Morgunblaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 6
> 6 MORGVNBL AÐIÐ Fimmtudagur 5. apríl 1962 Pökkun og verkun dilkakjöts Á FUNDI sameinaðs þings í gær urðu nokkrar umræður um þingsályktunartillögu Jónasar Péturssonar, Bjartmars Guð- mundssonar og Gunnars Gísla- sonar um, að tilraunir verði gerðar með útflutning á dilka- kjöti, þar sem reyndar verði nýjar aðferðir við pökkun og verkun á kjötinu. Þá gerði Ás- geir Bjarnason grein fyrir þings ályktunartillögu þess efnis, að endurskoðun fari fram á lögum um skipti á dánarbúum og fé- lagsbúum o. fL Bændur hafa skaðazt um milljónir Gísli Jónsson (S) kvaðst telja tillöguna um útflutning dilka- kjöts fjalla um eitt af merkustu málum landbúnaðarins, hvort unnt sé að ná öruggum markaði erlendis fyrir íslenzkt dilkakjöt og hækka afurðaverðið frá því, sem nú er. Þar væri gert ráð fyrir, að athuga möguleika á að taka upp nýjar aðferðir v i ð pökkun og verk un dilkakjöts- ins, sem raunar hefði átt að vera búið að taka upp fj'rir 25 árum, enda óvefengjanlegt, að bændur hefðu skaðazt um milljónir vegna þessa seinlætis. Vitað sé, að varðandi útflutning fiskaf- urða væri fylgzt með öllum nýj- ungum um pökkun og verkun, sem fram kæmi, bæði af hálfu SÍS og annarra fiskútflytjenda, þótt SÍS hefði vanrækt þá hlið ina, er að bændum sneri. En fólgnar í því að kynna sér, hvaða óskir kaupendur hefðu um verkun og umbúðir og upp- fylla þær, svo að hætt verði að troða í þá vörum, í úreltum umbúðum, sem eingöngu fá- tækustu kaupendurnir litu við. Þá gerði hann nokkuð að um- talsefni ræðu Eysteins Jónsson- ar ,er hann hélt um þessa til- lögu fyrir um mánuði, og kvað ástæðulaust fyrir hann að hlaupa upp á nef sér, þótt bor- in væri fram tillaga um að ná sem beztum markaði á dilka- kjöti erlendis, en vera kynni, að það væri nokkur skýring á því, að sú tillaga var borin fram af stjórnmálaandstæðingi hans. Bjartmar Guðmundsson (S) gerði ræðu EJ einnig nokkuð að umtalsefni. Kvað hann bæði hafa mælt með tillögunni og á móti henni, sem væri óvenjuleg afstaða hjá þeim þingamnni. — Þrisvar sinnum lýsti hann á- nægju sinni yf- ir, að þessu m á 1 i væri areyft og kvaðst Bjartmar ekki hafa betur skil- cð, en hann teldi umbóta þörf í meðferð dilka- Frumvarp um fjölgun ta n n lækna prófessora RÍKISSXJÓRNIN hefur lagt fram á AUþingi frumvarp, er felur í sér stofnun tveggja prófessor- embætta í tannlæknafræði. Frum varpið er borið fram að beiðni háskólaráðs og læknadeildar Há- skóla íslands. Mesta nauðsynjamál að brautskrá fleiri kandidata í athugasemdum með frumvarp inu segir m a. í greinargerð frá háskólanum. að síðustu misseri hafi reynzt æ örðugra að fá hæfa menn til kennslu í tannlækning- um. Sé nú svo komið, að þar ríki slfkt neyðarástand, að ekki sé nema tveggja kosta völ, annað hvort'að ieggja niður deildina eða stórafla hana að kennaraliði. Eftir stofnun þessara tveggja em bætta ætti kennslumálum deildar innar hins vegar að vera komið í viðhlítandi horf um nokkurt árabil, og stofnun þeirra gerir kleift að fjölga nemendum, ef hús næði deildarinnar væri rýmkað jafnframt og verkfærakostur hennar aukinn. Ennfremur segir, að telja verði mjög