Morgunblaðið - 14.01.1962, Síða 23

Morgunblaðið - 14.01.1962, Síða 23
Sunnudagur 14. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 23 Frú Fanney Breiðfjörð Benediktsdóttir - Minning Falur tvöfaldar bílakostinn HINN 6. þ. m. andaðist að Landa botsspítala frú Fanney Breið- fjörð Benediktsdóttir eftir langa og erfiða sjúkdómslegu, og hafði Fanney búið við stöðugt heilsu- leysi hin síðari ár æfi sinnar, enda þótt hún bæri hinn þunga kross sjúkdóins og erfiðleika sem sönn hetja. 1' Fanney Benediktsdóttir var fædd hinn 7. marz 1921 í Stykk- ishólmi hinum fagra höfuðstað Breiðafjarðar, og voru foreldr- ar hennar hjónin Benedikt Ket- ilbjarnarson Magnússonar Jóns- sonar hreppstjóra að Tjaldanesi í Dölum vestur. og Helga Jóns- dóttir Björnssonar að Klúku í Strandasýslu. Tæplega tveggja ára missti Fanney föður sinn, var þá ekki um annað að gera en að taka upp heimilið og sundra fjöl- skyldunni. Yngri dótturin Bene- dikta fór að Kleifum í Gilsfirði og ólst þar upp hjá frændfólki sínu, en með eldri dótturina Fanneyju fluttist frú Helga til Reykjavíkur, Fyrstu æsku árin dvaldi Fanney með móður sinni hér í Reykjavík, en síðar fluttist hún með henni til Þorlákshafn- ar og dvaldi hjá stjúpa sínum Guðmundi Sigurðssyni hrepp- stjóra nú búsettum í Hlíð í Grafningi. I Árið 1941 giftist Fanney eftir- lifandi manni sínum Halldóri Halldórssyni múrarameistara í Reykjavík og eignuðust þau þrjú efnileg börn, Benedikt sem nú er 17 ára, mesti efnis piltur, og Dagfríði 15 ára. sem stundar nám í kvennaskóla Reykjavík- ur. Þriðja barnið var drengur, sem dó nokkurra daga gamall. Enda þótt stundum brygði fyr- ir sóiu skuggaský vegna sjúkleika Fanneyjar þá lifði hún þó ham- ingjusömu lífi. I>au hjónin voru samhent og hjónabandið ástúð- legt enda heimili þeirra til sannrar fyrirmyndar. í>að var vissulega unaðslegt að heim- sækja þessi góðu hjón og njóta framúrskarandi gestrisni þeirra að hinu fagra og friðsæla heim- ili þeirra hér í Reykjavík. Skarð er nú fyrir skildi og dimmt yfir hinu fagra heimili þeirra hjóna þar sem húsmóðirin er horfin af sjónarsviðinu, en öll él birtir upp um síðir, og eins og hinn mikli skáldjöfur Einar Bene- diktsson segir í einu kvæði sínu: Fyrir handan vetrarkvöldin sé ég glampa á sólartjöldin. Mikla drottning láðs og lagar, Ijóssins móðir, skín mér hátt, kom að nýju úr austurátt. Unn mér brjóttu rökkurvöldin. Frændur, vinir og annað sam- ferðafólk, kveðja nú Fanneyu Benediktsdóttur með þakklæti íyrir samfylgdina, manni henn- ar, Halldóri og börnum, móður, fóstra og systkinum votta ég mina innilegustu samúð og bið þeim blessunar Guðs. Frænku mína kveð ég með trega í hjarta og bið góðan Guð að blessa og varðveita hana. Ár«i Ketilbjarnar. — Marinfræði Framh. af bls. 8. !>að má fara hægt af stað. Hún þarf ekki að vera neitt bákn. Einn eða tveir starfsmenn myndu geta miklu áorkað, en töf eða athafnaleysi er eitur. Það verður að rannsaka rækilega hvert hérað á fs- Iandi áður en mannfræðileg séreinkenni þeirra hverfa. Og það verður að vera hægt að skipuleggja þessar rann- sóknir langt fram í timann. Það þarf líka að fylgjast með líkamseinkennum íslendinga lið fram af lið. Það þarf að byggja upp sérstakt kerfi og samræma störf þeirra afla á Islandi, sem annað hvort beint eða óbeint geta lagt fram ein- hvem skerf til íslenzkrar mannfræði. Ég skýri þetta ekki nánar hér en ég á m. a. við þau öfl, sem þegar hafa sýnt mannfræðinni skilning og stuðning á ýmsan hátt, svo sem lækna, kennara, starfsfólk Hagstofunnar, alþing- ismenn og vísindamenn. Ef nægilegur skilningur og samstarfsvilji fæst þá veit ég að við íslendingar getum, án mikilla fjárútláta, framkvæmt