Morgunblaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1962, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIB Fimmtudagur 5. april 1962 Laurits Rendboe: Starf og stefna Votta Jehova UNDIR þessari fyrirsögn birtist fyrir nokikru grein eftir mig sem athugasem-d við hinn alræmda árásarbaekling Sigurbjörns bisk ups Einarssonar. Nú hefur birzt niakkurs konar „svar“ frá hon- um í dagblöðunum, og skal ég ■aðeins gera nokkrar athugasemd ir í því sambandi, en síðan snúa mér að efninu, sem fyrirsögnin talar um. Greinarkorn hr. bisk- upsins ber greinilega vott uim það, að honum hefur orðið heitt í hamsi yfir því, að ég skuli leytfa mér að benda á rang- færslur hans og mótsagnir við Biblíuna, sjálfan sig og aðra. Mér þótti mjög skerrnmtilegt að lesa tómar staðhæfingar hans um það, að engu hefði verið haggað af því, sem hann Skrif- aði. Slíikt getUr aðeins stafað af andlegri blindni, og þá ætla ég alls ekki að reyna að sannfæra hann uim það, heldur imin ég fylgja leiðbeiningum meistara míns varðandi beztu aðferðina í viðureign við slíka menn: „Látið þá eiga sig! Þeir eru blindir leiðtogar; en ef blindur leiðir blindian falla þeir báðir í gryfju“. (Matt. 1S:15). Raunar var grein mlín fyrst og fremst ætluð les- endum en ekki hr. Sigurbirni, og mun ég því láta þá dserna um hana, en ekki hann sjálfan. -Uim það, að ég Skuli hafa sneitt hjá aðlalatriðunum og gefið „vifl- andi“ upplýsingar, sem eru ber- sýnilegar „blekkingar“, þá get ég sagt, að við hr. Sigurbjörn séum alls ekki á einu málli uim það, hver aðalatriðin eru í þessu máli, og við munum eklki held- ur verða það fyrr en hann slepp- ir mannasetningum og erfikenn- ingum sínum og heldur sér ein- göngu við Biblíuna; og ekiki tel ég hann færan um að dæma um þær upplýsingar, sem ég gef um votta Jehóva. Eg veit, hverju vöttar Jehóva trúa, en það veit hr. biskupinn lítið eða ebkert um. Sem dæmi um bjagaða „röfc færsXu" hans mætti nefna, að hann hefur allt í einu fundið út með trúartilfinningu siimi, að vottar Jehóva, sem trúa aðeins á einn Guð, Jehóva, Skapara himins og jarðar og föður frels ara okkar, séu fjölgyðistrúar, en þeir menn, sem trúa á þrjá guði í einni persónu á mjög svo dular fullan og óskýranlegan máta, séu eingyðistrúar! Þvílíka fásinnu hafði ég alls ekki búist við, jafn vel sem vörn fyrir þrenningar- kenningunni! Og í þokkabót fá um við að vita, að slíbt er ó- brjáluð rökvísi! Nú ætla ég ekfci að rífast við hr. Sigurbjörn um kenningaratriðin ( af fyrrnefnd um ástæðum), heldiur mun ég gera grein fyrir kenningum votta Jehóva, eins og þær ERU, því að það er miklu hollara og meira í samræmi við ráð meistar ans. Eg skal aðeims víkja að einu atriði enn í „svari“ hr. Sigur- björns, og það er hin mjög svo furðulega yfirlýsing hans í nið urlaginu, að hann hafi allis ekki hugsað sér að eiga í stædum við votta Jehóva! Þvílílbt sakleysi! Hver átti nú eiginllega upptökin að öllu þessu? Þessu munu senni Skrifstofustarf Viljum ráða stúlku til skrifstofustarfa. SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRV STIHÚSANNA Sími 2 -22-80. Framtíðarstarf Viljum ráða ungan og reglusarnan mann til starfa við heildsölufyrirtæki. Verzluuarskóla eða hliðstæð menntun æskileg. