Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.04.1962, Blaðsíða 20
20 M O-RCirsm. 4 ÐIÐ Föstudagur 13. apríl 1962 GEORGE ALBERT CLAY INA Saga samvizkulausrar konu 34 ----------- Loksins var tíminn kominn. Hún sneri hægt við og gekk aft- ur að húsinu og fann hjúin sam- ansöfnuð í kapellunni, eins og hún hafði skipað fyrir. Mæður með börn í kjöltunni, kölluðu til hinna staerri,' sem léku sér með hávaða og hlupu fram og aftur í iganginum í þessu kyrrláta guðs húsi; ungir menn héldu í hönd- ina á konum sínum, en gamlir menn og konur minntust ann- arra átaka og annarra innrásar- manna, þar með talinna Ameríku xnanna. Frú Lolyta fannsit ekki hún gæti staðið fyrir altarinu, til að ávarpa fólkið, og þannig ágimzt embætti prestsins, en engu að síður ætlaði hún að reyna að hughreýsta hina hræddu, og hvar ætti það að takast betur en í sj'álfu guðshúsinu Ég hef lítið við ykkur að segja, sagði hún, þegar kyrrð vacr komin á. Ég veit ekki, hvað koma kann fyrir, en hitt veit ég, að við getum vænzt erfiðra daga. Það verða mikil óþægindi og að líkindum lítið að borða. Japan- imir koma sem sigurvegarar, en samtímis tala þeir mikið um vel- ferð Austurlandaþjóða. Kannske verðum við eins og bræður þeirra — en kannske lífca þræl- ar.... Hún þagnaði og óskaði sér þees heitast að mega líta uindan um leið og hún talaði. Þvi að hvernig gat hún sagt Sofitu eða Albert að hypja sig burt — eða þá Ölrau gömlu, sem hafði kailað þetta hús heimili sitt í áttatíu ár? Og Albert, fjör- gamli yfirgarðyrkjumaðurinn, er hafði verið ungur maður í þjón- ustu ættarinnar. þegar Don Diego fæddist? \ Við vitum aldrei, hvort ykkur verður óhætt héma, sagði hún og reyndi að horfa fyrir ofan höf-uðið á fólkinu, því að hún þoldi ekki að horfa framan í það. Bf til vill nýtur þetta hús einhverra forréttinda, svo að þið hljótið vernd, en kannske verðið þið líka látin gjaida þess að þið hafið verið í þjónustu Spán- verja. Líklega væri öruggara fyrir ykkur að fara heim í þorp- in ykkar. Það er aldrei að vita. Ykkur er velkomið að vera kyrr, en þið verðið að gera ykkur það ljóst, að Don Diego getur ekki lofað ykkur neinu, nema rétt því, að rneðan þetta þak hangir uppi, skuli það skýla ykkur, og meðan nókkur matarbiti er til í búri, skulið þið fá ykkur skerf. En ef þið ætlið að fara, skuluð þið fara strax og komast sem fyrst heim í þorpin ykkar Jóm- frú Alverez hefur peninga handa þeim, sem þess þurfa. Hún fann rétt eins og gripið væri fyrir kverkar henni, en hún mátti ekki gráta. Þetta fólk reiddi sig á hana, treysti því, að hún væri sterk, og hún átti lítið meira ósagt. Bf þið þurfið einhvers, þá komið þið til mín. Ég verð hérna meðan húsið stendur uppi. Hún flýtti sér út og barðist við grátinn. Þetta voru börnin hennar og nú hafði hún sent þau frá sér. Þetta aumingja fólk var svo einfalt og hrekklaust og ó- sjálfstætt. Það hafði alla sína ævi treysit á hana, og nú varð það að bjarga sér sjálft. En að hafa hughreyst það og geta svo ekk- ert hjálpað því .......... Nei, þetta var nú samt það réttasta. Eina leiðin, sem. fær var. Hún gekk gegn um hin ýmsu herbergi og sali í húsinu og horfði á allt þetta, sem hún varð henni þegar hún kom í bílskúr- inn og sá nýja Packardbilinn, sem þau voru rétt nýbúin að fá. Hún tók stóran hníf og stakk honum á kaf í skrautlega fóðrið á aftursætinu og dró hann til sín. Þvínæst tók hún hamar og mölvaði framrúðuna á bílnum. Loks sló hún honum af alefli á vélarhlífina og vélina. Svo sneri hún sér undan eins og blindandi og gekk út. Ég vil ekki láta ónáða mig — fyrr en þeir koma, sagði hún við jómfrú Alverez, þegar hún kom inn aftur. Hún lét aftur hurðina á svefn herberginu sínu á eftir sér og læsti. Hægt og hægt fór hún úr skónum og lagðist á rúmið sitt. Nú, þegar enginn var til að horfa á hana, hætti hún að stilla grátinn. XXI. Enda þótt frú Lolyta hefði ekki nema hálfa klukkustu.nd til að gráta í næðd, þá nægði henni það, og hún var reiðubúin þeg- ar jómfrú Alverez barði að dyr- um hjá henni og tilkynnti, að Japanirnir væri komnir í hinn enda götunnar. Ég bíð hér, kallaði Sofita utan