Morgunblaðið - 06.03.1962, Blaðsíða 24
Fréttasimar Mbl
— eftir lokun —
Erler.dar fréttir: 2-24-85
Inniendat fréttir: 2-24-84
54. tbl. — Þriðjudagur 6. marz 1962
---------------n
ÞORSKURINN
Sjá bls. 10.
Víð/r með yfir 20
lestir í róðri
SANDGERÐI, 5. marz. — Hingað
komu 25 bátar sl. laugardag með
samtals 235,5 lestir af fiski.
Mestan afla höfðu Jón Garðar
15,1 lest, Gylfi II 14,6 lestir og
Guðmundur Þórðarson 14,3 lestir.
Fjársöfnunin
vegna sjóslysanna
í FYRRI viku var hafin
söfnun til styrktar bágstödd
um skjólstæðingum þeirra
manna, sem drukknað hafa
í sjóslysunum að undan-
förnu af Sserúnu, Elliða og
Stuðlabergi, þar sem nærri
30 börn hafa orðið föður-
laus. Eru menn hér með
minntir á þessa söfnun og
þeir sem hafa hugsað sér
að láta af hendi rakna
hvattir til að gera það sem
fyrst. Gjöfum er veitt mót-
taka iijá blöðunum, í bisk-
upsskrifstofunni, hjá sóknar
prestum, skrifstofu LÍÚ, og
skrifstofu Eggerts Kristjáns
sonar.
Stevsnson nírnm
hjd SÞ
New York, 5. marz (AP).
ADLAI E. Stevensoni, sendiherra
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, bar það til baka í dag,
að hann myndi verða í framboði
fyrir New York í öldungadeildar-
kosningunum á hausti komanda,
en, blað eitt í New hafði gefið
þetta í skyn í dag.
Stevenson sagðist, sem kunnugt
væri, þegar hafa neitað að vera
í framboði fyrir demókrata í
Illinois og það sama gilti um New
Yörk.
Forsetinn álítur bezt, að ég
verði áfram hjá S.Þ., sagði Stev-
enson, og ég held að hann hafi
á réttu að standa. Þar af leið-
andi verð ég ekki frekar í fram-
boði í New York en í Illinois.
Aflann fengu bátarnir ýmist í
net eða á línu.
1 gær kom Víðir II hingað með
20,2 lestir af fiski, sem hann
hafði fengið í þorsknót. Þar af
voru 16 lestir af ágætum þorski
og 4 lestir af smáýsu. Heldur
létu aðgerðarmenn illa yfir ýs-
unni, því þeir voru jafn lengi
að gera að henni og öllum þorsk-
inum.
Mjög mikil atvinna er nú hér
í Sandgerði. — Páll.
T o garasölur
PÉTUR Halldórsson seldi í Hull
í gær 192 lestir fyrir 8404 sterl-
ingspund. Og Jón forseti seldi í
Cuxhaven 150 lestir fyrir 194
þús. mörk.
Fylgishrun kommúnisfa í
Sveinafélagi pípu-
lagningarmanna
FYLGISTAP kommúnista í
verkalýðsfélögunum heldur
stöðugt áfram. Sl. sunnudag
var haldinn aðalfundur í
Sveinafélagi pípulagningar-
manna. Kommúnistar hafa
Lítil veiði
Akrancsbáta
AKRANESI, 5. marz. — Aðeins
2 bátar eru á sjó hér í dag. Og
eru þeir með þorskanet. Tveir
þorsRnetabátar vitjuðu um í
gær, sunnudag og fiskuðu nauða-
lítið. Á laugardag var heildar-
afli bátanna hér 112 lestir. Afla-
hæstir voru þessir þrír: Skipa-
skagi með 13,5 lestir, Bjarni Jó-
hannesson 13, og Farsæll 11 lest-
ir.
Hringnótabáturinn Haraldur
fékk 100 tunnur af síld austur
við Eyjar í fyrradag.
Skirnir lagði netin í gær,
sunnudag og eru þá 7 bátar sem
eiga hér þorskanet í sjó. — O.
farið með stjórn í þessu fé-
lagi árum saman. Nú urðu
aftur á móti úrslit kosning-
anna þau, að lýðræðissinnar
voru kjörnir í stjórn með
miklum meirihluta.
Form. var kosinn Bjami Guð-
brandsson með 27 atkv., en
fyrrv. form., Rafn Kristjánsson,
hlaut aðeins 12 atkv. Varaform.
var kjörinn Ólafur Marteinn
Pálsson með 30 atkv., en fram-
bjóðandi kommúnista fékk 7
atkv. Einnig var ritari félagsins,
Jónas Valdimarsson, kosinn með
svipuðu atkvæðamagni. Aðrir í
stjóm urðu sjálfkjörnir, en þeir
eru: Magnús Tómasson, gjald-
keri og Einar Bæringsson, gjald
keri Styrktarsjóðs. Varastjórn er
þannig skipuð: Bjarni Sæmunds
son, Gústaf Kristjansen og
Gunnar E. Páisson.
Gœftir hjá Eyja-
hátum en afli rýr
Vestmannaeyjum, 5. marz.
SAMA ágætis veðrið daglega og
alltaf róið. í gær komu á land
um 350 lestir af fiski og var
hæsti bátur með um 14 lestir.
Annars var fiskiríið misjafnt, og
ekki alveg allir á sjó á sunnu-
deginum. Flestir höfðu 4—6 lest-
ir.
