Morgunblaðið - 07.04.1962, Side 2
- JT'
2
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 7. apríl 1962
ViS opnan bókasýningarinnar. Frá v. Magnús Ástmarsson, prentsmiðjustj.., Vilhj. Þ. Gíslason, útvarpsstj., Gylfi Þ. Gísla-
son, ráðh., Baldur Eyþórsson, form. FÍP, Jón Emil Guðjónsson, framkvstj., Bjami Benediktsson, ráðh. og Ing. Kristjánsson.
Bókasýning F. í. P. i bogasalnum:
100 beztu bækur Bretlands 1960
Merkjasolu-
dagur Ijós-
mæðra
Góðir Reykvíkingar.
HINN árlegi merkjasöludagur
Ljósmæðrafélags Reykjavíkur
er á morgun, sunnudaginn 8.
april. Félagið rekur hvxldar-
heimili í Hveragerði fyrir ljós-
mæður og hefur fleiri velferðar-
mál á stefnxxskrá sinni.
Hjálpið okkur að gera lífið
farsælla og betra fyrir alla, sem
hjálpar þurfa. Mæður, leyfið
börnunum að selja merkin og
klæðið þau hlýlega. Merkin
verða afhent frá kl. 10 á sunnu-
dag, í Austurbæjarbarnaskólan-
um, Breiðagerðisskólanum, Hlíð
arskóla, Langholtsskóla, Laugar-
lækjarskóla, Melaskóla og Rauð
rárstíg 40 hjá Guðrúnu Hall-
dórs, ljósmóður.
Með fyrirfram þökk.
F. h. stjórnarinnar:
f GÆR var opnuð í bogasal Þjóð-
minjasafnsins bókasýning á veg-
um Félags íslenzkra prentsmiðju-
eigenda. Sýndar eru hartnær 100
bækur, sem gefnai eru út í
Stóra-Bretlandi og hafa verið
dæmdar bezt gerðu bækurnar
þar í landi að öllu samanlögðu,
er út komu á árinu 1960.
— ★ —
Baldur Eyþórsson, formaður
Félags íslenzkra prentemiðj ueig-
enda, skýrði opnunargestum frá
sýningunni og sagði m. a. á þessa
leið:
Félag íslenzkra prentsmiðju-
eigenda hefur á stefnuskrá sinni
að bæta og fullkomna svo sem
mest má verða prentun og annan
frágang þeirra bóka sem ú<t eru
gefnar hér á landi. Til þess að ná
þeirn tilgangi þarf að sjálfsögðu
rrxargt að korga til: Fagþekking
og smekkvisl þeirx-a, sem við
bókagerð fást, prervtara, bók-
bindara, prentmyndasmiða o. s.
frv., þarf að vera á háu stigi, vél-
ar og tæki af hinni fullkomnustu
gerð, sem völ er á og efni til
bókagerðar hin beztu fáanlegu.
— Ekki er að efa, að íslendingar
geta ýmislegt lært af sumum
öðrum þjóðuxn, sem fmmarlega
standa í bókagerð, og hefur
stjórn FÍP því haft ,hug á því að
fó hingað til sýningar fyrirmynd
arbækur að allri gerð frá öðrum
löndum. f Englandi hefur starfað
i nioMcur ár nefnd eða ráð, sem
kallað er National Book League,
sem hefur það að markmiði að
velja og gangast fyrir opinberum
sýningum á þeim bókum, sem
bezt þýkja úr garði gerðar að
öllu leyti, bæði frá Bretlandi
sjálfu og frá öðrum löndum. f
ráði þessu eru sumir af fremstu
andans mönnum Breta á ýmsum
sviðum, skáld, rithöfundar, list-
málarar og fleiri. Hin 8. sýning
þessarar tegundar var haldin í
Lundúnum 6.—30. september
1961 og náði yfir á 6. hundrað
bóka frá 18 löndum. sem gefnar
voru út á árinu 1960 Eins og gef-
ur að skilja, var brezka sýningin
fyrirferðamest, og að ýmsu leyti
forvitnilegust.
Stjóm Félags ísl. prentsmiðju-
eigenda sneri sér til forráða-
manna sýningarinnar og spurðist
fyrir um það, hvort unnt myndi
að fá lánaðar brezku bækumar
á sýningunni til sýnis hér í
Reykjavík. Þessari málaleitan
var mjög vel tekið, og em þess-
ar bækur nú hingað komnar. Er
þess að vænta að mörgum þyki
ekki lítill fengur að því að eiga
ttú kost á þvi að kynnast á ein-
um stað því bezta, sem Bretar
hafa gert í bókagerð á árinu 1960
að dómi hinna færustu manna.