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist Morgunblaðinu merkt: „Röskur — 4288“ fyrir þriðjudagskvöld. Tilkynning Símanúmer okkar er — 3-50-15 PLÚTÓ H.F. GUHJÓN BERNHARÐSSON H.F. Langholtsvegi 65 Keflavík — Suðurnes Kvenkápur, fermingarkápur, jerseykjólar, peysur, húfur, treflar. Vandaðar vörur. — Mjög hagstætt verð. Verzlunin Edda Keflavík. lega aðeins þeir auðtrúu ein- feldingar, sem hr. biskupinn að eigin sögn virðist hafa í kirkju sinni, trúa. Um þá get ég þó gefið honum þá huggandi upp- lýsingu, að enginn þeirra hefur ennþá gengið í flokk með vott um Jehóva, svo hann getur ver ið xólegur. Gremj.a hans yfir kostgæfni okkar í boðunarstarf- inu minnir mig helzt á það, hvernig æðstu prestarnir og Faríseamdr kvörtuðu sáran und an því, að þessi ómenmtaði tré- smiður Jesús frá' Nazaret og ó- breyttir fiskimenn hans frá Galíleu skyldi dirfast til að fara hús úr húsi og prédika fagnaðar boðskap sinn um gjörvallit land- ið — en þessir trúmálaleiðtogar Gyðinganna héldu, eins og tíðk- ast með mörgum klerikum í dag, að þeir hefðu einkaleyfi á trú- málum. Þó hélt Jesús áfram ó- trauður, og munum við vottar Jehóva ekki liætta við að feta í fótspor hans. Og svö að hr. Sig urbjörn skuii nú ekki verða al- veg fyrir vonbrigðum af því að hann fékk svo lítið að vita um starf og stefnu votta Jelhóva um daginn (en fyrirsögnin var ailis ekki frá m,inni hendi), þá skul- um við snúa okkur að þeim efn- um: KENNINGAR. Mikilvægustu kenningar Bibliunn- ar eru um Guð og einkason hans, Jesúm Krist, og þar eð „til eru marg- ir guðir og margir herrar“, þá ber hinn sanni Guð pesónulegt nafn til þess að auðkenna hann frá öðrum guðum: „I>ú- einn heitir Jehóva, hinn hæsti yfir allri jörðunni". Jesús op- inberaði þetta nafn fylgjendum sín um: „Eg hefi opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér". Vottar Jehóva gera einnig nú á dög um nafn Jehóva kunnugt: „Þér eruð vottar mínir, segir Jehóva. Eg er Guð“. — Sálm. 83:19; Jes. 43:10—12; Jóh. 17:6. Fyrsta sköpunarverk Jehóva var sonur hans: „Votturinn trúi og sanni, upphaf Guðs skepnu", „Frum- burður allrar skepnu". (Kól. 1:15; Opinb. 3:14). Áður en hann kom til jarðar, þekktist hann undir nafninu Orðið eöa Logos, og „án þess varð ekkert til, sem til er orðið". (Jóh. 1:1 —3). Fjarri var það honum að telja sig vera jafnan föðurnum. Hann sagði: „Ekki megna ég að gjöra neitt af sjálfum mér“. Einnig: „Faðirinn er mér meiri". (Jóh. 5:30; 14:28). Þeg- ar tillit er tekið til þess, sem að ocfan greinir, eiga vottar Jehóva ekki ann- ars úrkosta en að vísa á bug þrenn- ingarkenningunni og segja hana ó- biblíulega. ADAM OG REFSING HANS. Eftir að hafa undirbúið jörðina að dvalarstað fyrir mannanna börn, „þá myndaði Jehóva Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda 1 nasir hans, og þannig varð maðurinn lif- andi sál“. Veitið athygli, að mannin- um var ekki