mikinn hörgul á tannlækn- um hér svo að við neyðarástand jaðri. Hið mesta nauðsynjamál sé því að gera tannlæknadeild- inni kleift að brautskrá fleiri kandídata árlega. kjöts í hendur vandlátra kaup- enda. En hins vegar hefði EJ talið, að aftan við og framan við og allt um kring væri ó- fræinganherferð gegn SÍS, er hengi á sömu spýtunni og til- lagan, þótt slíks gætti hvorki í tillögunni sjálfri, greinargerð hennar né ræðu frummælenda. Loks kvað alþingismaðurinn það aðalatriðið, hvort unntverði að gera lambakjötið eftirsótt er- lendis, þar sem vitanlega sé ekkert framtíðarfyrirkomulag að flytja út lambakjöt við mun lægra verði en nemur fram- leiðslukostnaði. Kvað hann eng- an skaða geta leitt af samþykki tillögunnar, en hins vegar gæti hún Ieitt töluvert gott af sér. Þjóðdansafélag Reykjavíkur hélt sína árlegu vorsýningu laug- ardaginn 31. marz í Kópavogsbíói við góðar undirtektir. Þar sem færri komust að en vildu, verður sýningin endurtekin í kvöld kl. 20.45 í Sjálfstæðishúsinu. Ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón á fiskistofnum Á FUNDI samanaðs þings í gær samþykkti Alþingi þingsá- lyktunartillögu Jóns Árnasonar um að athugaðar séu nauðsyn- legar ráðstafanir til að koma í veg fyrir tjón á fiskistofnum við landið vegna veiða á ungfiski. Davíð Ólafsson (S), framsögu maður allsherjarnefndar, kvað nefndina hafa orðið sammála að mæla með þingsályktunar tillög unni, þó með þeirri breytingu, að tiilögugreinin orðist svo: „Al- þingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að taka hið fyrsta til athugunar, 1 samráði við Fiski- félag íslands og fiskideild at- vinnudeildar Háskólans, hvaða ráðstafanir séu nauðsynlegar til að koma í veg fyrir tjón á fisk stofnum við landið vegna veiða á ungfiski". Kvað alþingismaðurinn vernd un fiskistofna lengi hafa verið Ofarlega á baugi hér á landi, enda megi segja, að mikið sé í húfi. Allar aðgerðir okkar í land helgismálinu hafa og stefnt að því að auka friðun fiskimiðanna, en með þeim eru okkur þó lagð ar á herðar vissar skyldur. Það er í fyrsta lagi að gera ráðstafan ir til þess, að ekki sé gengið of nærri þeirn fiskstofni, sem_ vex upp á grunnsævinu við Ísland og í öðru lagi, að haga svo okk ar veiðum, að skynsamleg hag nýting fiskistofnanna sé tryggð. Jón Árnason (S) flu tnings- maður tillögunnar, þakkaði af greiðslu nefndarinnar á tillög- unni og kvaðst sammála breyt- ingartillögunni, þar sem hún fjallaði um, að málið yrði tekið til athugunar á breiðari grund- velli. Fimm manna nefnd til út- hlutunar listamannalauna RÍK9STJÓRNIN hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis, að Alþingi álykti að kjósa fimm manna nefnd til að skipta fjár- veitingu í fjárlögum fyrir árið 1962 til skálda, rithöfunda Og listamanna. En í fjárlögum fyrir árið 1962 voru veittar 1 milljón 550 þúsundir í þessu skyni. Und- anfarin ár hefur þingkjörin nefnd annazt úthlutun þessa fjár og segir í greinargerð, að rétt þyki að halda þeim hætti, unz lög verði sett um úthlutun lista- mannalauna. Þá hefur ríkisstjórnin lagt fram frumvarp þess efnis, að tala bif- reiða, sem lækka má af aðflutn- ingsgjöld á árinu 1961, skuli vera 