Morgunblaðið - 13.01.1962, Blaðsíða 13
Laugardagur 13. jan. 1962
MORGVTSBLÁÐIÐ
13
JOSEPH Fromm, fréttaritari
hjá „U.S. News Report“ ferð
aðist fyrir skemmstu um
Norður-Evrópu til þess að
kanna þau ítök, sem stefna
Krúsjeffs átti þar. Hér segir
frá niðurstöðum hans varð-
andi Norðurlöndin.
Skýrsla frá Stokkhólmi,
Osló, Kaupmannahöfn
og Helsinki
Hvað veldur bví, að Krúsjeff
Afstuðn Krúsjeffs
til Norðurlanda
fiætur sér svo annt um Norður-
ítöndin í kaida stríðinu?
Sannleikurinn er sá, að Krú-
sjeff er áhyggjufullur, ög hefur
serna ástæðu til, eins og sjá má
af eitirfarandi:
— Noregur, Danmörk, Svíþjóð
Og Finnland aðhyllast sífellt meir
stefnu Vesturveldanna, og stafar
það af beinni efnahagsnauðsyn.
— Hernaðarútgjöld í Svíþjóð
nema nú svo miklu, að Svíar
finna sig knuna til að flýja undir
verndarvæng annars stórveld-
anna. Svíar, sem eru lýðræðislega
þenkjandi, geta valið milli
tveggja kosta — hlutleysis og
hollustu við Vesturveldin.
— Krúsjeff finnur, að hann á
ekki lengur eins mikil ítök á
Norðurlöndum sem fyrr. Tillits-
leysi hans gagnvart Finnum, sem
i rauninni eru ekki annað en
gíslar í höndum Rússa, hefur orð-
ið til þess að hin Norðurlöndin
fjarlægjast stefnu kommúnista
smátt Og smátt.
Aðhyllast Vesturveldin
í>að er einmitt þessi hollusta
við Vesturveldin, sem Krúsjeff
óttast. Og Norðurlöndin fjarlægj-
ast Sovétstefnuna með degi
hverjum. Þessi tilhneiging er hæg
fara og lítt áberandi. Vesturveld-
in láta sér þetta áð því er virðist
i léttu rúmi liggja, en ekki verð-
ur sama sagt um Rússa.
Krúsjeff verður að horfa á að
Noregur, Danmörk, Svíþjóð og
jafnvel Finnland tengist Vestur-
veldunum sífellt nánari tengslum,
Og að því er virðist verður lítið
við þessu spornað. Sá segull, sem
dregur þessi lönd til sín er Mark-
aðsbandalagið.
í eina tíð voru Norðurlöndin
i bandalagi frjálsrar verzlunar
við Bretland. En nú hafa Bretar
ja'fnvel sótt um upptöku í Mark-
aðsbandalagið. Noregur Og Dan-
mörk hafa nú í hyggju að sækja
um fullgilda upptöku í Banda-
iagið, þrátt fyrir alls kyns ógn-
enir af hálfu Moskvumanna.
Svíar hafa til þessa reynt að
halda hlutleysi sínu, m. a. vegna
þeirra hagsmuna, sem þeir eiga
að gæta í Finnlandi. Þeir óttast,
að náin tengsl þeirra við Vestur-
veldin yrðu til þess að Rússar
beinlínis „gleyptu" Finnland. En
nú hafa Svíar sótt um upptöku
í Markaðsbandalagið og eru sí-
fellt að velta því fyrir sér, hvort
náin samstaða við Vesturveldin
varðandi hernaðarmál, sé í raun-
inni ekki brýn nauðsyn.
Finnar kvíðnir
Jafnvel Finnland, sem Rússar
hafa nú þegar eignað sér, lætur
dragast að Markaðsbandalaginu.
Kaupsýslumenn í Finnlandi við-
urkenna, að þeir reyna af mætti
að finua einhverja A'íið til að
finnskur útflutningur nái fram-
vegis til Vesturlanda.
Krúsjeff gerir sér fulla grein
fyrir því, að náin efnahagssam-
staða Norðurlandanna við hin
Vesturveldin, yrði stórt spor í átt
til þess að sameina andkomm-
únísk Evrópuríki gegn Rússlandi.
Ennfremur óttast hann hið aug-
Ijósa hernaðarjafnv.ægi Norður-
landá.
Nýlega hefur verið komið á
fót Eystrasaltsdeild innan Atlants
hafsbandalagins undir sameigin-
legri stjórn Dana og Vestur-
Þjóðverja. Danir leyfðu þetta
þótt Krúsjeff hefði í hóun-
um og léti öllum illum lát-
um. Rússar óttast, að komi til
styrjaldar, geti þetta orðið til þess
að tefja illilega för sovézkra kaf-
báta á leið út á Atlantshafið.