gefin ódauðleg sál, hann varð lifandi sál. Guð bauð manninum: „Verið frjósöm, margfaldist og upp- fyllið jörðina, og gjorið ykkur hana undirgefna". (1 Mós. 1:26—28). Líf Adams var undir hlýðni hans komið. Ef hann óhlýðnaðist, mundi árangur- inn verða þessi: „Á þeim degi, sem þú etur af því, skalt þú vissulega deyja". Adam og Eva óhlýðnuðust, og sakir þess voru þau daérrid. Dæmd til hvers? Til ævarandi kvala? Nei, held ur til dauða: „Því mold ert þú, og tilmoldar skalt þú aftur hverfa". — „Laun syndarinnar er dauði". í gröf- inni er „hvorki starfsemi, né hygg- indi, né þekking, né vizka". — 1 Mós. 2:17, ensk. þýð.; 3:19; Préd. 9:10; Rómv. 6:23. Adam var sál. Adam dó. Adam, „hin lifandi sál“ dó? Já, „sú sálin (nefesj, á hebresku, dregið af sögn- inni nafasj : að draga anda, því: lifandi vera, sem dregur anda), sem syndg- ar, hún skal deyja". (Ezek. 18:4, 20). Samkvæmt ritningunni eru lægri dýr in einni^; sálir: „Örlög skepnunnar, örlög þeirra eru hin sömu; eins og skepnan deyr, svo deyr og maður- inn, og alt hefir sama andann". Ekki er unnt að misskilja þessa skorin- orðu frásögn. (1 Mós. 1:30; 4 Mós. 31:28; Préd. 3:19). Sökum þessa trúa vottar Jehóva ekki kenningunni um eilífar kvalir og ódauðleika mann- legra sálna. DEILAN UIVI ÆÐSTU YFIRRÁÐ. Til þess að leiðbeina manninum og vernda hann sá Guð fyrir „verndar- kerúb", verndar-engli gerðist met- orðagjam, til þess að hann yrði dýrk aður líkt og Guð. Gerðist hann svik- ari og olli bvf að maðurinn óhlýðnað ist Guði. (1 Mós. 3:1—6; Ezek. 28:13 —19; Matt. 4:9). Þetta vakti tafar- laust spurninguna: Hvers sök var það, að maðurinn syndgaði? Hafði Jehóva Guð skapað manninn veilan, en þó krafist fullkominnar hlýðni? Þetta fullyrti djöfullinn og gortandi hugð- ist hann snúa öllu mannkyninu frá Guði. (Jobsbók, kap. 1 og 2.) Þannig voru bornar brigður á nafn og æðstu yfirráð Jehóva. Til þess að færa sönn ur á æðstu yfirráð sín, og til þess að sanna, að djöfullinn væri lygari, ■og ennfremur til þess að sýna, að hann var þess megnugur að byggja jörðina mönnum, er reyndust honum „Gestagangur" í síðasta sinn. — f kvöld (fimmtudag) verður leikrit Sigurðar A. Magnússonar, Gestagangur, sýnt í síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu. Þetta er annað nýja, íslenzka leikritið, sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á þessu leikári, en hitt var eins og kunnugt er Strompleikur Kiljans. — Myndin er af Gísla Alfreðssyni, Herdísi Þorvaldsdóttur og Róbert Arnfinnssyni í hlutverkum sínum. drottinhollir þrátt fyrir allt, sem djöfullinn gæti aðhafst, þá leyfði Jehóva fyrstu mannhjónunum og djöflunum að lifa. Hann vissi, að nokkrir af niðjum Adams mundu halda trúfesti sinni við hann, og þann ig bera vitni æðstu yfirráðum hans. Allt frá dögum Abels hefur Jehóva haft votta sína hér á jörðu. — Orðskv. 27:11; Herbr. 