þá hluti á mannfræðisviðinu, sem vekja myndu mikla athygli og verða okkur til sóma. Það er hægt að skapa á Íslandi að mörgu leyti betri grundvöll mannfræðivísinda en annars staðar þekkist. Með því að gera það myndu íslendingar stuðla stórlega að framþróun þessara vísinda almennt og styrkja jafnframt ýmis önnur vísindi, segir Jens Pálsson að lokum. Dómarauámskeið í handknattleik hefst mánudaginn 15. janúar n.k. kl. 8,30 síðd. í húsakynium Æskulýðsráðs, Lindargötu 50 (gengið inn frá Frakkastíg) — Væntanlegir þátttakendur eru beðnir að mæta stundvíslega. Stjóm HKDR VAXANDI straumur erlendra ferðamanna til landsins hefur lyft undir margs konar atvinnu- rekstur hérlendis. Bílaleigan Falur er eitt þeirra fyrirtækja, sem komið hafa í kjölfarið, og það dafnar vel. ★ — Fyrir 3—4 árum hefði ver- ið óhugsandi að stofna hér bila- leigu, sagði Hákon Daníelsson, framkvæmdastjóri Fals, í viðtali við Mbl. En ferðamannastraum- urinn hefur aukizt það mikið á síðustu árum, að við ætlum að tvöfalda bílakostinn í vor, verð- um með 10—12 Volkswagen og a. m. k. einn Landrcver í sumar, sagði Hákon. — í fyrra vorum við með 5 Volkswagen og heita má, að bíll hafi ekki stanzað einn dag allt sumarið. Reykvíkingar og utan- bæjarmenn notfæra sér þessa iþjónustu líka í vaxandi mæli og starfsemin í vetur hefur verið miklu meiri en við þorðum að vonast til. ★ — Nú rignir yfir okkur fyrir- spurnum frá útlöndum, því er- lendum ferðamönnum finnst sjálfsagt að skipta við bílaleigu- miðstöð eins og hótelin. Stærstu bílaleigur á meginlandinu hafa um og yfir þúsund bíla — og dug ir ekki tiL — Meðaltal leigutímans í sum ar hefur sennilega verið um þrjár vikur, því yfir hásumarið voru þetta oftast langferðir út á land. Hinsvegar er líka algengt að menn leigi sér bíl dag og dag til afnota hér í bænum. ★ — Yfir vetrarmánuðina er leigan hjá okkur kr. 200 á sól- arhring, en auk þess kr. 2,50 fyr ir hvem ekinn km. Við greiðum hinsvegar allt benzín og allan áfallinn viðgerðarkostnað. — Að sumrinu er leigan kr. 500 á sól- arhring, 150 km akstur er þar innifalinn, en hver ekinn km. fram yfir kostar kr. 2,80. Sem fyrr greiðum við allt benzín og viðgerðir, en þær hafa ekki ver- ið miklar, því bílarnir eru allir nýir og reynsla okkar er 9Ú, að fólk fer vel með þá og ekur gæti- lega. ★ Bílaleigan Falur hefur nú flutt í ný húsakynni að Brautar- holti 22 ,rúmgóð og vistleg. Þar er skrifstofan og viðgerðarverk- stæði, en tveir bifvélavirkjar munu í sumar annast alit við- hald bílanna, sem eru þrifnir og yfirfarnir eftir hverja leigu » og nýi leigjandinn tekur ávaltt við gljáfægðum og tandurhreúF> um. N KLAPPARSTÍG 26 — SÍMI 19-800 Höfum fyrirliggjandi sjónvarpstæki frá hinum heimsfrægu Nordmende verk- smiðjum í Vestur-Þýzkalandi. Þau eru gerð fyrir okkar straum 220 V og 50 rið og ameriska sjónvarpskerfið svo þau henta okkur fullkomlega. Skermastærð þeirra er 23 tommur. Nordmcnde Favorit skermir 23 tommur. Verð kr. 16.223,00 Nordmende Konsul skcrmastærð 23 tommur. Verð kr. 17.939.00 Nordmende Kommodor skerma&t. 23 tommur. Verð kr. 19,208.00 Tvö þau síðastnefndu hafa sjálfvirka myndstillingu. EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI ASMUNDUR SVEINSSDN LISTAVERKABÆKUR með afborgunum Þér getið ekki valið fegurri og stærri gjöf en málverkabækur MUGGS og ÁSMUNDARBÓK. Listaverkabækur Helgafells og málverkaprentanir breyta venjulegu heimili í helgidóm. Hér er ckki miklu til kostað. Nú fást málverkabækur Muggs og Ásmundar- bókin, fcgurstu bækur fslands, með þægilegum afborgunarskilmál- um í UNUHÚSL Helgafelli, Veghúsastíg 7 (Sírni 16837)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.