Morgunblaðið - 25.03.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.03.1962, Blaðsíða 2
MOnCTJNBL Ifílfí Sunnudagur 25. marz 1962 Reiknist ekki af hœrri upphœð en hrúttótekjum HEIL.BRIGÐIS ög félagsmála- nefnd hefur skilað áliti um fruimvarp ríkisstjórnarinnar um tekjustofna sveitarfélaga. Leggur meiriihlutinn til, að nokkrar ■* breýtingartillögur verði gerðar á frunwarpinu, m. a. þær, að 9. gr. orðist svo: Aðstöðugjald skal miða við samanlögð rekstrarútgjöld næstliðið almanaksár, þar með taldar fyrningarafskriftir sam kvæmt ákvæðum skattalaga, svo og vöruikaup verzlana og efniskaup vegna framleiðslu iðnað arfyrirtæk j a. Aldrei skal reikna aðstöðu- gjald af hærri uppihæð en sam nemi brúttótekjum. Ráðherra getur með reglu- gerð sett nánari ákjvæði utn álagningu gjaldsins. Þá er lagt til, að 51. gr. falli niður, en hún felur í sér, að unnt sé að krefjast þess, að þeir, sem kaupa eða annast sölu vöru haldi eftir allt að 2,5% af söluverði vöru til fyr- irframgreiðslu útsvars og að- stöðugjalds framleiðanda eða seljanda vöru. Loks er lagt til, að eftir- farandi ákvæði verði sett til bráðabirgða: Á árunurn 1963—1965 ákal ráðherra heimilt að verja fé úr jöfnunarsjóði til þess að bæta sveitarfélögum ' að nakfkru eða Öllu leyti þann halla, sem þau kunna að bíða N vegna ákvæðanna um lands- útsvör, ef hallinn.er verulegur ^fyrir sveitarfélagið og útsvars byrði þess til muna meiri en 1 almennt gerist. Afli Sandgerðis- báta Sandgerði, 24 marz. A FIMMTUDAG komu til Sand- gerðis 22 bátar með 1S6 tonn. Af línubátum var aflahaéstur Jón Gunnlaugsson með 12,3 lestir, en af netabátum Þorsteinn Gíslason með 24,7 lestir og þá Stafnes með 17,6. Á föstudag komu 22 bátar 142 lestir. Aflahæstur línubáta var Guðmundur Þórðarson með 16,3 lestir, þá Jón Gunnlaugs með 12,4 og Stefán Þór með 10,4. Sáralítill afli var hjá netabátum. — P.Ó.P. Fjársöinunarúagui Barnaheim- ilissjóðs Haínarijarðar HAFNARFIRÐI — Barnaheimil- ið Glaumbær við Óttarstaði, eign Barnaheimilissjóðs Hafn'arfjarð- ar var stofnað 1957 af félagssam- tökum í bænum, sem hafa barna- vemd og líknarstarfsemi á stefnuskrá sinni. Hafnfirðingar eiga nú þarna fullbúið sumardvalarheimili, sem rúmar um 30 börn í einu. Frá því að heimilið tók til starfa hafa dvalizt þar talsvert á annað hundrað hafnfirzk böm í bezta yfirlæti og við hin ákjósanleg- ustu skilyrði. Hafnarfjarðarbær, Ríkissjóður, mörg fyrirtæki og fjölmargir einstaklingar og fé- lagasamtök hafa stutt Bamaheim ilissjóð Hafnarfjarðar með höfð- inglegum gjöfum. Fjársöfnunardagur sjóðsins er árlega hinn 12. marz, á afmælis- degi Theódórs heitins Mathiesen læknis, en vegna inflúenzunnar varð að fresta fjársöfnuninni þar til í dag. Verða þá seld merki á götum bæjarins og annast böm úr bamaskólunum sölu þeirra. Stjóm BarnaheimilissjóðS Hafnarfjarðar heitir á alla Hafn- firðinga að leggja nú góðu mál- efni lið. kaupa merki dagsins og fjölmenna í Bæjarbíó í dag, en ráðamenn þess hafa ákveðið að láta ágóða af einni sýningu renna til Barnaheimilissjóðs Hafnar- fjarðar. Hafnfirðingar! Leggið gull í lófa framtíðarinnar. Stjóm Bamaheimilissjóðs Hafn arfjarðar skipa: Vilhergur Júlíus son skólastjóri, form., Eyjólfur Guðmundsson