Morgunblaðið - 15.03.1962, Page 24
Fiéttasímar Mbl
— e f t i r loknn —
Erletsdar fréttir: 2-24-85
Innlendat fréttir: 2-24-84
IÞROTTIR
Sjá bls. 22
62. tbl. — Fimmtudagur 15. marz 1962
Islendingar reyktu 218
■
J-
A SL. ÁRI voru seld á fs-1
landi 217.724 mille af sígar-
ettum eða nærri 218 millj.
sígarettur. Þessar tölur, sem
blaðið' fékk í gær hjá Tóbaks I
einkasölunni, eru mjðg at-
hyglisverðar í sambandi við
fréttir sem berast erlendis
frá um að sígarettureykingar
valdi krabbameini í lungum
Inflúenzufaraldurinn:
Unglingaskólar taka
til starfa á föstudag
Barnaskólar eftir helgi
HLAÐIÐ féklk í gærtovöldi þær
upplýsingar hjá skriístotfu borg-
arlæknis að ástandið vegna in-
flúenzunnar virtist óbreytt, að
öðru leytj en því að nokkur
breyting væri á aldri þeirra er
veikina tækju. í fyrstu voru það
fyrst og fremst unglingar á dkóla
Skyldualdri unglingaskóla sem
veikina tóku. Nú virðist ekki
síður um að ræða böm á barna-
Skólaaldri, sem veikina taka, og
þá fyrst og fremst yngri en 10
ára.
1 samræmi við það munu ung-
lingaskólar taka til staria á
föstudaginn, en barnaskólarnir
elkiki fyrr en á mánudaginn.
Lítið hefir enn borið á þvi að
kornböm tækju veikina.
Influensunnar gætir enn lítið
í fiskverkunarstöðvunum í Vest-
mannaeyjum, en á Akranesi
höfðu 60 starfsmenn fisikvinnslu-
stöðvanna 5 iagst í gær. Símaði
fréttaritari blaðsins á staðnum
að hjá Fiskver h.f. hefði vantað
21 mann, Heimaskaga h.f. 20,
Haraldi Böðvarssyni & o. 15, Sig
urði Hallbjarnarsyni & Co 3, en
engann í fiskverkunastöð Þórð-
ar ÓSkarssonar.
Hljómleikum Sinfóníúhljóm-
Bingó
til styrktar
sjóslysasöfnuninni
SVO sem kunnugt er, þá var
bingókvöld í þremur samkomu-
húsum sl. sunnudag þar sem all-
ur ágóði rann til sjósiysasöfnun-
arinnar.
Veitingahúsið Lidó var ekki
falt þetta kvöld, þar sem húsið
var leigt út vegna afmælishátíð-
ar ÍR. En þar sem bingókivöld
í Lídó hafa notið mikilla vin-
sælda í vetur hefur forstjóri og
starfsfólk Lídó sameinazt um að
gangast fyiir bingókvöldi þar í
kvöld, þar sem allur ágóði renn-
ur í sjóslysasöfnunina. Og þar
með er ekki sagan öll sögð, held-
ur hefur farið fram fjársöfnun
meðal starfsfólksins og allir vinn-
ingar á bmgókvöldinu keyptir
fyrir þá upphæð, auk þess, sem
allt starísfólk hússins gefur
vinnu sína þetta kvöld. Hljóm-
sveit Svavars Gests leikur fyrir
dansi, en Svavar Gests mun jafn
íramt stjórna bingóinu.
sveitarinnar sem verða áttu í
kvöld hefur verið frestað, þar
eð 14 af 50 hljómisveitarmönn-
um eru lagstir í inflúenzu.
og athuganir heilbrigðisyfir-
valda hér og erlendis á því
hvaða ráðstafanir hægt sé að
gera.
Auk þess sem Islendingar
btenna upp í reyk 218 millj.
sígarettna, settu þeir á árinu
1961 tæpar 34 lestir af nef-
tóbaki upp í nefið á sér. —
Alls seldist á árinu 1961 tó-
bak, eldspýtur og vindlinga-
pappír fyrir 198,7 millj. kr.
Ef fundin er meðalneyzla vind
linga á hvert mannsbarn á land-
inu kemur í Jjós, að sérhver ís-
lendingur, ungur sem gamall,
reykir um 1280 vindlinga á ári.
Ber þess þó að gæta að farmenn
og fjölskyldur þeirra munu yfir-
leitt reykja tóbak. sem ekki fer
um einkasöluna, svö meðalneysl-
an er töluvert meiri.
Meðalneyslan áðurnefnda þýð-
ir þó að sérhver íslendingur reyk
ir um 3 sígarettur á dag til jafn-
aðar.
Tékkar kaupa þilplötur afFinnum
— en selja okkur á upp-
sprengdu verði
MORGUNBLAÐIÐ hefur
fregnað, að verð á „masón-
Seljalandsfoss er ekki
klakaböndum að vísu, en ó
hætt mun að segja að hann
sé í vetrarskrúða eftir þennan
frostakaflá. Þessa mynd og
fleiri fallegar vetrarm.yndir,
sem birtar eru á hls. 10, tók
Karl Sæmundsson í ferð inn^
í Þórsmörk um s.l. heigi.
