Morgunblaðið - 13.01.1962, Blaðsíða 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 13. jan. 1962
Margaret ^ummerton
KUSIÐ
VIÐ
SJÖINN
Skáldsaga
liggur beinast við að halda, að
þau hafi sloppið til Frakklands.
Auðvitað viljum við ennþá ná
sambandi við hana. Eins vildum
við gjarna hafa tal af frú West.
En annars virðist hún vera horf-
in líka.
Hann hleypti brúnum. Það
hafa verið ýmsar flaekjur í þessu
máli, sem haegt hefði verið að
komast hjá, ef þér og hr. Halli-
well hefðu ekki á glæpsamleg-
an hátt — ég nota það orð af
ásettu i-áði — ætlað að taka rétt-
vísina í ykkar eigin hendur. Ég
vona, að þér gerið yður ljóst,
hversu alvarlegar þær athafnir
ykkar eru.
Já, það er mér fullkomlega
ljóst, svaraði ég.
Ég get ekki lagt á það nægi-
lega áherzlu, að þið hafið hegðað
ykkur mjög heimskulega. Tveir
menn hafa týnt lífi....
Tveir?
Já. Klukkan eitt í dag, fundum
við lík Tarrands majórs. Hann
var með sár á höfði sennilega
eftir skammbyssu bróður yðar.
Hann dó ekki strax af skotinu,
en um það leyti sem hann kom út
úr jarðgöngunum, hlýtur hann
vafalaust að hafa verið orðinn
máttlaus og í svima af blóðmissi,
því að þar datt hann og háls-
brotnaði.
Það verða réttarhöld út af
fráfalli hans og bróður yðar á
mánudaginn, og þar verðið þér
að gefa skýrslu. Ég skora á yður
að mæta þar.
Ég lofaði því og nú varð óhugn
anieg kyrrð í stofunni, þangað til
ég þoldi ekki lengur mátið og
sagði með ákafa: Hr. Adkins, það
er eitt, sem ég þarf að segja yður,
og það er mjög áríðandi: Þetta er
á engan hátt hr. Hallwell að
kenna. Kann....
Hann tók fram í fyrir mér:
Ungfrú Elliott! Ég hef lítið ann-
að gert allan morguninn en
hlusta á hr. Halliwell segja þetta
sama um yður, og ég er orðinn
hálfþreyttur á borgurum, sem
halda að þeir hafi meira vit á
svona málum en sjálf lögreglan.
Það er yður að kenna og líka
hr. Halliwell.
Ég sagði þrjóskulega: Hann
vildi strax snúa sér til yðar.
Já, af hans framburði skilst
mér, að þér hafið farið til bróð-
ur yðar sama daginn, sem hann
dó og reynt að fá hann til að
gefa sig fram. En hann neitaði
og beitti yður ofbeldi. Auk þess
sló hann hr. Hallwell í rot. Ég
gæti tortryggt báðar þessar sög-
ur, og ég vona, að yður sé ljóst,
að ég gæti kært ykkur bæði. Ég
starði á hann, en allt í einu brosti
hann þreytulega: En ég hef á-
kveðið að láta það ógert í þetta
sinn, eftir atvikum.
Hann kinkaði kolli til lögreglu
þjónsins við borðið. Ef þú ert
búinn með þessa skýrslu, Willis,
þá vill ungfrú Elliot kannske lesa
hana yfir og ef hún telur hana
rétta, þá undirrita hana,-
Þegar ég hafði undirritað skýrsl
una, rétti Adkins mér höndina.
Þér hafið fengið stranga ráðn-
ingu, ungfni Elliot en ég vona,
að þér látið yður hana að kenn-
ingu verða.
Ég hristi höfuðið. Ef ég gæti
skyldi ég ógilda þessa tvo daga.
Það veit ég líka, og ef svo væri
ekki, mundi ég ganga harðar í
málið. Yerið þér nú sælar.
Þegar þeir voru famir, sat ég
kyrr í legubekknum og beið. Ég
heyrði í bíl, sem var að fara af
stað, en hreyfði mig ekki samt,
heldur starði á hurðina, rétt eins
og líf mitt ylti á því, sem Mark
kynni að segja þegar hann kæmi
En þegir hann kom, var and-
litið alvarlegt.
Fór hann illa með þig? spurði
hann blíðlega.
Ekki sérlega. Ég fékk auðvitað
stranga áminningu, en hún hefði
orðið helmingi verri ef þú hefðir
ekki verið búinn að tala við hann
áður, sagði ég.
Ó, Charlotte! Eins og ég hafi
kannske eitthvað dregið úr
henni. Það er nú það versta.
Hann snerti bindið um handlegg-
inn á mér. Er það sárt?
Nei, ekki lengur. Það var held-
ur lítið gagn í mér í gær, var
það ekki?
