Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 1
20 síður
Reynt að halda Skjaldbreið á floti
9 manns hröktust 41/ tíma í gúmbáti
Viðtal við
I. stýri-
mann
FRÉTTARITARI Morgun-
blaðsins í Grundarfirði, Emil
Magnússon, hitti skipbrots-
menn á Skjaldbreið að máli,
þegar þeir komu til Grund-
arfjarðar með vélbátnum
Sigurfara, sem bjargaði þcim
tskammt fyrir norðan
Höskuldsey. Átti hann m.a.
viðtal við fyrsta stýrimann á
Skjaldbreið, Friðrik Jónsson.
Grundarfirði, 16. jan.
Kl. 15.30 í dag kom vélbátur-
inn Sigurfari SH 105, skipstjóri
Hjálmar Gunnarsson, hingað til
Grundarfjarðar, og með bátnum
voru níu skipbrotsmenn af ms.
Skjaldbreið, en þeim hafði Sig-
urfari bjargað, þar sem þá rak
é gúmbáti fyrir sjó og vindi
ekammt frá Höskuldsey á
Breiðafirði.
Mennirnir, sem björguðust á
þennan giftusamlega hátt, eru:
Friðrik Jónsson, I. stýrimaður,
Indriði Guðjónsson, II. vélstjóri,
Örlygur Pétursson, vélamaður,
Jón Ragnars, háseti, Hlöðver
Jónsson, háseti, Erling Magnús-
son, viðvaningur, Hörður Jó-
hannsson, viðvaningur, Jóhann
Guðmundsson, aðstoðarmat-
sveinn, og niundi maðurinn var
farþegi, Aðalsteinn Friðfinns-
son, skipstjóri, héðan úr Grund-
arfirði.
Skömmu eftir að Sigurfari
kom að landi, og skipbrots-
menn höfðu farið í þurr föt og
fengið hressingu, náði ég tali
af I. stýrimanni, Friðriki Jóns-
syni, sem er ungur maður og
vasklegur, svo sem hann á kyn
til, en hann er sonur Jóns heit-
ins Bergsveinssonar, fyrrum er-
indreka Slysavamafélags ís-
lands. Fer hér á eftir frásögn
Friðriks stýrimanns:
„Við vorum í venjulegri strand
ferð til Breiðafjarðarhafna, og
fórum frá Stykkishólmi kl. 7 í
morgun áleiðis til Flateyjar. Veð-
ur var þannig, að hvasst var af
austan-norðaustan, 8—9 vindstig,
Frh. á bls. 2
Þessi mynd var tekin úr gæzluflugvélinni Rán, þegar vb. Sigurfari SH 105 innbyrti gúmmí-
flekann með 9 mönnum frá ms. Skjaldbreið kl. 13:35 í gærdag.
Otulla þarf að vinna að kjara-
bótum með breyttri vinnutilhögun
likill sjór
í lestum
KL. 8:45 í gærmorgun strand
aði strandferðaskipið Skjald-
breið í miklum veðurofsa
vestur á Breiðafirði. — Um
borð var 16 manna áhöfn og
2 farþegar. Skipið losnaði
fljótlega, en mikill leki kom
að því. Þrjá gúmbjörgunar-
báta sleit frá skipinu, og
komust níu menn í þann
þriðja. Honum var bjargað á
öðrum tímanum í gærdag.
Skip komu til hjálpar, og í
nótt var varðskipið Þór hjá
Skjaldbreið. Reynt verður að
koma skipinu í var, um leið
og veður batnar.
Nánari tildrög eru þessi:
Kl. um sjö í gærmorgun fór
Skjaldbreið áleiðis frá Stykkis-
hólmi til Flateyjar. Þá var
hvasst veður, 8—9 vindstig. KL
8:45 strandaði skipið á skerja-
flesjum við Lágaboða, skammt
suðvestan Bjarneyja. — Kom
mikill leki þegar í stað að skip-
inu, svo að það tók að hallast
Frh. af bls. 19.
EINS og skýrt hefur verið
frá í blöðum og útvarpi áttu
fulltrúar Alþýðusambands ís
lands nýverið viðræður við
Ólaf Thors, forsætisráðherra,
og Gylfa Þ. Gíslason, við-
skiptamálaráðherra, um kaup
gjaldsmálin og lögðu þá
fram tillögur um ýmsar ráð-
stafanir af hendi ríkisvalds-
ins, er þeir töldu jafngilda
kauphækkunum, svo sem al-
menna lækkun á útláns- og
innlánsvöxtum, skattalækk-
anir o. fl.
