Morgunblaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.01.1962, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 10. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 11 „Til sjós og lands" NÝLEGA var mér bent á, að Þjóðviljinn hefði verið að zninnast á mig, en ég hef alla tíð gert lítið af því að lesa það blað. Og í Þjóðviljanum, sem kom út 31. des sl. stendur þessi klausa: Íl „Til sjós og lands. 'F Sæmundur (hreppstjóri) Jóns son, skrifari hjá Eimskip, kaus nýlega við stjórnarkjör í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur. — Sæmundur hefur ekki verið til sjós síðan 1927, en árin 1926 og 1927 var hann á vetrarvertíð hjá Kveldúlfi. Það er öll hans sjómennska. Er nú eðlilegt að Slíkir menn velji forystu fyrir samtök sjómanna í dag?“ Svo mörg eru þau orð. Leiðinlegt tíðarf ar VALDASTÖÐUM, 8, jan. — Fyrir og um jólin var hér all- mikið frost og kuldi. En milli hátíðanna skipti um og hlýnaði í veðri. Síðan hefur verið heldur leiðinlegt tíðarfar, ýmist snjóað eða rignt, og það stundum sama daginn. Heimtur á fé virðist ætla að verða heldur með lakara móti í þetta sinn. Enn vantar nokkrar kindur á einstöku bæjum hér í sveitinni, frá 3 upp í 6 kindur á bæ. Þó hafa sumir heimt allt sitt. Ekki er utilokað nema eitt- hvað af því fé, sem vantar, kunni að hafa lent undir fönn í austan hrynunni, sem gekk hér í nóvember sl. Stuttu fyrir jól- in fannst ein kind, sem fullvíst þótti að verið hefði í fönn í 26 daga. Var hún illa haldin, og búin að missa jórtrið. Nú er hér snjólaust á lág- lendi og allir vegir færir. — St. G. - Utan úr heimi Framh. af bls. 10. i inum af tilreiddum mat og af nvítum sængurfatnaði hótelanna, sem hengdur var út til þerris og viðrunar. Og nú verður þarna ekki annað eftir >_n vinstofa, kaffihús og smurbrauðsstofa. Ágætar stofnanir út af fyrir sig — en þær vantar bara alla „tradisjón". Vkr Balle og Bögh Margir veitingamenn hafa ráðið húsum í Cosmo- polite þá rúmlega hálfa öld, sem hótelið hefur starfað. En nú, þegar saga þess er brátt á enda, minnumst við þó fyrst og fremst Balle- ættarinnar. Fjölhæf og framkvæmdasöm ætt, sem setti ekki aðeins mark sitt á Hotel Cosmopolite, heldur einnig Hotel Dagmar og Hotel Savoy. — Hotel Dag- mar var flestum harmdauði, þegar það hvarf af sjónar- sviðinu á sinum tíma, ásamt öllum „Dagmar“-fyrirtækj- unum. Nú lokar Casmopolite -— og eftir er þá aðeins Hotel Savoy. Hér er ein af sönn- ununum fyrir því, hve duttl- ungafull — og að ýmsu leyti skipulagslaus —. þróunin í Kaupmannahöfn oft er. — En þegar áður en Balle-ætt- in hvarf „frá völdum'* kom fram nýr, mjög ötull maður: Landsréttarmálflutningsmað- tirinn Sören Bögh keypti eignir hótelsins, en lét hinn yngsta Balle reka það áfram. Þegar hann svo — allt of fljótt — hætti störfum, ákvað Bögh að gerast sjálfur gest- gjafi í Cosmopolite og hætti því málfærslustörfum. Bögh hafði uppi miklar á- ætlanir um framtíð hótels- ins. Fyrst lét hann epdur- nýja það að innan allt frá Ég hef verið í Sjómannafélagi Reykjavíkur frá árinu 