Hann svaraði hörkulega: Það
var ég, sem brást þér. Hann
þaggaöi niður öll mótmæli mín
gegn þessu. Nei, ég á ekki við,
að ég lét slá mig niður, þegar
verst gegndi, heldur bara yfir-
leitt. Og þó líklega fyrst og
fremst það, að ég gerði mér ekki
Ijóst, hversu dýrmætur Esmond
var þér. Það skildi ég ekki fyrr
en ég sá þig horfa á líkið hans.
Þú hafðir þekkt hann alla ævi
þína, sagði ég, en það hafði ég
ekki. Ég er ekki að áfellast þig,
Mark. Það hef ég aldrei gert,
ekki eir.u sinni þegar við vorum
að þrátta sem allra mest um
þetta. Aðalatriðið var, að ég var
hrædd.... Ég fann hönd hans
lykjast um mína. Þú skilur, að ef
ég hefði, þarna um kvöldið, þeg-
ar við fórum saman frá Sjávar-
hóli, leyft þér að fara beint til
Adkins, eins og 'þú vildir, þá
væri Esmond líklega í lifenda
,tölu nú.... Ég komst ekki
lengra. Það er það, sem ég get
aldrei gleymt.
Elsku Charlotte. Hann lyfti
andlitinu á mér upp að sinu og
talaði í blíðum rómi, svo að mér
létti fyrir hjartanu. Maður getur
ekki snúið tímanum við eins og
myndaræmu og svo sett hana af
stað aftur. Ég hafði líka á röngu
að standa. Ég elskaði þig svo
heitt, Charlotte, og var svo
hræddur um að missa þig, að
þegar til þess kom, að ég varð
að velja milli ykkar Esmonds, þá
fleygði ég' honum fyrir borð og
lét hann bjarga sér sjálfum. Ef
ég hefði farið skynsamlega að,
hefði ég getað bæði bjargað hon-
um og haft þig. Þú sérð, að við
ikomum alltaf aftur að Esmond.
Nei, svaraði ég....og það var
satt.
en þegar ekki varð úr því, spurði
ég: Sagði hann þér af Ivor?
Já. Ég var hjá honum, þegar
hringt var til hans, að þeir hefðu
fundið líkíð.
Heldurðu, að þeir finni Lísu?
Ég veit ekki. Kannske leita
þeir hennar ekki mjög vandlega.
Hefurðu áhyggjur út af henni og
Timmy?
Já, dálitlar. Hún veit náttúr-
lega ekki það, sem skeð hefur?
Ef hún er í Frakklandi, getur
hún náð í ensk blöð. Látið hans
Ivors verður í dánartilkynning-
unum á mánudaginn, jafnvel þó
að blöðin minnist ekkert á réttar
höldin.
Ég get mér þess nú til, að Lísa
muni sleppa furðanlega út úr
þessu, sagði ég. Hún er úrræða-
góð kona.
Hann gekk einn hring í stof-
unni og kom svo til mín aftur.
Það er bara eitt, sem ég hef
ennþá áhyggjur af, Charlotte.
Það er út af okkur tveimur. Við
horfðum hvort í augu öðru. Ég
elska þig' og ég held, að þú sért
farin að elska mig líka. Hann
setti upp ofurlítið glettnisbros.
Þessvegna ætti þetta að enda eins
og ævintýrin, á mánaskini og
kossum. En eigum við að láta
það verða, Charlotte?
Já, ég vil, að það verði, sagði
ég.
ÍAAVLs
DAGLEGA
SVEINBJÖRN DAGFINNSSON
hæstaréttarlögmaður
mn.
EINAR VIÐAR
— Gleymdu mér nú ekki, ástin, meðan ég er í burtu.
Eins lengi og ég man aftur í
tímann hafði ég tilbeðið draum-
mynd. Nú var hún horfin fyrir
fullt og allt. í stað hennar var
komin minningin um mann, sem
var henni alls ólíkur, sem ég
hafði aðeins þekkt í tvo hræði-
lega daga, mann, sem hefði að
öllum líkindum fórnað mínu lífi
til að bjarga sínu eigin, ef hann
hefði getað.
Esmond er dauður, sagði ég.
Hann hallaði sér aftur og birt-
,an úr glugganum féll á andlitið
á honum og leiddi í Ijós marblett-
inn á vinstri augabrún. Ég rétti
upp höndina og snerti blettinn,
en hann greip um höndina. Orðin
eru nú heldur ómerkileg og inn-
antóm, þegar maður getur ekki
önnur fundið en „Fyrirgefðu!“.
Hann sneri upp lófanum á mér
og kyssti hann.
Þau nægja mér, sagði ég. Ég
beið eftir, að hann segði meira,
héraðsdómslögmaður
Málflutningsskrifstofa
Hafnarstræti 11. — Sími 19406.
