Morgunblaðið - 13.04.1962, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.04.1962, Qupperneq 11
Föstudagiir 13. apríl 1962 MÖRGUNBLAÐIÐ 11 Petersen Bernhard stórkaupmaöur f HÓPI íslenzkra athafnaitnanna liafa ætíð nokkrir verið fóstur- 6ynir þjóðarinnar, af erlendum Etofni, og sumir þeirra hinir mæt ustu þegnar. Þeir hafa komið til landisins úr ýnjsum áttum, en menn á Norðurlöndum hefur þó ætíð borið haest. Hingað tiil landsins koan árið 1905 ungur maður frá Tromsö í Norður-Noregi, Bernhard Ajlfred Meyer Petersen, sonur Petters Johansens bónda á Lanes og konu hans Ingeborg S aloroonsd atter, fæddur 28. marz 1886. Honum hefur, eins og fleiri löndum hans frá þessum slóðum, fundist það érermMegur prófsteinn á útferða þrána að leggja leið sína til ís- landa Og freista þar gaefunnar. Það var ekiki úr háum söðli að detta, þótt tilraunin heppnaðist ekki. En sá, sem leggur frá lanöi út f óvissuna, með malpokann ein an að förunauf og máske ekki einu sinni neitt fararnesti annað en tnina á sjálfan sig, þari að hafa hugarfarsögu hetjunnarhans Knuts Hamsuns, og vera þesis albúinn „at fuske i lirtt av hvert“. Þetta hugarfar hafðd Bernhard Petersen líka, bjartsýnismaður og til í al'lt heiðarlegt starf, enda varð það meðal hans fyrstu verka hér á landi að taka að sér máln ingu á pakkhúsum útgerðarstöðv íirinnar í Viðey hér við bæ. En é þeim árum, eins og bæði fyrr og síðar, þóttu Norðmenn yfir- leitt einskonar þúsund þjala emiðir, hér á landi, enda reynd- Uist margir þeirra vel gerðir menn. Móttökjurnar, sem Bernhard fékk við komu sína hingað, hafa fallið honum vel í geð, þvi Skjótt gerði hann vini smum Emil Rokstad orð um að hingað skyldi hann líka koma, sem og varð. Þessir tveir vinir áttu síðan þátt í þeirri viðskiptalegu þróun, sem fór geyist hér á landi á fyrstu ár um innlendrar ríkisstjórnar. Það tók Bernhard Petersen etoki lan-gan tíma að átta sig á þvi, hvert stefndi í atvinnulífi íslands. Sjávarú'tvegur var í örum ve»ti og þangað beindist því Jljótt hugur hans, en hann er hafði áttað sig hér. Eg þokki þvi miður ekiki til hlítar upphafssögu Bernhards Petersens hér á landi, en þegar ég kom úr menntaskóla 1917, var Bernhard Petersen Orðinn einn umsviifamiesti útflytjandi margvíslegra sjávarafurða, þó einkum lýsiis og hrogna og Innflytjandi aðalhráefna til sjáv arútvegsin®. Hann var kominn í tölu stórkaupmanna landisins, seim ekki var stór hópur manna þá. Því mikla róti, sem heimsstyrj öldin orsakaði í viðskiptum landa á milii, höfðu íslenzkir út flytjendur aldrei kynnzt fyrr, enda sogaðist þá margur niður í fjárhagslegum eríiðleikum, sem 6igldu í kjölfar stórkostlegs verð falls, og risu margir ekki aftur upp á yfirborðið. Bernhard Peter sen tók þá einnig stórar dýfur í viðskiptunum, sem nærri riðu honum að fullu. En hann félkk færi á að rátta við, og tókst al- veg um síðir að koma málxxm sín xxim í örugga höfn. Naut hann þess þá, hve áreiðandegur hann var í viðskiptum og lagði hart að sér. Kunningsskapur okkar Bem- hards Petersens hófst ekki fyrir alvöru fyrr en xxm 1930, er ég fór að starfa að svipuðum við- skiptamáhxm og hann, á svíði lýsisframileisðlu og útiflutnings. Við vorum að vissu leyti keppi nautar, því báðir vildu færa við skiptamönnum sínum sem bezt an árangur. En á bak við þá staðreynd var okkur báðum ljóst, að við unnxim að sameigin- legu taikmarki, velferð íslenzkra útflutningsviðskipta með lýsi. Eg lit á samskipti okkar Bern hardis sem samstarfc, er ég vildi ekki hafa misst úr lifsreynslu minni. Hann var þaulkixnmxgur viðskiptamálunum, og tók með skilningi og uppörfun tillögum um nýbreytni, sem mér fannst þörf á að kioma á framfæri. Við urðum því fljótt mjög góðir kixnn ingjar. Hinum margháttuðu störfxxm, sem með árunum jukust stórum í starfsemi Bernhards Fetersen sinnti hann með óbilandi