Morgunblaðið - 07.04.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVNBLAÐÍÐ
Laugardagur 7. apríl 1962
CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: A.ðalstræti 6.
Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HVER VILL INN-
FLUTNINGSHÖFT OG
GJALDEYRIS-
SKÖMMTUN?
í ræðu Ólafs Bjömssonar,
alþingismanns, á Alþingi
í fyrradag, var brugðið upp
mjög greinilegrr mynd af
aðalatriðum íslenzkra efna-
hagsmála. — Var ræða þessi
flutt í umræðum um frum-
varp ríkisstjómarinnar til
staðfestingar bráðabirgðalög-
unum um Seðlabanka ís-
lands og hina nýju gengis-
skráningu á - síðastliðnu
sumri. — Ólafur Bjömsson
vakti m.a. athygli á því, að
í öllum löndum Vestur-Ev-
rópu, að einu undanskildu, er
gengisskráningin í höndum
seðlabankanna eða ríkis-
stjómanna, eða beggja aðila
í sameiningu. Stjórnarand-
stæðingar hafa eins og kunn-
ugt er talið það hina mestu
goðgá, að Seðlabanka ís-
lands skuli nú hafa verið
fengið slíkt vald.
Um nauðsyn gengisbreyt-
ingarinnar og stefnu ríkis-
stjórnarinnar í efnahags-
málum komst Ólafur Bjöms-
son m.a. að orði á þessa leið
samkvæmt frásögn hér í
blaðinu, í gær:
„Nú vill svo einkennilega
til, að þrátt fyrir þann mikla
ágreining, sem um gengis-
málin hefur verið á Alþingi
frá upphafi þessa kjörtíma-
bils, hefur málflutningur
stjómarandstæðinga ekki
grundvallazt á, að þeir ve-
fengdu réttmæti þeirrar
stefnu er ríkisstjórnin hefur
fylgt í þessu efni. Kvaðst
alþingismaðurinn a.m.k. ekki
hafa orðið var við, að nokk-
ur úr herbúðum stjórnar-
andstæðinga hafi gert sig að
talsmanni þess að innflutn-
ingshöftin og gjaldeyrisút-
blutunin yrði tekin upp á
ný, enda kvað hann það sína
skoðun, að stefna ríkis-
stjómarinnar í þessu efni
væri sú eina, sem fram-
kvæmanleg væri til lengdar,
þótt að vísu megi með
ströngum innflutningshöftum
og gjaldeyrisúthlutunum
halda uppi óraunhæfu gengi
rnn stundarsakir“.
I framhaldi af þessum urn-
mælum Ólafs Björnssonar,
er ástæða til þess að beina
þeirri fyrirspurn til Fram-
sóknarmanna og kommún-
ista, hvort það sé undir niðri
ósk þeirra og vilji að inn-
flutningshöft og gjaldeyris-
skömmtun verði tekin upp
að nýju hér á landi?
MISRÉTTI
OG SPILLING
HAFTANNA
4 llir vita, að ef ríkisstjómin
hefði í fyrrasumar að
loknum hinum miklu kaup-
hækkunum látið hjá líða að
gera nýjar jafnvægisráðstaf-
anir, þá hefði afleiðingin
orðið sú, að stórfelldur halla
rekstur útflutningsframleiðsl
unnar hefði leitt til gjald-
eyrisskorts og innflutnings-
erfiðleika.
Með andstöðu sinni við
hina nýju gengisskráningu
og aðrar jafnvægisráðstafan-
ir ríkisstjómarinnar hafa
kommúnistar og Framsókn-
armenn því í raun og vem
verið að lcrefjast innflutn-
ingshafta og. gjaldeyris-
skömmtunar.
En vill íslenzkur almenn-
ingur að aftur verði horfið
til skipulags hafta og gjald-
eyr isskömmtunar ?
Áreiðanlega ekki. Yfirgnæf
andi meirihluti íslenzku þjóð
arinnar fagnar því, að mögu
legt hefur reynzt að afnema
haftakerfið og hina handa-
hófslegu gjaldeyrisskömmt-
un. — Ríkisstjómin hefur
hlotið þakkir allra hugsandi
manna fyrir aukið viðskipta-
og verzlunarfrelsi. Það hef-
ur skapað þjóðinni margvís-
legt hagræði og útrýmt
margs konar misrétti og
spillingu, sem ævinlega sigl-
ir í kjölfar haftaskipulagsins.
