Morgunblaðið - 15.03.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 15.03.1962, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. marz 196* JKwgtuifrlafrUt CTtgefandi: H.f Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kris.tinsson. Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Augiýsingar og ai'greiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVERT STÓRMALIÐ REKUR ANNAÐ iðreisnarstjórnin leggur nú®- * fram á Alþingi frumvörp um hvert stórmálið á fætur öðru. Má þar til dæmis nefna skattalagafrumvarpið, frum- varpið um almannavarnir, frumvarp um aðstoð við tog- araútgerðina, frumvarp um viðreisn lánasjóða landbúnað arins, og síðast en ekki sízt frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga, sem hér verður nokkuð gert að umtalsefni. Mikilvægasta ákvæði þeirr ar löggjöfar er afnám hinna illræmdu veltuútsvara. Tjón sveitarfélaganna vegna af- náms veltuútsvara er bætt með tvennum hætti. Annars vegar er heimild til að inn- heimta svonefnt aðstöðugjald af atvinnurekendum. Er gert ráð fyrir að það verði lagt á fyrirtækin miðað við kostn að þeirra, en ekki umsetn- ingu. Aðstöðugjaldið verður síðan talið til venjulegs kostn aðar og þar af leiðandi frá- dráttarhæft við skattaálagn- ingu. Sérstakt landsútsvar verð- ur síðan lagt á ýmis ríkis- fyrirtæki og auk þess á olíu- félögin, enda hafa þau at- vinnurekstur svo víða um land, að heppilegra er talið að leggja á rekstur þeirra í einu lagi. Þá er það mikilvægt ný- mæli, að nú verður tekinn upp einn útsvarsstigi fyrir allt landið og þannig kemst meiri festa á, útsvarsmálin. í frumvarpinu eru fleiri nýmæli, sem telja verður til mikilla umbóta. Má segja, að með samþykkt skattalaganna annars vegar og útsvarslag- arma hins vegar verði nú loks komið á hérlendis við- imandi skattgreiðslum, en fram að þessu hafa skatta- lög að ýmsu leyti verið bein- línis fáránleg. Ber að þakka Viðreisnar- stjóminni og Gunnari Thor- oddsen, fjármálaráðherra, sem mál þessi heyra undir, sérstaklega fyrir þann mik- ilvæga undirbúning þessarar lagasetningar, sem nú er lokið. ÖSKURAPAR |Z ommúnistamálgagnið bregður sér í gær rétt einu sinni 3—4 áratugi aftur í tímann. Tilefnið er að þessu sinni það, að TVIorg- unblaðið benti á, að eðlilegt væri, að sjómannafélögin tækju til athugunar að bæta kjör togarasjómanna með því að fækka nokkuð á togurun- um meðan aflaleysi er. Morg unblaðið benti á, að sú þröng sýni mætti ekki ríkja í verka lýðssamtökum, að einblína á þjóðfélagsaðstæður fyrir mörgum áratugum, en blaðið gerði sér auðvitað enga von um, að kommúnistar gerðust skyndilega nútíðarmenn. — Þess vegna koma öskur þeirra ekki á óvart. Hins er að vænta, að á- byrgir menn, sem fyrst og fremst hugsa um hag togara- sjómanna og þjóðarheildar, ræði mál þessi öfgalaust og leitist við að komast að far- sælli niðurstöðu. Sjómenn ættu innan sinna eigin vébanda að ræða þessi mál, og ekki væri úr vegi að beinlínis færi fram skoð- anakönnun meðal skipshafna á togurunum, svo að þær fengju sjálfar ráðið því, hver niðurstaða yrði. Á því leikur enginn vafi, að bæta þarf kjör togaramanna, sérstak- lega þegar þeir fiska fyrir heimamarkað. Ef engin leið önnur finnst til kjarabóta, þá er ástæða til að ætla, að togarasjómenn mundu vilja fækkun manna á skipum gegn því að fá launahækk- anir, sem ef til vill næmu tugum þúsunda á ári. Það