Morgunblaðið átti stutt símtal
herrann kvaðst ekki á þessu > reksturinn. Að þessu bæri því
stigi málsins vilja skýra blöðun- j að vinna af kappi og tafarlaust.
um frá þessum viðræðum. Þó Forsætisráðherra gat þess, að
taldi hann það ekki vera neitt j fagna bæri því, að allir þing-
leyndarmál, að eftir að hann flokkar skyldu sameinast um
'hefði lesið tillögur Alþýðusam- það fyrir hátíðarnar að afgreiða
bands íslands hefði hann sagt ; tillögu, sem miðar að því að
við fulltrúa sambandsins, að rannsaka hvernig bæta megi
hann teldi ekki rétt að binda
miklar vonir við flestar tillögur
þeirra.
Þetta gilti þó ekki að því er
varðar hugmyndina um breytta
vinnutilhögun. Um hana gegndi
allt öðru máli. Ef að henni yrði
unnið af alúð af öllum, sem hlut
eiga að máli, myndi án efa reyn
ast auðið að auka vinnuafköstin
mikið, a. m. k. á ýmsum sviðum,
kjörin með meiri vinnuhagræð-
Frh. á bls. 19.
Kasmír nœst?
Karachi 16. jan. (NTB)
RÍKISSTJÓRNIN í Kasmír,
sem hefur aðsetur sitt í borg-
inni Muzaffarabad, fullyrti i
dag að Indverjar hefðu dreg-'
ið saman mikið herlið við
Iandamæri Kasmír.
★
Segir í tilkynningu frá ríkis
stjórninni að indverskí flug-
herinn haldi uppi könnunar-
flugi meðfram landaimæruu-
um, og Indverjar hafi sett
upp ný landamæramerki.
við Ólaf Tlhors. forsætisráðherra, i þannig að tryggja verkalýðnum
í gær og spurði um álit hans á kjara-bætur án raunverulegs
þessum tillögum. Forsætisráð- | kostnaðarauka fyrir atvinnu-
Enginn sigiingaíræöingur
vél Hammarskjolds
Salábury 16. jan. (NTB).
í dag hófst í Salishury í
Rhodesiu réttarrannsókn á
fiugslysinu, sem Dag Hamm-
arskjöld, fyrv. framkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna
fórst í, skamrnt frá borginni
Ndola í Rhodesiu.
Leiðarbók flugvélarinnar
var lögð fram við réttarhöld-
in, og kom í ljós að þar var
lýst leiðinni til borgarinnar
Ndolo í Kongó, en ekki Ndola
í Rhodesiu. JtSent var á að N-
dola liggur 6 þús. fet yfir
sjávarmáli, en Ndolo aðeins
3. þús. fet.
Einnig kom fram í réttin-
um, að enginn siglingafræð-
ingur var með vél Hammar-
skjölds.
IV
Saka hvorir aðra
en Hollendingar eru reibubúnir
ab semja viö Indónesa
Haag og Jakarta, 16. jan.
(NTB—AP)
DEILUR Hollendinga og Indó-
nesa vegna Hollenzku Nýju
Guineu hafa enn harðnað eftir
að Hollendingar sökktu tundur-
skeytabát frá Indonesíu skammt
undan strönd Nýju Guineu á
mánudag. Saka hvorir aðra um
að hafa hafið hernaðaraðgerðir
og segja Indonesar að nú verði
Hollendingar að taka afleiðing-
unum. Jan de Quay forsætisráð-
herra Hollands hefur hinsvegar
tilkynnt að Hollendingar væru
enn reiðubúnir til að setjast að
samningaborði með Indonesum.
Hann varaði þó Indónesa við að
endurtaka aðgerðir mánudags-
ins og sagði að Hollendingar
værn ákveðnir I að verjast öll-
um árásum í samræmi við 5L
grein sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna.
ÞREFÖLD ÁHÖFN
Hollendingar segja að herskip
þeirra hafi sökt einum tundur-
skeytabáti Indónesa og laskað
nokkra aðra. Voru bátar þessir
á leið til Nýju Guineu. Segja
þeir að bátarnir hafi skotið á
hollenzku herskipin að fyrra
bragði. Voru þá send fleiri her-
skip á vettvang og sökktu þau
einum bátnum eins og fyrr segir.
Áhafnir hollenzku skipanna
björguðu 50 manns af bátnum,
sem sökkt var. en segja að i
E ramh. á bls. 19.