Morgunblaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. april 1962 Saltsuða úr sjó við jarðhita Ít Saltnotkun tæplega nógu mikil. Síðan skýrir hann í stuttu máli frá því hvernig salt er yfir leitt unnið. Nú er mestur hluti þess unninn úr neðanjarðarsalt- lögum, sem stafa frá uppþornuð- um sjó og ýmist náð með venju- legum námugreftri eða með því að skola því upp með vatni, og vatnið síðan látið gufa burtu. Einnig er salt unnið úr söltum stöðuvötnum eða úr sjó, og >á mest í heitum löndum, þar sem sjórinn er settur í uppistöður við ströndina og náttúran síðan látin um eimingu. Aðalatriðin í sjálfri saltvinnslunni úr þunnum upp- lausnum eins og sjó eru því að- eins tvö, þ.e. flutningur sjáv- arins að verksmiðjunni og orku- þörfin við vinnsluna. — Hér hef- ur athyglin lengi beinst að jarð- hita sem aflgjafa. segir Baldur, Mikilvægur hráefnagrundvöllur fyrir efnaiðnað í GREININNI um hagnýt jarð- efni, sem Tómas Tryggvason skrifar í bókina Náttúra íslands, stendur eftirfarandi klausa: Salt mun hafa verið unnið á íslandi með þarabrennslu frá því á land- námsöld og lengi fram eftir öld- um, Frumkvæðið að saltsuðu við hverahita átti Skúli Magnús- son, fógeti og lét hann gera til- raun með hana að Reykhólum á Barðaströnd. í kjölfar þeirrar til raunar fylgdu fleiri svipaðar til- raunir og 20 árum eftir tilraun Skúla að Reykhólum vax svo haf in saltsuða í allstórum stíl að Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Saltsuðan fór þannig fram, að sjór var eimaður við hverahita. Suðan að Reykjanesi stóð í 10 ár, en var þá lögð niður vegna framleiðslugalla. Við suðuna voru notaðar blýpönnur, og varð saltið blýmegað. Saltsuðan að Reykjanesi var mjög athyglisverð tilraun til að hagnýta jarðhita, og er í raun- inni ennþá athyglisverðari fyrir okkur, sem nú lifum heldur en hiún var á átjándu öld. Nú eru öll tæknileg skilyrði til öflunar og nýtingar jarðhita mun betri en þá var, enda eru nú uppi ráða gerðir um saltsuðu úr sjó við jarðhita á nýjan leik. Tvö hagkvæm jarðhitasvæði Hvaða ráðagerðir? Eyru fréttamannsins sperrt- ust við lestur þessarar síðustu setningar. Og við eftirgrennslan kom í ljós, að Baldur Líndal, efnaverkfræðingur hefur haft á hendi rannsóknir á því hvort ekki væri vænlegt fyrir fslend- inga að nota jarðhita sinn til að vónna salt úr sjó, og ekki aðeins salt heldur jafnframt önnur efni. Hafa í því samibandi komið hér tæknifræðingar, dr. Patel frá Bandarísku tækniaðstoðinni og Tobey frá Sameinuðu þjóðunum. — Þessi rannsókn sem nú fer fram, er ekki eingöngu miðuð við líðandi stund, heldur beinist hún beint að grundvallaratriðum íslenzks athafnalífs í framtíðinni, sagði Baldur er við gengum á hann um þetta. Þetta er allt í deiglunni og verður það fyrst um sinn. En það hlýtur að koma að því að framkvæmdir verði timabærar. Baldur Líndal. og svo vel vill til að tvö mikil- væg jarðhitasvæði hér á landi liggja nærri sjó, Krísuvík og Reykjanestá. Og þessi svæði liggja einnig vel við aðalmarkað- inum, sem er fiskvinnslustöðv- arnar. Aftur á móti er saltmarkaður- inn hér það lítill og einkum dreifður, eitthvað milli 50—60 þús. lestir á ári, að ef einungis er um hann að ræða, þá er hægt að slá því nokkurn veginn föstu, að ekki er ástæða til að leggja áherzlu á