Morgunblaðið - 08.04.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 08.04.1962, Síða 13
|f Sunnudagur 8. aprll 1962 MORCVNBLÁÐI» 13 Prófkosning Allir flokkar vinna nú kapp- samlega að þv>í að setja saman lista sína við borgarstjórnar- bosningamar, sem fram eiga að fara síðasta sunnudag í maí n.k. Hjá flestum þeirra hvílir mikil leynd yfir undirbúningnum og eiga ahnennir kjósendur lítinn kost á að ráða nokkru verulegu um framboðin. Sjálfstæðismenn hafa annan hátt á. Hið fjöl- menna fulltrúaráð hefur úrslita ráð um sldpan listans, en því til leiðbeiningar hefur kjör- nefnd nú eins og við allar bæj- arstjórnarkosningar frá 1946 efnt til prófkosningar. Henni er svo háttað, að fyrst fer fram tilnefning innan fulltrúaráðsins og síðan eiga allir félagsbundn- ir flokksmenn og aðrir, sem koma á skrifstofu flokksins, kost á að velja úr þeim, sem til- nefndir hafa verið, eða stinga upp á einhverjum öðrum, er þeim sýnist. Með þessu móti geta allir stuðningsmenn flokks- ins í Reykjavík haft áhrif á val frainbjóðenda hans. Kosning- unni lýkur nú um helgina og vonandi neyta sem flestir at- kvæðisréttar síns. Svo er að heyra sem allir, jafnt Sjálfstæðismenn sem and- stæðingar þeirra, telji mikinn sigur flokksins vísan við borg- REYKJAVÍKURBRÉF arstjórnarkosningarnar. Til þess standa og öll rök, bæði í mál- efnum og um forystu. Fyrir- fram skyldi þó enginn vera viss um sigur. Vísasti vegurinn ti'l að fapa er að vera of sigurviss. Nú sem fyrr má enginn láta neitt undan fallast til að tryggja framtíðarheill og velferð höfuð- etaðarins. 'j Þögn Þjóðiljans TJm síðustu helgi hélt hið svo- kallaða Alþýðubandalag aðal- fund sinn eða þing suður í Kópavogi. Frásagnir Þjóðviljans ef samkomu þessari hafa verið *neð fáorðasta móti. Hann skýrði raunar stuttlega frá höfuðræðu „formannsins“, Hannibals Valdi marssonar, sagði frá stjórnar- kosningum og birti stefnuyfir- lýsingu. En ekki hefur honum enn þótt taka því að minnast á ráðstefnuna einu orði í for- ystugrein. Af ritstjórnarskrifum blaðsins mætti ætla, að sam- kunda þessi hefði alls ekki átt Ber stað. Allt ber þetta vitni dapurleika og uppþornunar. — Leynir sér og ekki eftir sam- kunduna, og svartsýni og ó- kyrrð er vaxandi í liði Alþýðu- bandalagsmanna á Alþingi, bæði bandingjanna þriggja og komm- únistanna, meðlima Sameiningar tflokks alþýðu, Sósíalistaflokks- ins, sem hafa ráð hinna í hendi eér. Dapurleg samkunda Risið á þessu bandalagi er nú ólíkt lægra en þegar það var ptofnað fyrir h.u.b. sex árum. I júní 1956 birti það stefnuyfir- lýsingu. Aðalatriði hennar var að mynda skyldi nýja ríkis- Btjórn. Samstarfi skyldi komið é milli ríkisstjórnar og verka- lýðssamtaka um framkvæmda- ©g stefnuyfirlýsingu Alþýðu- eambands fslands. Nú er ekki minnzt einu orði á myndun ríkisstjórnar og framkvæmd á etefnuyfirlýsingu Aiþýðusam- bandsins ,né samstarf milli slíkr fcr ríkisstjórnar og hagsmuna- eamtaka í landinu. Svo er að Bjá sem þessir vesalings menn ekilji sjáifir, að ekkert er síð- ttr vænlegt til fylgis en tal um nýja V-stjórn. 