Morgunblaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. april 1962
M V K tt/ÍV If L AiP tO
11
Kristján Einarsson, framkvæmdastjóri
KRISTJÁN Emarsson fraim-
kvæmdastjóri lést 26. f.m. Fregn
in um andlát hans mun hafa
kiomið mörgum vinum hans eins
og hörmulegt reiðarslag. Hann
virtist enn hraustur og hress og
við vonuðum að mega njóta
etarfa hans, vináttu og samfylgd
ar enn í möng ár.
Kristján var fædidur 1. júlí
1883 í Stakkadal á Rauðasandi
og þar ólst hann upp. —
Foreldrar hans voru Einar Sig
freðssonar bóndi í Staktoadal, Ól-
afssoaiar bónda þar og kona
hans Elín Ólafsdóttir bónda á
Naustabrekku á Rauðasandi,
Magnússonar. Voru forfeður
Kristjáns í marga ættliði bænd
ur í þessari blómlegu sveit, sem
segja má, að sé umgirt á aíla
vegu með torfærum. Að austan
er Stálfjall og Skor, að sunnan
Breiðafjörður og brimið við hafn
lausa ströndina, að vestan Látra
bjarg og að norðan snarbrattar
fjallshlíðar og standberg í fjalla
brúnum. Þetta byggðarlag var
á þessum árum mjög afskekkt,
en flestujm mun þykja fallegt á
Rauðasandi. Bæirnir standa uppi
við fjallsræturnar og sneru fyrr
um burstum móti suðri. Blasti
við þeim Breiðafjörður og Snæ-
fellsjökull. Fyrir neðan bæina er
flatt graslendi og nú á síðari ár
um víða áveituengi, en graslend
ið nær fram að gulrauðu sand-
rifi við ströndina. í miðri þess-
ari sveit er hið gamla höfuðból
Bær á Rauðasandi, en næsta býli
og skammt þar fyrir vestan er
Stakkadalur, lítil en notaleg bú-
jörð.
Einar bóndi í Stakkadal var
geðprýðismaður Og góðmenni.
Hann var vel greindur og talinn
ágætur kennari. Til marks um
það má nefna, að hann var oft
beðimn um að taka á heiimili sitt
og kenna þar börnum, sem áttu
erfitt með að læra fræðin und
ir fermingu, og mun kennsla
hams jafnan hafa borið gáðan á
rangur. Hann var þrekmikill við
vinnu þegar bann var heilil
heilsu, en tók sjaldan á heilum
sér og naut sín síður fyrir það.
Elín kóna hans var afburða dug
leg að hverju verki, sem hún
gekk, en þrátt fyrir samtaka
dugnað þessara sæmdarhjóna var
efnabagur þeirra oftast þröng-
ur, enda var bújörðim lítil og
börnin mörg. Á hverj" vori var
Einar í Stakkadal í skiprúmi í
verstöðum héraðsins Breiðuvík
eða Kolilsvík. Synir hans fóru
einnig þangað til útróðra þegar
þeir höfðu aldur til.
Vafalaust hafa foreldrar Krist-
jáns Einarssonar í uppeldi barna
sinna ýtt undir metnað þeirra.
Þau komust yfirleitt til meiri
þroska en algengt er um fátsek
©g umkömuulauis börn úr af-
ekekktu byggðarlagi, enda voru
þau vel gefin. Þá má ag telja.lík
legt, að þau hafi orðið fyrir á-
hrifum vegna nábýlis og sam-
ekipta við hið forna böfuðból Bæ
á Rauðasandi. Þar bjuggu þá
merkishjónin Ólafur Ó. Thorla-
cius og Halldóra Aradóttir við
mikla rausn, greiðvikni og gest
risnL Var heimili þeirra eifct
Stærsfca sveitaiheimili á Vesfcfjörð
um. Kristján var snemma þrek-
mikill og röskur við vinnu.
Hann var otft fenginn til að-
etoðar og vinnu á þessu stóra
heimili. Minntist hann ávalt hús
bændanna í Bæ með hlýileika og
þalk.klæti og taldi, að drvölin á
heimili þeirra hefði aukið sér
víðsýni og löngum till athafna.
