Morgunblaðið - 30.12.1961, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 30. des. 1961
Crtgefandi: H.f Arvakur, Reykjavík.
Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (álóm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson.
Ritstjórn: 4ðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
VETRARSILDVEIÐIN
'17'etrarsíldveiðin við Suð-
^ vesturland er orðinn þýð-
ingarmikill og merkur þáttur
í atvinnulífi þjóðarinnar. —
Hún hefur undanfarin ár oft
og einatt vegið verulega upp
á móti aflabrestinum á Norð
urlandssíldveiðunum. Á þessu
hausti hafa síldveiðarnar hér
í Faxaflóa og við Suðvestur-
land gengið óvenjulega vel.
Hafa þær þegar aukið út-
flutningsframleiðslu þjóðar-
innar verulega og orðið
sjávarútveginum og sjómönn
um í þessum landshluta
mikil búbót.
Raddir hafa oft verið uppi
um það undanfarin ár, að út-
gerðarmenn og sjómenn
væru alltof kröfuharðir um
ný tæki og veiðarfæri, ekki
sízt til þess að stunda með
síldveiðarnar. En allir, sem
eitthvað þekkja til þessa at-
vinnuvegar vita, að það eru
einmitt hin nýju tæki og
veiðarfæri, sem hafa gert
vetrarsíldveiðamar möguleg-
ar. Það er þess vegna bein-
línis framsýni útgerðar-
manna og margra skipstjórn-
armanna að þakka, að mögu-
legt hefur reynzt að hagnýta
síldargöngurnar að Suðvest-
urlandi haust og vetur. Þess
vegna ber mjög að fagna því,
að útgerðin hefur fengið ný
og fullkomin tæki, ekki að-
eins til þess að stunda með
vestrarsíldveiði heldur og
síldveiðar fyrir Norðurlandi
á öðrum árstíðum. Ber hér
allt að sama brunni. Full-
komin og góð tæki í þágu
framleiðslunnar eru þjóð-
inni allri til hinna mestu
hagsbóta.
Margt bendir til þess, að
síldveiðarnar muni ekki á
næstu árum verða það á-
hættusama happdrætti, sem
þær oftast hafa áður verið.
Tæknin skapar stöðugt nýja
möguleika til þess að veiða
þennan silfurlitaða kenja-
fisk. Fjöldi íslenzkra sjó-
manna hefur á þessu hausti
haft góðar tekjur af síldveið-
unum. Vonir standa til þess,
að öll þjóðin muni í fram-
tíðinni draga stöðugt vax-
andi björg í bú með nýjum
og fullkomnari aðferðum við
veiðar þessa nytjafisks.
LAUNAJAFN-
RÉTTI KARLA
OG KVENNA
¥ aunajafnrétti karla og
kvenna er að komast í
framkvæmd. Samkvæmt lög-
um, sem samþykkt voru á
síðasta Alþingi, mun það
verða að raunveruleika í sex
áföngum. Er hér um rétt-
lætismál að ræða, sem að
vísu hefur valdið nokkrum
ágreiningi á undanförnum ár
um, en nú er í flestum lýð-
ræðislöndum talið eðlilegt
og sjálfsagt.
Sjálfstæðismenn fluttu fyr
ir nokkrum árum og fengu
samþykkta þingsályktunar-
tillögu á Alþingi um undir-
búning að staðfestingu al-
þjóðlegrar samþykktar um
launajafnrétti karla og
kvenna. — Á síðasta þingi
fluttu svo nokkrir þingmenn
Alþýðuflokksins frumvarp
um þetta efni og náði það
lagagildi á grundvelli góðrar
samvinnu núverandi stjórn-
arflokka. Þessi löggjöf kem-
ur til framkvæmda 1. janú-
ar næstkomandi. Samkvæmt
því, fá verkakonur nokkra
hækkun tímakaups síns 'og
mánaðarkaup kvenna hækk-
ar að sama skapi.
Kommúnistar snerust gegn
þessari merku umbót á sviði
félagsmála. Þeir töldu það
sýna vanmat á starfi konunn
ar, að launajafnréttið var
ekki samþykkt í einu vet-
fangi, en þess í stað látið
koma til framkvæmda í
nokkrum áföngum. Megin-
hluti þjóðarinnar mun hins-
vegar gera sér ljóst, að sú að
ferð, sem valin var, var skyn
samleg og raunhæf. Með
henni var athafnalífinu gefið
tóm til þess að laða sig að
hinum breyttu aðstæðum.