264 en 150 árið 1962. í afhuga- semdum með frumvarpinu segir, að ríkisstjórnin hafi á s.l. sumri ákveðið að veita undanþágu af 114 bifreiðum til viðbótar þeim 150, er neimilt var að lækka að- flutningsgjöld af árið 1961, með þeim fyrirvara þó, að hlutaðeig- endur yrðu að greiða aðflutnings- gjöld þessi að fullu, ef Alþingi samþykkti eigi heimild til slíkrar fjölgunar. Undanþága þessi nær einungis til lamaðra Og fatlaðra. AKRANESI, 4. marz: — Heima skagi var aflahæstur bátanna í gær. Afli hinna var stiglækkandi allt ofan í 300 kg á bát. Hring- nótabátarnir tveir fengu síld í nótt vestur af Þrídrang, Harald ur 800 tunnur og landar þeim í Reykjavík, Höfrungur II 1100 tunnur og verður sú síld flökuð og súrsuð á vestur-þýzkan mark að. — Oddur. • Börn á götunni Þegar vorar virðist börnum mjög fjölga á götunum í bæn- um og í bílahættunni. Þegar ég kem heiman að frá mér, geng ég að jafnaði eftir einni af gömlu götunum í bænum. Þetta er steinsteypt gata með gangstéttum báðum megin og bílaumferð er þar talsverð. A sama stað á þessari götu er iðulega hópur af börnum, og meðal þeírra börn, sem alls ekki eru fær um að bjarga sér við slikar aðstæður. Enda sé ég nær daglega barn að skríða þarna úti á götunni með leikbílinn sinn, ofurlítið stærri strák hlaupa út á götuna fyrir bílana og vera kaldur, og yfir- leitt börn í stórhættu daglega. • Sum Iæra ekki að gæta sín Að sjálfsögðu þurfa börn að vera úti, en ef ekki er hægt að venja lítið barn á að vera ekki að leik úti á ak- brautinni og gæta sín fyrir bíl- unum, virðist Of mikið í hættu bílana og vera kaldur, og yfir- leitt börn í stórhættu daglega. til að sleppa því út á götuna. Foreldrar barna, sem sleppt er þannig út. hljóta að fylgjast eitthvað með þeim og vita hvört þau fara út á götuna eða forðast bílana að jafnaði. Ef öll ráð til að kenna þeim að forðast akbrautirnar og bílana reynast árangurslaus, er þó erfitt sé, nauðsynlegt að forða þeirn frá hættunum og láta það ganga fyrir öllu öðru að fara með þau nokkra tíma út. Þetta gera mæður í flestum stórborgum, sem eru orðnar vanar mikilli bílaumferð og finnst of mikið í hættu. Hitt er svo annað mál, að mörg börn læra að gæta sín og fara aldrei ein út á akbraut án þess að líta vel í kringum sig. • Bílarnir við gang- stéttirnar Um þetta sama vandamál Skrifar húsmóðir við Ránar- götuna, en hún vill láta rífa hús í nágrenninu og gera þar leikvöll fyrir krakkana. Leik- vellir eru nauðsynlegir, en ég hefi bara verið að veita þvl athygli að undanförnu að tals vert af börnum leikur sér á götunni, jafnvel þó leikvellir séu í nánd, engu síður en krakkarnir sem ég minntist á áðan, leika sér á akbrautinni, þó þau hafi bæði pört Og gang- stéttir. Konan kvartar líka undan því að hættan sé stóraukin af bílum, sem standa í þéttri röð öðru megin götunnar, og varna því að börnin sjái út á götuna, þar sem umferðin er ekki ýkja mikil. Gatan er í námunda við miðbæinn og virðast menn sem stunda vinnu þar álíta að gangstétt- irnar séu bílastæði. Það er auðvitað jafn ótækt að bíl- arnir taki gangstéttirnar, eins og að börnin leiki sér á ak- brautúnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.