Morgunblaðið - 25.03.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1962, Blaðsíða 3
Sunnudagur 25. marz 1962 MORGUNBL4Ð1Ð 3 VORIÐer komiff, effa þaff vona menn að minnsta kosti. Blíff- viffriff undanfarna daga hefur ekki fariff fram hjá neinum, fólk hefur jafnvel sézt létt- klætt á götunum og börnán horfa löngunarfullum augum út um glugga skólastofunnar. Eftir skólann gengur víðast erfifflega aff halda þeim inni viff lestur. því veðurblíðan er alltof freistandi. Myndirnar her a siffunm voru íeknar á föstudaginn. Þar eru nokkur börn í „kílubolta" í Hljómskálagarðinum. Stelp- an gefur strákunum ekkert eftir, því kraftur er lagður í höggið. Naesta mynd er fra leikvell- • inum viff Hringbraut. Hver róla er upptekin, en stöllurnar tvær deyja ekki ráðalausar, þær tvímenna, og kannski er >g wmk * þaff bara skemmtilegra. -n~—-nmni-miiimimi ,|fí Loks er onn/ur mynd úr Hljómskálagarffinum. Skyldi heimurinn ekki vera stór í aug um þeirrar litlu, risastór skóg ur og ócndanlegar flatir! En þó þarna séu affeins lágar hríslur og runnar er Hljóm- skálagarðurinn bæjarbúum kærkominn staður. Þar geta þeir „komiff börnum sínium á gras“. — Ljósm. tók Ól. K. M. Sr. Jónas Gislason: Heyrum Guðs orð 3. sirnnudagur 1 föstu „Og hann rak út mállausan El- an anda, og er andinn var farinn út. þá talaöi máliausi maðurinn. Og inannf jöldinn undraðist, en sumir þeirra sögðu: Með fulltigni Beelsebúls, foringja illu andanna, rekur hann iilu andana út. En aðr ir freistuðu hans og kröfðust af honum tákns af himni. En hann, er vissi hugrenningar þeirra, sagði við þá: Sérhvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggst i auðn, og hús fellur á hús. En ef Satan er sjálfum sér sundurþykk- ur, hvernig fær riki hans staðizt? I»ví er þér segið, að ég reki lllu andana út með fulltigni Beelse- búls, með hvers fulltigni reka þá synir yðar þá út? Dömarar yðar skulu þeir því vera. En ef ég rek illu andana út með fingri Guðs, þá er guðsríki komið yfir yður. I'egar sterkur maður, alvopnaður, varðveitir hús sitt, þá er allt í friði, sem hann á. En komi sá, sem sterkari er en hann, og sigri hann, tekur hann ÖU hertygi hans, er hann treysti á, og skiptir herfang- inu frá honum. Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér. Og sá, sem ekki samansafnar með mér, hann sundurdreifir. Þegar óhreinn andi er farinn út af manninum, fer hann um vatnslausa staði og leitar hvíldar, og er hann finn- ur hana ekki, þá segir hann: Ég vU hverfa aftur £ hús mitt, það- an sem ég fór. Og er hann kemur, finnur hann það sópað og prýtt. Þá fer hann og tekur með sér sjö aðra anda verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hið síðara þess manns verra en hið fyrra. — En er hann var að segja þetta, hóf kona nokkur £ mannfjöldanum upp rödd sina og mælti við hann: SæU er sá kvið- ur, er þig bar, og þau brjóst, er þú mylktir. En hann sagði: Já, en sællr eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það". Lúk. 11, 14—28. I. Undarlega er oklkur mönnuim fariff. Við reynuim alltaf að finna skýringar á hlutunuim. Ef við fellum okkur ekki við þær staðreymdir, sem mœta okkur í lífinu, reynum við oift að burt- skýra þær, þannig reynum við oft að friða samvizkuna. í mannfjöldanum, sem guðs- spjallið segir okkur fré, að hafi toomið til Jesú, voru margir, sem voru honum andistæðir. f>eir höfðu eflaust oft verið í návist hans áður. Þeir höfðu heyrt orð hans, séð verk hans. En þeir trúðu samt ekki á hann. Þeir vildu etoki trúa á hann. Þeir gátu ekki neitað þeim staðreyndum, sem þeir urðu vottar að. Hann vann kraftaverk, sem enginn annar gat unnið. Hann flutti boðskap, sem var svo gagnólíkur þvá, sem aðrir töluðu. Hann var hinn einstæði. Það var þeim ljóst. En þeir reyndu að burtskýra Jesúm. Hann var máttugur, en máttur hans var