Kjarni málsins er, að það
hefur nú verið viðurkennt,
að konur eigi almennt rétt á
jafnháum launum og karlar
fyrir sömu vinnu. Það er
réttlætismál. Heilbrigð þró-
un hefur borið það fram til
sigurs.
ROFAR TIL
í 'KONGÓ?
Oamkomulag þeirra Adoula,
^ forsætisráðherra Kongó og
Tshjombe, forseta Katanga,
er ef til vill of gott til þess
að geta verið satt. Á fundi
sínum fyrir skömmu komu
þessir tveir leiðtogar sér
saman um, að Kongó skyldi
vera eitt sambandsríki og
Katanga einn hluti af því.
Að vísu hefur það gerzt síð-
an, að Tshjombe hefur talið,
að þetta samkomulag yrði að
leggjast fyrir þingið í Kat-
anga og hljóta samþykki
þess til þess að öðlast full-
komið gildi. Af hálfu stjórn-
arinnar í Leopoldville og
islenzkt tónskald vinnur
listsigur í New York
Verk eftir Leif Þórarinsson flutt við
góðan orðstír Kjá „Composers4 Forum
LAUGARDAGINN 16. des. sl.
voru flutt nokkur tónverk eft-
ir Leif Þórarinsson í New
Yórk, á tónleikum, sem haldn
ir voru á vegum hinnar merku
stofnunar „Composer’s For-
um“, er starfað hefir í New
York um aldarfjórðungs skeið
Og haft það höfuðmarkmið að
koma á framfæri verkum eftir
ung og efnileg tónskáld. Er
Leifur Þórarinsson fyrsti ís-
lendingurinn, sem fær verk
eftir sig flutt á vegiim þess
arar kunnu stofnunar — og er
það eitt mikilsverð viður-
kenning. En Leifur hlaut
ágæta dóma gagnrýnenda og
hljómleikagesta fyrir verk sín.
Þannig sagði Alan Rich, gagn
rýnandi New York Times, að
tónverk Leifs, einkum tvö ný
verk (frá þessu ári), væru
mjög skipuleg og full af at-
hyglisverðum hljómasambönd
um — og yrði skemmtilegt að
fylgjast með frekari þroska-
ferli tónskáldsins. Fyrirsögnin
á grein Rich var: „Prögram
of Music by an Icelander“ —
„Composer’s Forum Presenls
Thorarinsson’s Works" — og
fjölluðu þrír fjórðu hlutar
greinarinnar um Leif Og verk
hans. En Richard Maxfield,
sem er þegar kunnur vestra
sem tónskáld og tónlistarkenn
ari, fékk aðeins nokkrar lín-
ur um sig og verk sín, sem
einnig voru flutt á tungetnum
tónleikum — og hlaut hann
miklu lakari dóm en íslend-
ingurinn.
Verkin fjögur, sem flutt voru
eftir Leif Þórarinsson, voru
þessi: Þrjú einsöngslög úr laga
syrpunni „Fagra veröld“, við
ljóð Tómasar Guðmundssonar
(samin 1957), sem fyrrnefnd-
um gagnrýnanda þóttu bera
helzt til mikinn keim af Hinde
mith — og vera dálítið gamal-
dags. Lögin voru sungin af
tenórnum Norman Myrvick,
sem er af norskum ættum. Þá
flutti píanóleikarinn Maxim
Schur nokkur tilbrigði, sem
Leifur samdi 1958. Um þau
Sameinuðu þjóðanna var
hins vegar talíð, að sam-
komulag þeirra Adoula og
forseta Katanga væri alger-
lega bindandi fyrir hinn síð-
amefnda. Hafa síðan vaknað
grunsemdir um það, að Tshj-
ombe væri enn sem fyrr
ekki með öllu heill í'málinu.
Þingið í Katanga kemur
saman upp úr áramótunum.
Skal ekkert fullyrt um það,
hvað þar gerist. En allt
bendir til þess, að eina lausn
in í Kongó sé myndun sam-
bandsríkis með nokkurri sér-
stjórn einstakra hluta þessa
ógæfusama lands.