væri vissulega ábyrgð arleysi af forystumönnum sjómannasamtaka að kanna ekki mál þessi til hlítar. Ef svo fer, að togarasjómenn al- mennt snúast gegn þessari tilhögun, þá er málið auð- vitað þar með úr sögunni. En fyrirfram er ekki gerandi ráð fyrir því, að sjómenn séu andvígir tekjuaukningu með þessum hætti, enda eru þeir ekki vanir að telja eftir sér að vinna í skorpum eins og alkunna er, t. d. á síldveið- um. LÖÐRUNGA SJÁLFA SIG ¥7n þegar kommúnistablaðið ræðir þessi mál, þá rekur sig eitt á annars horn. Þann- ig viðurkennir blaðið á ein- um stað, að Morgunblaðið telji þessa breyttu tilhögun því aðeins réttlætanlega, að hún stórbæti kjör togara- manna og talar meira að segja um „hátekjumenn“, en á öðrum stað segir það að út- gerðum skipanna eigi að gefa „18,5 milljónir í fastakaupi og fæði“. Þá segir blaðið „að þessi mannskapur, sem eftir verð- ur um borð, verður að standa r UTAN UR HEIMI Reykingar krabbamein Sammála niðurstöður danskra og brezkra lækna um að sígarettureykingar valdi krabbameini í lungum I SIÐUSTU viku voru birtar í Danmörku og Bret landi skýrslur lækna- nefnda um rannsóknir á því hvort sígarettureyk- ingar geti valdið krabba- meini í lungum. Nefnd- irnar eru hvor um sig skipaðar níu þekktum læknum. Báðar komast að sömu niðurstöðu. Tóbaks- reykingar, sérstaklega síg- arettureykingar, eiga sök á því að dauðsföll vegna krabbameins í lungum hafa margfaldazt á undan- förnum árum. Danska nefndin var skipuð níu læknum og var dr. med. E. Meulengracht formaður hennar. Nefndin starfaði í tvö ár að rannsóknum sínum og skilaði áliti sl. miðvikudag. > Skýrslan er 450 þétt-vélritað- ar síður og lýsa læknarnir þar árangri rannsóknanna og benda á ýmsar aðferðir til að draga úr sígarettureykingum. ÚR 4,5 í 86,7 Nefndin segir að árið 1940 hafi verið reyktar um 1,7 þús. milljón sígarettur í Dan- mörku, en árið 1960 nærri 5 þús. millj. Árið 1931 lét- ust 4,5 af Jiverjum 100 þús. karlmönnum í Kaupmanna- höfn úr krabbameini í lung- um, en árið 1960 var þessi tala komin upp í 86,7. Frétta mönnum var boðið að vera viðstaddir, er nefndin skilaði áliti sínu í Domus Medica í Kaupmannahöfn á miðviku- dag. Voru þá lagðar fyrir nefndarmenn ýmsar spurning ar, m.a. hvort þeir reyktu sjálfir. Aljir svöruðu þeir ját- andi, en tóku það fram að enginn þeirra reykti lengur sígarettur og að allir hefðu takmarkað tóbaksnotkun sína. TEKUR 20—30 ÁR í skýrslu dönsku nefndar- innar eru ýmsar góðar ráð- leggingar til reykingamanna. Þar segir m. a.: Þar sem allt bendir til þess að 20—30 ár líði að meðaltali frá byrjun reykinga þar til sjúklingurinn deyr úr krabba meini í jungum, er það mjög mikils virði að draga það í lengstu lög að hefja reyk- ingar. En margir þeirra, sem reykja mikið, vilja halda því fram að gagnslaust sé að hætta. Þetta er ekki rétt. Dauðsföll af völdum lungna- krabba hjá fyrrverandi reyk- ingamönnum, sem hafa hætt reykingum, eru 27—29% færri en hjá hinum, sem halda áfram. Hættan á lungnakrabba er mest hjá þeim, sem reykja „ofan í sig“, en það er al- gengast hjá þeim, sem reykja sígarettur. Þá er bent á að tvöfalt tjöruinnihald er í sig- arettureyk miðað við vindla- reyk. Sá, sem reykir 20 síg- arettur á dag, fær áríega um 100 grömm, eða sem svarar einum bolla, af tjöru í lung- un. í tjörunni eru ýms efni, sem geta valdið krabbameini. TJARAN MEST I STUBBUNUM