HAPPDJIÆTTI
H ASKOLANS
Xr Xr *
vegginn, Lúsí, til að koma hljóð-
nemanum fyrir.
GEISLI GEIMFARI , X- >f
— Það er þungt loft hérna. Ein- inn er farinn af hurðinni. Þetta er
kennilegt.... Einhver hefur sett einkexmilegt!
hlerana fyrir gluggann. Og snerill-
Nú brosti hann blíðlega en þó
dapurlega. Það fer að komast upp
í vana hjá mér að missa þig. Þú
gætir hæglega farið leiðar þinn-
ar núna og þá sæi ég þig kannske
aldrei aftur. En í þetta sinn verð
það bara ég, sem fer leiðar minn-
ar. Og það bráðlega.
Hversvegna það?
Samkvæmt skipun Edvinu.
Hún lítur á mig sem aðal-söku-
dólginn í öllu þessu óstandi....
og líklega hefur hún þar á réttu
að standa. En hvað sem nú því
líður, þá er ekki annað fyrir mig
að gera en hypja mig seinnipart-
inn í dag. Auðvitað verð ég í
þorpinu, þangað til réttarhöld-
unum er lokið, en ég er hræddur
um, að hún verði ekkert hrifin
af því, að þú umgangist mig
ofmikið.
Brosið á honum var hálf-dap-
urlegt. Fyrst er ég grunaður um
að vera að draga mig eftir erf-
ingja að auðæfum, og síðan
kemst ég í þá afstöðu að geta
ekki beðið hennar vegna þess,
að þá missi hún af arfinum.
Þú talar eins og einhver
bardagahetja úr nítjándu aldar
skáldsögu, sagði ég hlæjandi.
Hann hló líka en ekki sérlega
líflega. Nei, þetta er alvara. Þeg-
ar stundir líða fram, arfleiðir
Edvina þig að stórfé, en það gerir
hún bara alls ekki, ef þú ert gift
mér.
Langar þig þá að giftast mér?
spurði ég lágum rómi.
Hvort mig langar?! Þú veizt
mætavel, áð mig langar til þess.
Hvernig get ég vitað það? Þú
hefur aldrei minnzt á það einu
orði.
Æ, vertu ekki að gera gys að
þessu, Charlotte.... Og ég fann
airninn á honum leggjast um
axlirnar á mér. Ég sneri mér
þangað til hann hélt utan um
mig.
Þetta* er enginn leikur, sagði
ég. Þú segist hafa haft miklar
áhyggjur allan daginn.... Það
hef ég líka haft. Ég fann, að tár-
in komu fram í augun í mér. Það
hefur verið sagt svo margt ljótt
orð....mér datt aldrei í hug, að
þetta myndi komast aftur í lag
hjá okkur.
Ég elska þig, sagði Mark, og ég
ætla að halda áfram að elska þig,
jafnvel þó %að þú getir aldrei
orðið konan mín.
Já, en það get ég vel orðið!
Ég hló og fann til skjálfta um
leið. Og það verð ég!
Og grunurinn, sem hafði leynzt
i með mér allan daginn — að út
i úr slysum, ofbeldi og dauða gæti
I ekki sprottið ást.... sá grunur
' var nú horfinn eins og dögg
' fyrir sólu.
ailltvarpiö
Laugardagur 13. janúar.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8,35
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir,
— 9.20 Tónleikar). (10.00.
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25
Fréttir og tilkynningar).
12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndía
Sigurjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Frétt*
ir.)
15.20 Skákþáttur (Guðmundur Am*
laugsson).
16.00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur
(Stefán Guðjohnsen).
16.30 Danðkennsla (Hreiðar Ástvalds-
son).
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyraj
Charlotta Hjaltadóttir velur sér
hljómplötur.
17.40 Vikan framundan: Kynning 4
dagskrárefni útvarpsins.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Bakka*
Knútur" eftir séra Jón Kr. ís-
feld; XIII. — sögulok (Höfundup
les).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur bama og ung*
linga (Jón Pálsson).
18.55 Söngvar 1 léttum tón. — 19.10
Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Endurtekið jólaleikrit útvarpsinsf
„Þjóðníðingur" eftir Henriik
Ibsen, í ^erð Arthurs Miller,
Þýðandi: Ami Guðnason cand,
mag. — Leikstjóri: Helgi Skúla-
son. Leikendur: Þorsteinn Ö.
Stephensen, Guðbjörg I»orbjam«
ardóttir, Kristbjörg Kjeld, Hall-
dór Karlsson, Stefán Thora,
Brynjólfur Jóhannesson, Harald-
ur Björnsson, Gunnar Eyjóífs-
son, Steindór Hjörleifsson, Ró«
bert Arnfinnsson, Valur Gísda-
son o.fl.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög. — 24.00 Dagekróiofc.