Morgunblaðið - 13.01.1962, Side 12

Morgunblaðið - 13.01.1962, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ L'augardagur 13. jan. 1962 mtiritaMto Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átim.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og ai’greiðsla: A.ðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TÖPUÐU FYRSTA FÉLAGINU Cj t j órnarkosningu mannafplaefi T í Sjó-^ mannafélagi Hafnarfjarð ar er nýlega lokið. Urðu úr- slit hennar þau, að kommún- istar töpuðu félaginu og fengu lýðræðissinnar alla stjórnarmenn kosna. Þetta er fyrsta verkalýðs- félagið, sem kosningar fara fram í á þessu ári. Er mjög athyglisvert, að kommúnistar skyldu tapa því. Þeir hafa eins og kunnugt er lagt höf- uðkapp á að vinna sjómenn til fylgis við stefnu sína. — Moskvumálgagnið hér í Reykjavík hefur hamrað á því, að stefna ríkisstjómar- innar hafi skaðað sjómenn stórkostlega og skert kjör þeirra. Sjómennirnir í Sjó- mannáfélagi Hafnarfjarðar hafa svarað þessum áróðri þannig að ekki verður um villzt. Þeir hafa vísað á bug sleggj udómum kommúnista og litið raunsætt á hag sinn og ástandið í efnahagsmálum landsmanna. Sannleikurinn er nefnilega sá, að viðreisnarráðstafanir núverandi stjórnar, rétt skráning íslenzkrar krónu og aðrar jafnvægisaðgerðir hafa bætt aðstöðu útgerðarinnar og sjómanna að nfíklum mun. Tekjur sjómanna voru á sl. ári betri en oftast áður og afkoma þeirra lífvænlegri. Ber vissulega að fagna því. Það eru sjómennirnir, standa undir svo að segja allri gjaldeyrisöflun þjóðar- innar. Þess vegna verða störf þeirra að vera eftirsóknar- verð frá fjárhagslegu sjón- armiði, ekki sízt vegna þess, hve erfið og áhættusöm þau eru. í öðrum verkalýðsfélögum fara einnig á næstunni fram kosningar tíl stjómar og annarra trúnaðarstarfa. Er nauðsynlegt að allir lýðræð- issinnaðir menn innan sam- takanna treysti samvinnu sma gegn Moskvufylkingu kommúnista og Framsóknar- manna. Úrslit stjórnarkosn- inganna í Sjómannafélagi Hafnarfjarðar spá góðu um árangurinn af baráttu lýð- ræðissinna. setinn áherzlu á vaxandi ein- ingu frjálsra manna, á sama tíma og ágreiningur og deil- ur aukast meðal kommúnista ríkjanna. Hann kvað Banda- ríkin þess alráðin að standa vörð um frelsi Vestur-Ber- línar og enda þótt þau vildu einskis láta ófreistað til að komast að friðsamlegu sam- komulagi við Sovétríkin um lausn Berlínarvandamálsins, þá mundu Bandaríkin ekki hika við að berjast, ef nauð- syn krefur, fyrir íbúa Vest- ur-Berlínar, sem kommúnist- ar ógna. Rússar þurfa því ekki að fara í neinar grafgötur um afstöðu Bandaríkjanna til Berlínar. Ummæli Bandaríkjaforseta og afstaða hans til Samein- einuðu þjóðanna, er einnig hin athyglisverðasta. Forset- inn lýsti yfir öflugum stuðn- ingi við alþjóðasamtökin og kvaðst mundu styðja aðgerð- ir þeirra á allan mögulegan hátt. Deildi hann sérstaklega á þau' ríki, sem neitað hafa að greiða lögmælt framlög til samtakanna. Hann lýsti því jafnframt yfir, að Banda- ríkin mundu halda áfram fjárhagsaðstoð við ungar og vanþróaðar þjóðir. Um Atlantshafsbandalagið sagði forsetinn að það hefði sem eflzt mjög á liðnu ári og væru varnir þess nú miklu betur skipulagðar en áður. Þessi ræða Bandaríkjafor- seta hefur enn einu sinni sannað, að Bandaríkin eru brjóstvörn frelsis og mann- réttinda í heiminum. Þau eru hinn mikli brimbrjótur, sem ofbeldis- og útþenslu- stefna hins alþjóðlega komm únisma hefur brotnað á. Þess vegna einbeita kommúnistar um heim allan hatursáróðri sínum gegn þessu þróttmesta lýðræðisríki heimsins. FRAMSÓKN OG HLUTLEYSIÐ RÆÐA KENNEDYS Doðskapur Kennedys Banda ■*-* ríkjaforseta, er hann flutti þjóðþingi Bandaríkj- anna í fyrradag, er vissulega uppörfandi fyrir lýðræðis- sinnaða menn. um heim all- an. í þessari ræðu lagði for- í sl. ári, þegar kommún- istar hlupu með Moskvu víxil sinn hús úr húsi og bæ frá bæ og báðu íslenzkt fólk að skrifa upp á hann, nutu þeir öflugs stuðnings ýmsra aðalforystumanna