íti“ og svipuðum plötum, sem
við kaupum af Tékkum og
Pólverjum, sé allt að 49%
hærra en á heimsmarkaðn-
um. En á sama tíma sem við
kaupum þessa vöru frá
Tékkóslóvakíu, þá kaupa
Tékkar „masónít" af Finnum
og auðvitað á heimsmarkaðs-
verði.
Þótt mikið hafi verið
rýmkað um innflutningshöft-
in, þá eru enn, eins og kunn-
ugt er, allmargar vöruteg-
undir bundnar við clearing-
löndin svonefndu og þar á
meðal þessar þilplötur, sem
geysimikið eru notaðar hér á
landi. Miklar verðlækkanir
hafa orðið á þessari vöru á
frjálsum markaði, og um
áramótin var svo komið, að
mismunurinn á verðinu frá
kommúnistaríkjunum og
heimsmarkaðsverðinu var orð
inn mjög mikill. Þannig var
verðið frá Póllandi t.d. allt
að 49% hærra en frá Finn-
landi.
Er þetta enn eitt dæmið
um það, hve óhagkvæm við-
skiptin við kommúnistaríkin
eru á mörgum sviðum, enda
eiga þau verulegan þátt í
því, að kjör hafa ekki batn-
að jafnmikið hér síðustu ára-
tugina eins og í nágranna-
löndunum, þar sem við-
skiptafrelsi hefur ríkt.
\ ÞESSI mynd af franskri
ungfrú í þjóöbúningi, um-
vafin gulum og ilmandi
mímósublómum, var reynd
ar tekin í Reykjavík í gær
og minnti á að suður í
Nissa er sumarið að koma.
— Borgarstjórnin þar lét |
skera þessi blóm á föstu-
dagsmorgun og senda á-
leiðis til Islands, til að
minna Frakklandsfara og
gesti ferðaskrifstofunnar
Sunnu á „frönsku kvöldi“
á að á suðurslóðum væri
sumarið að koma. En blóm
in strönduðu á miðri leið
og komu ekki fyrr en í
gær. Mímósurnar voru enn
yndislega fallegar og ilm-
andi, en nellikur er fylgdu
höfðu fölnað.
Mademoiselle Cocheret,
dóttir franska ræöismanns-
ins hér, sést hér klædd
þjóðbúningi frá Normandí,
að skoða blómin, þar sem
þeim er stillt út í Sunnu
í Bankastræti. í dag ætlar
Guðni Þórðarson í Sunnu
að gefa gestum af franska
kvöldinu og öðrum við-
skiptavinum mimósublóm
meðan birgðir endast.
Ljósm.: Ól. K. Mag.
Baugfingur græddur á manns
hönd í stað þumalfingurs
ÁRNI Björnsson, læknir, hefur
framkvæmt merka aðgerð á
sjúklingi, sem fyrir rúmu ári síð-
an varð fyrir því slysi að missa
þumalfingur vinstri handar og
hluta af baugfinigri sömu handar.
Hefur það, sem eftir var af baug-
fingri, nú verið flutt til og grætt
á höndina í þumalfingurs stað.
Þann 29 janúar 1961 varð Þór-
ir Thorlaeius Efstasundi 71 hér í
bæ , fyrir því slysi að lenda með
höndina í „fræsara" á trésmíða-
verkstæði. Tók af þumalfingur
vinstri handar og miðkjúkan
gekk úr baugfingri sömu handar.
Þórir fór þegar á slysavarð-
stofuna og þar var baugfingurinn
græddur saman. Leið síðan fram
til júnímánaðar si. suimars.
þá var Þórir lagður inn á Land-
spítalann, þar sem Árni Björns-
son framkvæmdi aðgerð á hend-
inni.
Það, sem eftir var af baug-
fingrinum, var nú tekið og fært
yfir á þumalfingurinn. Tók sú
aðgerð fjórar k'lukkustundir og
var Þórir sarnfléytt viku á spítal-
anum.
Önnur aðgerð var fraimkvæimd
í nóvember sl. Var þá tekin bein-
flís úr írambandlegg Þóris, og
fest 1 þann helming liðarins, sem
eftir var af þumalfingrinum og
grædd við það, sem eftir var af
baugfingrinum, og grætt hafði
verið á höndina í þumalfingurs
en an ætlunin að taka sinar og
tengja í bðinn, og með því er
gert ráð fyrir að Þórir muni
geta hreyft liðinn, sem hann hef
ur ekki getað síðan slysið varð.
„Mér finnst furðulegt, að þetta
skuli vera hægt,“ sagði Þórir í
viðtali við Mbl. í gær. „Höndin
er þegar orðin betri en ég hafði
nokkurn tíma búizt við. Eg hefi
ekki mátt beita nýja þumalfingr
inum á móti hinum á meðan bein
ið hefur verið að jafna sig. Eg
hefi nú fengið leyfi til þess að
vinna, en verða að sjálfsögðu að
fara mjög varlega með höndina.“
„Ef allt gengur eins og það
hefur gengið til þessa, þá hefi
ég fengið mikinn bata“ sagði Þór
stað. Á hausti komanda mun síð- ir að lakum.