Morgunblaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. jan. 1W i CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áT>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson. Ritstjórn: íVðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÞÁTTUR LR HRAK- FALLASÖGU A rin 1950—1956 höfðu Sjálf- stæðismenn og Fram- sóknarmenn samvinnu um ríkisstjórn í landinu. Tókst sú samvinna að ýmsu leyti skaplega og bar góðan ár- angur, en að öðru leyti mið- ur. Var þar fyrst og fremst um að kennS óheilindum Framsóknarmanna, eins og t.d. veturinn 1955, þegar Hermann Jónasson studdi kommúnista leynt og ljóst í stórfelldum verkföllum og viðleitni til þess að raska því jafnvægi, sem tekizt hafði að skapa í efnahagsmálum landsmanna. — Herhlaup kommúnista tókst, fram- leiðslukostnaðurinn stórjókst og óhjákvæmilegt varð að gera ráðstafanir til stuðnings atvinnulífinu. Enda þótt Framsóknarmenn viður- kenndu, að kommúnistar hefðu með þessu unnið hið mesta óhappaverk, tók nú Framsóknarflokkurinn þá á- kvörðun að slíta stjórnar- samstarfinu við Sjálfstæðis- flokkinn og beita sér fyrir myndun vinstri stjórnar í landinu. ? Vinstri stjórnin var mynd- uð á miðju sumri 1956. Höf- uðtakmark hennar var sam- kvæmt yfirlýsingum Fram- sóknarmanna að einangra Sjálfstæðisflokkinn í ís- lenzkum stjórnmálum og leggja grundvöll að áratuga samstarfi hinna svokölluðu vinstri flokka. En skamma stund verður hönd höggi fegin. Vinstji stjórnin lifði aðeins tæp 2% ár. Þá gafst Hermann Jónas- son upp og lýsti því yfir frammi fyrir alþjóð .að stjórnin ætti engin sameig- inleg úrræði til lausnar höf- uðvandamálum þjóðfélagsins, að efnahagslegt hrun blasti við, óðaverðbólga væri fram- undan og þjóðin væri að steypast fram af „hengiflug- inu“ undir forystu vinstri samvinnunnar. Upp úr þessu öngþveiti, sem Framsóknarflokkurinn hafði leitt yfir þjóðina, í fyrsta lagi rpeð óheilindum sínum í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og í öðru lagi með vinstra sam- starfinu spratt svo kjör- dæmabreyting og síðan nú- verandi stjórnarsamvinna Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins. Nú er það Framsóknar- flokkurinn sem stendur ein- angraður með umboðsmenn Moskvuvaldsins á íslandi eina að vinum og pólitískum samherjum. Sjálfur logar Framsóknarflokkurinn að innan vegna gæfulausrar for ystu sinnar og ábyrgðar- lausrar stjórnarandstöðu. — Flokkurinn er klofinn í af- stöðunni til utanríkismála og ýmissa meiriháttar innan- landsmála. Hann er eitt í dag og anað á morgun. — Hann svignar í ýmsar áttir eins og reyr af vindi skekinn. Þetta er aðeins stuttur þáttur úr hrakfallasögu Framsóknarflokksins. — En hann er glöggt dæmi um það, hvaða áhrif óheilindi og ábyrgðarlaus hentistefna hafa á örlög stjórnmála- flokka. ER SÖGU- KEIMNSLUNM3 AFATT? jC'r sögukennslunni í íslenzk- um skólum mjög áfátt? Ýmislegt hefur komið í ljós á undanförnum árum, sem bendir eindregið til þess að svo sé. Meðal annars hafa hinir svokölluðu spurninga- þættir, sem mjög tíðkast sem skemmtiatriði í útvarpi og víðar, leitt í ljós ótrúlega fákænsku og þekkingarleysi unglinga. Unglingarnir hafa ekki vitað eða kannazt við frægustu skáld, rithöfunda, stjórnmálamenn eða lista- menn, sem ýmist eru til- tölulega nýlátnir eða eru jafnvel ennþá á lífi. í spurningaþætti í keppni milli nemenda Verzlunar- skólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri í útvarpinu sl. sunnudags- kvöld, komu t.d. fram þessar tvær spurningar: Hver var landlæknir næst- ur á undan Vilmundi Jóns- syni? Hver var fyrsti for- maður Sjálfstæðisflokksins? Úrvalslið hafði verið val- ið úr báðum menntaskólun- iim til þess að standa fyrir svörum. En enginn úr úr- valsliði þessara skóla kunni svör við þessum tveimur spurningum. Enginn mundi eftir Guðmundi Björnssyni og Jóni ÞorlákssyniH Gagnvart mörgum öðrum einföldum spurningum og allt að því barnalegum spurn ingum stóðu menntaskóla- nemarnir gersamlega á gati. Þetta er vissulega dapur- leg staðreynd. Þjóðin hefur varið miklu fé af litlum efn- um til þess að byggja upp fullkomna og góða skóla. Getur það verið að hinn ís- U M miðjan desember var »það tilkynnt, ðönskum ferða- málamönnum til mikils ang- urs, að danska ríkið hefði tekið á Icigu eitt af helztu gistihúsum Kaupmannahafn- »ar, Hotel Cosmopolite. Mjög margir Islendingar munu hafa notið gistingar í Cosmo- 1 polite á síðari árum — og Íer því ekki úr vegi að birta hér