Morgunblaðið - 17.02.1962, Page 20

Morgunblaðið - 17.02.1962, Page 20
20 MORGVHBLAÐIÐ Laugardagur 17. febr. 1962 Barbara James: 29 Fögur og feig Æ, góði Tony, þú hefur nú bar ekki verið heppinn ennþá, en þetta kemur með tímanum. Lísa sneri sér að mér. Ég ætla að fá hann til að noia peningana mína til að setja sjálfur upp sýningu. Við sjáum nú til, sagði Tony. Hversvegna flýttuð þið ykkur svona mikið í burt í gær? spurði ég Lísu. Mér fannst þessi lögreglumað- ur gera ykkur nóg ónæði og ég bjóst ekki við, að þið kærðuð ykkur um að hafa okkur þegar hann væ« farinn, sagði Tony. Vandy — hún vill láta mig kalla sig Vandy — hélt að þið vilduð heldur vera í næði, sagði Lísa. Nú,..þetta var nú ekkert sér- stakt ónæði. Hann vissi, að við vorum kunningjar Crystals, og ef út í það er farið, þá var hún nú 1 sömu leiksýningunni og Rory. Þessvegna hélt hann, að við gætum gefið einhverjar upp- lýsingar um sálarástand hennar, sagði ég og færðist heldur undan. Ég vissi ekki, að þú værir kunn ingi hennar líka, Rosaleen. Það mátti greina háð í rödd Tonys, er hann sagði þetta. Ég vona, að þér hafi ekki fund- izt það dónaskapur af okkur að hlaupa svona burt án þess að kveðja. En okkur fannst það bezt eins og á stóð, eða það fannst hennj mömmu hans Tony að minnsta kosti, og svo honum sjálfum. Lísa reyndi að þagga þetta niður. Það gerði svo sem ekkert til, enda þótt það væri alveg óþarfi. Og lögreglumaðurinn varð hissa, því að hann langaði til að tala eitthvað meira við ykkur. Ég get ekki skilið, hvaða erindi hann getur hafa átt við okkur. Við sögðum honum allt, sem við vissum — sem var annars heldur lítið — þegar hann kom til okkar um daginn, sagði Tony. Hefur hann komið til ykkar í dag? spurði ég. Nei, hvaða erindi gæti hann svo sem átt? Lísa hafði ekkert að segja honum; hún hefur ekki einu sinni séð Crystal nokkurn tíma á ævinni, og hvað mig snert ir, þá háfði ég ekki séð hana mánuðum saman. Nú sauð á katlinum og Lísa útbjó teið, og við réðumst að brauðinu og kökunum. Ég fann, að ég var hungruð, enda hafði ég ekki borðað nema ofurlítinn bita um hádegið Lísa talaði um, þeg- ar þau Tony hittust í Norchester, og um þetta dásamlega leikrit, sem þau ætluðu að finna til að láta hann leika aðalhlutverkið í, og hún réð sér ekki fyrir kæti og tilhlökkun. Tony var kyrrlátari og eins og kvíðinn, og mér fannst helzt hann vera að leiða getur að því með sjálfum sér, hvaða erindi ég hefði getað átt til þeirra. Ég tók eftir því, að þegar hann talaði við konuna sína, hvarf gremjan úr röddinni og í stað hennar kom blíða, sem mér fannst ekki geta verið nein upp- gerð, enda þótt ég vildi varla trúa því. Ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera eða hvað ég gæti sagt við Lísu. Hún var svo gjörsamlega saklaus, það varð ég æ sannfærðari um. Og ég gat ekki fengið af mér að leiða hana í allan sannleika um Tony, enda myndi hún nógu snemma komast að honum án minnar hjálpar. Þegar við höfðum lokið te- drykkjunni, kom Lísa bollunum fyrir í skápnum. Ég ætla að fara ofurlítið út að ganga með hann Jinks, sagði hún. Ég veit, að þú þarft að tala við hann Tony. Vertu ekki með þessa vitleysu, góða mín. Við Rosaleen segjum ekkert hvort við annað, sem þú mátt ekki heyra, flýtti Tony sér að segja. Er það nú ekki? En Rosaleen sagði nú samt í símanum, að það væri nokkuð, sem hún þurfti fyr- ir hvern mun að tala um við þig. Já, það er það líka, sagði ég einbeittlega, og ég vildi heldur tala um það við Tony undir fjög- ur augu, ef þér er sama, Lísa. Vitanlega skaltu gera það. Svo fór hún í kápuna sína og litli hundurinn þaut upp eins og svo- lítill ullarhnoðri. Vertu þá ekki lengi, sagði Tony og kyssti hana ástúðlega. Ég kyssti hana líka. Þakka þér fyrir þetta ágæta te, Lísa. Þú verður ekki farin þegar ég kem aftur. Kannske ekki. En ég þarf ann- ars að hitta manneskju á eftir. Hún gekk svo út og við heyrð- um fótatak hennar og hundsins á berum stigaþrepjjnum. Ég sat í óþægilegum hægindastól og Tony hallaði sér á legubekkinn. Jæja, sagði hann. Ég vissi ekki, hvernig