Tíu beztu á íslandi
Að lokium kom Baldur fram
| með þá bugmynd, að stofnað yrði
til svipaðra samtaka hér á
landi, senj veldu tíu beztu bæk-
ur hvers árs á íslandi.
Er Baídur Eyþórsson hafði lok-
ið máli sínu, opnaði menntamála
ráðherra sýninguna með ávarpi.
Sýningin verður opin almenn-
ingi laugardag, sunnudag og
mánudag frá kl. 2—10 eftir há-
degi. Aðgangur er ókeypis.
Sýningargestir fá í hendur sýn
ingarskrá frá sýningunni í Lund-
únum, og eru þar m.a. taldar
þær bækur, sem Bretar höfðu á
sýningimni þá og eru hér nú. Til
hægðarauka er sömu sýningar-
númerum haldið.
Strangt val
Þeir, sem valið hafa bækum-
ar, gera fróðlega gxein fyrir vali
sínu. Segja þeir, að aldrei fyrr
hafi þeim borizt jafn mikið af
bókum til að velja úr, og hafi
þeir kostað kapps um að fá „sér-
brezkar" bækur öðru fremur. Því
hafi þeir hafnað sumum, sem
báru um of keim erlendrar tízku
og vinnubragða. Frá hreinu
prentlistarlegu sjónarmiði séð
segja þeir bækurnar aimennt
mjög góðar.
Algengustu gallar, sem útilok-
uðu bækur frá sýningunni, voru
þeir, að smáatriðum var ekki gef-
inn nægilegur gaumur. Oft hafi
bókaútgefendur valið ranga
pappírsgerð fyrir ákveðna letxxr-
gerð, og lélegt eða ósmekklegt
band hafi verið nokkuð títt. —
Er greinilegt af öllu. *ð dómend-
ur hafa verið mjög strangir í
vali sínu, enda af geysimiklu
magni að taka. Ætti mönnum hér
því að þykja forvitnilegt að sjá,
hvað ein m-esta bókagerðarþjóð
heims hefur upp á að bjóða á
þessu sviði.
Eins og fyrr segir, eru nálega
hundrað bókatitlar á sýningunni.
Kennir þar margra grasa, og allar
bækurnar hver annarri fegurri.
Togarasjómenn hafa
fengið launahækkanir
— segir í fréttatilkYnningu FÍB
BLAÐINU barst í gær svo hljóð
andi fréttatilkynning frá Félagi
íslenzkra botnvörpuskipaeigenda
um verkfall togarasjómanna:
Togarasjómenn hafa fengið
launahækkanir — segir í frétta-
tilkynningu F.Í.B.
Verkfall togarasjómanna, ann-
arra en yfirmanna á togurunum,
er nú mikið rætt manna á meðal,
í dagblöðunum og á Alþingi.
M.a hefir því verið haldið
fram, að togaraútgerðarmenn
hafi ekki viljað fallast á neinar
kauphækkanir til sjómanna t.d.
ekki 600 kr. hækkun á mánaðar-
kaupi.
Hið sanna er, að útgerðarmenn
buðu, áður en verkfallið hófst
40 þús. kr. kauphækkun á ári
til hvers manns, sem á þilfari
vinnur, gegn því að þeir tækju
á sig aukna vinnu á ísfiskveið-
um, og yrði sú vinna þó minni
en í flestum tilfellum viðgengst á
öðrum fiskiskipum. Ekki var ætl
ast til þess að þetta fyrirkomulag
gilti á saltfiskveiðum.
Bannið gegn þessu í núgildandi
vökulögum er að því leyti sér-
stakt, að það gildir ekki um
neina aðra launþega, hvorki á
sjó eða landi.
Þá hefir því verið haldið fram,
að togarasjómenn hafi engar
kjarabætur fengið, síðan gerðir
voru við þá samnihgar 1. nóv.
1958. Hins vegar hafi þeir sagt
upp samningum sínum um mitt
ár 1959, sem rétt er, en enga
áheyrn fengið eða rétting mála
sinna, svo að þeir hafi nú neyðst
til að efna til verkfalls á togara-
flotanum.
Þetta er algjörlega rangt.
Hið sama er, að síðan samning
urinn frá 1. nóvember 1958 var
gerður, hafa togarasjómenn feng
ið launahækkanir eins og hér
segir:
1. í febrúar 1960 13.2% hækk
un miðað við heildarlaun næstu
ára á undan.
2. 1 febrúar sama ár hækkun
á aflaverðlaunum af söium er-
lendis, sem nam 132.7% vegna
gengisbreytingar 15. febrúar.
(Sterlingspundið fór nú úr kr.