kennari, ritari, Helgi Jónasson kennari, gjald- keri, Jón Mathiesen kaupm., Þórunn - Helgadóttir, Solveig Eyjólfsdóttir, Björney Hallgríms dóttir, Sigríður Sæland, Ingi- björg Jónsdóttir. ★ KVIKMYNDIR ★ KVIKMYNDIR ★ KVTKMYNDIR ★ P5 3 ★ KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: ★ KVIKMYNDIR ★ Kópavogsbíó. MILLJÓNARI í BRÖSUM ÞETTA er þýzk söngva- og gamanmynd af betra tagi, tekin í litum. Segir þar frá ungum milljónera, Collins að nafni, sem kýs heldur að lifa óbreyttu lista- mannslífi, leika á gítar og syngja, heldur en að taka þátt í sam- kvæmislífinu. Vitanlega er þessi tmgi og geðfeldi auðmaður mjög eftirsóttur og meðal annars hef- ur ungri stúlku með góðri aðstoð móður sinnar, tekizt að klófesta hann og trúlofast honum, en fyr- ir þeim vakir þó ekki annað en að komast yfir auðæfi hans, enda á stúlkutetrið annan elsk- huga, sem hún lætur sér annara um. Allt fer þetta þó öðru vísi en þær mæðgurnar höfðu reiknað með, og er það að þakka góðri aðstoð Marcel Magnot, listmál- ara, sem er góður og gamail vin- PÁLL JÓNSSON mnmg-aror. i PÁLL Jónsson, fyrrverandi fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn, lézt í sjúkra- húsi í Viborg á Jótlandi hinn 12. þ. m. Fór útför hans síðan fram að Ásmildarkirkju í Vi- borg. Páll Jónsson var fæddur 16. maí 1894 að Ytri-Ey í Húna- vatnssýslu. Voru foreldrar hans séra Jón Pálsson, síðast prófast- ur á Höskuldsstöðum, og kona hans, Márgrét' Sigurðardóttir. Páll varð gagnfræðingur á Ak- ureyri, en hóf síðan nám í Menntaskólanum í Reykjavik og lauk stúdentsprófi árið 1915. Ári 'síðar lauk hann heimspeki- prófi við Kaupmannahafnarhá- skóla og lagði síðan stund á verkfræðinám. Hvarf hann frá því, en hóf áð lesa lögfræði og hagfræði og stundaði það nám í nokkur ár við háskólann. Lauk hann ekki prófi í þessum fræð- um, en réðist starfsmaður dönsku ríkisjámbrautanna. — Starfaði hann hjá þeim allt fram til sl. árs. Nokkru eftir að þeir Valtýr Stefánsison og Jón Kjartansson tóku við ritstjóm Morgunblaðs- ins réðu þeir Pál Jónsson til þess að vera fréttaritara þess í Kaupmannahöfn. Erlendar frétt- ur Collins, Alfons, þjóni Collins, og síðast en ekki sízt hinni ungu og fríðu Ninette, sem er fram- reiðslustúlka á veitingastað þar sem Collins verður starfsmaður í bili, en í henni verður hann bálskotinn og slítur öllu sam- bandi við unnustuna á mjög rétt- mætan og skemmtilegan hátt. — Það, sem hér hefur verið rakið gefur, því miður mjög takmark- aða hugmyd um þessa mynd, sem er bráðskemmtileg, fyndin og full af söng og gleði og hin- um kostulegustu atvikum. Leikur Peters Alexanders í hlutverki Collins er prýðisgóður, einnig leikur Wolfgangs Wahls í hlutverki Marcels málara og Heinz Erhardt er afburða- skemmtilegur sem Alfons þjónn. Germaine Damar, sem leikur Ninette er fríð og létt eins og fiðrildi. — Mynd þessi er að vísu léttmeti en kemur þó öllum í gott ðkap. Myndin sýnir Eyvind John- eftir að hann hafði veitt við- son ávarpa hátíðafund Norð- töku bókmenntaverðlaunum urlandaráðs í háskólanum í ráðsins (AP). Helsingfors s.l. fim.mtudag, um mikið starf fyrir blaðið. Öll þau 35 ár, sem hann gegndi fréttaritárastarfinu í Kaup- mannahöfn, jafnframt starfi sínu