Morgunblaðið - 07.04.1962, Blaðsíða 16
16
MORGINBLAÐIB
Laugardagur 7. apríl 1962
Báa-
markaðurinn
er opinn til kl. 10
í kvöld .
Bókamarkaðurinn
í Listamannaskálanum.
TIL SOLU
Eignaíóð í miðkænum
Lóðin er 600 ferm. að stærð Á henni er tvílyft
timburhús. — Nánari upplýsingar gefur undirrit-
aður.
GUNNAR ÞORSTEINSSON. hrl.
Sími 11535
Til leigu 2. hœð
á Skólavörðustíg 23 í vor. Stærðin er 125 ferm. —
Nánari upplýsingar verða veittar í síma 32913 kl.
6—8 daglega til 12. apríl.
Aukastarf
Rösk, aðlaðandi stúlka, með þekkingu á skrifstofu-
störfum og málakunnáttu, getur fengið skemmtilegt
og vellaunað aukastarf hjá góðu fyrirtæki kl.
5—7 síðdegis, 4—5 daga vikunnar. Umsóknir ásamt
upplýsingum um aldur, menntun og störf og mynd,
sem endursendist, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir
mánudagskvöld merkt: „Aukastarf — 4401“.
Fimmtugur i dag:
Hafsteinn Guðmunds-
son prentsmiðjustjóri
í DAG er fimmtugur Hafsteinn
Guðmundsson prentsmiðjustjóri
í prentsmiðjunni Hólum. Hann
er fæddur 7. apríl 1912 í Vest-
mannaeyjum, sonur hjónanna
Guðrúnar Kristjánsdóttur og
Guðmundar Helgasonar, Árna-
sonar hreppstjóra á Grímsstöð-
um í Vestur-Landeyjum. Faðir
'hans er enn á lífi í Vestmanna-
eyjum, en móðir Hafsteins er lát-
in. Guðrún Kristjáhsdóttir var
af merkum bændaættum í Fljóts
hlíð, dóttir Kristjóns bónda í
Auraseli, er þar hóf búskap ár-
ið 1900, en Aurasel hafði þá ver-
ið í eyði frá árinu 1876, er' Ög-
mundur Ögmundarson. hinn fjöl-
kunnugi hætti bar búskap. Krist-
ján var mikill vatnamaður og
þurfti mjög á því að halda, þar
sem Þverá lá þvert í þjóðbraut,
og fáir fóru án fylgdar yfir það
mikla vatnsfall. Sagt var að eng-
inn hafi farið þar hjá garði, án
þess að njóta þar hvíldar og
risnu. Kona Kristjáns var Bóel
Erlendsdóttir frá Hlíðarenda. f
móðurætt Hafsteirts gætir mjög
mikillar listhneigðar.
Hafstenn Guðmundsson ólst
upp í Vestmannaeyjum og á Gul
arási í Landeyjum um fimm
ára skeið, hjá föðursystur sinpi,
Sigríði Helgadóttur og manni
hennar, Árna Ingvarssyni, hin-
um merkustu hjónum, Árið 1925
fluttist Hafsteinn til Vestmanna-
eyja og byrjaði þar að læra prent
verk. Hann lauk' prentnámi í ísa-
foldarprentsmiðju árið 1932 og
vann þar að mestu í 12 ár, eða
þangað til sumarið 1942, að hann
gerðist framkvæmdastjóri í
prentsmiðj unni Hólum, sem þá
tók til starfa.
Hafsteinn Guðmundsson vann
sér brátt mikið álit í iðn sinni.
Hin sterka listhneigð, sem honum
er í svo ríkum mæli í blóð bor-
in, kom honum að drjúgum not-
um. Hann sá brátt, að til þess
að komast áfram og ná öruggari
fótfestu í iðninni, þyrfti að sjá
sig um og leita til náms til fram-
andi þjóða. Hann sigldi því til
Fleiri og Fleiri
EINANGRA MEÐ VARMAPLASTI OG 5 cm. VIKURPLÖTUM FRÁ
OKKUR
* Öruggari einangrun
* Sparnaður í uppsetningu
* Múrhúðunarnet sparast
* Örugg Múrhelda
* Örugg naglhelda
* Mikil hljóðeinangrun
Sendum yður
VARMAPLAST og VIKUR-
PLÖTURNAR —
Greiðsluskilmálar
ARMA PLAST
, . . . og svo auðvitað okkar landsþekktu 7 og 10 cm VIKURPLÖTUR í alla milli-
veggi. — Framleiðum einnig sömu plötur úr rauðamöl og eru það ódýrustu og
beztu plötumar á markaðnum á eftir vikurplötunum. — Forðist eftirlíkingar.
Jón Loftsson h.f. sími 10600
I Kaupmanna’hafnar til þess að
j kynna sór framfarir í prentlist-
i inni og stundaði jafnframt nám
I þar í Bókiðnaðarskólanum um
j skeið, en vann einnig í prent-
smiðjum. Meðal annars lagði
hann stund á og kynnti sér hina
| faglegu hlið um útlit bóka, og
I bókagerð almennt. Aflaði hann
sér mikillar þekkingar á þess-
| um sviðum, sem kom honum
að miklum notum síðar. Haf-
steinn aétlaði sér að nema staðar
um nokk'Urt skeið í Kaupmanna-
höfn, en sakir styrjaldarinnar
árið 1939, hvarf hann heim, og
hóf aftur starf í ísafoldarprent-
smiðju og vann þar til þess hann
gerðist prentsmiðjustjóri í Hól-
um, eins og áður er sagt.