saltvinnslu. Kostnaður inn við að flytja saltið í smá- skömmtum út um land, yrði of mikill eins og er. Og við höfum ekki eins og stendur komið auga á leið til að framleiða svo lítið magn af salti þannig að það verði ódýrara en innflutt. Þó erum við vissulega ekki langt frá því marki. Hins vegar finnst mér ástæða til að halda að breyting verði á þessu og við munum þurfa í meira mæli salt til efna- iðnaðar. Og þá breytast viðhorf- in. ★ Sjóefnaverksmiðja hugsanleg. Eitt af þeim atriðum, sem gæti verið málinu hagstætt, er að vinna fleiri efni en saltið eitt úr sjónum með jarðhitanum, og reisa sjóefnaverksmiðju. — Þó magnið sé mest af solti í sjónum, þá er ekki mesta verðgildið í því. — Hvaða efni eru helzt unnin í sjóefnaverksmiðju, fyrir utan saltið? — T.d. gips, magnesumoxið, kalíumklórið, kalsíumklórið og bróm. Til þess að fá þessi efni fram þarf ekki annað viðbótar- hráefni en kalk, sem hægt er að afla hér. Með því gæfist mikil- vægur hráefnagrundvöllur fyrir efnaiðnað, sem hér mætti reka. — Þarf stóra og dýra verk- smiðju til að vinna salt og önnur efni úr sjónum? — Ég veit ekki hvað segja skal. Varla má nefna lægri tölu en 3—4 milljónir dollara, til að koma henni upp. Síðan skýrir Baldur okkur í stuttu máli frá tæknilegri hlið málsins. Saltvinnsla úr sjó skipt ist í tvo meginþætti. Sá fyrri er sá að nema burtu það mikinn hluta vatnsins, að eftir verði því nær mettuð saltupplausn, og er það frumvinnsla. Síðari þátturinn er að iáta fara fram uppgufun á mettuðu saltlausninni og skilja frá saltið, sem myndast við það, og er það hin eiginlega salt- gerð. Sá hluti hefur reynzt auð- leyst viðfangsefni og krefst, þrátt fyrir aukaefnin í sjónum lítils frá viks frá venjulegum margþrepa eimingartækjum, sem notuð eru almennt við saltvinnslu. En til að spara orku, er gufan í þeim, notuð koll af kolli við lægri þrýsting í einum katli eftir ann- an og eru minnst fjórir katlar tengdir saman á þennan hátt. Þessi tæki kallast margþrepa eimar og geta þeir sparað gufu í hlutfalli við fjölda þessara eiminga í röð, þannig að í stað 4—5 kg. af gufu á móti hverju kg. af salti þarf e.t.v. aðeins um eitt kg. af gufu. Voru gerðar tilraunir hér sem sýndu, að unnt væri að ná mestum hluta saltsins á þennan hátt. Gróft salt í fiskinn. Aftur á móti segir Baldur að annað vandamál hafi vafizt fyr- ir sér í mörg ár. Þessir venju- legu margþrepa eimar gefa fínt salt, en vegna fisksöltunar hér er nauðsynlegt að geta framleitt gróft salt. í fyrstu beindist athygli hans að samsvarandi aðferð við þá sem náttúran hefux við fram- leiðslu stórra einstakra kristalla, en hún er alltof hægfara, því kristallamir eru margar vikur að myndast Hægt er að visu að flýta þessu, en hæpið að lögun og stærð kxistallanna yrði þá fuUnægjandi. En þá datit hann ofan á lausn . Ég var á gangi með dr. Patel um saltverkunarstöð í Reykjavík, segir Baldur, og vildi þá svo til að verið var að saita með steinsalti, þ.e. salti sem hafði verið brotið 1 námu, en ekki með sjósalti frá Miðjarðar- hafinu, sem er hið venjulega innflutta salt hér. Handfylli af steinsaltinu gaf þá nýjan hug- mynd. Þetta salt leit ekki út fyr- ir að vera kristaUað heldur pressað saman. Okkur datt þá í hug að alveg eins mætti pressa smáu kristallana frá venjulegum