Ennfremur gæti þetta Orðið til
þess að Eystrasalt lægi opið kaf-
bátum, sem búnir eru eldflaug-
um.
Polaris • kjarnorkukafbátar
Bandaríkjanna sem vopnaðir eru
iangdrægum eldflaugum, eru
farnir að sjást úti fyrir Noregs-
ströndum. Enn hafa Sovétríkin
mótmælt en til einskis, eins ög
fyrri daginn. Noregur er og verð-
ur aðili að NATO.
Svíum vandi á höndum
Nú er Svíum mikill vandi á
höndum: Þeir verða að velja milli
þess að framleiða eigin kjarn-
orkuvopn, en til þess þarf gífur-
legt fjármagn eða þá þeir verða.
að láta af hlutleysisstefnu sinni
og ganga í NATO og njóta þannig
verndar Vesturveldanna.
Til þess að treysta aðvörunar-
kerfi sitt hafa Rússar nýlega
byggt radarstöð í Norður-Rúss-
landi, aðeins um 30 km frá landa'
mærum Noregs. Sérfræðingar
ætla, að það sé markmið Rússa
að byggja keðju slíkra stöðva
á Eystrasaltsströnd Finnlands.
Af fyrrgreindum ástæðum hafa
nú sovézkir hernaðarsérfræðingar
mestar áhyggjur af því, hvernig
þeir geti varið sjóleiðina út í At-
lantshaf gegnum Hvítahafið og
Barentshafið. Til þess að tryggja
þá leið vilja þeir fá aðgang að
flugvöllum í Norður Finnlandi.
Ef til vill gæti hernaðarsamvinna
við Finna uppfyllt ósk þeirra.
Nikita gefur sig hvergi
Sannleikurinn er sá, að allt er
þetta sjálfskaparvíti hjá Krúsjeff.
Danir höfðu lengi forðazt að taka
ákvörðun varðandi samstöðu við
Vestur-Þýzkaland um Eystrasalts
deildina. Norðmenn höfðu lengi
setið á rökstólum um það, hvort
nánari tengsl við Vestur-Þýzka-
land væru skynsamleg.
En skyndilega, þ. 30. október,
sprengdi Krúsjeff 50 megalesta
sprengju sína og lýsti því auk
þess yfir, að „styrjaldarhættan í
Eystrasalti“ neyddi hann til þess
að krefjast þess af Finnum að
þeir gengu í hernaðarbandalag
við Rússland.
Forseti Finnlands, Urho Kekk-
onen, sem áður var í heimsókn í
Bandaríkjunum í þeirri von, að
hægt væri að styrkja tengslin
milli Finnlands og Vesturlanda,
flýtti sér heim. Hann flaug því
næst til NovOsibrisk í Síberíu,
til þess að ræða við Krúsjeff.
Krúsjeff hefur orðið talsvert
ágengt í Finnlandi. Frambjóð-
andiSósíal-dempkrata í Finnlandi
við forsetakösningarnar varð að
draga sig í hlé, en flokkur hans
er opinberlega andvígur komm-
únistum. Krúsjeff hefur sjálfur
viðurkennt Kekkonen, og sumir
segja meira að segja, að hann sé
útsendur af Krúsjeff til þess að
gæ'ta hagsmuna Rússa á Norður-
löndum.
Hótanir Krúsjeffs í garð Finna
hvöttu hin Norðurlöndin síður en
svo til samstöðu við Rússa —
þvert á móti. Þetta varð einmitt
til þess að þau gerðu sér ljóst,
að framtíð þeirra byggðist á nán
ari tengslum við Vesturveldin.
Danska þingið samþykkti þegar
samstöðu við Vestur-Þýzkaland
um Eystrasaltsdeildina. Utan-
ríkisráðherra Noregs, Halvard
Lange, lýsti því opinberlega yfir
við Krúsjeff, að ógnanir Sovét-
ríkjanna í garð Noregs 1949,
hefðu hvatt Norðmenn til inn-
göngu í NATO, og aðgerðir So-
vétmanna nú gætu orðið til þess
að styrkja þau tengsl.
Svíar, sem þegar verja geysi-
miklu fjármagni til varnarmála
m. a. til kafbátalægja undir sjáv-
arborði Og ýmiss konar varnar-
stöðva neðanjarðar, hafa orðið
að íhuga og endurskoða afstöðu
sína. Eiga þeir að leggja á sig
ennþá þyngri byrðar vegna varn
armálanna til þeSs að halda hlut-
leysisstefnunni — eða gerast aðil-
ar að Atlantsbafs bandalaginu?
í Finnlandi eru menn ekkert
feimnir við að lýsa því yfir, að
Krúsjeff sé að reyna að storka
Norðmönnum og Dönum með því,
að annaðhvort verði þeir að snúa
baki við NATO eða brégðast að
fullu vinum sínum Finnum. Nörð'
urlandabúar fara hvergi í graf-
götur um hvað fyrir Krúsjeff
vakir á þessum slóðum.