Flestir bændur og ungir menn
á Rauðasandi stunduðu útræði
é vorin. Kristján mun hafa róið
til fiskjar 8—10 vertíðir. Fyrstu
árin var hann hálfdrættingur í
Breiðuvíkurveri í skjóli föður
»íns, síðar háseti í Kollsvikurveri
©g síðasta árið (1914) formaður
þar, þá aðeins 20 ára gamall.
Með aðstoð góðra manma keypti
hann sér bát, gerði út Og fiskaði
vel. Sýnir þetta framtak hans
á unga aldri.
Þegar eftir fermiingu tók Krist
ján að aflla sér bóklegrar þekk-
ingar, eftir því sem kosfcur var.
Hann var parta úr tveim vetrum
við nám hjá sóknarpresti sín-
um, séra Þorvaldi Jakobssyni í
Sauðlauksdal, og eftir >á und
irstöðu, sem hann fékk þar,
hugði hann á skólanám. Hann
var einn vetur við nám í Hvítár
bakkaskóla og lauk námi þar
vorið 1914. Gagnfræðaprófi við
Menntaskólanm í Reykjavík i
lauk hann 1915, sat í 4. bekk þar
1915—16 og lauk prófi upp úr
4. bekk vorið 1916. Því næst las
hann utanskóla í tvo vetur og
hugðist ganga undir stúdents-
próf vOrið 1918, en veiktist af
mislingum áður en hann hafði
inmritað sig tiíl prófs og hvarf þá
frá námi.
Eg hefi hér að framan reynt
að lýsa æskustöðvum Kristjáns
Einarssonar og sagt frá uppvexti
hans og námsárum vegna þess,
að ég tel að áhrif frá æskuárum
og námsárum ráði miklu í dfi
manna. Þau eru oft innsti kjarn
inn, sem mótar skapgerðina að
einhverju leyti.
Eftir að Kristján hvarf frá
námi, var hann 3 ár starfsmaður
útflutningsnefndar í Reykjavík.
Því næst var hann kaupmaður
hér í Reykjavik 1921—25, þá
aðalumiboðsmaður á íslandi fyrir
Bookiless Bros Ltd. í Aber-
deen 1925—30, framkvæmdastj.
útflutningsdeildar h.f. Alliance
í Reykjavík 1930—32, einn af
stofnendum Sölusambands ísl.
fiskframleiðenda (S.Í.F.) 1932 og
forstjóri þess frá stofnun Og til
dauða dags. Auk þessara aðal-
starfa stofnaði hann með öðrum
fjölmörg fyrirtæki, sérstaklega
í tengslum við sjávarútveginn.
Má þar nefna h.f. Djúpavík á
Reykjarfirði 1933, vf. Drangsnes
við Steingrímsfjörð 1933, h.f.
Dósaverksmiðjuna í Reykjavík
1935 og mörg önnur fyrirtæki,
sem hér verða ekki talin.
Vegna framkvæmdastarfa við
5. f.F. ferðaðist Kristján víða um
lönd Evrópu og Ameríku. Leit-
aði hann þar og aflaði miarkaða
fyrir fiskafurðir íslands. — Tel
óg víst, að með þessu hafi hann
unnið merkilegt og heillaríkt
starf fyrir land sitt og þjóð.
Kristján var fyrst og fremst
athafnamaður og fjármálamaður
en tók lírtinn þátt í stjórnmálum
landsins. Þó lét hann eitt sinn
til leiðast að vera í framboði við
alþingiskosningar í Strandasýslu
en náði ekki kosningu, enda var
við ramman andstæðing að etj-
ast. Líklega hefur þessi ósigur
orðið Kristjáni til góðs. Eg tel
vafasamt, að hann hefði sloppið
ókalinn úr höll „Goðmundar á
Glæsivöllum".
Kristján EinarssOn kvæntist
12. október 1918 eftirlifandi
konu sinni Ingunni Árnadóttur
prófasts á Stórahrauni, Þórarins
sonar. Þau eignuðust tvö börn,
sem bæði eru á lífi:
Árni framk væmdastj óri, kvænt
ur Kristine Eide og Elín, gift
Magnúsi R. Magnússyni bókara.