elju, þótt aldur færðist yfir og þung bær sjúkdómur herjaði hann ár um saman, unz yfir lauk. Síð- asta áratuginn naut hann í vax andi maeli aðlstoðar sonar sins Gunnrs, sem nú stendur fyrir starfseminni og sýnir öli merki þess, hverrar aettar hann er og hvar hann nam staríið. í desember 1932 gekk Bern- haid Petersen að eiga Elinu Frið riksdóttur Theodóre, ekkju Skúla Jónssonar kaupfélagsstjóra á Blönduósi. Þau eignuðust son, en misstu hann kornungan. Konu sína missti Bernhard síðan í nóv ember 1935, og brá þá enn dimm um skugga á heimilislíf hans og stjúpbamanna fimm. Aftur birti þó ytfir heimilli Bernhards Petersens, er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Önnu Magnúsdóttur, í septem- ber 1938. Þau eignuðust fjögur börn, Bernhard, -Elsu, Othar og Ævar. Það er því stór ástvina- hópurinn, sem nú horfir með söknuði á bak kærum heknilis- föður. Vinahópur Bernhards Peter- sens var stór, enda var hann alls staðar aufúsugestur, sem yljaði með glaðværð sirmi og góðvild- arhug til allra. Það minnast hans þvi margir í dag með þakkarhug fyrir trygga vináttu. Ástvinum hans óska ég far- sældar og góðs gengis. Ásg. Þorsteinsson. í DAG er til moldar borinn Bernhard Petersen, stórkaup- maður. Með honum er horfinn mikill dugnaðar- og atorkumað- ur, ■ sem með starfi sínu í þágu útflutnings og vinnslu íslenzkra fiskafurða hefir unnið íslenzku þjóðinni mikið gagn. íslenzkur var - hann þó ekki að ætt né uppruna. Ætt hans var norsk, en hingað til lands kom hann 19 ára gamall, og hér ól harm síðan allan sinn aldur, þar til hann lézt hinn 8. apríl síðastliðinn, 76 ára að aldri. Ég ætla ekki að rekja ævi- starf Bernhards Petersens, þótt það hafi verið bæði mikið og langt, enda munu vafalaust aðrir gera það. En eins og kunn- ugt er reisti hann og starfrækti hér í bæ stóra lýsishreinsunar- stöð og annaðist auk þess sölu og útflutning ýmissa annarra fiskafurða. Á lýsishreinsunar- stöð sinni tók hann við óhreins- uðu lýsi og lifur víðs vegar af landinu, verkaði það og gerði úr þv£ góða útflutningsvöru. Kynnt ist hann því í starfi sínu fjöl- mörgum mönnum, bæði innlend um og erlendum, og hygg ég, að allir séu á einu máli um, að harxn hafi í öllum viðskiptum sínum sýnt einstaka lipurð, HVEITIÐ sem hver reynd húsmóðir þekkir ...og notar í allan bakstur drenglyndi og sanngirni. Gilti einu, hvort um var að ræða ís- lenzkan útvegsbónda, sem sendi honum eina eða tvær lýsistunn- ur, eða fulltrúa stórra erlendra fyrirtækja. Eg var svo lánsöm að ráða mig til starfs á skrifstofu Bern- ihards Petersens fyrir rösklega 21 ári og starfaði þar með stutt- um hléum næstu 20 ár. Hjá hon- um var gott að vinna, því að einnig gagnvart okkur starfs- fólkinu komu fram þeir þættir í skapgerð hans, sem ég gat um áðant lipurð, drenglyndi og sanngirni. Enda þótt Bernhard Petersen fylgdist að sjálfsögðu vel með tímanum í starfi sínu, var hann að sumu leyti sannur fulltrúi gömlu kynslóðarinnar — í beztu merkingu þess orðs — iþeirrar kynslóðar, sem mat dugnað og vinnusemi, hústoónda hollustu og samvizkusemi, enda voru þessir eiginleikar í fari hans sjálfs. Þeirra leitaði hann einnig hjá fólki því, er hann réð i þjónustu sína, ekkj síður en verklagni eða kunnáttu í tungumálxxm og bókhaldi. Ef til vi'U var það þess vegna, sem nýi timinn, með kjaradeilum og oft fremur kuldalegri afstöðu starfs fólks til atvinnuveitenda sinna, náði aldrei inngöngu í fyrirtæki Bernhards Petersens. Þar voru allir ánægðir við vinnu sína, fúsir til að hjálpa hver öðrum, ef þess gerðist þörf, og ef stöku sinnum þurfti að vinna svolátið fram yfir venjulegan vinnutíma, voru allir fúsir til þess, enda var það ekki misnotað. Öll þau ár, sem ég starfaði hjá Bernhard Petersen, man ég aldrei eftir neinu missætti, ekki einu sinni styggðaryrði, hvorki mxlli starfs fóliksins inntoyrðis né