11. kap. ENDURLAUSNARFÓRN KRISTS. Til þess að réttlæta nafn sitt, tii þess að áform hans varðandi jörðina næði fram að ganga, og til þess að þeir, sem héldu trúfesti sinni, öðluð- ust líf, sendi Jehóva Guð son sinn í heiminn, „til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga“, og að „bera sannleikanum vitni". (Matt. 20: 28; Jóh. 17:4; 18‘37). Hann var get- in.n í móðurlífi meyjar, „og Orðið var hold", „hann var fæddur af konu“. Þannig var hann raunverulega hold og blóð, þ.e. maður. (Jóh. 1:14; Gal. 4:4). Vegna þess að hann færði sönn- ur á það, að fullkominn maður getur haldið trúfesti sinni þrátt fyrir djöful inn, þá reisti Guð Jesúm upp frá dauðum. „Fyrir því hefur Guð hátt upp hafið hann.“ — 1 Kor. 15:3—8; Fil 2:5—11. Allt frá því á hvítasunnuhátíðinni hefur, Guð verið að kalla og undir- búa „brúði Krists", „litla hjörð", flokk er samanstendur af 144.000, „leystum út frá jörðinni", til þess að eiga hlutdeild í himnesku lífi og „ríkja sem konungar með Kristi um þúsund ár“. Þessir, Kristur og sam- farar eða „brúður hans“, munu mynda „himnaríkið. (Matt. 5:10; Lúk. 12:32; Post. 2; Opinb. 14:1—3; 20:5, 6; 21:9). Jesús dó einnig fyrir sína „aðra sauði", og verða þeir margir. (Matt. 20:28; Jóh. 10:16). Til þvílíkra „sauða" berst nú þetta kall: „Ástundið rétt- læti, ástundið auðmýkt; vera má, að þér verðið faldir á reiðidegi Jehóva", þegar „fyrir eldi vandlætingar Guðs skal allt landið eytt verða“. Kallast þetta „orrustan við Harmagedón". Vissulega verður ekki reikistjörnunni eytt, því „jörðin stendur að eilífu", heldur hinu illa skipulagi eða heims kerfi, en guð þess er Satan. (Préd. 1:4; Zef. 2:3; 3:8; 2 Kor. 4:4; Opinb. 16:16). Jccús sagði: „Mitt ríki er ekki af þessum heimi“, og Jakob ritaði til aðvörunar: „Vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði“. (Jóh. 18:36; Jak. 4:4). Þess vegna snúa vottar Jehóva baki við hinum vonda heimi. SÍÐARI NÆRVERA KRISTS OG HINN NÝI HEIMUR. Núverandi kynslóð sér táknin, er merkja síðari nærveru Krists: „Þjóð mun rísa upp gegn þjóð . . . bæði mun hallæri verða og landskjálftar . . . þér munuð hataðir verða af öllum þjóðum . . . og þessi fagnaðarboðskap ur um ríkið mun prédikaður verða um alla heimsbyggðina". (Matt. 24; Mark. 13; Lúk. 21). Eftir að hafa gjör eytt þessum gamla heimi líkt og leir- smiðs keri, mun Kristu- innleiða hinn nýja heim, „þar sem réttlæti býr“. — Sálm. 2:9; 2 Pét. 3:13. Aldrei framar verða styrjaldir háð- ar, enginn skortur mun vera né ótti. (Jes. 65:21; Míka 4:3, 4). Jafn- vel hinir dauðu verða í minnum hafð- ir, því að „upp munu rísa bæði rétt látir og ranglátir". Allar kvalir, harm ur og vein munu hverfa með öllu, og jafnvel óvinurinn dauðinn verður að engu gjörður. Jörðin verður gerð að einni paradís heimsskautanna á milli. Þannig verður Jehóva rétt- lættur, þar eð áform hans varðandi jörðina hefur náð fram að ganga. — Post. 24:15; 1 Kor. 15:26; Opinb. 