Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVTSBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. jan. 1962 BYGGINGU brautarinnar ót í geiminn miðar áfram. Margir milusteinar eru nú að baki og hefur hver sína sérstöku sögu að segja. Helztu vegarstólparnir eru þessir: 1. Fyrsti gervihnöttur- inn; Spútnik, 4. okt. 1957. 2. Fyrsti maðurinn út í geiminn; Gagarin, 12. apríl 1961. 3. Fyrsti jarðbúinn á framandi hnetti: Lendinig á tunglinu ár- ið 19??. Næsti sögulegi viðburður á sviði geimrannsókna, þeg- ar tun er að ræða geimferðir manna, er tvímælalaust ferð til mánans með lendingu þar. Öruggt má þó telja, að áður en það mun eiga sér stað, munu bæði Bandaríkjamenn og Rússar þegar hafa sent upp geimför með marga geimfara innanborðs. Þessi geimför Máninn mun verða einn af fyrstu viðkomustöðum mannsins á braut hans út í geiminn. Núverandi plön miða að þvi að lenda manni á tunglinu í kringum 1970. Tunglið, tunglíð, taktu mig munu hringsóla í kringum jörð ina og jafnvel fara í langferð umhverfis tunglið. Þrátt fyrir slíka geimsigra, mun þó höfuðtakmarkið næstu árin vera: að lenda manni heilu og höldnu á tungl inu og ná honum aftur ósködd uðum til jarðarinnar. ★ Skoðað í ljósi þeirra geim- sigra, sem þegar hafa verið unnir, virðist verkefnið fljótt á litið ósköp einfalt. Hið eina sem þarf að gera, er að skjóta geimfaranum til tunglsins, þar sem hann lendir með aðstoð hemlaútbúnaðar. Þegar hann fer að lengja aftur heim þarf hann ekki annað að gera en stíga upp í geimfarið, setja eldflaugarnar í gang og „stýra heim á leið“. Því miður er þetta ekki svona auðvelt viðfangs. Satt að segja geta menn aldrei verið fullvissir um að tunglfarinn komi til baka. Vís- indamenn eru þó staðráðnir í því, að gera líkurnar sem allra mestar. Eitt af höfuðvandamálum þeirra er að tryggja tungl- faranum nægilegt eldsneyti til peirr farar * allrar ferðarinnar. Vegna þess að ekkert gufu- hvolf er á tunglinu, þá fer álíka mikil orka í lendinguna þar eins og í ferðina frá tungl- inu. Með aðstoð hemla eld- flauga verður tunglfarinn að vinna á móti aðdráttarafli tunglsins, og jafnvel þó, allt sé sex sinnum léttara á tungl- inu en á jörðinni, þá fer samt geysimikil orka í lendinguna. Mjúk verður lendingin að vera fyrst og fremst vegna tunglfarans sjálfs en einnig vegna hinna fingerðu rann- sókna- og mælitækja, sem hann iiefur meðferðis. ★ Tilraunir með mjúkar lend ingar eldflauga í þeim tilgangi að hagnýta þær seinna meir á tunglinu, eiga sér nú stað á nokkrum stöðum í heiminum. Við Kínavatn í Kaliforníu hefur Bandaríkjamönnum þeg ar tekizt að ná góðum árangri, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Með því að notast við fljótandi eldsneyti geta þeir breytt þrýstikraftinum í eld- flauginni frá núlli til 600 kílo- gramma þunga. Með því að breyta þrýst- ingnum geta þeir látið „eld- flaugina“ stíga lóðrétt upp hægt Og rólega, standa síðan kyrra í loftinu og setjast svo mjúkt á sama stað Og hún tók sig upp frá. Enn sem komið er stjórna þeir þrýstingnum frá jörðu niðri með rafmagns- leiðslu, og enn er „eldflaug- in“ allt of lítil til þess að nota við mannaða lendingu á tungl- inu. Þetta er þó byrjunin, þó í smáum stíl sé. Bandaríkja- menn vita þó, að margt smátt gerir eitt stórt, og þess vegna líta þeir björtum augum til tunglsins. ★ Að líta björtum augum til tunglsins hefur hingað til mest verið stundað af Kasanóvum og næturhröfnum í rómantísk um hugleiðingum, því stjörnu- fræðingar hafa fyrir löngu misst áhuga á því að rannsaka hið gígumþakta yfirborð, sem þeim fannst svo tilbreytingar- laust og dautt. Nú er öðru máli að gegna. Eftir tilkomu geimskotanna hefur áhuginn fyrir tunglinu aukizt mjög. Allt, sem komið getur að gagni við fyrstu tungl ferðina, er nú rannsakað. Radíóstjörnufræðin hefur hér komið til mikillar og óvæntrar hjálpar. ★ Með því að senda radíð- bylgjur til tunglsins, þar sem þær endurkastast, og síðan ná þessum sömu bylgjum aftur með aðstoð radíóstjörnusjáa, hefur verið hægt að lesa margt um eðli tunglsins. Eftir 2Yz sekúndu, en það er tíminn sem það tekur bylgj urnar að ferðast frá jörðunni til tunglsins, hafa bylgjurnar mótazt af þeim stað, sem þær endurköstuðust frá á tungl- inu. — Helstu sérkenni yfir- borðsins