Morgunblaðið - 14.01.1962, Page 15
Sunnudagur 14. jan. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
15
— HúsvörBurinn
Framh. af bls. 6.
yfírstr?anlega táln-.a Hann geng-
ur án þess að mjakast úr stað.
Hann ala. i m fortíð sem virðist
ihafa haft hann að leiksoppi.
Milli yngri og eldri kynslóðar
er staðfest óbrúanlegt djúp.
Allt á þetta við um „Húsvörð-
inn“, sem frumsýndui var í Þjóð
leikhúsinu á fimmtudagskvöldið
við góðar undirtektir. Verkið er
að efni og formi mjög einfalt og
óbrotið. Persónur leiksins eru að
eins þrjár, tveir bræður og flæk
ingur, sem annar bræðranna hef
ur séð aumur á og skotið yfir
skjólshúsi. Sviðið er herbergis-
kytra þar sem annar bróðirinn,
Aston, hefst við með dagdrauma
sína, minningar og ýmislegt
drasl. Leikritið fjallar um sam-
skipti flækingsins við bræðurna,
sem eru algerar andstæður að
upplagi, og tilraunir hans til að
stía þeim sundur, svo hann megi
njóta góðs af misklíðinni.
Það eru sem sé ekki sjálfir
atburðirnir á sviðinu, sem ljá
leiknum líf, þó þeir séu sumir
kátlegir og tilþrifamiklir, heldur
samtölin sem samin eru af frá-
bærri list. gagnsýrð af hljóðlátri
og stundum ærslafenginni kímni,
Ijóðrænni angurværð ásamt
vænum skammti af kaldhæðni,
ekki sízt þegar talið berst að
skipulagi þjóðfélagsins með öll-
um sínum tryggingum og skír-
teinum. Eins og áður segir er
Pinter gæddur furðulegum hæfi-
leika til að túlka — eða öllu
heldur gefa til kynna hugsana-
gang og sálarhræringar fólks,
sem á bágt með að seeja bein-
um orðum hvað inni fyrir býr.
Sami-æðuþráðurinn slitnar ný til-
brieði koma til sögunnar. síðan
er þráðurinn hnýttur að nýju, og
þannig gengur það fram og aft-
ur. Oft tala persónurnar fyrir
daufum eyrum hlustandans. sem
er þá að hugsa um eitthvað allt
annað og skýtur því inn í sam-
talið þegar hlé verður næst.
Höfundurinn bregður hér upp
mynd af þremur einstakling-
um sem reyna að ná sambandi
bver við annan, en eru algerir
einstæðingar og mistekst því við
leitnin. Þeir lifa hver í sínum
sérstaka hugarheimi ,eiga allir
drauma og markmið, en það er
eins og þeim sé fyrirmunað að
komast £ snertingu hver við ann
an. Við vitum lítið sem ekkert
um fortíð þeirra, enda skiptir
það litlu máli. Þeir eru kynntir
okkur á svipulli stund, við sjá-
um þeim bregða fyrir. kynnumst
þeim á þessu eina augnabliki
sem er „eilíft“ meðan það varir,
eins og öll augnablik. Kveðjum
Iþá síðan í þeirri vitund að augna
blik þeirra í framtíðinni verði
varla mjög frábrugðin þessu sem
við lifðum með þeim.
Það er hin fullkomna lömun
viljans sem þjáir þessa menn
alla, einkum þó flækinginn og
Aston. Þeir geta ekki brúað bil-
ið milli fyrirætlunar og fram-
kvæmdar. Mér kom það svo fyr-
ir sjónir, að flækingurinn (sem
ber tvö nöfn) væri í rauninni
spegilmynd bræðranna, og öf-
ugt, þ.e.a.s. hann væri framtið-
armynd þeirra og þeir æskumynd
hans. Bræðurnir eru tákn tveggja
öfga: Annarsvegar er draumóra-
maðurinn sem á háleitar fagur-
fræðilegar hugsjónir. vill skapa
eitthvað fallegt og varðveita feg-
urðina (Búdda-líkneskjuna), en
er utangarðsmaður í veröld nú-
tímans. Hann varð að ganga und
ir aðgerð til að verða eins og
„hinir“, heilbrigður og venju-
legur. Hinsvegar er athafna-
maðurinn, sem er „alltaf á
spani“ er sífellt að græða pen-
inga og gera áætlanir um nýjar
framkvæmdir. En hann getur
ekki heldur látið hugmyndir sín-
ar rætast og nær sér niðri á
Búdda-líkneskj unni.
Valur Gíslason leikur flæking-
inn Davies (eða Jenkins) af ríkri
innlifun og djúpsæjum skilningi.
Honum tekst með furðulegum
hætti að gera heilsteyptan og
minnisstæðan einstakling úr
sundurleitum þáttum þessa
gamla bragðarefs og ölmusu-
manns. Sjálfsblekking hans, und-
irferli, ágirnd, tortryggni, ótti,
Valur Gíslason og Gunnar
Eyjólfsson í hlutverkum sínum.
hroki og tötralegt stolt leggjast
á eitt um að gera persónuna í
senn fráhrindandi og aumkunar-
verða. Davies verður áhorfand-
anum sérlega hugstæður einstakl
ingur, ekki sízt vegna hinnar
ísmeygilegu kímni sem höfund-
urinn hefur blásið í orðræður
hans, þó hinn dapurlegi undir-
tónn ógna *g kvíða hljóðni aldr-
ei. Þetta er fortakslaust eitt
mesta afrek Vals á leiksviði,
þeirra sem ég hef séð hann
vinna.