Framsókn arflokksins. Margir Fram- sóknarmenn víðs vegar um land urðu við liðsbón komm únista og skrifuðu upp á víxilinn. En kjarni boðskap- 0 le kom nn heim eftir „solo^flug S.L. SUNNUDAG klukkan tæp- lega 2 e. h. lenti einhreyfils Piper Comanche flugvél á Brommaflugvelli við Stokkliólm. Vélinni var rennt upp að flug- vallarbyggingunni, þar sem þús- undir manna voru mættar til að hylla flugmanninn, Olle Ring- strand, sem er aðeins tvítugur að aldri. Á flugvellinum færði her- foringi úr flughernum Ring- strand gullmerki konunglega flugmannafélagsins, svifflugfélag ið sænska sendi honum lárviðar- sveig og var honum yfiileitt fagnað sem „Lindberg Sviþjóð- ar.“ Olle Ringstrand hafði unnið það afrek að fljúga vél sinni einn yfir Atlantshafið frá Flor- ida í Randaríkjunum yfir Ber- muda, Azoreyjar, Portúgal, Spán Sviss og Danmörku til Stokk- hólms. Er hann yngsti flugmað- urinn, sem þetta hefur gert. í ÞRUMUVEDRI Olle lagði af stað frá Florida fimmtudagsmorguninn 28. des. I glampandi sólskini og hita og stefndi til bandarísku flugstöðv- arinnar á Bermunda. Þegar hann var um hálfnaður lenti h-ann í miklu þrumuveðri, en komst eft- ir 6% klukkustunda flug á áfangastað. Þar kom fram lítils- yfir Atlantshaf háttar bilun á áttavita, srvo hann tafðist fram á gamlárskvöld. Doks komst hann af stað um miðnættið á gamláískvöld og nú varð ferðinni lieitið til Azoreyja, en vegalengdin þangað frá Ber- muda er um 3.600 kílómetrar. Veðurútlit var gott og var hætt við að Ringstrand mundi leiðast á þessu langa flugi. En það var öðru nær. Skömmu eftir flug- tak lenti Ringstrand í mikilli snjó komu og hreppti hið versta veð- ur alla leiðina til Santa Maria, sem er austust Azoreyja.. ERFIÐLEIKAR f LISSABON Flugvallarstjórinn í Santa Maria tók mjög vel á móti Olle, bauð honum heim til sín og sá um alla afgreiðslu vélarinnar án þess að flugmaðurinn þyrfti að koma þar nærri. En það tók annað við er hann kom til Lissa- bon. Þangað kom hann eftir sex stunda flug frá Azoreyjum og var strax umkringdur af toll þjónum, flugvallarstarfsmönnum og lögreglu. Það tók hann nokkra klukkutíma að ganga frá forms- atriðum og svara spurningum yfirvaldanna. Hann var orðinn uppgefinn er honum tókst loks að sleppa inn til borgarinnar. Frá Lissabon ætlaði Olle Ring- Borinn gegnum mannfjöldann. strand til Genf, en veður var slæmt yfir Pyrenefjöllum, svo hann neyddist til að bíða í Barselona eftir veðri. Frá Genf gekk ferðin vel og í Kaupmanna- höfn var Olle ákaft fagnað, en þar dvaldist hann í sólarhring Á ÁFANGASTAÐ Þegar Olle var- yfir Nyköping Framh á bls. 15. ■’N ■'v Olle Ringstrand hylltur á Brommaflugvelli. ar hans var að ísland ætti að tileinka sér algert hlutleysi og Ieggja höfuðkapp á að vera fullkomlega vamarlaust. Framsóknarmönnum var bent á það, hversu gæfulaus þessi stuðningur þeirra við hinn alþjóðlega kommúnisma væri. En leiðtogar Framsókn arflokksins héldu áfram að veita kommúnistum stuðning sinn, og fleiri og fleiri Fram- sóknarmenn skrifuðu upp á Moskvuvíxilinn. Leiðtogar flokksins í heilum landshlut- um gáfu út ávörp, þar sem þeir skoruðu á fólk að verða samferða kommúnistum í baráttunni gegn samstarfi ís- lands við vestrænar lýðræð- isþjóðir. Síðan þetta gerðist eru ekki nema nokkrir mánuðir liðnir. En á þeim tíma virð- ast a.m.k. sumir af leiðtog- um Framsóknarflokksins vera famir að sjá að sér. Nú eru farnar að birtast í Tím- anum ritstjórnargreinar, þar sem hlutleysisstefna komm- únista er harðlega gagnrýnd og athygli vakin á því að til- gangur hennar sé fyrst og fremst þjónkun við Moskvu- valdið. Ástæða þessara veðra- brigða í Tímanum er fyrst og fremst sú, að leiðtogar Framsóknarflokksins hafa gert sér ljóst, út á hve hála braut þeir voru komnir með kommúnistadekri sínu. Þeir hafa fundið, að mikill fjöldi heiðarlegra lýðræðissinna innan flokksins var mjög andvígur stuðningi hans við kommúnista í utanríkismál- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.