Morgunblaðið - 14.01.1962, Side 10

Morgunblaðið - 14.01.1962, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 14. jan. 1962 E F T I R geimferðaárið 1961, sem minnir okkur á nöfn eins og Gagarin, Shepard, Grissom Og Titov, beinist athyglin eink um að hinum trúfasta fylgju- naut jarðarinnar, tunglinu, og einmg að tveimur næstu plánetum, Venusi og Marz. Mannað geimfar til tunglsins virðist Peínlínis á næstu grös- um. Samt sem áður sýnist það vera of niikil bjartsýni að gera rað fyrir tunglferðum manna þegar á árinu 1962 — hvort sem þær yrðu á langri spor- Alan Shepard Fyrsti ameríski geimfarinn Tunglið Ónumið land — enn sem komið er GeímferBaútlitið á árinu 1962 Auðveldara aö fara til tungls- ins en að komast þaðan aftur hraut, sem færi fram hjá bak- hlið tunglsins, eða lent yrði á tunglinu sjálfu. Samkvæmt áætlunum Bandaríkjamanna er gert ráð fyrir, að einn eða fleiri menn lendi á tunglinu áður en 7. áratugnum lýkur. Þrjá erfiðleika þarf að yfirstíga Ljóst er nú örðið, að Rússar hafa tekið forystuna hvað mönnuðum geimförum viðkem ur; en síðustu fregnir frá Rúss landi herma þó, að nokkur bið verði á að þaðan verði skotið mönnuðu geimfari á sporbraut umhverfis tunglið, eins Og áð- ur greinir. Fyrst verður að yf- irstíga þrjá erfiðleika. 1) Viðbrögð mannkindarinn ar úti í geimnum eru ekki svo þekkt, að þorandi sé að leggja upp í slíka ferð, þó hún taki aðeins 10—15 sólarhringa. Af þeim sautján hringferð- um, sem Titov fór umhverfis jörðina á rúmum sólarhring, Geislun af samsvarandi styrk leika getur komið í „skýjum" af rafhlöðnum kjarnaögnum, sem kastast frá sólinni við og við. Með tiltölulega góðri ná- kvæmni er hægt að sjá fyrir þessi tímabil, og hættan af kjarnaagnaskýjunum því lítil, a. m. k. verða þau ekki jafn hættuleg næstu fimm ár og þau voru síðustu fimm árin. Heimkoman 3) Endurkoma tunglfars til jarðarinnar. Áður en geimfar, sem er á heimleið, fer inn í gufuhvolf jarðarinnar, mun hraði þess vera um 11 km. á sekúndu, þ. e. sami hraði og er nauð- synlegur til að komast frá jörðinni til tunglsins. Þrátt fyr ir að þessi hraði er aðeins um það bil 40% meiri en hrað- inn á geimförum Gagaríns og Títovs, áður en þeir smugu niður í gufuhvolfsþykknið, er varmamyndunin í andrúmsloft fékkst sú vitneskja, að Titóv. inu samfara slíkum hraða næst varð ekki fyrir ofreynslu, en fann þó fyrir nokkurri „gemi- veiki“, nánar tiltekið dálitl- um svima, slæmri matarlyst, ásamt erfiðleikum með að sofna. Það er líklegt að þyngd- arleysis-ástand Titovs í geim- ferðinni hafi átt þátt í að or- saka þessi einkenni; en á hinn bóginn er ekki útilokað, að orsökin hafi aðeins verið and- leg áreynsla. Til að rannsaka þetta verður að senda fleiri menn út í geiminn, jafnvel tvo eða þrjá í sama klefanum. Tilraun Rússa á Kyrrahafi í sept.—okt 1961 hafði ef til vill þann tilgang, og gert er ráð fyrir að senda upp þrjá geimfara í sama klefanum með ameriskri Apollo-eldflaug. 2) Ekki er enn unnt að gera sér fulla grein fyrir skaðsemi hinna mismunandi geislafyr- irbrigða i geimnum. Er þá fyrst átt við svonefnd Van Allen belti, sem eru 2000—3000 km. til 15.000— 20.000 km. hæð frá jörðinni. Leið þvert gegnum slíkt belti (ekki er nauðsynlegt að fara gegnum miðju þess, þar sem geislunarhættan er mest) get- ur aukið geislavirkni á ytra borði farsins um 10% af lífs- hættulegum skammti, sem er 400—500 röntgen-einingar. Reikna má með, að sú geislun. sem næði inn í skipið, yrði miklum mun veikari. um tvöfalt meiri en varma- myndun sú, sem geimskip Gagaríns og Titovs urðu fyr- ir, miðað við sömu skilyrði. Af þessu leiðir, samkvæmt nýjustu rannsóknum, að loftið myndi „jónast“ allverulega við þennan mikla hraða, þ. e. hinar óhlöðnu sameindir andrúmsloftsins klofna í raf- hlaðin brot, einnig geta orsak- að alvarleg varmafyrirbrigði, Og að síðustu mun höggaldan sem myndast senda frá sér kröftuga geislun. Fram að þessu hefur geim- ferðaþekkingin aukizt smátt og smátt og þannig mun hún halda áfram að aukast í fram- tíðinni. En þrátt fyrir að reikn að sé með; að einhvers konar gervitunglum verði skotið á- leiðis til tunglsins, verða far- þegarnir tæplega æðri en hund ar. Miklum árangri er hægt að ná með því að láta þar til gerð mælitæki fylgja með. Hnettir til Venusar og Marz Árið 1962 er áætlað að senda þrjá ameríska Ranger-hnetti til ofangreindra reikistjarna, Ranger III., og