Morgunblaðið - 06.03.1962, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 06.03.1962, Qupperneq 1
24 síður 49. árgangur 54. tbl. — Þriðjudagur 6. marz 1962 Prentsmiðja M^rgunblaðsins Krúsjeff fellst á fund utanríkisráðherra í Genf — Frakkar taka ekki jbátt i afvopn- unarráðstefnunni London, Washington og París, 5. marz. — (AP) — FRÁ því var skýrt í Liondon og Washington í dag, að Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna hefði fallizt á tillögu Breta og Bandaríkja- manna um, að afvopnunar- ráðstefna 18 ríkja hef jist með fundi utanríkisráðherra að- ildarríkjanna. Q Ennfremur samþykkir hann, að haldinn verði sér- Mikilvæg ræða um Nýju- Guineu Tokyo og Jakarta, 5. marz. _ (NTB — AP) — SUKARNO, forseti Indónesíu, til kynnti í dag að hann myndi halda þýðingarmikla ræðu um Vestur-Nýju-Guineu n.k. fimmtu dag. — Indónesíska fréttastofan, sem skýrði frá þessu i dag, minntist ekki á hvert innihald ræðu forsetans myndi verða. * ★ Auk þess skýrði fréttastofan frá því, að Sukarno hefði sent vamarmálaráðherra sinn og yf- irmann hersins, Abdul Haris Nasution, hershöfðingja, í könn- unarferð að landamærum hol- lenzku Guineu og veitt honum umboð til að gera þær ráðstaf- anir, sem honum þættu nauð- synlegar, ef stjórnin ákvæði að verða við kröfum þjóðarinnar um frelsun V.-Nýju-Guineu úr höndum Hollendinga. Krúsjeff stakur fundur utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, Bret- lands og Bandaríkjanna. 0 Hins vegar var sú til- kynning birt opinberlega síð- degis í París, að franska stjórnin ætli ekki að senda menn til afvopnunarráðstefn- unnar í Genf — hvorki á fund utanríkisráðherra né ráðstefnuna sjálfa. í tilkynningu frönsku stjórn- arinnar segir, að ekki sé trú- legt, að mikill árangur náist í Genf nú, en sú sé von Frakka, að síðar verði haldnar viðræður milli þeirra ríkja, sem raun- veruleg spor geti stigið í átt til afvopnunar. Fregnin um svar Krúsjeffs var tilkynnt í Hvíta húsinu í Washington og fylgdi henni, að Kennedy myndi svara sovézka forsætisráðherranum innan sól- arhrings. í Bretlandi var það Harold Macmillan, forsætisráð- herra, sem skýrði frá orðsend- ingunni á umræðufundi um land varnamál í neðri málstofu brezka þingsins. Sagðist Mac- millan vona að umræðurnar í Genf bæru þann árangur, að þeir Kennedy og Krúsjeff gætu hitzt þar áður en langt um liði. Kennedy forseta barst svar Krúsjeffs á sunnudagskvöld, en þá var þegar tilkynnt, að ekk- ert yrði sagt af opinberri hálfu fyrr en forsetinn hefði athugað það vel. — Þykir þetta jákvæða svar því fremur mikilsvert, sem Kennedy forseti tilkynnti sl. föstudag, að Bandaríkjamenn myndu hefja tilraunir með Framhald á bls. 23. Minnst skipsverja af Stuðlabergi MINNINGARATHÖFN um skipverjana, sem fórust með Stuölabergi, fer fram í Keflavíkurkirkju kl. 2 í dag. Minningarrseður flytja sókn- arprestuxinn, sr. Björn Jóns- son og vígslubiskup, sr. Bjarni Jónsson. Við athöifnina syng ur kirkjukór Keflavíkur- kirkju undir stjóm Friðriks Þorsteinssonar og Guðmund- ur Jónsson söngvari syngur við undirleik Ragnars Björns sonar. Þeir sem fórust voru: Jón Jörundsson, skipstjóri, Faxabraut 40, Keflavík; Pét ur Þorfinnsson, stýrimaður, Engihlíð 12, Rvík; Kristján Jörundsson, 1. vélstjóri, Brekiku, Ytri-Njarðvík; Karl Jónsison, 2. vélstjóri, Heiðar- vegi 6, Keflavík; Birgir Guð- mundsson, matsveinn, Njáls- götu 22, Rvík; Stefá-n Elías- son, Vesturgötu 24, Hafnarf.; Guðmundur Ólason, Stórholti 22, Rvík; Gunnar L. Hávarðs son, Kirkjuvegi 46, Keflavík; Örn Ólafsson, Langeyrarvegi 11, Hafnarf.; Kristmundur Benjamínsson, Birkiteig 14, Keflavík; Ingimundur Sig- 110 farast í ffugslysi Aldrei hafa fleiri farizt med einni flugvél siðan farþegaflug hófst Douala og London 5. marz. AÐFARANÓTT mánudags varð hörmulegt flugslys í V-Afríku, er Styrkleiki fiskstofna í sambandi viö sólbletti? Tilgáta tveggja isl. visindamanna í NÓVEMBERHEFTI eins elzta heim við þetta. Einnig telja þeir og kunnasta náttúruíræðitímarits í Englandi, Nature, birtist grein eftir dr. Gunnar Böðvarsson og Jón Jónsson, fiskifræðing, þar sem sett er fram nýstárleg og