saltgerðtækjum saman og mala þá síðan á sama hátt og gert hafði verið með þetta salt Eftir að farið var að grennslast fyrir um þetta, kom í ljós, að verk- smiðja í Kanada, vinnur salt til fisksöltunar á þennan hátt og hefur kanadíska saltið verið reynt hér við fisksöltun og reynzt vel. Saltgerðin sjálí yrði því ekki vandamál hér. Frumvinnslan sjálf, þ.e.a.s. að skilja mesta vatnsmagnið frá í upphafi, til að flytja ekki aUt iþetta magn af sjó í verksmiðj- una, gæti orðið erfiðari. I full- söltum sjó eru 28 kg. af salti í hverjum rúmmetra og við góð vinnuskilyrði yrði að nást 25 kg. þar af. Til að flá kg. af salti, þarf að nema burt 34 kg af vatni I frumvinnslunni, ef gert er ráð fyrir að í saltgerðarþættinum séu numin burtu 4 kg. vatns. ★ Saltið íslenzkt hráefni. Varðandi seltuna hafa farið fram selturannsóknir í sjónum á svæðinu frá Þorlákshöfn til Akraness. Eðlileg úthafsselta við Suðvesturland reyndist 34—35%c. Sumsstaðar var sel.tan mjög mis- munandi yfir daginn eða eftir árstíma, en það skiptir auðvitað, máli í sambandi við vinnslu, sem yrði að sjálfsögðu miklu dýrari þar sem nema þyrfti burtu meira magn af vatni til að fá kg. af salti. Varðandi staðsetn- ingu á verksmiðju þarf því að taka slíkt til greina. Þannig stendur nú málið. Víð- tækar .ranmsókjiir hafa farið fram á því hvort saltsuða úr sjó með jarðhita sem aflgjafa yrði hagkvæm og hvernig hún yrði þá hagkvæmust. — Afstaðan til slíkra mála breytist ár frá ári, segir Baldur Líndal. Tæknilegar athuganir standa fyrir sínu, en markaðurinn getur breytzt og öll aðstaða. Fá mál tel ég grund- vallarlega mikilvægara að leysa með tilliti til kemisks iðnaðar og rannsóknir þær sem gerðar hafa verið benda eindregið til þess að salt megi þegar telja ielenzkt hráefni, a.m.k. ef um efnaiðnað er að ræða. — E. Pá. Heiídsölu- eða skritslofuh úsnæ ði 3 herbergi, við miðbæinn, er til leigu frá 14. maí Tilboð merkt: „Verzlunarstaður — 9090“, sendist afgr. Mbl. hnUtalausar síldarnætur m JOM MSENS SÖOINIR BERGEN Við bjóðum yður hnútalausu næturnar frá JOHAN HANSENS SÖNNEB í Bergen. Þessi tegund af hnútalausum nótum er amerísk uppfinning. sem Bandaríkja- menn hafa notað síðan 1950. JOHAN HANSENS SÖNNER voru þeir fyrstu, scm hófu framleiðslu á hnútalausum nótum á Norðurlöndum árið 1960 og hefir þessi nýja framleiðsla á skömmum tíma rutt sér óðfluga til rúms í Noregi. Næturnar eru framleiddar úr 100% nælon þræði í öllum möskvastærðum og 4 garnþykktum. Siðan vélarnar voru settar upp í Noregi, hafa þær starfað dag og nótt, til þes« að fullnægja eftirspurninni. Hnútalausar nætur hafa eftirfarandi kosti framyfir hnýttar nætur. 1. Léttara að draga þær í sjónum. 2. Hafa meira slitþol. 3. Auðveldara að gera við þær, þar sem þær rifna á leggnum á sama hátt og bómullarnætur. 4. Stærðin á möskvunum er alltaf jöfn. Engir dragmöskvar. 5. Það fer minna fyrir nótinni, og þessvegna þægilegri fyrir notkun í kraftblökk. 6. Ódýrari en hnýtt nót. Johan Hansens Sönner er ein af elztu og traustu veiðarfæraverksrmðjum Noxegs og hefir selt veiðarfæri hingað til lands í heilan mannsaldur. Þessi verksmiðja selur aðeins vandaðar vöiur. Allar upplýsingar gefa: Umboðsmenn: Þórður Sveínsson & Co. hf. Síml 18—700. %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.