við. ríkisjárnbrautimar, var hann vakinn og sofinn í að EKKI er vorið komið enniþá í Vestur-Evrópu, en um þetta leyti í fyrra voru þar komin hlýindi og græn grös. Hörku- frost er í Svíþjóð og Austur- Noregi. Og við sólarupprás í gærmorgun var frostið 2 stig í Mið-Frakklandi og 3 í Mið- Englandi. Mikið lægðarsvæði með stormi og úrkomu er sunnan við Nýfundnaland. Það þokast norðaustur á bóginn. Grunna lægðin á sunnanverðu Græn- landshafi ér einnig á hreyf- ingu NA og mun verða hér við SV-ströndina í dag. Veðurspáin í gærdag: SV-land til Breiðafjarðar og miðin: SA kaldi og síðaf aust- an stinningskaldi, rigning öðru hverju. Vestfirðir til Austfjarða og miðin: Austan kaldi og él á stöku stað í dag, stinnings- kaldi og víða slydda í nótt. SA-land og miðin: Austan kaldi og síðar stinningskaldi, rigning öðru hverju. ir blaðsins byggðust þ& f rfkutn mæli á fréttaskeytum frá Kaup- mannahöfn. Páll Jónsson stundaði frétta- ritarastarfið af hinni mestu ár- vekni og frábærri samvizku- semi. Vann hann á þessum ár- gæta sem bezt hagsmuna blaðs- ins. Hann var laginn og ágætur fréttamaður, átti greiðan að- gang að fjölda manns og hafði þannig sambönd, sem voru mik- ils virði við fréttaöflun og blaðastörf. Páll Jónsson kom sér hvar- vetna vel. Olli þvf fyrst og fremst meðfædd prúðmennska hans, áreiðanleiki og dreng- skapur. Hann mátti í engu vamm sitt vita. Hann var prýðilega greindur og þótti á skólaárum sínum mikill námsmaður. Var hann vel að sér á fjöldamörgum svið- um og var honum það til mik- ils gagns í blaðamennskunni. Enda þótt blaðamennskan vœrl auikastarf Páls Jónssonar var hún sá þáttur lífsstarfs hans, sem honum þótti vænst um og hann hafði mestan áhuga á. Þegar hann hætti störfum hjá ríkisjárnbraut- unum á sl. ári 67 ára gamall hafði hann í huga að helga sig fréttarit- arastarfinu fyrir Morgunlblaðið I enn ríkara mæli en áður. Hugð- um við samstarfsmenn hans gott til þess. En því miður unnu ör- lögin hönum ekki þess að kóma því áformi í framkvæmd. Sá sjúkdómur, sem hann þegar hafði kennt, ágerðist skyndilega Og á sl. hausti gerði hann sér ljóst að hann var senn koaninn á leiðar- enda. Hann varð að segja af sér fréttaritarastarfinu við Morgun- blaðið, seldi litila húsið sitt I Birkeröd, þar sem hann hafði búið ásamt fjölskyldu sinni í ára. tugi og fluttist tiil Viborgar á Jótlandi, þar sem dóttir hans var búsett. Við Morgunblaðsmenn söknum Páls Jónssonar, þessa greinda, hógværa og trausta manns, sem ævinlega vai reiðubúinn til þess að gera það sem gera þurfti og vann verk sín, sjálfum sér og blaðinu til sóma. Þessi kyrrláti maður, sem aldrei virtist liggja neitt á, hafði óró blaðamannsins í blóðinu, var sívakandi og sí- vinnandi. Þess vegna er mikið skarð fyrir skildi, þegar hann er horfinn. Páll Jónsson og frú Anna Jóns- sön kona hans bjuggu lengstum í Binkeröd á Sjálandi og áttu þar hlýlegt og fallegt heimili. Þau áttu eina dóttur barna, Dagnýju, hagfræðing, sem nú er gift og býr í Viborg. Morgunblaðið send- ir ástvinum Páls Jónssonar inni- legar samúðankveðjur við fnáfall hans, um leið og það kveður þennan nýta stanfsmann og góða dreng hinztu kveðju. — S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.