Ennfremur ólust upp á heim-
illi þeirra Kristjáns og frú Ing-
unnar tvœr fósturdætur:
Áslaug Sigurðardóttir, sem þau
tóku sér í dóttur stað, var hjá
þeim frá 7 ára aldri. Hún er gift
Guðmundi Árnasyni kaupmanni
hér í Reykjavík. Elsa Pétursdótt
ir dvaldi á heimili þeirra frá 13
ára aldri. Hún er gift Einari
Benediktssyni hagfræðingi hér í
Reykjavik.
Kristján var góður húsbóndi,
Ijúfmanmlegur Og glaðlegur í
viðmóti. Hann var hlýr í gerð og
geði og mun það hafa verið einn
sterkasti þáttur í skapgerð hans.
Hiann var ör á fé og vildi hvers
manns vandræði leysa, enda var
hann óvenjulega vinsæll hjá
starfsfólki sínu og samstarfs-
mönnum. Heimilj frú Ingunnar
ag hans var ánægjulegt og >au
voru samhent um það, að öll-
um liði vel, sem hjá þeim dvöldu.
Á gleðifundum og í vinahópi
var Kristján hrókur alls fagnað
ar. Gat hann þá verið all orð-
hvass á stundum, en því fylgdi
engin þykkja Og munu flestir
hafa getað skilið það.
Elín móðir Kristjáns dvaldi á
heimili hans síðustu 18 áx ævi
sinmar. Hún naut þar eins góðr
ar umhyggju og unnt var að
veita henni, og hún mat það
mikils. Man ég að hún sagði við
mig: „Eg á góða tengdadóttur og
góðan son“. Ennfremur dvöldu
tengdaforeldrar Kristjáns að
miklu leyti hjá honum og dóttur
sinni eftir að þau fluttu til
Reykjavíkur.
Fáir aðrir en nánir kunningj-
ar munu vita, að Kristján var
vel hiagmæltur. Honum var létt
um bundið mál, en hann hélt ljóð
um sínum lítt til haga. Þó mun
hann hafa átt nokkurt safn af
frumsömdum ljóðum og ljóða-
þýðingum, en ekkert af Ijóðum
hans mun hafa birtzt á prenti.
Kristján Einarsson var gæfu-
maður frá upphafi. Hann ólst
upp í fátækt, en í „hefðaj fátækt
þrátt fyrir allt“, hjá góðum for
eldrum, eignaðist góða konu,
börn hans og barnabörn urðu hon
um til ánægju, hann sá þann
æskudraum sinn rætast, að geta
búið fátækri móður sinni elli
við alsnægtir og ágæta aðbúð,
hann dó að loknu miklu dagis-
verki, án þess að þurfa að foíða
eftir vanmætti ellinnar og síð-
ast en eklki sizt, hann hafði unn
ið landd sínu og þjóð ómetanlegt
gagn.
Þrátt fyrir margskonar störf,
varð Kristján sjaldan fyrir ó-
höppum, en í því sambandi er
mér eitt atvik minnisstætt. Hann
kom eitt sinn sem oftar til gamla
sóknarprestsins síns, sem þá var
aldraður en andilega hress. Mig
minnir að ég væri þar staddur,
en líklegra er, að ég hafi kom-
ið þangað með Kristjáni. Við
töluðum um, hve gæfan hefði
verið honum trygg frá því að
hann var barn. Hann viður-
kenndi það með þakklætá, en
taldi þó, að ocft hefði gefið á bát-
inn hjá sér án þess að hann hefði
átt sök á, og væri valt að treysta
um of á gæfuna. Man ég þá að
gamli maðurinn sagði: „Vertu
viss um það, Kristján minn, að
bænirnar hans Sigfreðs afa þíns
fylgja þér á leið'arenda".
Nú er Kristján Einarsson kom
inn á leiðarenda — og heill í
höfn. Eg sakna hans, þatoka ó-
rofa tryggð hans og vináttu um
áratugi og bið fjölskyldu bans
blessunar.
Finnbogi R. Þorvaldsson.
í D A G er kvaddur hinztu
kveðju Kristján Einarsson, fram
kvæmdastjóri Sölusambands ís-
lenzkra fiskframleiðenda, er
andaðist 26. marz síðastliðinn,
tæpra 69 ára að aldri.