Sannleikurinn er sá, að
kommúnistar og Framsóknar
menn ætluðu að nota verk-
föllin í fyrrasumar og hinar
miklu kauphækkanir, sem þá
vom knúðar rfam, til þess
a ðskapa algert öngþveiti og
upplausn í íslenzkum efna-
hagsmálum. Þeir ætluðu að
brjóta niður jafnvægisráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar og
skapa hér svipað öngþveiti
og ríkti þegar vinstri stjórn-
in hrökklaðist frá völdum.
En þetta áform niðurrifs-
bandalagsins fór út um þúf-
ur. Ríkisstjórnin brá skjótt
við og gerði nauðsynlegar
jafnvægisráðstafanir. Þess
vegna er í dag blómlegt og
UKmSML
54% íbúa Washington fremja
94% allra rána í borginni
Hinn Öri flutningur negra frá Suður-
ríkjunum orðinn mikið vandamál
í Norðurríkjum Bandaríkjanna
„HÖFUÐBORG Bandaríkj-
anna er orðin hættulegasti
staðurinn í öllu landinu eftir
að myrkur er skollið á“. Þann
ig hóf bingmaður nokkur frá
Connecitcut ræðu í Banda-
ríkjaþingi fyrir mokkrum dög-
um, þar sem hann f jallaði um
þróunina í afbrotamálum
landsins. „District of Colum-
bia (Washington og nágrenni)
hefur hæstu meðaltölu líkams
árása í öllu landinu“, sagði
þingmaðurinn og lagði til að
gagngerðar ráðstafanir yrðu
gerðar til þess að stemma
stigu við afbrotum.
Aðstoðarlögreglustjórinn í
Washington, Edgar Scott, hef-
ur iátið þess getið að 54% af
íbúum borgarinnar væru negr
ar og greindi hann frá athyglis
verðum tölum varðandi af-
brot.
Þessi 54% negra frecmja
94,1% allra rána og 80% allra
meiri háttar afbrota í Wash-
ington. Hvítir menn, sem eru
46% íbúanna fremja aðeins
5,9% rána og 20% meiriíháttar
afbrota.
Hvítir menn verða fyrir rán
um í 54% tilfella en negrar
aðeins í 46% tilfella.
Hér er um að ræða atihyglis
verðar tólur. Á sama tíma og
hegrum hefur hlutfallslega
fjölgað í stærri borgum norð-
urríkja Bandaríkjanna, hefur
hkitfallstala afbrota stigið.
Sannleikurinn er sá, að á
undanförnum árum hafa bong
ir í norðurríkjunum unnið öt-
ullega að því að útrýma heilsu
spillandi húsnæði. f Ohicago
hefur þannig nær 122 milljón-
um dollara verið varið til að
jafna við jörðu fátækrahverfi
og reisa ný íbúðarhús. fyrir lág
launafólk og er búizt við því
að heilsuspillandi (húsnæði
verði að fullu útrýmt þar í
borg 1967. Svipaða sögu er
að segja frá New York, Bost-
on, Fhiladelphia og fleiri borg
um, þar sem milljónum doll-
ara heíur verið varið til út-
rýmingar heilsuspillandi hús-
næðis.
Það átak, sem stórbongir
Norðurríkjanna hafa gert £
þessum málum, hefur leitt til
þess, að mikill fjöldi negra í
Suðurríkjunum hefur haldið
norður á bóginn, og valda þeir
miklurn vandræðum í börgum
þar. Er oft ekki fyrr búið að
flytja fól'k úr heilsuspillandi
húsnæði en negrar frá Suður-
ríkjunum setjast þar að. Tal-
ið er að negrar, sem flytjast
norður á bóginn, skipti þús-
undum á dag.
