Morgunblaðið - 15.03.1962, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.03.1962, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIL Fimmtudagur 15. man 196» GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu -------- 9 ----- Alls ekki, svaraði Gina, þeir voru mjög vingjarnlegir. Höfuð- verkurinn er ekki þeim að kenna. Seztu hérna. Hvíldu þig svo- litið og þá skal ég útskýra fyrir iþér svolítið af þeim erfiðleikum, sem því fylgir að setjast að á heimilinu okkar, fyrir þann, sem ekki er Spánverji. Kannske síga- retta gæti.... Og nú verð ég að þola þetta, hugsaði Gina. Ég verð að ákveða, hvað ég eigi að gera í þessum vanda. Við höfum hérna orðatiltæki, sem þýðir eitthvað á þessa leið: „Þegar þú átt leið fram hjá, er hiiðið okkar aldrei lokað! Það hefur náttúrlega ekki mikla þýð- ingu nú orðið en fyrr á tímum var það eitt mesta kurteisis- bragð því að í þá daga var sið- ur að loka öllum hliðum. Lolyta talaði hægt og valdi hvert orð vandlega. öldum sam- an voru veggirnir landamæri okk ar og vernd, ekki aðeins fyrir líkamlegu ofbeldi, heldur fyrir öllum hugsanlegum hættum, því að ókunnugum var aldrei hleypt inn fyrir þá, og við vorum þann- ig vernduð fyrir ævintýramönn- um og tækifærissinnum. En nú er þetta orðið breytt, hélt hún áfram. Breytingin kom með Ameríkumönnum, eftir ófrið þeirra við Spánverja, en ennþá eru mörg heimili þar sem gamla reglan er í heiðri höfð enn í dag. Hér í þessu húsi, trúum við ekki á gömlu regiuna, en sumir vinir okkar gera það og eru því var- kárir. Hún hló, rétt eins og þær tvær væru að hlæja að hinum kunningjunum, sem hefðu enn svona úreltar skoðanir. En Lolyta hélt áfram: Annars er óþarfi fyrir þá að rannsökum hvern sem er, þó að við förum öðruvísi að því en gert var áður fyrr. Don Diego hefur öll hugsanleg ráð til að fá að vita deili á hverjum, sem hér- er hleypt inn. Gina fann, að þetta var aðvör- un og broddur, sem snerti hana sjálfa. Og reiðin kom upp í henni Áttu við, að áður en ég geti gifzt Diego.... ? Nei, barnið gott, flýtti Lolyta sér að segja. Okkur hjónunum þykir mjög vænt um unga Diego, en hann er ekki sonur okkar og er því sjálfum sér ráðandi. Hún hikaði, eins og hún hefði ætlað að segja meira, en laut svo niður og kyssti stúlkuna á kinnina. Fyrirgefðu mér... .ég hefði ekki átt að vera að tala við þig þegar ég veit, að þú ert þreytt. Eg skal senda hana Önnu til þín. Nei gerðu það ekki, svaraði Gina. Ég held ég verði að reyna að sofna. Láttu ekki heimþrána og ein- manaleikann ná taki á þér sagði Lolyta, sem nú var komin fram í dyr. Ég býð þér héimilið mitt til að dveljast þar og svo kemur Diego á morgun. Reyndu þá að sofa. Sofa? Gina gat varla hugsað sér, að hún gæti nokkurntíma sofnað framar. Að hafa farið alla þessa leið til einskis.... að haf a í heilan dag litið á allt þetta, sem kring una hana var, sem væntanlega eign sína og láta svo Vicente svipta hana því öllu með örfáum orðum! Nú gat hún að minnsta kosti ekki gifzt Diego. Það eina, sem hafði gert það hugsanlegt var ekki lengur fyrir hendi Allt í einu reis hún upp í rúm- inu. Nú, jæja, því ekki það? Hún hræðast okkar vegna, því að við hafði komið til Filipseyja til þess að giftast syni de Aviles, og því þá ekki giftast Vicente? Hún steig fram úr rúminu, fékk sér vindling og stóð svo kyrr úti við opinn gluggann. Hún horfði á vagnana aka eftir heim- reiðinni, því að nú voru geátirnir sem óðast að fara, og hún lét goluna leika um náttkjólinn sinn, til þess að svala sér dálítið. Það yrði kannske erfitt að útskýra þessa ráðabreytni hennar heima og fyrir Tim en hún ætlaði að láta allar áhyggjur af því bíða þangað til hún væri orðin frú de Aviles. Þúsund spurningar flugu gegn um huga hennar, þegar hún var aftur komin upp í rúmið. Hvern- ig ætti hún að byrja? Hvernig ætti hún að fara að því að fá Vicente til að líta á hana öðru- vísi en sem unnustu unga Diego? Og ungi Diego sjálfur? Hvernig yrði honum við þegar hann kæmi að sækja brúði sína? Hún yrði að vera snör í snúningum, því að enda þótt þau hefðu ekki forvitn- azt neitt um hana meðan hún ætlaði að giftast Diego, mundu þau áreiðanlega hefja lúsaleit um alla San Francisco, ef hún ætlaði að giftast Viuente. En þar yrði hún að verða fyrri til og ekkert tækifæri gefa þeim.... VI. Það var skrölt í bíl úti fyrir, sei^vakti