Ég, sem þessar línur rita,
kynntist fyrst Kristjáni Einars-
syni árið 1930, og síðan láu leið-
ir okkar mikið saman, og hélzt
ætið gott samstarf með okkur
og vinátta, er náði einnig til
fjölskyldna okkar beggja.
Það var árið 1930 að Alliance
hf. setti á stofn útflutningsdeild,
og keypti viðskiptasambönd þau
er Bookless Bros . Ltd., Aber-
deen, hafði um sölu á saltfiski
frá íslandi, en það firma starf-
aði hér í mörg ár og árin 1925—
1930 var Kristján aðalumboðs-
maður þeirra. Tók hann við for-
stöðu útflutningsdeildarinnar
strax við stofnun hennar. —
Alliance hafði þá mikinn salt-
fisk, af 5 eigin togurum og 2,
sem félagið sá um útgerð á, en
auk þess var mikið keypt af
saltfiski eftir að félagið hóf
sjálft útflutning, og einnig var
selt fyrir aðra framleiðendur.
Þá og næstu ár á eftir var lágt
verð og talsvert erfitt um sölur,
en Kristjáni tókst að selja allan
fiskinn fyrir hæsta verð, og að
afla í Portúgal verulegs nýs
markaðs fyrir saltfisk, og er sá
markaður enn traustur. Þegar
útflutningsdeild Alliance var
lögð niður eftir tveggja ára
starfsemi, við stofnun SIF, var
hún orðin næststærsti útflytj-
andi saltfisks.
Á þessum árum voru stærstu
saltfiskútflytjendurnir þrír,
Kveldúlfur hf., Allianoe hf og
Fisksölusamlagið. Verðið fór
sifellt lækkandi, og árið 1932
stofnuðu þessir aðilar, með að-
stoð Landsbankans og Útvegs-
bankans,- Sölusamband íslenzkra
fiskframleiðenda, til þess að
koma fastara skipulagi á um
sölu á saltfiski landsmanna en
verið hafði, með það fyrir aug-
um að stöðva hið sífallandi verð
á fiskinum, og gera tilraun til
þess að fá verðið upp aftur.
Fimm manna nefnd átti að
annast söluna, og í henni áttu
sæti Richard Thors, Kristján
Einarsson og Ólafur Proppé, en
meðstjórnendur voru Magnús
Sigurðseon og Helgi Guðmunds-
son.
Kristján Einarsson átti þann-
ig drjúgan þátt í stofnun Sölu-
sambandsins, og var einn af
framkvæmdastjórum þess frá
upphafi til dauðadags. Hann
vann þar mikið starf, enda var
hann manna kunnugastur öllu
því er að saltfisksölumálum lýt-
ur. Einkum voru það markað-
irnir á Kúbu og Suður-Amer-
íku, sem hann hafði kynnt sér
síðustu árin, og þekkti hann þá
mjög vel. Sölusambandið nýtur
trausts allra saltfiskframleið-
enda, og mun forusta duglegra
og hæfra manna eins og Krist-
jáns, eiga sinn mikla þátt í
því.
Útgerðarstöðina Drangsnes við
Steingrímsfjörð keyptum við
Kristján árið 1933, og rákum
hana til ársins 1953. Kristján
annaðist, að mestu, alla umsjón
með verzlunarrekstri og fisk-
kaupum þar. Byggingar voru
lélegar, aðeins bárujárnsskúrar,
og bryggjan lítil, en fiskur og
síld veiddist þá vel í inhanverð-
um Húnaflóa. Bryggjan var
stækkuð, síldarplan og frystihús
með 12 tonna afköstum á sólar-
hring byggt, og ýmislegt fleira
gert. Árið 1933 voru á Drangs-
nesi um 20 íbúar, en 20 árum
siðar er fyrirtækið var selt,
voru íbúamir orðnir 220 og
margir þeirra höfðu komið sér
upp myndarlegum og góðum
húsum.
Kristján stofnaði Dósaverk-
smiðjuna í Reykjavík. Hann var
í stjóm Hf. Djúpavík, síldar-
verksmiðjunnar í Reykjarfirði, í
12 ár frá stofnun félagsins.
Aðalumsjón með starfsemi Nið-
ursuðuverksmiðju SÍF hafði
hann þar til hún var seld. Hann
keypti hlut í Sænsk-íslenzka
frystihúsinu í Reykjavík, þegar
það fyrirtæki komst í eigu ís-
lendinga, og nú skömmu fyrir
andlát sitt hafði hann autofð
talsvert hlut sinn í því.