Eftir að Hafsteinn gerðist fram
kvæmdanstjóri í Hólum, hefst hið
raunverulega lífsstarf hans, þar
fékk hann svigrúm, þar sem
hæfileikar hans og hin mitola
listhneigð nutu sín. Prentsmiðj-
an var nýtt fyrirtæki, sem varð
að vinna sér álit með því að skila
góðri og vandaðri vinnu — og
vinna trau&t. Hafsteini tóikst
þegar að stjórna fyrirtæki sínu
svo, að það varð þekkt, og varð
f 1 j ótl ega talið meðal fremstu
prentsmiðja landsins. Kom þar
margt til. Stjórnsemi og reglu-
semi var þar i hvivetna — og
það sem mest var — að Jistrænn
blær einkenndi alla vinnu prent-
smiðjunnar. Hafsteinn fór nýjar
leiðir um uppsetningu bóka og
útlit, og hefur á þeim tuttugu
árurn ,sem hann hefur stjórnað
prentsmiðjunni Hólum verið
hvorttveggja í senn brautryðj-
andi í íslenzkri bókagerð og veitt
margvíslegum nýjum og hollum
straumum í prentiðnað landsins.
Hann byggði nýtt prentsmiðju-
hús yfir fyrirtæki sitt árið 1946
í Þingholtsstræti 27.
Hafsteinn hefur komið mjög
við sögu félagsmála. Hann hef-
ur meðal annars verið í stjórn
Félags íslenzbra prentsmiðjueig-
enda frá árinu 1950, ritari fyrstu
þrjú árin og síðan gjaldkeri.
Einnig hefur hann gegnt mörgum
trúnaðarstörfum í öðrum félög-
um, sem of langt mál yrði upp
að telja. Síðan 1940 hefur Haf-
steinn annast kennslu í iðn sinni
Fiskibátar
til sölu
57 rúmlesta bátur mikið end-
umýjaður fyrir tveimur ár-
um, með radar, tveimur
vökvadrifnum spilum. Sér-
staklega hagstæðir greiðslu-
skilmálar.
60 rúmlesta bátur. Umbyggð-
ur fyrir einu ári. Einnig vél
endurnýjuð. Er með nýjasta
síldveiðiútbúnaði Útborgun
ekki mikil.
80 rúmlesta bátur í mjög góðu
ásigkomulagi á sérstaklega
hagstæðu verði og hóflegri
útborgun.
58 rúmlesta bátur með nýlegri
vél og öllum nýjustu sigl-
ingartækjum.
40 rúmlesta bátur í góðu
ástandi með nýrri vél. Góð
áhvílandi lán.
Bátarnir geta verið til afhend-
ingar í endaðan maí.
SKIPA- 06
VERÐBRÉFA.
SALAN
SKIPA-
LEIGA M
VESTURGÖTU 5
Simi 13339.
Önnumst kaup og sölu vcrffbr.
við Iðnskólaim í Reykjavík og
sinnt þeim störfum sem öðrum
af mikilli prýði.
Hafsteinn Guðmundsson er
svo fjöihæfur og þekktur maður
af mi'klu starfi, að um hahn væri
margt hægt að segja. en hér er
ekki tækifæri til að minnast á
nema fátt eitt. En þó verð ég að-
eins að minnast á mannkosti
'hans. Hafsteinn er mikill dreng-
skaparmaður og tryggur vinum
sínum, ráðhollur og í öllu hinn
traustasti. Hann er mikitl bóka-
maður og unnandi þjóðlegra
fræða, enda hefur hann sýnt það
í verki. Hann réðst í það ásamt
öðrum árið 1954 að gefa út Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar eftir frum
handritum. Sýnir þessi útgáfa
mikinn stórhug og óbilandi trú
á, að þjóðin kynni að meta þenn-
an mifela menningararf. Verkið
er orðið sex stór bindi, og er til
þess vandað að öllu, bæði að út-
liti og öðrum frágangi. Hafsteinn
lauk útgáfu þjóðsagnanna með
því að géfa út fullkomið regist-
ur yfir allt verkið. Er þetta re-
gistur unnið áf þeirri prýði. að
það má teljast fágæti í íslenzkri
bókaútgáfu, og er að því hinn
mesti fengur fyrir íslenzk fræði,
og verður seinnt fulllþakkað.
Hafsteinn er kvæntur Helgu
Hobbs, hinni mætustu og ágæt-
ustu konu. Hún er dóttir Jósef-
ínu Antoníu Helgadóttur Zoega
og Cliffords L. Hobbs kaup-
manns í Reykjavík og síðar í
Liverpool. Helga og Hafsteinn
hafa búið sér vistlegt og smekk-
legt 'heimili að Lindarbrekku 2 A
og er heimilislíf þeirra hið far-
sælasta. Eg veit, að Hafsteinn
Guðmundsson á langt og far-
sælt starf framundan til heilla
þjóð sinni og fósturjörð —
en fyrst og fremst til efling-
ar auknum menningaráhrifum í
íslenzkri bókagerð. Farsæld og
hamingja fyigi honum og fjöl-
skyldu hans á ókomnum árum.
Hróbjartur Bjarnason.
EKKI TFIRHIAPA
RAFKERFIP!