ég ætti að byrja. Þú ætlar vonandi ekki að fara að láta hana tapa öllu, sem hún á með því að setja upp leiksýn- ingu fyrir þig? sagði ég. Hann brosti. Hún gæti tapað á einni sýningu og samt átt nóg eft ir. Mér skilst þetta séu allveruleg ar eignir. Og þarftu endilega að telja það sjálfsagt, að hún tapi ó því? Það gera hennar líkar alltaf. Þú hefur aldrei haft miklar hugmyndir um hæfileika mína, Rosaleen? Jæja það mætti nú líka segja, að það kæmi þér ekk- ert sérlega mikið við. Nei og mér kemur heldur ekki við, hversvegna þú giftist henni, en þar fyrir get ég verið þeirrar skoðunar, að það hafi verið lúa- legt af þér. Hversvegna það? Hann hvæsti út úr sér orðunum. Það ætti að liggja í augum uppi. Þú leitaðir hana uppi af því að Crystal var búin að segja þér, að hún ætti von á arfi. Það var heldur betur hentugt fyrir þig, að Crystal skyldi deyja á svona heppilegum tíma, rétt þegar þið voruð nýgift. Jæja. Þá ertu víst komin að efninu. Hversvegna ekki segja það strax, að ég hafi drepið Crystal til þess að Lísa fengi aur- ana sína nógu fljótt. Ég ætlaði aldrei að segja þáð, enda hef ég ekki neitt fyrir mér í því. En þetta virðist hafa kom- ið eins og það væri kallað. Hér eru einhversstaðar einhverjir maðkar í mysunni. Já, þar er ég sammála. Ann- ars hefði lögreglan ekki svona mikinn áhuga á ykkur Rory. Ef það kæmi á daginn að þetta væri morð en ekki sjálfsmorð, yrðuð þið Rory heldur betur ofarlega á skrá yfir þá grunuðu, að minnsta kosti þú. Hann gat ekki dulið hatur sitt. Já, það skil ég vel. Og þess vegna verð ég að komast að sann leikanum. Ég er ekki að ásaka þig, Tony, en þú verður að játa, að það var einkennileg tilviljun, að konan þín skyldi standa í þessu sambandi við Crystal. Ég vissi ekki einu sinni, að þú þekkt ir Crystal. Það var engin tilviljun. Við Crystal vorum saman í kabarett- sýningu, þegar við vorum lítið meira en krakkar Og við vorum — ja, svolítið meira en vinir. En svo hafði hún ekkert brúk fyrir leikara, sem var að vinna sig upp — hún þurfti eitthvað, sem meiri matur var í. Og svo varpaði hún mér fyrir borð, en ég held nú alltaf, að hún hafi séð eftir mér. En til hvers ætti ég að vera að segja þér þetta? Og til hvers ætti ég að vera gefa nokkrar skýring- ar. Þú hefur sama sem ákært mig um morð. Ég ætti að fleygja þér út. Hann var staðinn upp og stóð nú yfir mér, næstum ógn- andi. En ég svaraði reiði hans með þögulli fyrirlitningu. Svo afmyndaðist munnurinn á honum í fyrirlitningarbrosi. Hann sneri sér við og hallaðist upp að arin- hillunni. Þú skilur. Rosaleen, að af því að þú hefur svona lítið álit á mér þá get ég talað alveg ófeiminn við þig. Það er allt annað með Rory, því að hann heldur, að ég sé bezti náungi. Stundum fær hann mig til að skammast mín. Ég er ekki eins góður og hann heldur. Með þig er því öðruvísi varið. Ég er betri en þú heldur — eða að minnsta kosti skárri. Haltu áfram. Segðu mér meira um Crystal. Jæja, nokkru eftir að maður- inn hennar dó, fór ég til hennar. Ekki veit ég hversvegna. Það getur hafa verið af því að hún var rík og óbundin, auk þess að tfera falleg. Þú ert ekkert að hlífa mér, Rosaleen. En þetta er víst ekki nema satt. Hvað sem því líður, þá vorum við töluvert saman, þangað til hún fór að leika í „Sólbruna og sælu“. Varstu skotinn í henni? Hafð- irðu von um, að hún myndi gift- ast þér, kannske? Það var nú hægast fyrir karl- mann að halda sig vera skotinn í Crystal. Já, vitanlega vonaði ég að geta gifzt henni. Og hafði meira að segja möguleika til þess, því að hún ætlaði að setja upp leiksýningu, þar sem við átt- um að hafa aðalhlutverkin. Það var semsagt allt í frægasta lagi. Svo fór hún í „Sólbruna og sælu“, til þess að fá svolitla æfingu á leiksviðinu aftur, áður en við byrjuðum sjálf. Og þar með var sá draumur búinn. Hversvegna það Vitanlega af því þar hitti hún Rory. Þú hlýtur að vita, að hún varð alveg bálskotin í honum. Já, ég veit það. Það er skrítið, að allt sem ég hef þráð og þrælað til að eign- ast, hefur lent hjá Rory, Hann er nú líka alveg einstak- ur. Svo