45.55 í rúmlega kr. 106.00).
3. í ágústmánuði 1961 hækk-
un á aflaverðlaunum af sölum
erlendis, sem nam 13—14%. Við
það hækkuðu aflaverðlaun um
165.6% vegna þessara tveggja
gengisbreytinga, þ.e miðað við
15. febrúar 1960. (Hækkun sterl-
ingspundsins úr kr. 45.55 í tæp-
lega kr. 121.00).
Ef reiknað er með, að meðal-
sölur togaranna erlendis 1960 og
1961 hafi numið 9000 sterlings-
pundum, sem er varlega reiknað,
nema aflaverðlaunin í söluferð
eins og hér segir:
Helga M. Níelsdóttlr.
í gær var bezta veður á
sunnan og vestanverðu land-
inu, víða lögn og nærri heið-
skírt, en á annesjum norðaust
anlands var lítils háttar él.
Á suðurlandi var kominn 3ja
til 5 stiga hiti og von um að
hlýna mundi einnig norðan
land'S í dag. Má búast við, að
lægðin yfir sunnanverðu
Grænlan-di verði þá komin á
Grænlandshaf og stýri suð
lægu lofti norður yfir land-ið.
Veðurspá kl. 10 í gærkvöldi:
SV-mið og Faxaflóamið: —
Axxstan kaldi og síðar stinn-
ingskaldi, þykkn-ar u-pp, lítils
háttar rigning á morgun.
SV-land og Faxaflói: Aust
an gola og skýjað í nótt, kaldi
eða stinningskaldi en úrkomu
laust að mestu á mnrgun.
Breiðafjörður, Vestfirðir og
miðin: Austan gola og létt
Skýjað til fyrramáls, SA eða
auistan kaldi og skýjað á morg
un.
Norðurland og miðin: Aust
an kaldi, bjart í innsveitu-m,
smáél á miðunum.
NA-land og miðin: NA gola
stöku smáél.
Austfirðir og miðin: NA
kaldi, smáél norðan til.
SA-land og miðin: Austan
kaldi, skýjað, stöku smáél.
Horfur á sunnudag:
Austaná-tt, él við suður-
ströndina og austan landis,
skýjað annars staðar.
1. nóv. 1958—15. febr. 1960: kr.
1.865.93.
Hækkun pr.
Kr. söluferð kr. %
1-5. febr. 1960—
4. ág. 1961:
4.342.24 2.476.31 132.7
4. ág. 1961
og síðan:
4.956.71 3.090.78 165.6
Þeta gildir að sjálfsögðu hvort
sem skip hefur siglt til Bretlands
eða V-Þýzkalands, en árin 1960—
1961 munu togararnir hafa farið
að meðaltali 5—6 söluferðir til
þessara landa.
Á sama tíma og togarasjómenn
fengu þær kauphækkanir, sem að
framan er getið, fengu aðrar stétt
ir engar kauphækkanir eða
höfðu fengið frá því í ársbyrjun
1959, þangað til s.l. sumar.
Hins vegar em þessar k-aup-
hækkanir togarasjómanna s.l. 2
ár skýringin á þeim tiltölulega
góðu launum, sem þei-r höfðu ár-
ið 1961, þrátt fyrir hinn geigvæn
lega aflabrest á því ári.
Athugun, sem gerð hefir verið
á launakjörum háseta, á 21 skipi,
sem gefa góða hugmynd um með-
alskip, leiðir í ljós, að laun há-
seta árið 1961 — mesta aflaleys-
isári, sem sögur fara af — voru
104 þús. krónur ásamt orlofi mið
að við fullan úthaldstíma, þ.e.
340 daga, og þá miðað við, að
hásetinn hafi 25 daga samfellt
frí, auk frídaga í hverri veiði-
ferð. Auk þess námu ýmis hlunn
indi, svo sem frítt fæði um borð,
lífeyrissjóðsiðgj ald, læknish j álp,
slysa- og líftryggingariðgjöld, at-
vinnuleysistrygginariðjöld, a-1-
mann-atryggingariðgjöld o. þ. h.
um 32 þús. krónum á hvern
háseta.
Loks skal tekið fram, að kröf-
ur sjóm-annafélaganna á hendux
F.Í.B. eru £ heild miklu hærri, en
í veðri hefir verið látið vaka.
Sj-áum vér ekki ástæðu til að
birta þær í heild að svo stöddu.
Sent öllum dagblöðum í Rvík
6. apríl 1962
Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda.
héraðsdómslögmaður j
lögfræðiskrifst. - fasteignasala
Kirkjuhvoli — Sími 13842
Jóhannes Lárusson
f