„Rússar? Mestu kjánar“
En þessar hótanir verða aðeins
til þess að Norðmenn og Danir
reyna að styrkja tengslin við
NATO. Hátisettur maður í ríkis-
stjórn eins Norðurlandanna sagði
fyrir skömmu:
„Rússar eru mestu kjánar —
þeir vilja að við segjum okkur
úr NATO — en með aðgerðum
sínum styrkja þeir enn tengsl
okkar við NATO.
í Finnlandi getur Krúsjeff —
að því taiið er — sætt sig við,
að kommúnistar eigi 50 af 200
þingsætum Finnlandsstjórnar,
þannig að stjórnin megi sín lítils.
Það getur einnig komið að því
að Rússar krefjist aðgangs að flug
völlum Finna, styrki flugflöta
þeirra stórlega og sameini radar-
kerfi Finna og Rússa.
Hvarvetna á Norðurlöndum,
finna menn þess merki, að þessi
lönd aðhyllast æ meir stefnu
Vesturveldanna. Rússar eru að
bíða enn einn hnekki í kalda
stríðinu".
„Við ætlum ekki að hlutast til
—^ um innanríkismál ykkar“.
Velgengni Finna þyrnir
í augum Krúsjeffs
Ein af orsökum þess að.
Rússar herða nú tjóðurbandið
um háls finnsku þjóðarinnar
er augljós
Krúsjeff flíkar því, að sam-
band Fmnlands og Rússlands
sé gott dæmi stefnu Sovétríkj
anna um „friðsama sambúð“.
En Finnar hafa sterk viðskipta
sambönd við vestræn ríki og
þess sjást víða merki.
Velmegun er mikil í Finn-
landi. Atvinnuleysi er ekkert.
Árið 1961 var aðeins eitt verk
fall — og það minniháttar.
Verkamönnum líður vel og fá
vel borgað.
Verzlanir í Helsinki eru full
ar af vörum frá Vesturlöndum.
Mannerheim-gatan minnir
helzt á Fimmta Breiðstræti í
New York.
í Helsinki fást vörur, sem
sjást varla handan landamær-
anna í Rússlandi, þvottavélar,
uppþvottavélar, frystikistur
og stereofónískir grammófón-
ar. Það er eins og þessi vel-
megun Finna beinlínis glotti
við Rússum — ekki sízt þegar
höfð er í huga framkoma
Rússa við Finna eftir heims-
styrjöldlna síðari.
Eftir striðið varð Finnland
að greiða Rússlandi miklar
stríðsskaðabætur. Stalín krafð
ist þess, að þetta yrði greitt
í skipum og vélum. Þar sem
Finnar ráku engan stóriðnað,
urðu þeir að koma slíkum iðn-
aði á fót. Rússar þóttust vissir
um að Finnar yrðu þeim háðir
um útflutnmg, en það varð
annað uppi á teningnum.
Síðustu ár hafa viðskipti
Finna við Rússa minnkað stór
lega. Meginástæðan er, að 75%
af útflutningsvörum Finna eru
viðar- og pappírsvörur, og
mikill hluti þessa varnings
hefur farið til Vesturlanda.
í rauninni er enginn markað
ur fyrir viðar- og pappírsvör-
ur í Sovétríkjunum. Útflutn-
ingur Finna á stóriðnaðarvör-
um til Rússlands er fremur
lítill, einkum þar sem Rússar
geta lítið boðið í staðinn. Árið
1957 fóru 20% af útflutnings-
vörum Finna til Rússlands;
árið 1961 aðeins 12%. Árið
1957 fóru 52% af útflutnings-
vörum Finna til Vestur-
Evrópu, árið 1961 um 60%.
Finnar óttast, að Rússar
meini þeim að ganga í Mark-
aðsbandalagið. Þeir vona hins
vegar, að Markaðsbandalagið
veiti Finnlandi sérstakar und-
anþágur, til þess að tryggja
áframhaldandi velmegun í
Finnlandi.
En Krúsjeff hefur leikið
Finna grátt — þessa velmeg-
andi þjóð, sem freistaðist til
að telja sig til vestrænna
þjóða. Hann beitti þvingunum,
— neyddi Finna til þess að
rjúfa löglega kjörið þing sitt
og fékk því svo fyrir komið,
að andstæðingur Kekkonens í
væntanlegum forsetakosning-
um dró sig til baka.
Áleitni einvaldáherrans so-
vézka sýndi Finnum, að Rúss-
ar vilja að Finnland sé „sýn-
ingargluggi“ hinnar friðsömu
sambúðar kommúnismans í
stað þess að vera „sýningar-
gluggi" velmegunar sem runn-
in er af rótum kapítalismans.