í dag er ennþá tregari afli, og
um 7 leytið í kvöld var mesti
Kaldar kveðjur til Reykvíkinga
SÍÐASTL. sunnudag voru
Reykvíkingum sendar kald
ar kveðjur í ritstjórnar-
grein í „Tímanum“. Þar er
talað um „sora þeirra
spilltu sérgæðings- og fjár
gróðaafla, sem grafið hafa
um sig við rætur borgar-
meiðsins í fjörutíu ár“ o.s.
frv. Þetta minnir á það,
þegar „Tíminn“ líkti Esj-
unni við útrunninn fjós-
haug. Um þetta hatur á
höfuðborginni er fjallað í
riistjornaigrein í dag.
Ljósmyndari Morgun-
blaösins, Olaiur K. Magn-
ússon, tók þessa mynd yf-
ir bæmn og Esjuna í gær.
afli, sem ég heyrði talað um,
8—9 lestir, og margir höfðu 2—4
lestir. Annars koma þeir sem
mestan afla fá yfirleitt seinna að.
8 bátar eru byrjaðir netaveið-
ar, en afli hefur verið sáralítill
hjá þeim og hvað minnstur í dag.
Eiginlega er heldur lítill hugur
í mönnum að taka netin, eins og
oft vill verða þegar loðnan er
gengin yfir.
Lagarfoss er hér í dag og er
að lesta ýmsar sjávarafurðir.
Ber þar mest á freðsíld um 400
lestir, skreið um 70, refafóður 50
lestir.
Vestmannaeyjabátar tveir voru
að reyna með hringnót, en varð
lítið úr því hjá þeim, höfðu ekki
heppileg veiðarfæri. — B. Guðm.
Fékk
230 þús. kr. sekt
ÍSAFIRÐI, 5. marz. — Skipstjór-
inn á brezka togaranum St.
Elstan frá Hull, sem varðskipið
Þór tók í landihelgi á Húnaflóa í
síðustu viku, kom fyrir rétt á
ísafirði. Hefur dómur nú verið
kveðinn upp þar. Var skipstjór-
inn dæmdur í 230 þús. króna sekt
og veiðarfæri og afli skipsins
gert upptækt til landhelgissjóðs.
Eins og áður hefur verið frá
skýrt kom það fram í réttinum að
skipstjórinn rengdi ekki staðsetn-
ingu varðskipsmanna, en taldi
skv. sínu korti að hann væri ekki
fyrir inhan landhelgisiínuna.
Skipstjórinn áfrýjaði til Hæsta
réttar. Setti umboðsmaður tog-
arans tryggingu fyrir hann og
lét togarinn síðan úr höfn. —
Þau létu sig ekki muna um'
að leysa af hendi sitt hlut-
verk í skíöalandsgöngunni á
sunnudaginn þessi litlu, og
gengu öll hjálparlaust sína 4
km. á skíðum. Þetta eru allt
Ármenningar og gengu i hópi
Ármenninganna í Jósefsdal.
Þau eiga líka öll til skíða
manna að telja. Krakkarnir
eru, talið frá vinstri: Mar-
grét Waage, 7 ára (dóttir
Sigurðar S. Waage), Krist-
mann Guðmundsson Árnason,
4 ára (sonur Árna Edwins-
sonar og dóttur sonur Krist-
manns rithöfundar), Auður
Harðardóttir, 9 ára og Guð-
rún Harðardóttir, 5 ára (dæt
ur Harðar Hafliðasonar og
Ingu Árnadóttur), Eyrún
Magnúsdóttir, 5 ára (dóttir
Magnúsar Eyjólfssonar),
Kristín Waage, 10 ára (dótt-
ir Sigurðar S. Waage) og
Margrét Ásgeirsdóttir, 5 ára^
(dóttir Ásgeirs Eyjólfssonar).
Á myndina vantar einn 4 ára,
Sigurbjarna Þórmundsson.
Síæmar gæítir
og lítill ofli
HORNAFIRÐI, 5. marz. — Á
Hornafirði voru gæftir með
ósköpum stirðar í febrúarmán-
uði. í allt voru farnar 82 sjó-
ferðir af 12 bátum. Þar af fóru
línubátar sem eru 8 alls 71 sjó-
ferð Og 4 handfærabátar 9 sjó-
ferðir. Afli hefur alltaf verið
fremur lítill. Aflinn í mánuðin-
um varð alls á þessa 12 báta 555
lestir af slægðum fiski með haus.
Frá áramótum er aflinn alls
878,5 lestir. Mestan afla hafa
Gissur hvíti 167,3 lestir í 22 sjó-
ferðum og Ólafur Tryggvason
163,3 lestir í 25 sjóferðum.
Nokkuð var veitt af loðnu seinni
hlutann af febrúar, en ekki fisk-
aðist neitt á hana. Flestir línu-
bátar eru nú að byrja með net,
en útlitið er ekki gott, eins og
er, hinsvegar er sæmilegur afli
hjá handfærabátum. — Gunnar.
Ekið á
maimlansan bíl
Á TÍMABILINU frá kl. 9 á sunnu
dagskvöld til kl. 9 á mánudags-
morgun var ekið á mannlausan
bíl við Óðinstorg og bíllinn
skemmdur töluvert. Eru það til-
mæli rannsóknarlögreglunnar að
ef einhverjir kynnu að geta gef-
ið upplýsingar um mál þetta, að
þeir gefi sig fram.