1956 stóð ekki einungis til og tókst að mynda . Laugardagrir 7. apríl. stjórn að óskum Alþýðubanda- lagsins, heldur var tilgangurinn sá að mynda nýjan flokk, sem átti að einangra kommúnista, gera þá valdalausa í sínum eig- in hóp og með því móti tryggja landinu vinstri stjórn um næstu 20 ár, eins og Hannibal Valdi- marsson komst að orði. Úr hinni nýju flokksmyndun varð ekk- ert. Þvert á móti tóku komm- únistar ráðin í bandalaginu og hafa haldið þeim fram á þenn- an dag. Höfuðviðfangsefnið undan- farna mánuði hefur verið að reyna að efna til nýs bandalags, sem gæti orðið kommúnistum haldbetri hula heldur en Al- þýðubandalagið hefur reynzt. — Dapurleikinn og vonleysið nú sprettur ekki sízt af því, að þetta hefur gersamlega mistek- izt, og það sem verra er fyrir bandingjana þrjá, að þeir sæta síaukinni tortryggni í röðum kommúnista. Þar eru þeir með- höndlaðir sem hverjir aðrir flugumenn. Ekki er tekið meira mark á orðum þeirra en þótt hundur gelti og þeir verða að sæta ónotum og kúgun af því, að þeir treysta sér ekki til að standa á eigin fótum. Þeir, sem ætluðu sér að einangra komm- únista, óttast nú mest að verða útskúfaðir úr þeirra félagsskap og þar með missa þær vegtyll- ur, sem þeir enn hafa af náð kommúnista. Fjandskapmmn við almanna- varnir Engir hafa oftar né lengur en kommúnistar talað um þá eyð- ingarhættu, sem varnir á ís- landi færi yfir þjóðina. Þeir hafa meira að segja látið sér sæma að hóta Reykvíkingum og ná- grönnum okkar við sunnan- verðan- Faxaflóa með gereyð- ingu af völdum atómsprengju. Því mætti ætla, að kommúnist- ar fylgdu af ákefð öllum ráð- stöfunum, sem gerðar væru til að draga úr þessari að þeirra dómi, geigvænlegu hættu. Þeir höfðu og ekki uppi nein mót- mæli, þegar Alþingi samþykkti fyrir jólin að verja á þessu ári einni milljón kr. til almanna- varna. Ekki létu þeir heldur á sér kræla við 1. umræðu frum- varpsins um almannavarnir nú fyrir nokkrum vikum. Við 2. umræðu málsins kom hins veg- ar í ljós ,að þeir voru fullir fítónsanda á móti því. Menn minntust þess þá, að eitt af af- rekum V-stjórnarinnar var að neita að greiða lögáskilin fram- lög til loftvarna hér í bæ. Er ekki að efa að þau svik hafi verið að undirlagi kommúnista. Hinn sami hugur brauzt nú aft- ur út. Ofstæki þeirra er naum- ast einleikið og kynni að vera að Einar Olgeirsson hafi fengið leiðbeiningu um þetta á komm- únistafundinum, sem haldinn var með fulltrúum hvaðanæva af Norðurlöndum í Helsingfors dagana áður en Norðurlandaráð kom þar saman um miðjan marz. Á að sprengja alla fb^velli í loft upp? Þó að kommúnistar ættu sam kvæmt málflutningi sínum að vera allra manna áhugasamast- ir um að koma hér upp al- mannavörnum, þá fer því fjarri að rétt sé kenning þeirra um, að það séu varnirnar, sem skapi árásarhættuna. Einar Olgeirsson hélt því fram á Alþingi, að bezta varúðarráðstöfunin væri að reka varnarliðið úr landi, en varð að viðurkenna, að það dygði ekki. Næsta úrræði hans var það, að ef hættu bæri að höndum, skyldu íslendingar sprengja í loft upp alla flug- velli í landinu! Þó að því sé sleppt ,að viðbúið er, að slíkar ráðstáfanir, yrðu ekki gerðar fyrr en um seinan, þá er óum- deilanlegt, að Einar viðurkenndi með þessu að það er lega lands- ins og aðstaða en ekki varnirn- ar ,sem hér skapa árásarhættu. Þetta lýsti sér enn berlegar í því, að Einar fullyrti, að menn hefðu fyrst sett lög um loft- varnir hér næsta sólarhring eft- ir að ríkisstjórn íslands hafði samið við Bandaríkin í júní 