eru hin svokölluðu „höf“ og fjöll. Það virðist sem að höfin séu ekkert annað en stórar sandbreiður. Með því að nota radíóbylgj- ur hefur einnig verið hægt að mæla, að eilítið loft finnst — þrátt fyrir allt — á tunglinu. Það er þó svo lítið magn, að ef því yrði safnað saman og sett við sama þrýsting og við yfirborð jarðar, myndi allt loftið ekki taka meira rúm en það, að það mundi komast fyrir í Sankti Páls kirkjunnL Björgvin Hólm A leið upp mjúkt. . . . og upp síðan niður niður...........og lenda Appelsínutrén blómstra... Ný Volvo ferðabifreið FIMM menn létu lífið í Alsír hinn 12. þ. m., þegar kom til óeirða í borgunum, Algiere, Oran og Bone. Voru það fjórir Evrópumenn og einn Serki. Tveir Evrópubúar og einn Serki særðust. Barizt var með skotvopnum og hnífum. Leynihreyfingin OAS útvarp- aði í dag tilmælum til allra Al- sírbúa, Evrópumanna og Serkja, um að byrgja sig upp af mat- vælum til tveggja mánaða. Einn ig skoruðu þeir á hvern mann að kaupa gull fyrir 100 franka (800 ísl. kr.) Útsending OAS hófst á sömu orðum og útsendingar útvarps- stöðvarinnar Frjálsir Frakkar í Bretlandi á stríðsárunum: App- elsínutrén blómstra brátt á ný. OAS dreifir flugritum Einnig dreifði OAS flugritum í Alsír í dag. í þeim fullvissar félagsskapurinn landsbúa um, að til borgarastyrja'ldar komi ekki í Frakklandi. eins og sum- ir óttast. — En, segir í flugritinu, miskunnarlaust strið verður háð milli OAS-félagsskapar ykkar, allra Frakka, sem berið föður- landið fyrir brjósti — og komm- únista, sem eru útsendarar utan- aðkomandi afla og standa utan þjóðfélagsins. Þeir. sem fóru kröfugöngu gegn OAS í París á dögunum eru úr herbúðum kommúnista. —★— í flugritinu er skorað á Evrópu menn í Alsír, að koma vel fram við hina ungu liðsmenn fransKa hersins þar í landi, en fyrst verði að ganga úr skugga um að þeir séu ekki njósnarar, stuðnings- j manna De Gaulle. Ennfremur i segir, að í nokkrum herdeildum séu kommúnistar með undirróð- ursstarfsemi, en það sé misskiln- ingur að allir hinir ungu hermenn séu úr þeirra hópi. —★— f öðru flugriti skorar OAS á alla fréttaritara franska blaðs- ins Le Figaro, að hafa sig á brott frá Alsír hið bráðasta, þar sem blað þeirra styðji stefnu stjórnarinnar í Alsírmálum. Þeim. sem ekki hverfa úr landi er bannað að hafa samband við ritstjórnarskrifstofu blaðsins í París, segir ennfremur í flugrit- inu. Og því líkur með yfirlýsingu um að ráðstafanir verði gerðar til þess að fyrirskipuninni verði hlítt. I. O. G. T. St. Einingin nr. 14 Kynningarkvöld í Góðtemplarahúsinu kl. 8 Vi í kvöld. 1. Ávarp, Ólafur Grímsson. 2. Sjónleikurinn „Vonsvikna jómfrúin“. 3. Dans. Árni Norðfjörð stjórnar. Öllum er heimill ókeypis að- gangur, meðan húsrúm leyfir. Æt. Á FIMMTUDAG var blaðamönn- um boðið að skoða nýja gerð af langferðabifreið Volvo B 705, sem er allmiklu iéttbyggðari en þær, sem áður haía verið fluttar hing- að til landsins. GunnarÁsgeirsson, umboðsmað ur Volvo hérlendis, lét þess getið, að merkasta nýjungin væri sú, að nemlakerfíð er tvöfalt, sérstakt kerfi fyrir framhjól. En í því felst mjög mikið öryggi, t. d. ef annað kerfið yrði óvirkt, virkaði hitt kerfið eftir sem áður. Auk þess er í bifreiðinni aflmikill hand- hemill svo og vélhemill, sem hvort tveggja stuðlar að auknu öryggi. Ennfremur er bifreið þessi með aflmiklum diesel- hreyfli, fimin-skiptum gearkassa og tvískiptu drifi. Lúðvík Á. Jóhannesson for- stjóri Bílasmiðjunnar, en hún smíðaði yfir bílinn, sagði, að far angursgeymslunni væri komið fyrir undir gólfi bifreiðarinnar. Hún er 73 cm há, þar sem hún er lægst, og 130 cm aftast, en þar er hún hæst. Alls mun hún vera um 6 rúmmetrar að stærð. Eigandi bifreiðarinnar er Geir Björgvinsson, en hann rekur fyrirtækið Skemmtiferðir. Taldi hann að þessi bíll væri einkar hentugur til hópferða, þar sem hann tekur um 30 farþega, en það er mjög hæfileg stærð. Núna kvaðst hann hins vegar nota bíl- inn til þess að flytja fólk úr Háaleitishverfi til verzlunarinnar í Austurveri og til baka aftur, en það nýmæli ætti mjög vaxandi vinsældum að fagna. Vana vélritunarsúlku vantar atvinnu um óákveð- inn tíma. Upplýsingar í sima 16093. Pússningasandur Hagstætt verö. Sími 50210.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.