1925, stundum tekið þar þátt í stjórn- arkjöri, stundum ekki, og án þess að viðkomandi kjörstjóm hafi neitt haft við það að at- huga. En um sjómennsku mína skal þetta tekið fram: Meðan ég átti heimili í Skafta fellssýslu, fór ég venjulega til sjós á vetrarvertíðinni, stund- um fram eftir vori, mismun- andi langan tíma, svona 2—7 mánuði árlega. Byrjaði á ára- bátum frá Vík i Mýrdal og Höfnum í Gullbringusýslu árið 1921. Árin 1925, ’26, ’27 og ’28 var ég á bv. Earl Haig, Lord Ficher og Otur, skipstjóri Niku- lás K. Jónsson. Árin 1929—37 var ég á bv. Þórólfi, skipstjóri Kolbeinn Sigurðsson og síðar á bv/C Hilmi árin 1938—44, skip- stjóri Jón Sigurðsson. Sannarlega er þetta ekki í frásögur færandi. En það er tæplega hægt að láta svona ó- sannindaþvælu ómótmælt, þó í Þjóðviljanum sé. Læt þetta nægja í bili. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. I Sæmundur Jónsson. Eldur í báti UM 7 leytið í fyrrad. kom upp eldur í vélarrúmi vélbátsins Guð mundar Ólafssonar frá Ólafsfirði, sem er 22 lestir að stærð, þar sem hann lá í Akureyrarhöfn. Slökkviliðinu var þegar gert að- vart og kom það á vettvang, en þá höfðu skipsmenn af nærliggj- andi bátum ráðið niðurlögum eldsins með handslökkvitækjum. Nokkrar skemmdir urðu þó í vél- arrúmi Guðmundar. — St. E. Sig. kjallara til rissins — og sið- an hugðist hann stækka það. Hann tryggði sér miklar fast- eignir í næsta nágrenni hótels ins í þessu skyni — og var það ætlun hans, sem aldrei 'komst þó í framkvæmd, að stækka hótelið um 150 her- bergi. En jafnvel nú, með sín 150 herbergi og 225 gesta rúm, er Cosmopolite eitt af helztu og álitlegustu hótel- um borgarinnar — já, meira að segja var það hið stærsta fram yfir heimsstyrjöldina. Sérhvert gott hótel hefur sína sérgrein eða sérgreinar. Svo var og um Cosmopolite. Ætti ég að nefna tvær af sérgreinum þess, myndi ég segja: Móttaka hópa, sem ferðuðust í langferðavögnum — og íþróttaflokka. Það var oft gaman að fylgjast með íþróttamönnunum — og þá ekki sízt knattspyrnuflokkun um. Þeir voru svo kátir og sigurvissir, þessir ungu menn, þegar þeir klöngruð- ust úr úr vagninum í morg- unsárið. Þegar svo íþrótta- hetjurnar, að enduðum kapp- leik, sneru aftur til hótels- ins, þurfti maður hvorki út- varp né sjónvarp — heldur aðeins andlit þeirra — til þess að sannfrétta úrslitin. Kaupmannahafnarbúi verður þó að viðurkenna, að þegar um Svía var að ræða, reynd- ust þeir oftast kátari að kvöldi en morgni. — ★ — Það er laðandi, iðandi líf og fjör kringum stórt og vel rekið gistihús. Ég skal ekki þræta fyrir, að það geti einn ig verið líflegt í stjórnar- byggingu. En það er allt annað, vinir mínir — verður aldrei hið sama. Og því segi ég: Kaupmannahöfn hefur enn misst spón úr aski sínum — verður nú dálítið leiðin- legri en áður. \ . • • Framkvæmdir í NorBurhöfum (SKÝRING við landabréfið: Syðri takmörk hins þéttstrik- aða hafsvæðis sýna mest»>út- breiðslu íss í Norðurhöfum, en nyrðri mörkin sýna, hver minnsta útbreiðsla íss getur orðið, þannig að hvíta svæðið umhverfis norðurheimsskautið