mjög athyglisverff tilgáta um hugsanlegt samband milli styrk- leika þorskstofnsins og annarra fiskstofna við Island annars vegar og sólblettanna hins vegar. En í sólblettunum er 11 ára sveifla, Telja þeir Gunnar og Jón að sterkir fiskárgangar kunni að klekjast út þegar sólblettir eru minnstir, og af gögnum, einkum um þorskveiðar, hér við land hafa þeir þótzt merkja greini- legar 11 ára sveiflur, sem koma sig hafa seð merki um þetta, þó óglöggari séu, í skýrslum um síldveiði, laxveiði og hrognkelsa- veiði. Tilgátur um áhrif sólbletta- sveiflunnar á ýmis lífiræðileg fyrirbæri hafa viða komið fram áður, þó ekki varðandi fisk. Tel- ur dr. Gunnar að ef sólbletta- sveiflan hafi einhvers staðar áhrif, þá eigi það að vera á þeirri breiddargráðu sem ísland er, því miðin sunnan við Island eru einmitt í að.al-norðurljósa- beltinu og ætti áhrifanna því helzt að gæta hér. Nánar er skýrt frá þessari til- gátu í viðtali við Gunnar Böðv- arsson á bls. 10. DC7C-flugvél frá brezka flug- félaginu Kaledonia hrapaði ná- lægt Doula flugvellinum í Kamerún. Með flugvélinni voru 100 farþegar og 10 manna áhöfn og komst enginn lífs af. Björg- unarstarf hófst strax og er íðsast fréttist voru fundin 06 lík. ★ DC7C-flugvélin var á leið frá Mozambique til Luxemburg og var Douala meðal viðkomustaða hennar á þeirri leið. Flugvélin hafði þar nokkra viðdvöl, en hrapaði skömmu eftir að hún hafði sig á loft einum og hálfum kílómeter frá enda flugbrautar- innar. Féll hún brennandi niður í votlendi vaxið frumskógi. Erfitt björgunarstarf Björgunarsveitir voru strax sendar á vetvang, en þær áttu mjög erfitt um vik, því aðstæð- ur voru slæmar. Urðu björgun- armennirnir að róa að flugvél- inni, og eina birtan, sem þeir höfðu var skinið frá brennandi flakinu. Þegar þeir áttu skammt eftir ófarið að flakinu urðu þeir að nema staðar sökum hins gíf- urlega hita frá bálinu. Eldurinn í flugvélinni var svo mikill, að strax var talið ósennilegt að nokkur hefði komizt lífs af, enda kom í ljós, er björgunarmennirn- ir komust að flakinu. í kvöld höfðu þegar fundizt 06 lík og voru flest þeirra mjög brunnin. Krafizt rannsóknar Flestir farþeganna voru frá S-Afríku og Ródesíu, auk þeirra voru sex Hollendingar, tveir Danir tveir Englendingar, einn íri, og einn ítali. Ríkisstjórnin í Kammerún hef- ur krafizt rannsóknar á slysinu. Fulltrúar belgíska flugfélagsins Sabena, sem átti vélina og Kale- donía flugfélagsins, sem hafði hana á leigu eru nú á leið til Doula til að framkvæma hana Brezkir verka- menn í verkfalli London, 5. marz. — (NTB) — ÞRJÁR milljónir brezkra verka- manna, sem vinna við þunga- iðnað, gerðu í dag verkfall til að mótmæla stefnu stjórnarinn- ar í launamálum. Er þetta í ann að skiptið á fimm vikum, sem þeir gera slíkt verkfall. Helmingur þungaiðnaðar i Bretlandi lamaðist í dag vegna verkfallsins og var þátttaka í því góð. í byrjun febrúar fóru sömu verkamenn I eins dags verkfall. Krefjast þeir launa- hækkunar og styttri vinnutíma. Powers skýrir frá Washington, 5. marz (AP). TILKYNNT var í dag að Francis G. Powers, flugmaður, skýri frá því hvað kom fyrir flugvél hans, er hún hrapaði yfir Rússlamdi, og dvöl sinni þar í landi á fundi hermálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþmgs á morgun. Er þetta í fyrsta sinn. sem Powers skýrir opinoerlega frá þessu. Formaður hermálanefndarinn- ar Richaid B. Russell tilkynnti þetta eftir stuttan fund með yfir- manni bandarísku leyniþjónust- unnar, John A. McCone. Á fund- inum skýrði McCone Russell frá yfirheyrslunum Powers eftir að hann var latinn laus, en Russell vildi ekki gtfa neinar upplýsing- ar V’arðancU hana. Sagði hann, að McCone myndi lesa hermála* nefndinni skýrslu um yfirheyrslu Powers á fundi hennar í fyrra- málið. Sáttafundur í sjómannadeilunni TORFI Hjartarson, sáttasemjari ríkisins, boðaði í gærkvöldi fyrsta fundinn í sjómannadeilunni eftir að verkfall var boðað. Fundinn sátu fulltrúar háseta og mat- sveina annars vegar og fulltrúar útgerðarmanna hins vegar. Stóð fundurinn enn þegar blað ið fór í prentun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.