Því meira, sem reykt er af sígarettuqni, því meiri tjara er í reyknum. Langar sígar- selja börnum sígarettur f stykkjatali, unglingum innan 16 ára verði bannað að reykja á opinberum stöðum, bannað verði að auglýsa sígarettur og verð á sígarettum verði hækk að en verð á píputóbaki og vindium lækkað. NÆRRI FJÓRFALDAR LÍKUR Enska nefndin var einnig skipuð níu læknum og var sir Robert Platt formaður hennar, en hann er forseti konunglega brezka lækna- ráðsins. Nefnd þessi starfaði í þrjú ár að rannsóknum og eru niðurstöður hennar þær sömu og dönsku nefndarinn- ar. 1 skýrslu ensku nefndar- innar segir að á síðasta ári hafi 20.000 menn látizt úr krabbambeini í lungum. Lík- urnar fyrir því að 35 ára maður, sem reykir mikið, eða meira en 25 sigarettur á dag, látist innan tíu ára úrlungna kr^bba, eru 1 á móti 23. Fyr- ir þann, sem ekki reykir eru sömu líkur aðeins 1 á móti 90. — \ Læknarnir benda á að á sið asta ári hafi heilbrigðisyfir- völdin varið aðeins sem svar- ettur eru ekki hættuminni en þær styttri. Tiiraunir hafa sýnt að minni hætta stafar af reykingum ef aðeins er reykt ur tæpur helmingur hverrar sigarettu. Og ekki ætti að reykja nema tvo þriðju hluta hvers vindils. Upphaflega voru sígarettur með síu, „filtersígarettur", skaðlegri en venjulegar sígarettur. En nýjustu síurnar halda eftir um 25—50% tjörunnar úr reyknum. Þó eru þessar síur engin vörn gegn krabba- meini. Leggja dönsku læknarnir til m. a. að mjög verði auk- in fræðsla í skólum um áhrif reykinga, bannað verði að ar rúmlega 600.000,—. krðnum til að birta upplýsingar um hættunna af reykingum. En á sama tíma hafi sígarettu- framleiðendur varið 1350 miiljónum króna til auglýs- inga. ENDANLEG SÖNNUN Enoch Powell, heilbrigðis- málaráðherra Breta, hefur lýst því yfir að brezka stjóm in viðurkenni vissulega að skýrsla læknanna sannaði endanlega svo ekki verði um villst orsakatengsli milli krabbameins og reykinga. .— Hefur enginn heilbrigðismála ráðherra fyrr tekið jafnkröft ugiega til orða um þetta mál. allan sólarhringinn heilan túr.“ En í sömu málsgrein er sagt, að ekki verði „nema hálfur mannskapur á dekki“. Slíkur málflutningur dæmir sig sjálfur og hæfir mjög vel kommúnistum, en að sjálf- sögðu engum öðrum. Annars má segja að komm únistar löðrungi sig sjálfa, þegar þeir í öðru orðinu tala um að nú sé rætt um að „innleiða gömlu þrælkunina“ o.s.frv., en í hinu segja þeir, að núverandi fyrirkomulag hafi aðeins gilt frá árinu 1952, sem raunar á að vera 1956, því að undanþágur voru til þess tíma. Fyrir þann tíma voru kommúnistar mikils ráðandi í verkalýðsfélögunum og töl- uðu um stórsigra þeirra og styrk til að koma fram kjara bótum. Samt hafa þeir látið það viðgangast til 1956 að beitt væri þrælkun og at- vinnukúgun, sem heilsuspill- andi væri. Það geta naum- ast talizt mikil meðmæli með forystu sterkrar verkalýðs- hreyfingar. Auðvitað eiga þessar fu!I- yrðingar enga stoð í veru- leikanum, enda hefðu menn naumast lagt svo mikið kapp á togaraútgerð, þegar ný- sköpunin var ákveðin, ef til- gangurinn hefði verið sá að þjaka verkalýðinn. Og sam- kvæmt kenningum kommún- ista í dag hefðu þeir árið 1945 eða 1946 verið aðal verkalýðskúgararnir, því að fáir hafa montað meir af því að standa að nýsköpuninni og sérstaklega togarakaupun- um en einmitt kommúnistar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.