Sameinuðu þjóðimar hafa]
sagði Alan Rich, að þau hefðu
börið vott um tilraun tón-
skáldsins til að ná „fótfestu
í nýjum heirni" — en í síð-
ustu verkunum, „Mosaic", fyr
ir fiðlu og píanó, og þó sér í
LEIFUR ÞÓRARINSSON
heillaði New York
með hljómum
lagi í „Points for Three", fyr-
ir píanó og strengi, hefði Leif-
ur stigið skrefið til fulls. —
(Gagnrýnandinn er greinilega
fullkominn „módernisti" í tón-
listarmálum — en áheyrendur
virtust hor.um sammála, því að
þeir tóku langbezt hinum síð-
arnefndu tveim verkum, að
því er segir í bréfi til blaðsins
frá Ólafi Stephensen, sem var
viðstaddur tónleikana. — Ólaf
ur segir enn fremur frá því,
að einn úr hópi áheyrenda,
sem hann kann þó ekki að
nefna, hefði staðið upp að lokn
um flutningi tónverkanna,
þakkað Leifi fyrir ágæta tón-
list og látið í ljós von um, að
hann fengi fleiri tækifæri til
þess að lofa New York-búum
að hlýða á verk sín. Þótti þetta
allmerkilegt, því að ekki er
lagt heiður sinn að veði í
sambandi við friðun Kongó.
Þær hafa sent hér þangað til
þess að friða landið. — Það
friðunarstarf hefur nú staðið
nokkuð á annað ár og kostað
miklar fórnir, m.a. líf Dag
Hammarskjölds, framkvstj.
Sameinuðu þjóðanna. Vest-
rænar þjóðir hefur greint
nokkuð á um aðferðina til
þess að friða Kongó. Banda-
ríkjamenn hafa staðið með
Sameinuðu þjóðunum gegn-
um þykkt og þunnt. En
Bretar og Frakkar hafa tal-
ið, að þær hafi farið of geyst
gagnvart Katangastjórn, sem
barizt hefur gegn samein-
vanalegt, að slíkt gerist á V
tónleikum hjá „Composers’ j j
Forum“. Einnig kveðst Ólafur j
hafa heyrt ýmsa kunna tón- í
listarmenn, sem tónleikana ;
sóttu, fara miklum viðurkenn- \
ingarorðum um verk Leifs.). i
Eins og fyrr segir, hefir 1
„Composers’ Forum“ starfað í j
New York um það bil aldar-
fjórðung. Upphaf starfseminn i 1
ar var hins vegar í Kaliforníu '
árið 1926, fyrir forgöngu I ]
Ashley Pellis, sem var kunn- 1*
ur píanóleikari. Tíu árum síð- <
ar hófst svo sams konar starf
semi í New York fyrir til-
stilli Pettis og Henry Cowells. ]
Stofnunin átti löngum mjög ]
erfitt upparáttar fjárhagslega ,
— og var yfirleitt ekki unnt .
að efna tii tónleika nema vel- i
viljaðir tónlistarmenn fengj- 1
ust til að ílytja verkin án þess
að fá greiðslu fyrir. Þannig *
var starfað með höppum og ]
glöppum, fram til ársins 1947,
þegar Columbia-háskólinn, fé-
lög bandarískra tónskálda, -
hljóðfæraleikara, hljómplötu- '
útgefenda 0. fl. mynduðu með 1
sér samtök til þess að tryggja
„Composers’ Forum“ viðun-
andi starfsgrundvöll. Bóka- ]
safn New York-borgar lánaði ,
salarkynni til hljómleikahalds, .
og Rockefeller-stofnunin lagði
fram fé, til þess að unnt yrði
að fá hina færustu tónlistar-
menn til flutnings á verkum
tónskáldanna. Síðan hefir
starfsemin verið í nokkuð
föstu formi, og heldur „Com-
posers’ Forum“ nú tónleika
reglulega einu sinni í mánuði
7 mánuði ársins. Og tilgang-
urinn er enn hinn sami og í
upphafi — að koma á fram- ]
færi, við fullkomin skilyrði, ]
verkum eftir ung og efnileg
tónskáld, sem annars kynnu að
lenda utangarðs í þessum efn-
um. Sérstök nefnd kunnra
tónlistarmanna sér um val á
verkum þeim, sem tekin eru
til flutnings — og þykir það
mikil viðurkenning að fá verk
flutt á tónleikum hjá „Com-
posers’ Forum“. — Stjórn
stofnunarinnar er skipuð
þekktum tónskáldum Og hljóm
Framhald á bls. 13.
ingu landsins.
Sovétcíkin og fylgiríkl
þeirra hafa hins vegar gert
allt, sem í þeirra valdi hefur
staðið til þess að torvelda
sáttastarfið og stefnt að því
einu að efla kommúníska
undirróðurssarfsemi í hjarta
hinnar svörtu Afríku.
Vonandi tekst samkomulag
á grundvelli þeirra við-
ræðna, sem Adoula forsætis-
ráðherra og Thsjombe for-
seti áttu fyrir skömmu með
sér. Ef það tekst, hafa Sam-
einuðu þjóðirnar unnið mik-
inn sigur og merkilegt spor
verið stigið í áttina til varð-
veizlu friðarins í Afríku.