Hér að framan Iiefur aðeins
verið skýrt frá nokkmm þátt-
um í starfssögu Kristjáns Ein-
arssonar, og sýna þessir þættir
að ævistarf Kristjáns var að
mestu tengt sjávarútvegi og út-
flutningi sjávarafurða.
Kristján var kvæntur Ing-
unni Árnadóttur prófasts Þórar-
inssonar á Stóra-Hrauni, ágætri
og gáfaðri konu, og eignuðust
þau tvö góð og myndarleg böm,
Árna framkvæmdastjóra, kvænit
an Kristínu Eide, og Elínu, sem
gift er Magnúsi R. Magnússyni
fulltrúa. Ennfremur ólu þau
upp tvær stúlkur, sem þau
gengu í foreldra stað. Önnur er
Ása Sigurðardóttir, gift Guð-
mundi Árnasyni kaupmanni, en
hin er Elsa Pétursdóttir, gift
Einari Benediktssyni, deildar-
stjóra í efnahagsmálaráðuneyt-
inu. —
Kristján Einarsson var gjörfi-
legur maður, skapmikill e*i
kunni vel skap sitt að stilla,
ákveðinn í skoðunum en sann-
gjam og samvinnuþýður, bjart-
sýnn og góðgjarn og vildi gjam-
an veita góðum málefnum og
mönnum lið, og margir eru þeir
sem hann á einn eða annan háifct
veitti aðstoð í lífinu, og veit ég
að þeir munu minnast Krisjtáns
með þaklklæti í huga í dag. —
Heimilisfaðir var Kristján ágæt-
ur, heimilisrækinn og höfðingi
heim að sækja, en heimilið fall-
egt og innilegt samband innan
f j ölskyldunnar.
Um leið og ég þatoka sam-
starfið og vináttuna, sendi ég
og kona i.iin, frú Ingu og fjöi-
skyldunni, okkar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Ó. H. J.
„Hanm var manna vænstur,
manna hagasfcur, allra manna
beztur." m
Þá mælfcu þeir: „Hverr gat
nú hans?“
Hann svarar: „Þá kemur mér
hann í hug, er eg heyri góðs
maons getið. Hann reynda eg
svo að öllium hlutum."
ÞESSI ORÐ Jóns Ögmundarsen-
ar Hólabistoups lýsa ísleifi, fóstra
hans. Þassi er og sú mynd, sem
Kristján Einarsson risti í huga
þeirra, er nufcu vináttu hans.
Hann auðgaði líf þeirra, er kynn/t
uist honum, og sá maður, sem svo
mjög er harmaður af jafn mörg-
um, hefur lifað ríkulega og gent
allfc umhverfi sifct hlýrri og betri
stað.
Hér mun etotoi reynt að rekja
æviferil Kristjáns. Það munu
aðrir gera, mér færari og fróð-
ari. En með þessum fáu orðum
vil ég leitast við að lýsa þeim
manni, sem við, starfsfólk haras,
unnum heils bugar, unraum með
og uranum fyrir.
Kristján Einarsson var at-
orkusamur framkvæmdamaður,
sáfctfús og sáttvar samningamað-
ur, fastur fyrir, en jafnan rétt-
láfcur, sómi íslandis heima fyrir
og á erlendri grund. Hann var
glæsilegur að vallarsýn og í
al'lri framgöngu. Þó voru það
ekki þessir eiginleikar' Krist-
jáns, sem gerðu hann að þeim
manni, sem við nú minnumst oig
söknum. Ljúfmennskan, prúð-
mennskan og listamannseðlið
voru svo ríkur þáttur í lífi hans,
að aldrei varð hversdagslegt í
kringum hann. Hann var manna
bónbeztur, manna ráðhollastur,
vandamál og áhyggjur annarra
voru einnig hans. Hann var jafn-
an mannlyndur, fullur af toímni
og glaðværð, greiðvikni og folýju.
Hann var gæddur rítori frásagn-
argáfu, skáld gott og unni öllu
fögru, framar öðru þó íslenzku
máli. Um leið og hann kom inn
Framh. á bls. 14.