að þér finnst það ennþá? Þá hefurðu víst orðið fegin þeg- ar Crystal hrökk upp af. Hún var á eftir honum og henni hefði á- reiðanlega tekizt að ná í hann. Það er misskilningur hjá þér. Honum var vel til hennar og vor- kenndi henni — en han elskaði hana ekki. O, láttu eins og þú sért full- orðin manneskja, Rosaleen. Hann hefði legið eins og sveskja. Rory er greindur óg gáfaður, góður og örlátur og fleira gott mætti um hann segja, en hann var hreinn barnaleikur fyrir manneskju eins og Crystal. En kannske hefur hann séð hættuna í tæka tíð og kannske hefur hann myrt hana þessvegna. Hvernig dirfiztu....? Vertu alveg róleg. Sannast að segja get ég alls ekki hugsað mér Rory sem morðingja, enda þótt það sé alls ekki óhugsanlegur möguleiki. Allir menn, sem hafa snilligáfu, geta tekið upp á ótrú- legustu hlutum. Já, því miður var nú sannleikskorn í þéssu. Ég er nú ekki hingað komin til að tala um Rory, sagði ég. Nei, ég bjóst heldur ekki við því. En þú hefur ekkert verið að hlífa mér, svo að ég sé enga ástæðu til að hlífa þér. Það er líklega ekki nema sann- gjarnt. Svo að Crystal yfirgaf þig? Já, við lentum í rifrildi — heldur leiðinlegu rifrildi. Ég hafði fengið þetta tilboð frá Norchester, og vildi helzt ekki taka því, en var hinsvegar staur- blankur og þurfti að fá eitthvað að gera. Því fór ég til Crystal og reyndi að fá hana til að kosta sýningu á leikriti, sem ég hafði fengið handrit að. Hún neitaði —• sagðist ekki hafa áhuga á þessu lengur. Ég varð vondur og sagði að hún væri að svíkja mig. Sak- aði hana um að vera skotin í Rory. Já, skrítið er þetta, sagði hann, þegar hann hugsaði tili þessa atviks. Svo sagði ég henni, að hún gæti enga von haft þar sem Rory var. Hún svaraði því til, að ég hefði ekki áhuga á öðru en aurunum hennar. Já, þetta jókst orð af orði. Hún lauk máli sínu með því að segja: „Farðu til Norchester, þú dugar víst ekki í annað merkilegra en sveita- leiki. Og ef þú ert kominn þang- að á annað borð, skaltu leita uppi stúlku, sem heitir Lísa Usher — hún vinnur í bæjar- bókasafninu þar. Hún er systur- dóttir Bernards og þegar ég dey, erfir hún allar eigurnar hans“. Það er bærilegt fyrir hana sagði ég, — að verða rík eftir svo sem fimmtíu ár! Þar skjátlast þér, sagði hún. Ég á ekki eftir nema ór ólifað. Ef það eru aurarnir, sem þú hefur áhuga á, þá er Lísa miklu heppilegri en ég. Sagði hún þetta? æpti ég. ailltvarpiö Laugardagur 17. febrúar. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleilc ar. — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir —^ 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —- 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (15:00 Fréttir) 15:20 Skákþáttur (Ingi H. Jóhanns- son). 16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur (Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla( Heiðar Ástvalds- son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyra* Björn Sigtryggsson verkamaður velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja heimilið“ eftir Petru Flagestad Larssen; X. (Benedikt Amkels- son). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón. 19:10 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Fiðlusnillingurinn Fritz Kreisler leikur eigin tónsmíðar og sónötu í G-dúr op. 30 nr. 3 eftir Beet hoven. Við píanóið: Sergej Rakh- maninoff. — Bjöm Ólafsson kon sertmeistari minnist Kreislers i inngangsorðum. 20:30 Leikrit: „Þrátt fyrir myrkrið** eftir Clifford Odets, í þýðingu Ólafs Jónssonar. — Leikstjóri; Flosi Ólafsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Góudans útvarpsins: M.a. leiika hljómsveit Hauks Morthens og Flamingo-kvintettinn. Söngvar- ar: Haukur Morthens og Þór Nielsen. 02:00 Dagskrárlok. — Hesturinn minn veiktist! >f X- X- GEISLI GEIMFARI >f >f >f ,. honum! hverju ætlaðir þú að vara mig? Við .... Vandal! Varaðu þig nokkuð seint, finnst þér .... West — Svo þú hefur loks komizt að læknir! Komið fljótt! Fljótt! því hvað um er að vera. Það er

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.