Morgunblaðið - 17.01.1962, Page 2

Morgunblaðið - 17.01.1962, Page 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. jan. 1962 Samkomulag um tollalækkanir Briissel, 16. jan. (AP) TALSMAÐUR Efnahags- bandalagsins tilkynnti í dag að Bandaríkin og Efnahags- bandalagið hefðu komið sér saman um gagnkvæma tolla- Iækkun, allt að 20%, á ýms- um iðnaðar- og landbúnað- Drengur fyrir bíl 1 GÆR varð það slys á Vestur- götunni að drengur varð fyrir bíl og fótbrotnaði og hlaut auk þess meiðsli á handlegg. — Drengurinn kom hlaupandi út á götuna, út á milli tveggja bíla, í veg fyrir Skodabíl, sem ekið var eftir Vesturgötunni. — Bílstjórinn hemlaði, en segir að hemlamir hafi þá bilað. Varð drengurinn fyrir bílnum og lenti með annan fótinn undir hjóli. Hlaut hann fótbrot og meiðsli á handlegg. Að lokinni aðgerð á Slysavarðstofunni, þar sem bæði handleggur og fótur voru settir í gips, fékk dreng- urinn að fara heim til sín. — Hann heitir Ólafur Líndal Gísla son, Vesturgötu 69. Geimferð 24. jan. Cap Caraveral, 16. jan. (NTB-AP) TILRAUN Bandaríkjamanna til að senda rnannað geimfar um- hverfis jörðina hefur verið frest- að til 24. þ.m., en áður hafði ver- ið tilkynnt að tilraunin yrði gerð 23. janúar. Þetta var haft eftir áreiðan- legum heimildum í dag, en geim- ferðamáiastjó/nin hefur aldrei tilkynnt upirberlega hvaða dag tilraunin á að fara fram. Lofar hún þó að gera fréttamönnum að- vart í tirna. Bandaríkjamaðurinn, sem val- inn hefur verið til ferðarinnar um hverfis jörðina er John H. Glenn. Fyrst var áiitið að hann yrði sendur út i geiminn í lok des. sl. Liðsflutningar * Berlín 16. jan. (NTB). Yfirmenn bandairiska hersins í Vestur-Berlín ákváðu í dag að flytja bandaríska slkriðdreka og brynvarðar-bifreiðar frá mörk- um V.- og A.-Berlínair í Frie- drichsstrasse. Skriðdrekarnir og bifreiðamar hafa verið við markalínuna frá því í október s.l., en verða fram- vegiis á Tempelhof flugveUinum. arvorum. Samkomu’ag þetta verður að leggja fyrir ráðherranefnd Efna- hagsbandalagsins áður en endan- lega verður írá því gengið. Banda rísku tðiiarnir eru lækkaðir sam- kvæmt lögum frá 1958, sem kveða svo á að lækka megi tolla allt að 20%. Ekki hafa enn verið teknar endanlegar ákvarðanir um tolla- lækkanirnar á öllum landbúnað- arvörunum. Er það einkum vegna þess, að sammngar innan Efna- hagsbandalagsins er varða þær vörur eru nýjafstaðnar og væn- legra þykir að doka við og kom- ast að raun um hvernig þeir reynast áður en breytingar, sem auka viðskipti við Bandaríkin, eru gerðar. Haft er eftir áreiðanlegum heim íldum, að samningurinn sé nær ótakmarkaður eina takmörkunin, sem greint var frá, var sú, að Frakkar sættu sig ekki við tolla- lækkun á ýmsum bandarískum lyfjum. Talsmaður v.-þýzku stjórnar- innar sagði í Bonn í dag að hann væri ánægður með samkomulag Bandaríkjanna og Efnahagsbanda lagsins og það væri þýðingarmik ið skref í rétta átt hvað snerti samband landanna innan efna- hagsbandalagsins og annarra landa. Bjarneyjar Hé* sttanda<5» , Skj8Vdbr€íO Hér -[annsfc £///iae y jgnkMity ^ ykkjsfiólmu^ 5n*fclls ncs Landabréfið sýnir afstöðu strandstaðarins í Breiðafirði. Bœtt kjör ekkna Stokkihólmi 16. jan. (NTB) Félagsmálanefnd Norðurlanda ráðsins hefur rætt um bætt kjör ekkna, sem flytjast milli Norðurlandanna. Nefndin legg ur til, að ráðið fari þess á leit við ríkisstjórnir aðUdar- ríkjanna, að ekkjur, sem flytjast milli landanna haldi ekknastyrk sínum, þar tii þær fullnægja skilyrðum þeim, sem sett eru í landinu, er þær flytjast tU. Bjarní Benediktsson sitnr dómsmálnráðherrafund Norðurlanda Bjarni Benediktsson dóms- málaráðherra fer í dag til Osló til þess að sitja þar fund dómsmálaráðherra Norður- landa, sem hefst n.k. föstudag. Mun hann verða um viku- tíma í þeirri för. Jafnhliða ráðherrafundin- IVT NAIShnuhr Ivt SV 50hnutar H Sn/Homt • úawm 7 Skirir K Þrumt/r rS. KuUoM ‘Zs' HiftskH HHmt L*L*o» LÆGÐIN fyrir sunnan land var mjög djúp á hádegi í gær, en hafði þá grynnzt verulega frá því í fyrrinótt. Þá toomst Xoftvoginn niður í 931 mb á veðurskipinu India fyrir sunn- an land. Lægðin fylgdi stór- viðri við suður- Og suðaustur- ströndina, en heldur dró úr því, er á daginn leið. Lægðin »atr á leið suður eða suðaustur um hádegið, og var búizt við stormi og þrumuéljum á Skot- landi. um mun verða haldinn fund- ur í Osló í laganefnd Norður- landaráðs. Mun Magnús Jóns- son alþingismaður sitja hann af hálfu íslands. — Varðbergsfundur Framh. af bls. 20. er talið hláturfliss