Gunnar Eyjólfsson leikur
eldra bróðurinn, Aston, draum-
óramanninn. Nær hann vel fram
í leik sínum sakleysi og roluskap
þessa hálfsjúka einstæðings, ekki
sízt í eintalinu langa. En mér
Valur Gíslason og Bessi Bjarnason í hlutverkum sínum.
taka skrýtilega til orða. Til dæm
is kallar hann eldspýtnastokk-
inn „kassa“, sem er óþörf
klaufska.
Sýningin á „Húsverðinum" er
viðburður í leiklistarlífi vetrar-
ins, og verðskuldar fyllsta gaum
allra þeirra sem láta sig leik*
húsið einhverji’ skipta. |
Sigurður A. Magnússon.
SVEINBJÖRN DAGFINNSSON
hæstaréttarlögmaður
EINAB VIÐAR
héraðsdómslögmaður
Máiflutningsskrifstofa
Hafnarstræti 11, — Sími 1940tí.
virtist leikurinn nokkuð einhæf
ur og blæbrigðasnauður, einkan-
lega þegar dró að leikslokum og
sambúð þeirra herbergisfélag-
anna tók að stirðna. Sú ákvörðun
Astons að vísa flækingnum á
dyr vex smám saman í honum
samfara hrollkenndum beyg, unz
hann tekur af skarið, en þessi
breyting kom ekki nægilega
Ijóst fram í leik Gunnars.
Bessi Bjarnason leikur yngra
bróðurinn, Miok, athafnamann-
inn og hörkutólið, sem á þó und-
ir niðri viðkvæmar taugar draum
óramannsins. Bessi náði góðum
tökum á veikari hlið Micks, við-
kvæmninni og draumórunum.
Eins var glettni hans við flæk-
inginn með köflum tilþrifamikil
og skemmtileg. En meginþáttur
inn í skapgerð Micks kom engan
veginn nógu skýrt fram: harka
og næstum ógnvænleg drottnun-
arhneigð og hégómaskapur. f
stuttu máli v«ru andstæðurnar í
fari bræðranna ekki dregnar
nægilega skörpum dráttum, og
kann það að vera sök leikstjóra
ekki síður en leikara.
Benedikt Árnason hefur sett
leikinn á svið og tekizt mjög vel,
ekki sízt þegar haft er í huga
hve torvelt slíkt verk hlýtur að
vera í flutningi. Yfir sýningunni
var stíll og heildarsvipur hennar
hvergi rofinn. Hin kostulega
kímni samtalanna naut sín vel,
enda hef ég sjaldan hlegið jafn
hjartanlega í leikhúsi. Hins veg-
ar er ég ekki fyllilega sáttur við
túlkunina á bræðrunum, eins og
áður segir.
Lárus Ingólfsson gerði leiktjöld.
Herbergið er eins „ósvikið" og
hugsazt getur og gefur sýning-
unni réttan blæ, en kannski
hefði að skaðlausu mátt stílfæra
leiktjöldin meira til að draga
skýrar fram hina „óraunsæju“
•hlið verksins.
Þýðing Skúla Bjarkans virt-
ist mér lipurlega gerð, og hefur
hún þó sýnilega ekki verið neitt
áhiaupaverk jafnhlaðin og sum
samtaisatriðin eru af ilóknum
lýsingarorðum og útskýringum.
Á stöku stað virtist mér hann
1. VELTA ARSINS
Hlutavelta
í Listamannaskálanum í dag, hefst kl. 2
Fjöldi verðmætra muna, svo sem:
Húsgögn — Vefnaðarvara — Málningarvörur —
Fatnaður — Leikföng — Skólafatnaður — Matvara
o. fl. o. fl. egiulegra hluta.
VERÐMÆTI VINNINGA ÞÚSUNDIR KRÓNA
EKKERT HAPPDRÆTTI
Allt afhent á staðnum
1. HLUTAVELTA ÁRSINS ER HAPPADRÝGST
F R A M
F R A M
AjmtjmsveguR so\
/ H Hl \ Af r •
Nyjar vorur
teknar upp í dag
FRANSKT ULLARGARN
margir litir og gerðir
ELDHÚSGARDINUEFNI
KAKI, hvítt, ljósbrúna, blátt,
rautt, grænt
HERRABOMSUR, gaberdine,
GÚMMÍSTÍGVÉL barna
GÚMMÍSKÓR
INNISKÓR, dömu og herra.
LÍTIÐ f GLUGGANA í DAG
IlækjarbKði
Með því að við höfum endurskipulagt og hagrætt
rekstri fyrirtækis okkar á fullkomnari hátt, höf-
um við sameinað búðirnar á Laugavegi 2 og Lauga-
vegi 32. Framvegis verður því em Tómasar-búð að
Laugavegi 2. sími 11112 en gömlu búðina að Lauga-
vegi 32 hefur verið . . .
LOKAÐ
Allar afgreiðslur, sem áður fóru fram í
þeirri búð fara því framvegis fram í hinni
góðkunnu verzlun okkar að Laugavegi 2,
sem býður öllum viðskiptavinum hinar vel-
þekktu og vönduðu matvörur Tómasar.
Þar er eins og áður ..
OPIÐ
... á venjulegum búðartímum og getið þér
valið yður daglegar nauðsynjar og frá-
bæran hátíðarmat, kjöt og kjötvinnslu-
vörur, grænmeti, ávexti, kex, hverskonar
niðusuðu og álegg . . .
TOMAS
. . . sendir það allt heim ef þér óskið þess.
Þér getið treyst afgreiðslufólkinu hjá
TÓMASI til að velja fyrir yður.