Morgunblaðið - 15.03.1962, Page 10

Morgunblaðið - 15.03.1962, Page 10
10 MORG1JNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 15. matrz 1962 Á SUMRIN er allar helgar gestkvæmt í Þórsmörk, en á vetrum fara þangað aðeins einstaka ferðagarpar ef veð- ur er hagstætt, eins og nú. Einn þeirra er Karl Sæm- undsson, sem um síðustu helgi tók myndirnar hér á síðunni þar inn frá. Þá fóru félagar úr Ferðafélagi íslands og nokkrir aðrir í Þórsmörk í stórum hópferðabíl frá Gísla Eiríkssyni. Sagði Karl, sem fór með í síðustu ferð Ferða- félagsins þangað inn eftir í haust, að síðan hefðu ferða- menn skrifað sig i gestabók- ina í skálanum einu sinni, í janúar. Það var ágætt færi inn- eftir, aðeins árnar farar- tálmi, en þær eru ekki á is. Tók nokkuð langan tíma að finna góða leið yfir Kross- ána, en ailt gekk vel. í Þórs- mörk var yndislegt veður. Á laugardagskvöldið var farin mjög skemmtileg gönguferð í Húsadal í tunglsljósi, norð- urljósum og stjörnubjörtu. Þá var 12 stiga frost. Á sunnu- daginn var farið í gönguferð- ir um nágrennið um morg- uninn og í Stakkholtsgjá eft- ir hádegi og komið við hjá Seljalandsfossi á heimleið. — Það er mikill munur á Þórs- mörk að vetri og sumri. En mér finnst ekki síður gam- an að koma þangað að vetr- arlagi og sjá stórfenglega náttúru í vetrarskrúða, sagði Karl Sæmundsson, er hann lánaði okkur myndirnar. Farið á ís eftir Stakkholtsgjá, sem gengur inn í Eyjafjöllin að norðan. Innst í henni er ljómandi fallegur foss í klakaböndum og gengur íerðafólk oft þaugað. í vetrarham Vað á Krossá kannað, en reyndist óíært.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.