IV. og V. Tvær fyrstu Ranger-tilraunirnar voru gerðar 1961 en gervihnett irnir komust ekki mjög langt frá jörðu. Varla þarf að efast um, að gervihnettir eða svonefndir geimkannar verði sendar til Venusar og jafnvel Marz áður en árið 1962 er liðið. Báðar þessar plánetur munu á síð- ari hluia arsins vera í hag- stæðri afsíöðu til jarðarinnar fyrir slíka geimkanna. í síð- asta skipti sem Venus var í hagstæðri afstöðu var stuttu eftir áramótin 1960—’61, og eins og menn rekur minni til, var gervihnetti (AIS), ríku- iega útbúnum mælitækjum, skotið a loft frá Sovétríkjun- um. Þvi miður brást senditæk- ið í AIo eftir nokkrar vikur; og varla þarf að efast um að Rússar reyni ekki aftur þegar tækifæri gefst næst, og því fremur sem Venus er, fyrir ut- an að vera næst jörðinni, minnst rannsakaða plánetan. Bandarikjamenn hafa svip- uð áform, og hafa ráðgert tvær sendingar áleiðis til Venusar á 3. ársfjórðung 1962. Áætlunm heitir Mariner, og verður lokaþrep eldflaugar- innar tæplega 200 kg. að þyngd, eftir því sem sagt er. Verður henni skotið á loft með Atlas Agena-B eldflaug, sem oftlega var notuð árið 1961 með góðum árangri. Ferðin til Venusar mun taka 3—5 mán- uði. örlítið síðar á árinu kemur Marz í hagstæða afstöðu. Þar sem reikuað er með að ferð- in til Marz taki um þrjá árs- fjórðunga, er gert ráð fyrir að könnunarflaugin komist til Marz síðla sumars 1963. Bandaríkjamenn höfðu í hyggju að senda „Mariner“ til Marz í lok 1962, en hafa hætt við það aftur. Rússarnir virðast aftur á móti ætla að stefná á Marz, áður en árinu 1962 lýkur. Gerist það ekki þá, þurfa þeir að bíða í tvö ár, áður en Marz kemst í hag- stæða afstöðu. Bandaríkjamaður umhverfis jörðina Þetta var um erfiðustu verk efni ársins 1962. Auk þeirra munu að sjálfsögðu eiga sér stað margir „jarðbundnir" atburðir í geimrannsóknum. M. a. munu Bandaríkjamenn halda áfram tilraunum sínum með hinni rúmlega 500 tonna eldflaug, Saturnus C-l. Áætl- uð eru tvö skot 1962, í fram- haldi af þeirri velheppnuðu tilraun, sem gerð var 27. okt. 1961, þegar fyrirfram áætlað takmark náðist; að skjóta upp 346 í ca. 136 km. hæð og ca. km. vegalengd. Ennfremur berast kannski nýjar fregnir af Saturnus C-4, en rásþungi þeirrar rakettu verður rúmlega 2000 tonn, og er gert ráð fyrir að hún gegni þýðingarmikiu hlutverki í til- raunum Bandaríkjamanna. En það markmið, sem Banda ríkjamerm munu kappkosta að Fyrsta Saturnus eldflaugin var 185 fet á hæð, 21 fet að grunn-þvermáli og í henni voru 14 sprengihólf. ná á árinu 1962, er að feta i fótspor þeirra Gagaríns og Títovs, þ. e að senda mann á braut uinhverfis jörðina. Efstur a lista geimfaranna er John H. Glenn, ofursti, og hann mur — svo framarlega sem heilbrigðisástand hans fullnægir ströngustu kröfum — setjast í Mercury-klefann efst í Atlaseldflaug, líklega snemma árs 1962, og dvelja þar — kannski eilítið óþolin- móður — þær stundir, sem undirbúmngurinn stendur yfir þar tii skotinu er hleypt af. Samtals er gert ráð fyrir, skv. bandarisku áætluninni, þrem- Yuri Gagarin Fyrsti rússneski geimfarinn ur mönnuðum flaugum um- hverfis' jörðina á fyrri heim- ingi ársins 1962. Fjöldi vísindalegra rannsókna Það sem hér hefur verið sagt hefur að mestu leyti snú- izt um geimrannsóknaatburði ársins 1962, sem hugsanlegt er að vekji almenna athygli. Flest eldflaugaskotin á árinu munu þó efalaust þjóna vís- indalegum tilgangi. Áætlað er að skjóta á loft þremur eða fjórum veðurtunglum af Tiros gerð, og einu endurbættu — m. a. stöðugra — veðurtungli, sem kallað er Nimbus, og er fyrirhugað að skjóta því í lok ársins 1962. Ennfremur munu fara á loft endurvarpstungl af margskonar gerðum, sem eiga að ryðja brautina fyrir útvarps Og sjónvarpssendingar megin- landa í milli. Með þessu er átt við endurvarpstungl samsvar- andi plastbelgnum Echo I., en ljósstyrkleiki hans er sá sami og skærustu stjarna. Og ekki má gleyma rann- sóknartunglunum. — örlög þeirra eru ill. Látum vera þó að hið opinbera sé skeytingar- laust um þau. Verra er, að ráðandi yfirvöld telja ekki jafn mikiivægt að skjóta þeim á ioft og gervitunglunum, sem vekja almenna athygli. Ef til vill mun það verka örvandi, hvað geimskot til vísindarann sókna snertir, að Evrópumenn byrja vonandi eftir nokkur ár og keppa við Bandaríkin og Sovátríkin um að senda hluti út í geiminn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.