Ginu — ásamt lágum framandlegum röddum. Hún varð þess vör, að sólin var að koma upp, og hæg gola hreyfði gluggatjöldin. Hún flýtti sér fram úr, án þess að gera sér Ijóst, hversvegna hún gerði það, gekk að glugganum og horfði niður í opna bílinn, sem stóð úti fyrir. Vicente sat í bíln- um og var að kyssa einhverja stúlkú — og ekki Luisu, — en kona, sem sat í framsætinu skelli hló að einhverju skemmtilegu, sem sagt hafði verið, en feiti maðurinn, sem sat hjá henni, hélt hendinni yfir munninum á henni, eins og til að þagga niður í henni. Brátt steig Vicente út úr bílnum, sem ók aftur á bak út á brautina. Hún heyrði Vicente fara inn í sitt herbergi handan við gang- inn, en hún stóð kyrr við glugg- ann í svalanum. Þetta var alveg ný tilfinning hjá henni: að vera að hlusta þar sem ekkert var að heyra. Þá heyrði hún allt í einu daufa bjölluhringingu einhversstaðar niðri í húsinu og letilegt fótatak berfætts manns í forsalnum. Hún gekk fram að dyrunum og furð- aði sig á þessari fótaferð. Svo heyrðist reiðileg rödd og þegar hún opnaði dyrnar hjá sér, sá hún vikadreng fara út úr her- bergi Vicentes, og bakið á honum var vott, rétt eins og það væri sveitt, þrátt fyrir kæluna í loft- inu. Um leið og drengurinn lok- aði dyrunum varlega, sneri hann sér við og hún sá, að sólbrennda kinnin á honum var blóðug. Hann reyndi að brosa til hennar þegar hann sá hana, en brosið hvarf að mestu fyrir sársauka og blygðunarsvip Ginu var allt í einu orðið kalt og hún flýtti sér upp í rúmið aftur og dró ábreiðuna upp að höku. Hún var syfjuð, en gat samt ekki sofið og snögglega hafði hún kynnzt óttanum — og það var ótti við Vicente, sem stafaði af skelfingarsvipnum sem hún hafði séð á andliti drengs- ins. Hún vissi nú, að hæðiyrði hans í garðinum, kvöldinu áður, voru ekki nema einn þáttur í skapgerð hans — hann hafði ver- ið að leika sér að henni og skemmta sér við fátið, sem á hana kom. En þótt hún vissi þetta og það með, að hann var hættulegur, fór því fjarri, að það sneri henni frá honum. Hún vaknaði aftur þegar Anna kom með morgunmatinn handa henni Herbergið var orðið skelli bjart og gluggatjöldin bærðust ekki lengur heldur héngu niður máttlaus. rétt eins og vindurinn hefði verið að leika sér að þeim alla nóttina og síðan fleygt þeim frá sér. Hún dró flugnanetið frá og fór á fætur. Vatnið í steypi- baðinu var volgt og vildi ekki kólna og Gina gekk allsnakin úr baðklefanúm og gat varla hugs- að sér að fara í föt. Anna hélt fram sloppnum fyrir hana og 'hafði dregið fyrir gluggana, svo að herbergið var hálfmyrkt og gaf í skyn, að þar væri svalt inni. Er þetta alltaf svona hérna? Gina sat við litla borðið, þar sem Anna hafði sett morgunverðinn Ég var komin á fætur snemma í morgun og þá var svo yndislega svalt, næstum kalt. Ungfrúin hefur sofið fram eft ir, svaraði Anna. Svalinn fór aft- ur upp í fjöllin íyrir mörgum klukkustundum. Gina borðaði eitthvað af ávöxt um og drekk marga bolla af kaffi. Síðan fór hún í þunnan léreftskjói, sem henni fannst digna, þegar hún strauk hann á sér. Hárið á henni var eitthvað óþægt, en hún hugsaði sér, að við því væri ekkert að gera í svona hita, og greiddi það því mjög lauslega og batt um það gulu bandi. Það var enginn í forstofunni niðri og stóru stofurnar voru manntómar og Gina gekk út um breiðu fordyrnar. Hún vildi kynnast hverjum krók og kima í þessu gamla húsi. Þegar hún kom fyrir húshornið, sá hún skrafandi stúlkur á dyraiþrepun- um og mann, sem var að þvo bíl, en fjöldi barna var buslandi í litlum læk. Börnin voru allsnak- in, og þegar hún hafði áttað sig á þessari sjón, kunni hún vel við hana og hugsaði sér, að þetta fólk hefði ekki miklar áihyggjur af lífinu. Þá kom hún auga á Cadillac- inn hans Diego — nei, hans Vic- ente og fann samstundis til hræðslu, eins og við allt. sem honum var .tengt. Hún var góða stund að gleyma honum aftur. Hún kom að sundpollinum og fór að hugsa um, hversu indælt það væri að hafa öll þessi þægindi, sem svona hús hefði upp á að bjóða, og hversu þægilegu lífi mætti lifa þarna í Cebuborg — væri maður bara ríkur. Hún lok- aði augunum og hugsaði sér, að hún væri að halda gestaboð. Þarna sæti hún þar sem hún sat nú, en hópur ungra manna við fætur hennar. Sumir gestirnir væru að leika tennis en eldri konurnar sætu og horfðu á. Þjón arnir þytu fram