smáglefsur úr eins kon- ar „eftirmælum“ um þetta vel kunna gistihús, sem „Köbenhavneren“ skrifaði í Berlingske Aftenavis. Hann segir m.a.: A Frægt götuhorn — Þegar ríkið hefur nú tekið Hotel Cosmopolite á leigu og starfslið þess flytur þar inn hinn 1. apríl nk., felst ekki einungis í því, að Kaupmannahöfn missir eitt af stærstu gýrtihúsum sínum, einmitt þegar ferðamanna- tíminn er að ganga í garð, heldur er þar með jafnframt settur punktur aftan við kapítula í sögu borgarinnar. Um meira en hundrað ára skeið hefur nefnilega verið rekið gistihús á þessu dálítið kuldalega — en þó svo að- laðandi — götuhorni við „Kongens Nytorv". Fyrsta gistihúsið, sem stóð þarna hét „Skandinavisk Hotel“. — Og það bar nafn í móttökusal Hotel Cosmopolite morgunlnn, sem fréttist, hótelið yrði lagt niður. Þarna er venjulega ys og þys, þennan morgun var stemningin dapurleg. Höfn veröur ieiöinlegri — þegar Hotei Cosmpolite hverlur með rentu, því að þangað leituðu gjarna þeir Svíar, sem komu yfir sundið til þess að skoða sig um í „borg kon- ungsins". Þeir kunnu vel við sig þarna og héldu tryggð við staðinn, þegar Hotel Cosmopolite reis á rústum skandinavíska gistihússins skömmu eftir aldamótin. Ef maður átti í þá daga erindi inn í forsal gistihússins, var það fyrst og fremst sænska, sem kvað við úr öllum átt- A’ Hótelstaður á þriðju öld Cosmopolite lagði undir sig ýmsar fasteignir við Got- hersgade, en þar var nú eng- inn skaði skeður. — Þannig varð það næsti nágranni „Boltens Gaard“, sem varð frægur á sínum tíma. Boltens Gaard hafði verið reistur rétt fyrir 1700 af hinum nafn kunna Henrik Bolten, sem kom hingað (til Hafnar) frá fæðingárborg sinni, Bremen, sem örsnauður maður, en kom hér fljótlega undir sig fótunum sem vínkaupmaður og útgerðarmaður. Honum græddist mikið fé á verzlun við Vestur-Indíur. Hlaut hann danskan ríkisborgara- rétt — og meira að segja barónstign, áður en lauk. Þegar á þessum tíma virt- ist sem þarna þætti sjálf- sagður staður til hótelrekstr- ar, því að áður en baróninn reisti hin glæsilegu hús sín, var þarna hinn virti gisti- staður „Veltkuglen". — Þar þótti gott að borða — og drekka. Og margir voru þeir, sem laumuðust að heiman á kvöldin til þess að njóta lífsins í „Veltkuglen". — 1 hugum okkar, sem geymum mynd gömlu Hafnar, ein- kennist þetta hverfi af ilm- Framh. á bls. 11. lenzki skóli vanræki svo hrapallega kennslu í íslenzkri nútímasögu, að það sé eðli- legt að nemendur hans komi fram eins og hreinir glópar? Hvað er að? — Væri ekki ástæða til þess að láta fram fara athugun á því af hálfu f r æðslumálast j ómar innar hvernig sögukennslan sé rækt? Eitthvað hlýtur að vera bogið við hana, þegar úrvalssveitir tveggja mennta skóla opinbera aðra eins fá- fræði og útvarpshlustendur voru vitni að sl. sunnudags- kvöld. VIIMSLIT FVRIR AUSTAIM TJALO Sovétríkin hafa eins og kunn ugt er fyrir skömmu slit- ið stjórnmálasambandi við Albaníu. Þar með hafa deil- urnar milli þessara tveggja kommúnistaríkja náð há- marki sínu. Leiðtogar al- banska kommúnistaflokksins hafa undanfarið deilt harð- lega á Nikita Krúsjeff, m. a. hafa þeir kallað hann „anti- marxiskan lygara“ og hótað að fletta ofan af honum með leyniskjölum, sem þeir hafi undir höndum. Kínverska kommúnista- stjórnin í Peking hefur hins vegar lýst yfir fullum stuðn- ingi við albanska kommún- istaflokkinn og leiðtoga hans í deilunni við Rússa. Gefur það út af fyrir sig greinilega vísbendingu um þá erfið- leika, sem fyrir hendi eru í sambúðinni milli Sovétríkj- anna og Rauða Kína. Eftir að Sovétríkin hafa slitið stjórnmálasambandi við Albaníu, hlýtur sú spurning að rísa, hvaða áhrif það muni hafa á sambúð þeirra og Kín- verja. Vitað er, að djúptæk- ur ágreiningur hefur verið milli Moskvu og Peking, en margir hafa álitið, að báðir aðilar myndu í lengstu lög freista þess að halda honum duldum. Á það hefur einnig verið bent, að mjög illa stendur á fyrir Kínverjum um þessar mundir. Kín- verska kommúnistastjómin á við geysilega efnahagserfið- leika að etja og getur illa verið án hernaðarlegs, fjár- hagslegs og pólitísks stuðn- ings Sovétríkjanna. Það ligg- ur hins vegar nokkurn veg- inn ljóst fyrir, að Peking- stjórninni hrýs hugur við forystu Rússa og bíður fyrsta tækifæris til þess að losa sig við hana. Stuðningur Mao tse-Tung við albönsku komm únistaleiðtogana er stórt og örlagaríkt skref í þá átt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.