21:4. STARFSEMI VOTTA JEHÓVA. Þennan dásamlega gleðiboðskap eru vottar Jehóva önnum kafnir við að boða um allan heiminn, og í fyrra tóku alls 965.169 boðberar þátt í starf seminni í 185 löndum og á hundruðum tungumála. Þessi starfsemi stjórnar Biblíu- og Smáritafélagið Varðturn- inn, sem var stofnsett 1884 af sjÖ mönnum. Þetta félag er ekki gróða- fyrirtæki og enginn ágóði er af starfi þess. Það er viðurkennt af stjórn Bandaríkjanna sem góðgerðarfélag, og reikningur þess, sem sannar það, er endurskoðaður opinberlega ár hvert. Starfsmenn þess, að meðtöld- um forsetanum, sem býr í New York á aðalstöðvum félagsins, .hafa frítt fæði og húsnæði og 14,00 Bandaríkja dali mánaðarlega í vasapeninga. Eng- inn hefur nokkurn tíma grætt svo mikið sem einseyring á starfi þessa félags, og til þess að vera algerlega óháð tekur það ekki við auglýsingum í tímarit sin, og allir peningar þess eru frjáls framlög frá vottunum sjálf um. Það heldur engar hlutaveltur. kaffisölur (ekki heldur hveitisölur!) eða bazar eða neitt þess háttar til þess háttar til þess að afla sér fjár og aldrei hefur samskotabaukur verið borinn í kring á samkomum þess. Samt sem áður hefur starfið haldið áfram að aukast ár frá ári, og blaðið Varðturninn er nú útbreiddasta biblíu blað heimsins, þar sem það kemur nú út á 64 tungumálum í 4.000.000 eintökum. Aðferð sú, sem vottar Jehóva nota í boðunarstarfi sínu, er sú sama, sem Jesús og postular hans notuðu. Páll postuli sagði: „Hlífði ég mér eigi við að boða yður og kenna allt, sem að gagni mætti verða, opin- berlega og í heimahúsum". (Post, 20:20). Þannig prédika vottar Jehóva einnig, þeir halda opinbera fyrirlestra og fara milli húsa, svo að allir megi hafa tækifæri til þess að hlusta á sannleiksboðskapinn. Þetta hefur or sakað, að þeir eru ofsóttir 1 mörgum löndum, eins og t.d. á Spáni, þar sem hin þröngsýna og hatursfulla kaþólska kirkja ræður ríkjum, einnig í ein-* ræðisríkjum kommúnista og # á sín- um tíma í Þýzkalandi og á Ítalíu á dögum Hitlers og Mussolinis. Þeir bera samt sem áður þessar ofsóknir með hugprýði, því þeir þekkja orð meistarans: „Hafi þeir ofsótt mig, munu þeir einnig ofsækja yður", (Jóh. 15:20). Þess vegna hefur starf- semi þeirra líka borið þann mikla árangur, sem nú má sjá alls staðar í heiminum, jafnvel í Rússlandi og öðr um einræðisríkjum, að þeim fjölgar jafnt og þétt. Að meðaltali samlaga 2000 nýir vottar sig samfélagi þeirra mánaðarlega, vegna þess að þeir hafa rannsakað orð Guðs, Biblíuna, gaum- gæfilega, eins og á sínum tima áheyr endur Páls í borginni Beröu í Litlu-* Asíu: „Þeir tóku við orðinu með mjög fúsu geði, og rannsökuðu daglega ritn ingamar, hvort þessu væri þannig varið". (Post. 17:11). Vottar Jehóva halda líka safnaðarsamkomur eins og hinir frumkristnu, þar sem þeir nema orð Guðs í sameiningu, til þess að geta gert vilja Guðs; þeir halda þess- ar samkomur þrisvar sinnum í viku eða oftar, ef sérstök starfsemi fep fram, og er öllum góðviljuðuam mönn um, sem hafa áhuga á sannleikanum. heimilt að sækja þessar samkomup og hafa hlutdeild í biblíufræðslunni, kostnaðarlaust og án skuldbindinga. Þetta er í mjög stuttu máli skilningup votta Jehóva á því, sem Biblían kenn ir, og það sem þeir trúa og gera, ep þeir framkvæma hið friðsama starf þeirra með því að feta í fótspop Kriste. Laurits Rendboe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.