1941 um hervernd þeirra á land inu. Þarna yfirsást honum illi- lega, eins og Lúðvík Jósefsson varð að leiðrétta í næstu ræðu. Loftvarnir voru lögboðnar með bráðabirgðalögum strax í ágúst 1940, löngu áður en Bandaríkja- menn komu til landsins. Þá höfðu Bretar hernumið landið nokkrum mánuðum áður og á meðan engir flugvellir voru hér til. Hernám Breta og allt, sem síðan hefur gerzt, sannar, að ís- land þarf ekki síður en önnur þjóðlönd á vörnum að halda. Einar vili ekki láta tala um ófriðar- hættu! Þá eyddi Einar Olgeirsson löngu máli í að útskýra fjálg- lega, að ekki mætti tala um ófriðarhættu. Var svo að skilja sem hann óttaðist ,að þvílíkar umræður mundu hafa óholl á- hrif á æskulýðinn. En á ekki æskulýðurinn rétt til þess, að honum sé sagt satt um ástand þess heims, sem hann vex upp í? Allir góðviljaðir menn harma að hætta skuli vera á nýjum heimsófriði, en hættunni verður ekki útrýmt með því að láta eins og hún sé ekki til. Fróð- ustu menn hafa lýst yfir því, að frá 1945 hafi aldrei verið meiri hætta á því að ný stór- styrjöld brytist út heldur en á síðasta ári. Enn hefur ekki tek- izt að eyða neinu þeirra vanda- mála, sem þá hættu sköpuðu. Berlínardeilan er enn óleyst og kommúnistar ítreka alltaf öðru hvoru hótanir sínar um valdbeitingu þar. Á afvopnunar- ráðstefnunni í Genf hvorki rek- ur né gengur. Ef nokkuð er, þá miðar heldur aftur á bak. Sovétstjórnin er ófáanleg til að semja um bann við kjarnorku- tilraunm, ef því banni á að fylgja nokkurt alþjóðlegt eftir- lit, sem að gangi verði. Þvert á móti segir hún nú, að hún muni hefja nýjar kjarnorku- sprengingar i lofti, ef Banda- ríkjamenn framkvæmi þær til- raunir, sem þeir hafa boðað. En BandarHtin ítreka tilboð sitt um að hætta við þær, ef samn- ingar um fullnægjandi eftirlit takist. Meðan á því líkri sjálf- heldu stendur, verða menn að vera við öllu búnir. Frjálshuga menn mega ekki slaka á vörn- um sínum, því að þær eru bezta trygging friðarins. Almannavarn ir eru einn þáttur þeirra. Samvizkan slær þá Erfitt er að greina á milli, hvorir eru æstari kommúnistar, þegar þeir tala um almanna- varnir, eða Framsóknarmenn í ræðum s ínum um stofnlána- deild landbúnaðarins. Það er að vísu engin nýjung að Framsókn armenn sýni kergju og þver- girðing þessi síðustu misseri. Eft- ir uppgjöfina alræmdu hinn 4. des. 1958 hafa flestar athafnir þeirra markazt af þessum skap- eigindum. Jafnvel dagfahsprúð- ir og meinhægir menn umhverf- ast og sjá svart, þegar þeir birt- ast í ræðustólnum á Alþingi. Aldrei bregðast þeir þó verr við, en þegar ríkisstjórnin ber fram tillögur til umbóta fyrir landbúnaðinn. Þær tillögur eru orðnar býsna margar, svo hörmu legur sem viðskilnaður Fram- sóknar var jafnt í landbúnaðar- málum eins og öðrum þjóðmál- um, Einna verst hafði Framsókn þó leikið búnaðarsjóðina, sem voru undir hennar forsjá í Búnað arbankanum. Þar blasti hreint gjaldþrot við, enda hafði því ár um saman verið forðað með sláttuvíxlum og skuldaruppgjöf af hálfu ríkissjóðs. Forsjár- menn sjóðanna hegðuðu sér eins og versta tegund óráðsíumanna, sem fleyta sér með hengingar- víxlum og plötuslætti frá degi til dags. Hinir skynsamari menn innan Framsóknar gera sér þetta Ijóst. Önuglyndi þeirra nú á ekki sízt rætur sínar að rekja til þess, að