milli þess og húsbóndans. Býst ég við að slíkt sé fremur fátítt, og efast ég ekki um, að þar gætti áhrifa frá húsbóndanum. Bkki hélt þó Bernhard Petersen uppi aga hjá starfsfólki sínu með sxfellduin aðfinnslum og umvöndunum, ef ekiki gekk allft eins vel og skyidi. Þvert á mó'ti ávítaði haim menn mjög sjaldan. En hann var óspar á hrósyrði, ef hann fann. að menn gerðu sitt bezta. Og ein- mitt þess vegna þótti öllum vænt um hann og lögðu sig fram urn að vinna verk sitt vel. Oft hefi óg hugsað um, hversu miMu skemmtilegra er að vinna á slíkum stöðum og hversu miklu betur vinnan gengur, þeg- ar menn finna, að það er metið, sem vel er gert, heldur en ef sxfellt er verið að finna að, ef eitthvað ber út af, en aldrei lát- in í ljós ánægju með það, sem vel tekst. Bernhard Petersen var mjög heilsuhraustur maður og verk maður mikill langt fram á f-ull- orðinsár. En fyrir allmörgxxm ár- um veiktist hann a.’.varlega og náði sér aldrei fyiiilega eftir það. Færðist þá stjóm fyrirtæk- is hans smám saman æ meir yfir á herðar sonar hans, Gunn- ars, sem ávallt hefir inm það starf af hendi af mestu prýði. Síðustu árin var Bernhard Pet- ersen oft fjarverandi vikum og jafnvel mánuðum saman vegna sjúkleika sins, og starfsdagur hans varð eðlilega styttri eftir þvi sem aldurinn færðist yfir hann og veikindi hans ágerðust. En alltaf var hann iullur áhuga fyrir starfi sinu og vann að því á meðan hann mátti uppi standa, þótt heilsan væri ekki ætíð sem bezt. Geta menn ímyndað sér, hversu þungt honum hlýtur að hafa fallið, er hann fann, að kraftarnir og heilsan þurru, svo mikill starfsmaðxxr sem hann var. En þá átti hann góða vini í raun, sem gerðu honum mótlæt- ið og vei'kindin léttbærari, og þá fyrst og fremsi konu sína, fni Önnu Petersen, sem sýndi honum frábæra umhyggju og ástúð allt til hinztu stundar, og son sinn, Gunnar, sem létti af honum öllum áhyggjum af fyrir- tæ'kinu. En þótt ég sé þess fullviss, að stjórn fyTÍrtæikisina er í hinum beztu höndum, þó veit ég lika, að skarð Bernhards Petersens verðuir aldrei fyllt. Fyrirtækið, sem hann stotfnaði fyrir 55 árurn og helgaði síðan allt sitt ævi- starf, verður ékki það sama, þeg ar gamli maðurinn er horfinn. Frú Önnu Petersen og börnum Bernhards Petersens votta óg innilegustu samúð mína, svo og stjúpbörnum hans og vinum, sem hann hefir ávallt reynzt hinn bezti drengur og sanraur vinur. Guðrún Arnalds, FÁMENNUM þjóðum sem okk- ur íslendingum er ekkert nauð- synlegra en að eiga góðum og hæfum starfskröftum á að skipa í hverju starfi. Yfirleitt hetfur ög vel tekizt hjá okkur, og þé kannske ekki sizt vegna þess, að í uppbyggingu helztu at- vinnuvega okkar nutum við þess í ríkum mæli, að ungir menn og dugmiklir frá frænd- þjóðum okkar á Norðurlöndum lögðu hingað leið sína í byrjun þessarar aldar og hótfu störf við úrvinnslu helztu afurða okkar. í þann tíð var þjóðin fátæk og vankunnandi og það var nauðsynlegur þáttur í uppbygg- ingu atvinnuvega okkar að flytja inn kunnáttumenn á flest- um sviðum. Þau dæmin, sem flestir kannast við eru vafa- laust síldarvinnsla Norðmanna á Norður- og Austurlandi, hval- veiðar þeirra og bygging fiski- mjölsverksmiðja. Margir þessara manna bárust að vísu mikið á og ílentust ekki, en fleiri voru hinir samt, sem settust hér að pg gerðust stundum betri ÍS- lendingar en heimamenn sjálfir.. Einn þessara manna var Bernhai'd Petersen, stói'kaup- maður, sem lézt hér í Reykja- vík sl. sunnudag eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Bernhard Petersen kom til Is- lands ungur maður upp úr síð- ustu aldamótum. Gerðist hann brátt umsvifamikill útflutn- ingsverzlunar og útflutnings- framleiðslu. Störf hans eru löngu þjóðkunn og munu betur rakin hér af mér fróðari mönn- um. Það var ekki nema eðlilegt, Frh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.