af hinu illa. „Með fuiltingi Beelsebúls". — Þannig starfaði hann. Og þeir gerðu sig ánægða með þessa Skýringu. Þá losnuðu þeir við að taka jákvæða afstöðu til Jesú. Þá losnuðu þeir við að játa rétt- mæti þess, sem hann boðaði. Auðvitað sýnir Jesús þeim fram á veiluna í röksemdafærsl Savannah í reynsluför Yorktown, Virginia, 23. marz. — (AP) — KJARNORKUSKIPIÐ Savannah, fyrsta vöruflutningaskipið af því tagi, lagði úr höfii frá York- town í dag í fyrsta sinn. Mim skipinu verða siglt til reynslu á hafinu fyrir utan Virginia- fylki næstu tvo daga. Aðeins 60% af afli skipsins verður not- að í þessari reynsluför, en í fyrirhugaðri fimm daga reynslu för 2. apríl verður skipinu siglt með fullu aflL _ unni. „Rífci, sem er sjálfu sér sundurþykkit, leggst í auðn“. — Auðvitað. Sá, sem er ósamþykk- ur sjálfum sér, fær ekki staðizt. Og hvenær fór hið ilila að vinna náðar- og lóknarverk tál að hjálpa og gleðja? Var þaðL trúlegt? Nei, og ég er viss um, að innist inni hefur þeirn fleetum verið þetta ljóst. En þeir voru að reyna að friða samvizkuna, af þvi að þeir vildu ekki beygja sig fyrkr Jesú. Þess vegna var þetta dióm urinn, som þeir kváðu upp yfir lífi og starfi frelsarans hér á jörð. Það er í fuMu samræmi við reflsinguna, sem þeir dœmdu hann til, er hann var krossfest- ur. Jesús, eini maðurinn, sem lifað hetfur syndlaus á þesisari jörð, var daemdur dauða sekur. Þannig reyndu þeir að burt- skýra Jesúm úr mannlegu lífi, sem vildu ekkert hafa með að gera trúna á hann. n. Við getum undrazt þetta. Við getum kallað þetta furðulega blindu og skammisýní í mati á lífi og boðskap Jesú Krists. Og það er rétt. En gætum að. Það skyidi ekki vera, að enn kveði menn upp líkan dóm yfir Jesú Kristi? Það skyldi ekki vera, að röksemda- færslan sé álíka bágborin hjá ýmsum þeim, sem telja sig þess umkomna að dæma Jesúm Krist í dag? Nú segir enginn að vísu, að hann hafi starfað í þjónuistu hins illa, því að margir afneita jafnvel tilveru þess. Það þarf þó mikla blindu til að afneita tilveru hins illa árið 1962. En þeir eru ýmsir, sem virðast telja sig umkomna að gera at- hugasemdir við boðskap Jesú Krists og vilja betrumbæta harni frá sjónarmiði nútímans. Þeir telja Jesúm aðeins barn sinna tíma. Hann hafi ekki vitað bet ur en fram kemur af frásögnum Nýja testamentisins. Og aðrir bæta þvi við, að lærisveinar hans, einkum Piáll postuli, hafi breytt kristnum boðskap svo mjög, að það þurfi að reyna að vinza kjarnann frá hisminu til að finna, hvað Jesús sjálfur boðaffi. En ég er hræddur um, að þeir standi í svipuðum sporum og mennirnir, sem voru að gera ait- hugasemdir við Jesúm Krist suð ur á Gyðingalandi. Auðvitað er hverjum manni leyfilegt, meira að segja skylt að taka afstöðu til boðskapar Biblí unnar um Jesúm Krist. En hitt ætti ekki að þurfa að táka fram, að ekkert getur verið kristin- diómur nema það eitt, sem kornið er frá Jesú Kristi. All't, sem okkur er opinberað um Guð, eigum við ritað í BiM- íunni. Þar opinberar Jesús Krist ur okkur Guð. AMar aðrar kenn ingar um Guð eru mannasetn- ingar. Auðvitað hafa margir aðrir sett frarn undurfagrar kenning- ar um líf og breytni. Margt er fallegt í öðrum trúarbrögðum. En fegurðin ein gerir ekki sMk ar kenningar að kristindómi. Kristindómur er það, og þaff eitt, sem er í samhljóðan viff boðskap Biblíunnar. Ekkert annað. Það getur verið fallegit, en það er ekki kristindómur, e£ það er í andistöðu við Guðis orð. Reynum aldrei að burtskýra þau atriði kristinnar kenningar sem valda okikur erfiðleikum. Beygjum akfcur heldur undir úr skurðarvald Bibdíunnar. Tökum við og varðveituni Guðs orð. Þá eigum við hilutdeild í fyrir- heiti Jesú, er hann sagði: „Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð, og varðveita það“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.