hinir hyggn- ari menn harma, að þeirra eig- in forystumenn skyldu halda svo hörmulega illa á. Skapið versn- ar um allan helming, þegar for- ystumennirnir hreltja skikkan- lega þingmenn upp í ræðustöl- inn, til þess að verða þar að við- undri og dregur það sízt úr svið- anum, þegar Tíminn gabbast að þeim með hóli fyrir framimistöð- una, sem sáist ar betri en mát- staðurinn. Landbúnaðurinn og Efnahagsbanda- lagið Fyrir nokkru var Búnaðar- þing áfellzt fyrir að hafa var- að við þvílíkri þátttöku í Efna- hagsbandalagi Evrópu, sem gæti orðið íslenzkum landbúnaði hættuleg, af því að hann væri ekki samkeppnisfær við land- búnað suðlægari landa. Slík á- deila er ekki réttmæt. Þvert á móti er sú hreinskilni virð- ingarverð að viðurkenna, að ís- lenzkur landbúnaður er um margt ekki samkeppnisfær við landbúnað annarra þjóða. Stund- um tala menn svo sem þeir geri sér alls ekki grein fyrir þessu. En hvaðá von er er til þess, að landbúnaður í okkar erfiða en ástkæra landi geti keppt við landbúnað þeirra þjóða, sem búa við miklu betri veðurskilyrði? Við komust ekki framhjé staðreyndum í þessum efnum fremur en öðrum. Með þessu er engan veginn sagt, að ís- lenzkur landbúnaður eigi ekki rétt á sér. Bæði kann vel að vera að hann sé samkeppnis- fær jafnvel á erlendum mörk- uðum í einstökum greinum, þó að svo sé ekki alménnt. Og hvað sem öl'lum samkeppnis- möguleikum líður, þá getur ís- lenzka þjóðin alls ekki lifað án landbúnaðar í sínu eigin landi. Skiptir þar engu þótt hægt væri að sanna, sem ebki er, að um sinn væri ódýrara að flytja imn allar landbúnaðarvörur handa íslenzkum neytendum og leggja islenzkan landbúnað niður. — Slíkt væri alger fjörráð við ís- lenzku þjóðina. Þess vegna kem ur ekki til mála, að íslendingar gangi í Efnahagsbandalag Ev- rópu eða tengist því á nokkurn þann hátt, sem hefði í för með sér hættu fyrir tilvist land- búnaðar hérlendis. r Islenzk sveitamenning Með þessu er ekki sagt, að það sé ýkjulaust, sem Huginn skrifar nýlega í Islending á Ak- ureyri, er hann ræðir um þörtf Mývetninga fyrir rafmagn og segir: „Það eru að sjálfsögðu þæg- indi hins nýja tíma ,sem allir eiga tilkall til svo fljótt sem við verður komið. En menning- arinnar vegna þurtfa þeir ekki rafmagnið. Þeir búa yfir alda- gamalli menningu heima, hinni íslenzku sveitamenningu, sem er allri menningu æðri“. Við megum ekki halda að menning okkar sé allri menn- ingu æðri. Með því leggjum við rangt mat á okkur og umheim- inn. Hitt skulum við játa, að Islendingar eiga sinni gömlu sveitamenningu ómetanlega mik ið að þakka. Það er undursam- legt, að hún skyldi skapast og haldast við þær aðstæður, sem fólkið þá bjó. Nú eru aðstæð- ur breyttar. Sveitamenningin hefur einnig breytzt og þýðing hennar í þjóðlífinu er ekki hin sama og áður. En við eigum eftir að skapa jafnrótfasta menn ingu í þéttbýlinu og myndast hafði í sveitunum. Víst er að án sannarar sveitamenningar er íslenzka þjóðin í beinni lífs- hættu. Hér þarf allt að hjálp- ast að til þess að halda jafn- vægi bæði í menningu og fjár- málum. Við höfum of fáar stoð- ir undir okkar efnahag. Þar þurfa fleiri að koma til og enga má skerða, allra sízt þá stoð, sém landbúnaðurinn er og verð ur íslenzku þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.