslu úr öllum úrgangi og einn ig lýsi9bræðslu. En á minni kip- um, er aðeins nokkur hluti afl- ans fullunnin í frystingu, en meirihluti ísaður eða saltaður í lestum. Þessi aðferð gefur þó skipunum möguleika til lengri úti vistar eða allt að 30 daga og verð mætari afla. Verksmiðjutogararnir eru hins vegar allmikið stærri eða frá 2400 til 3000 tonn og fullvinna flestir allan aflann í fryst fisk- flök. Þeir geta verið allt að 3 til 3V2 mánuð í hverri veiðiferð. Er ekki hætt við, á þessv, . stóru og þungu skipurn, að missa frá sér vörpuna í festum og slæm um botni? Nei, það er reynsla mín, að þar sé engu hætta-ra, en almennt ger- ist á togveiðum, enda er á þess- um skipum sérstakur gorma-út- búnaður á togvindunni, til þess að forða frá snöggum óeðlilegum átökum við drátt vörpunnar. Það er einnig önnur bábilja, gagnvart þessu nýja skipslagi, sem ég vildi eindregið mótmæla. Margir hafa haldið, að það færi ver með fisk- inn, að draga hann upp skut- Loftur Júlíusson, fiskiskipstjóri (nær) og siglingaskipstjórinn á verksmiðjutogaranum Fairtry. rennuna inn á efra dekk, heldur en að taka hann við síðuna. Þessi skoðun er ekki rétt. Á botn vörpu skuttogaranna eru ekki notaðar pokagjarðir eða ásfáttar stroffur. Meðan verið er að hífa aflann upp skutrennuna, hvort sem mikið eða lítið er í vörpunni, er svo mikið um loft og sjó í net- inu, að ekki þrengir neitt veru- lega að fiskinum og hann kemur ókraminn og vel lifandi úr net- inu. Þegar þú kemur heim til fs- lands, svona milli veiðiferða, hvað sýnist þér þá helzt, um að- stöðu íslenzku togaranna, með hliðsjón af því sem þú þekkir erlendis? Frá mínum bæjardyrum séð í fljótu bragði sagt, finnst mér eins og þar séu að verða skil tveggja heima, og er það eink- um tvennt, sem gerir skilsmun í aðalatriðum. í fyrsta lagi hvað íslenzku togararnir fá lágt verð fyrir afla sinn hér heima, saman borið við það sem þeir fá fyrir sama fisk og fiskmagn erlendis. í öðru lagi, að erlendis er nú lagt allt kapp á að byggja upp nýtt fyrirkomulag á togurum, er sækja þurfa á fjarlæg fiski- mið, í þá átt, að þeim vinnist lengri tími á fiskimiðunum, að þeir geti unnið úr talsverðum hluta aflans um borð, veiti mann skapnum betri aðbúnað Og vinnu skilyrði og öruggari og betri tekjur. Fairtry I á Nýfundnalandsmiðum Á verksmiðjutogurnum er það þannig, að við erum að mestu lausir við það mikla kapphlaup við tímann, sem allt ætlar að eyðileggja fyrir togurum, sem eingöngu verða að byggja á skjót fengnum og miklum afla, eins og skipin hér heima. Við skipu- leggjum okkar veiðiferðir nokk- urnveginn upp á þriggja mánaða tímabil og metum veiðisvæðin með hliðsjón af því. T.d. að hag- kvæmt sé í meginatriðum að beita sér að New’foundlandsmið- um í janúar/marz, að Grænlands miðum í apríl/júni, að Newfoun- land/Labrador í júlí/sept. og sömu miðum að nokkru október/ desember. Það skiptir minna fyrir skip, sem hefir góðan tíma til veiða, þó eitthvað slakni á afla nokkra daga, eða þó keyra þurfi einn eða tvo sólarhringa milli fiski- miða, ef aflavon er á öðrum stað. Á fyrrnefndum svæðum og þó einkum við Newfoundland, eru stærstu og víðáttumestu fiski mið í N-Atlantshafi og nærri á- vallt einhversstaðar fisk að fá. Með góðri samvinnu og upplýs- ingastarfsemi milli veiðiskipa- hópa og góðum tíma á fiskimiðun um, dregur verulega úr þeirri áhættu, að ekki takist að ful’l- gera veiðiferð. Miðað við okkar aðstöðu á verksmiðjuskipunuim, er aflinn að meðaltali um 600 tonn af fiskflökum og 250—300 tonn af mjöli, auk lýsis. Er ekki erfitt að fá mannskap á þessi skip, og hvað er gert til þess að draga úr leiða, yfir svo langri fjarveru úr heimahöfn? Hvað viðvíkur dægradvölum, er mikið hlustað á útvarp, sér- stakur kvikmynda og samkomu- salur er um borð og miikið af góðum bókum. En mest þykir mönnum um vert, að vel er séð fyrir því, að koma pósti að og frá skipunum. Ýmist með skipum að heiman eða yfir land, eru m.a. fiskirannsóknarskip og togarar þeirra Newfoundlandmanna góð kunningjar okkar við póstflutn ing og stundum förum við til móts við póstinn ef svo ber undir. Hvað viðvíkur því að fá mann skap, hefir það tekist vel á Fair- try skipunum, mestu manna- breytingar eru 10 til 15 manns í túr af rúmlega 90 manna hóp, sem einnig kemur þannig út, að menn ganga nokkuð á milli skip anna, eftir því hvernig stendur á veiðiferðum. Stór hluti skips- hafnarinnar verður nokkurnveg inn fastafólk vegna starfshlut- Framh. á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.