notokurra Ægkulýðsfylkingarmanna. Að lofenum fraimsöguræðuim tók Jónas Árnason til máls. Var það athygliverðast við ræðu hans að hann lýsti því yfir í upphafi, til þess að „forða misskilningi“, eins og hann komst að orði, að hann hetfði ekki stslðið upp til að verja Rússa. Að öðru leyti gerði hann mikið úr þeirri geislunar- hættu, sem vera mundi í heiimin- um ef til kjarnorkustyrjaldar kæmi, en lét sér þó sæma að gera gys að viðleitni bæjaryfirvalda Reykjavíkur til þess að forða bæjarbúum frá þeirri hættu. Síðast þegar blaðið frétti voru átta menn á mælendaskrá. Fxmd- arstjórí á fundinum var Guð- mundiur H. Garðarsson formaður Varðbergs en fundarri/tari Jó- hannes Sölvaison, — Fyrsti stýrimaður Framh. af bls. 1. ekki bjartara en svo, að illa sást til fjalla. Það mun hafa verið kl. 8,45, og sennilega hef ég þá verið nýsofn- aður, að ég vaknaði við það, að skipið tók niðri. Eg flýtti mér upp á dekk. Þar var skipstjóri fyrir, Högm Jónsson, og lagði hann svo fyrir við mig, að ég skyldi þegax í stað reyna að ná talstöðvarsambandi við Reykja- víkurradíó og tilkynna, hvernig komið væri. Náði ég þegar sam- bandi Og bað radíóið að fylgjast með okkux og hverju fram yndi. Eg fór svo þegar á eftir í það ásamt fleiri skipsmönnum að gera gúmmbjörguuarbátana klára, en þá var skipið farið að hallast svo mikið, að allt að því flaut upp á afturdekkið. Við fórum fyrst að losa tvo báta, annan 20 manna, en hinn 10 manna, en svo tókst til, að þeir slitnuðu báðir frá skipinu, áður en nokkur maður kæmist í þá. Þeir þöndust þó út, og sáum við þá reka hraðbyri frá okkur. Um þetta leyti lenti einn skip- verja í sjónum, og var ég um tíma hálfhræddur um, að hann myndi drukkna. En hann var syndur vel og komst um borð í Skjaldbreið aftur heilu og höldnu. Nú var aðeins einn tíu manna gúmbátur eftir, og þegar hann hafði verið losaður, stukku níu menn um borð í hann, og reynt var að halda honum kyrrum við skipið. En hér fór sem fyrr, að línan í bátnum slitnaði vegna hvassvirðisins, Og rak okkur þeg- ar í burtu frá skipinu til vesturs eða suðvesturs. í þessum báti var bæði blys, vatn Og matvæli. Tvö göt reyndust vera á bátnum, Og var óneitanlega dálítið óhugnan- legt að heyra sjóinn fossa iim í bátinn, en brátt fundum við tappa um borð, sem eru til þess ætlaðir að fylla upp í slík slysa- göt. Allir um borð í gúmbátnum voru hinir rólegustu, og efaðist enginn um, að okkur yrði bjarg- að, en nokkur óvissa var um það, hvort okkur ræki ekki einhvers staðar að landi áður. Við vorum allir nokfcuð blaut- ir, en við héldum á okkur hita með því að ausa út ágjöf, sem á bátinn kom. Við sáum gæzluflugvélina Rán, áður en hún sá okkur, en eftir svo sem klukkutíma kom hún aftur og sá þá greinilega til okk- ar. í öryggisskyni skutum við upp flugeldum. Það verður að álítast lán í óláni. að þetta gerð- ist að degi til, og mjög hefði get- að brugðið til beggja vona um að finna okkur, ef dimmt hefði verið af nóttu. Það var svo um kl. hálftvö, að vélbáturinn Sigurfari kom á vettvang, og voru þar á bæði margar hendur og sterkar, sem gripu okkur upp úr gámbátn- um. Var okkur veittur hinn bezti beini um borð í Sigurfara af mikilli alúð og hlýju. Enn fremur er þess að geta, að móttökur hér í landi voru einnig með miklum ágætum. Þegar ég vissi síðast til, var kominn mikill sjór í svokallaða tvö-lest á Skjaldbreið, og lestar- lúgur farnar að lyftast upp. Ann- ars hef ég ekki ástæður til þess að segja neitt um ástand skips- ins, þar sem þetta bar allt svo brátt að. Hvenær eða hvernig við förum héðan, veit ég ekki, en ég talaði við forstjóra Skipa- útgerðar ríkisins áðan, og hann bað okkur bíða sinna fyrirmæla". Hér lýkur samtalinu við X. stýrimann. Það var um kl. 11 I morgun, að Henry Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafé- lags fslands, hringdi hingað, og bað um aðstoð til leitar að gúm- bátunum. Allir bátar sem heima voru, fjórir talsins, brugðu skjótt við, og enn fremur bátar frá Hellissandi, Ólafsvík og Stykkishólmi. Einnig var skipu- lagður leitarflokkur héðan til þess að ganga á fjörur, ef bát. ana bæri þar upp. Einn bátanna héðan, Blíðfari, fann fljótlega einn gúmbátinn mannlausan, en svo kom gæzluflugvélin Rán auga á hina tvo, og leiðbeindi leitarskipunum. Ms. Jökulfell, sem tók virkan þátt í leitinni, bjargaði hinum mannlausa bátn- um, en mb. Sigurfari fann þann þriðja, sem mennirnir voru í, eins og fyrr er sagt. — Einil Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.