er ávallt isi hulið). Mikilvægi Norðurhafa og landa, sem að þeim liggja, hefur aukizt gífurlega hin síð- ari ár, jaínhliða framförum í tækni og samgöngum. Maður- inn hefur i æ rikara mæli lært að sigrast á óblíðum náttúru- öflum, þannig að mikil svæði norður i Tröllabotnum og Dumbshafi, sem engir gátu áður kannað nema harðfengnir ferðalangar Og með ærnum til kostnaði, eru nú aðgangileg, flestum þeim, er þangað vilja sækja. Bæði Sovétríkin og Vesturveldin hafa lengi gert sér ljóst hernaðarlegt gildi þessa svæðis, en báðir aðiljar hafa einnig lagt áherzlu á að koma á fót hvers kýns at- vinnurekstn í heimsskauts- , löndunum. Frá því að banda- ríski kjarnorkuknúni kafbát- urinn Nautilus fór árið 1958 í kafi um Norðurhöf og komst m. a. á norðurheimskautið (undir ísnum), hefur verið unnið að nýtingu ýmissa nátt- úrugæða á þessum slóðum. Námugröftur og framleiðsla á ýmsum efnum, sem fást á norð urslóðum. hefur stóraukizt. Sovétríkin hafa unnið að þess um málum mun lengur en Vesturveldin. Þau ráða ein yfir hér um bil helmingi þessa svæðis og hafa unnið af kappi að því að nýta lönd sín, við Norðuríshafið. Þar hefur verið stofnað tii margs konar fram- kvæmda og atvinnurekstrar. Vinnuaflið, sem þar er notað, er að langmestu leyti fengíð úr stórkostlegum nauðungar- vinnubúðum og fangabúðum, sem þar eru. Mikill hluti fang anna eru pólitískir fangar, og er það kostur í augum Rússa að hafa fangabúðirnar þarna, þar eð flótti er nær óhugsandi á þessum slóðum. Fjölmörg sovézk skip sigla til hafna á Sí beríuströnd þá tvo mánuði á ári, sem þær eru íslausar. Á þeim árstíma verður að flytja burtu alla framleiðslu undan- farins árs Bæði Rússar og Bandaríkjamenn hafa gert ný- tízkulegar stórborgir undir jökulbreiðunum. Þar er unnið allan veturinn í upphituðum, hlýjum vistarverum og við nú- tíma þægindi. Bandaríkja- menn hafa miklar ráðagerðir á prjónunum í Alaska, ekki sízt eftir að iandið varð 49. ríki í Bandaríkjunum. Á Norður- löndum eykst áhuginn á fram kvæmdum í Norðurhöfum stöðugt. Norðmenn hyggjast ráðast í ýmiss konar fram- kvæmdir á Spitsbergen. Eyja- klasinn Spitzbergen ernorskt land, en auk Norðmanna hafa Rússar, Hollendingar, Danir, Bandaríkjamenn, Englending- ar, Frakkar og ítalir rétt til 1 að hafa þar hvers konar at- 1 vinnurekstur. Norðmenn Og B Rússar starfrækja þar kola- S námur. Munu Sóvétríkin hafa ( rúmlega 2000 námumenn þar árið um kring, en Norðmenn rúmlega 1000. Norðmenn eiga einnig Bjarnarey (Björnöya), 1 sem liggur mitt í hafinu milli Spitsbergen og Knöskaness (Nordkap), nyrzta Odda Noregs. Norðmenn hafa Spits- bergen og Bjarnarey undir sameiginlegri stjórn og hafa gefið þeim samheitið Sval- barða (Svalbard). Þá eiga Norðmenn einnig eyna Jan Mayen, sem er milli Græn- lands og Noregs. Þar er mikil væg veðurathuganastöð. Á eynni er hið útkulnaða eld- fjall Beerenberg, sem er 2340 metra hátt, eða hærra en öræfajökull. Á Grænlandi hafa Bandaríkjamenn mikil- vægar herstöðvar og viðvör- unarstöðvar, sem eru ómiss andi liður í varnarkerfi hins