og aftur með allskonar hressingu, hljóðir og * * * GEISLI GEIMFARI X- >f «— Það mun gleðja yður að heyra, frú Preston, að málmblanda mannsins yðar heitins hefur staðizt allar próf- anir með ágætum. Nú eru aðeins formsatriði eftir. Vilduð bér koma með mér til skrifstofu minnar, svo við get- um gengið frá samningnum? — Mér leizt vel á þetta doktor. — Já. En full vissa fæst eftir reynsluflugið! leiknir. Maðurinn hennar kæml upp þrepin, brosandi til hennar, því að h-ann vissi, að ungir menn eru ekki annað en leikföng, og hann treysti henni fullkomlega. En maðurinn hennar var Vic- ente! Og hann mundi engum treysta! Hann gat hætt og sært fólk, en hann mundi engum treysta. Hún varpaði þessum draumi frá sér og flýtti sér nið- ur breiðu steinþrepin. Stóri forsalurinn var skugga- legur og þögull og rétt eins og tilheyrði engum tíma í rólegri fegurð sinni. Ein stúlka var að taka til í stóra borðsalnum, og benti henni á litlu borðstofuna, en út um gluggann þar, gat hún séð frú Lolytu vera að borða morgunverð á garðpallinum fyr- SHtltvarpiö Fimmtudagur 15. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 Tónleikar 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tón- leikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar -■» 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Á frívaktinni“; sjómannaþáttur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — TónL — j.4:00 Fréttir — Tónleikar). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna -»• (Guðrún Steingrímsdóttir). 18:20 Veðurfregnir — 18:30 JÞingfrétt- ir. — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:0C Af blöðum náttúrufræðinnar — (Örnólfur Thorlacius fil. kand.). 20:15 Óperulög, sungin af Robert Shaw kórnum. 20:35 Erindi: Strúensee. — hinn rr l-ði einvaldur í Kaup- mannahöfn (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). 21:00 Frá hljóml ’cum Sinfóníuhljórti- sveitar íslands í Háskólabíói; — fyrri hluti. Stjónandi: Jindrich Rohan. EinLikari: Einar Vigfús son: a) „Egmont“-forleikur op. 84 eftir Beethoven. b) Rokoko-tilbrigði fyrir selló og hljómsveit eftir Tjaikov- sky. c) „Tapiola“, sinfoniskt ljóð eft- ii Sibelius. 21:50 Upplestur: Einar M. Jónsson les . frumort kvæði. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Passíusálmur (21). 22:20 Veraldarsaga Sveins frá Mæli- fellsá; VII. (Hafliði Jónsson garðyrkj ustj óri). 22:45 Harmonikuþáttur: Ásgeir Sverr isson og félagar ’■ ins leika. Um sjó armenn þáttarins: Högni Jónsson og Henry J. Eyland). 23:15 Dagskrárlok. Föstudagur 16. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi — 8:15 TónJeikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —• 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tón- lei?—). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —• 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tiUc* — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Endurtekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 „l>á riðu hetiur um héruð'*. Ingi mar Jóhannesson segir frá Auðni vestfirzka. 18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt- ir. — Tónleikar. 19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson ca: I. mag.). 20:05 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 20:35 Kórsöngur: Neeber-Schuler karla kó-lnn í Frankfurt syngur. —• Söngstjóri: Paul Zoll. 20:45 Erindi: Konferensráðið í Kaup- mannahöfn (Birgir Kjaran al- þingismaður minnist 200 ára af mælis Magnúsar Stephensen). 5 Tónleikar: Sónata í c-moll nr. 6 fyrir fiðlu og píanó eftir Hein rich von Biber (Louis Gabowitz og Harriet Parker Salerno leika). 3 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnus ar“ eftir J. B. Priestley; XXI. — sögulok. (Guðjón Guðjónsson þýðir og les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10 Passíusálmur (22). 22:20 Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). 22:40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- list. a) Pólonesa nr. 2 í E-dúr eftiff Liszt (Frantisek Rauch leikur á píanó). b) Austurrískir einsöngvarar og kór syngja lög úr óperettunni „Leðurblakan“ eftir Johann Strauss. c) Slavnesk rapsódía nr. 3 op. 4ö eftir Dvorák (Konunglega fílV Tnoníusveitin 1 Lundún um leikur; Rafael Kubelilc stjórnar. 23:25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.