Ýmsar borgir í Suðurríkj-
unum hafa gengið á lagið í
þessum efnum. Þannig hefur
t. d, nafnlausum bæklingum
verið dreift meðal negra í
Oharlestön, Atlanta og fleiri
borgum Suðurríkjanna, þar
sem þeir eru hvattir til þess
að flytja norður á bóginn, og
njóta fr&mfara og velferðar-
áætlana í borgum þar. Þessir
þjóðflutningar negranna hafa
valdið geysilegum örðugleik-
um í stórborgunum. í Ohicago
hefur negrum fjölgað úr 8%
í 23% frá 1940, og talið er að
með sama áframhaldi verði
negrar 40% af íbúum borgar-
innar 1970. Negrum í New
York hsfur fjölgað stöðugt og
eru þeir þar rúmlega ein millj.
talsins. Þá hafa þrír fjórðu af
hinum 600.000 PuertO Rico
mönnum i borginni fliutzt þang
að frá stríðslokum.
Þetta fólk, sem oft er al-
gjörlega ómenntað og kemur
til borganna án þess að hafa
þar atvinnu, neyðist oft til
þess að búa 1 versta húsnæði.
Þessir innflytjendur gera stórt
strik í velferðaráætlanir borg-
anna, Og valda ekki ósjaldan
kynþáttadeilum.
Afleiðingarnar af áður-
greindu hafa orðið þær að
glæpir og afbrot hafa farið
vaxandi, en glæpir eru ann-
ars eðlis en var á dögum A1
Capone. Allur almenningur
heldur enn að glæpirnir í stór
borgum séu framdir af mikl-
um glæpahringum, en þetta er
ekki lengur svo. Glæpastarf-
semin er fekki lengur skipu-
lögð, heldur dreifð og er því
miklu erfiðara að berjast við
hana en áður. Glæpastarfsem-
in hefur breytt um andlit og
ný, uggvænleg einkenni hafa
Framh. á bls. 14.
1JV,' ■ ■ • -r-y.\■ •.■rt/w.-ys", ■ v*"—’-v—y.'. '
Hópast til Norðurríkjanna.
1
vaxandi atvinnulíf í landinu,
mikil útflutningsframleiðsla
og næg atvinna handa öll-
um sem vilja vinna.
BRASILÍA
Á KROSSGÖTUM
|>rasilía er stærsta og fjöl-
” byggðasta ríki Suður-
Ameríku. Þar búa um 70
milljónir manna. Landið er
auðugt af náttúruauðævum,
en meginhluti þjóðarinnar
er fátækur og býr við frum-
stæð skilyrði.
í stjómmálum Brasilíu
undanfarin ár hefur ríkt hin
mesta ringulreið. Nýkjörinn
forseti landsins sagði af sér
í fyrra og tilraun var gerð
til myndunar þingræðis-
stjórnar. En þessi stjórn og
hinn nýi forseti á við mikla
erfiðleika að etja. Verðbólga
hefur farið hraðvaxandi í
landinu með hverju árinu
sem líður og hinn mesti
glundroði ríkir í efnahags-
málum þjóðarinnar. Talið
er þó, að framleiðslan auk-
ist nokkuð á hverju ári og
hefur núverandi ríkisstjórn
mikinn áhuga á að stöðva
verðbólguna og skapa heil-
brigt efnahagsástand.
Forseti Brasilíu hefur und-
anfarna daga verið staddur í
opinberri heimsókn í Banda-
ríkj unum. Erindi hans er
fyrst og fremst að fó efna-
hagslegan stuðning hjá
Bandaríkjastjóm til fram-
kvæmdar uppbyggingaráætl-
unum stjórnar hans. Hefur
Kennedy forseti einnig lýst
því yfir, að hann hafi mik-
inn áhuga á þátttöku Banda-
ríkjanna í efnahagslegri við-
reisn Suður-Ameríkuríkj-
anna og þá ekki' hvað sízt
Brasilíu. Má því gera ráð
fyrir, að för Brasilíuforseta
geti haft jákvæðan árangur
fyrir þjóð hans. En veruleg
hætta er á því, að róttækar
viðreisnarráðstafanir í efna-
hagsmálum gætu valdiðmikl
um átökum meðal Brasilíu-
manna, sem enn búa við veik
burða og vanþroskað lýð-
ræði.