vestræna heiflns. Skandína- víska flugfélagið SAS varð fyrst til þess að taka upp venjulegt farþegaflug yfir norðurheimskautssvæðið. Þeg- ar árið 1954 var farið að fljúga um Grænland til Vestur- Ameríku og Kanada, og síðar um Alaska til Japans. (Einkaréttur: Nordisk Pressebureau og Mbl.). TempSurum í Hafnarfirði afhent 25 þús. kr. gjöf SUNNUDAGINN 17. desember var haldinn sameiginlegur fund- ur á vegum stúknanna í Hafnar- firði. Tilefnið var, að þann dag voru liðin 75 ár frá því að Góð- templarahúsið í Hafnarfirði var tekið í notkun. Hús þetta var byggt fyrir ötula forgöngu með- lima stúkunnar Morgunstjörn- unnar, en hún var þá eins árs, stofnuð árið 1885. Síðan var stúk- an Danielsher stofnuð 1888, Og Kærleiksbandið síðar. Þessi bind indisfélög hafa unnið saman af mikilli einingu um áratugi. Á þennan afmælisfund, var boðið sérstaklega bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Það var hlýleg Og virðuleg stund, þegar bæjarstjórn in gekk í skreyttan lundarsal templara bæjarins. hjá þeirri fé- lagshreyfingu sem hefir það að markmiði að skapa hamingju hjá þeim, sem Bakkus hefir hernum- ið. Stefán Gunnlaugsson bæjar- stjóri, hafði orð fyrir hönd bæj- arstjórnar, flutti ræðu og heilla- óskir og tilkynnti að bæjarstjórn hefði á fundi sínum samþykkt að gefa starfsemi templara 25 þús- und krónur í tilefni þessara tíma móta, einnig fyrir þau menningar áhrif stúknanna í bænum um ára tugi. Þá flutti fulltrúi Sjálfstæð- ismanna, Páll Daníelsson, ávarp, óskir og þakkir fyrir hönd áfeng- isvarnanefndar. Páll er kunnur góðtemplari. Góðtemplarahúsið í Hafnar- firði, á mikia meriningarlega og göfuga sögu að baki sér, sem ekki verður rakin hér, þó það sé ærið tilefni; þess má þó geta að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafði þa; fundi sína um 20 ár. Og er þar vagga og upphaf þróunnar- sögu bæjarmála Hafnfirðinga. Ennfremur hefir fjöldi annarra félagssamtaka haft þar starfsemi sína milli 40 og 50 ár. Góðtempl- arahúsið hefur því verið sannköll uð menningarstöð bæjarlífsins um áratugi. Það hefur verið mik ið átak að koma þessu húsi upp fyrir 75 árum af fáeinum mönn- um. En einhugur og samtaka mátt ur gerði þetta mögulegt. Þegar húsið var byggt rúmaði það alla Hafnfirðinga og meðan verið var að grafa fyrir því var tví- vegis tekin ákvörðun um að lengja það nokkrar álnir eins og það var kallað. Snemma hafa forystumenn reglunnar í Hafnar- firði verið bjartsýnir og eru enn. Templarar í Hafnarfirði endur taka þakklæti sitt til bæjarstjórn- ar. Óska stúkurnar þess að bjarmi af þeirri hugsjón sem Góðtempl- arareglan hefur af markmiði, megi ávallt lýsa Hafnfirðingum og hinni íslenzku þjóð. Guðm. Guðgeirsson, rakaram. Hafnarfirði Vetrarvertíð VESTMANNAEYJUM, 8.vjan. — Fyrsti róður vetrarvertíðarinnar var farinn á þrettándanum. Voru þá 5 bátar á sjó. En þá rauk hann strax upp, svo lítið var hægt að athafna sig og var afl- inn heldur rýr. Má nú búast við að bátarnir fari að róa ef tíð skánar. — Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.