fyrir dyrnar. Sendu hana Sofitu strax til mín, sagði hún. Er hún hér enn? Þernan skipti hárinu á frú Lolyitu, fléttaði það og setti það upp. Flýttu þér, Sofita. Síðan fór hún í alsilkisokka og sat svo við snyrtiborðið sitt, al- klædd. Snöggvast hikaði hönd hennar yfir kartgripakríninu, en vo tók hún þar feti úr vörtum perlum. Ef þeir villimenn héldu, að þeir hræddu frú Lolytu de Aviles svo að hún mætti þeim óviðeigandi klædd, þá var það misskilningur. Hún notaði sjaldan stafinn sinn, en nú vildi hún hafa eitt- 'hvað dautt til að kreista, eitt- hvað, sem gæti fundið til reiði hennar. Þegar Sofita grét, reyndi frúin að róa hana. Ef þú þarft að gráta, skaltu fara inn í her- bergið þitt og vera þar, sagði hún við skelfda stúlkuna. Við megum ekki láta þá sjá, að við séum hræddar við þá. Það er ekki nema eðlilegt að vera hræddur, en maður má bara ekki sýna það. Hún staðnæmdist stundarkorn fyrir framan litla altarið á efra ganginum, og bað guð um hug- rekki, en síðan gekk hún niður og út að breiðu útidyrunum, sem stóðu upp á gátt. Hún gekk niður tvö þrep og stóð þar, en jómfrú Alverez einu þrepi að baki henni. Hún sýndist svo lít- il og gömul, þar sem hún beið eftir því, sem koma vildi og horfði á brynvarða bílinn koma upp eftir brautinni að húsinu. Don Diego sat við stóra skrif- borðið, þaðan sem hann hafði stjórnað ríki sínu í öll þessi mörgu ár. Bráðum mundi flota- foringi eða óeinkennisklæddur Japani taka það af honum; þeir voru ennþá kurteisir, en skipun- in mundi bráðum koma samt. Er bókhaldið yðar í lagi? spurði foringinn. Það er ekki hægt að reka fyrir tæki nema svo sé, svaraði Don Diego Við höfum ekki spumir af nema sautján skipum yðar, sagði foringinn. Fjögur eru að lesta hér, tvö eru í þurrfcví, sjö eru á okkar valdi og fjögur úti á sjó. Hvar eru hin? Ameríkumennirnir tóku þau. Tóku þau eða keypti þau? Hvaða mismun gerir það. Að- alatriðið er, að þau eru ekki handbær lengur. Mér er vel kunnugt um at- vinnurekstur yðar, hr. de Avi- les, sagði sá óeinkennisklæddi loksins. Ég hef fylgzt mieð hon- um árum sarnan. Nýlega selduð þér eignir í Japan fyrir sem næst tvær milljónir pesos. Það ei mikil upphæð. Hvað gerðuð þér við hana? Hún var tafarlaust fest annars staðar — Don Diego brosti — í Bandaríkjunum. Mennirnir litu hver á annan og það varð þögn. Sá óeinkenn- isklæddi var enn kurteis, en átti þó bágt með sig. Viljið þér segja okkur, hversvegna þér losuðuð þessa peninga í Japan og festuð þá í Ameríku? Þá virtist áhættuminna, svar- aði gamli maðurinn blátt áfram. Foringinn varð reiður, en félagi hans róaði hann. Mér finnst þér hafa gert Ijóta skyssu þar, sa.gði hann. Þær hef ég gert margar. Þér megið fara nú, sagði sá óeinkennisklæddi, en þér megið ekki yfirgefa borgina. Við mun- um þurfa á yður að halda og það verður nauðsynlegt, að þér að- stoðið forstjórann, sem verður settur yfir reksturinn, af her- námsstjóranum. Hann gluggaði í skjal, sem hann hafði tekið upp úr skjalatöskunni sinni. Þessi forstjóri er Vicente nokk- ur de Aviles. Er hann nokkuð skyldur yður? Don Diego stóð nú kyrr bak við skrifborðið. Hann var sonur minn, svaraði hann. Sofredo landsstjóri stóð við skrifborð japanska aðmírálsins í stóru káetunni, því að enginn hafði boðið honum sæti. Stóru tundurspillarnir, sem þutu fram og aftur inn í og út úr höfninni, rugguðu skipinu dálítið, skrif- arar komu og fóru, síminn hringdi og loftið var þykkt af reyk. Landsstjóranum leið illa, en hann kenndi það magaveiki sinni. Aðmírállinn var að blaða í skjölum, og Bias Banos, kyn- blendingurinn, stóð við hlið hon um. Vicente de Aviles var Hka þarna inni, en vildi ekki líta til landss-tjórans sem þóttist sann- færður um, að hann vœri- að verða veikur. Mér þykir leitt, að ég verð að stefna yður hingað í stað þess að gera yður heimsókn, sagði aðmírállinn loksins, og það kom gamla manninum svo á óvart, að hann hrökk við. Þér skiljið kannske, að ég á annrífct. Já, svaraði Sffredo og vissi um leíð, að hann gat ekki dulið hræðslu sína. En það varð hann að forðast fyrir hvern mun. Stjórn mín er frjálslynd, hélt amírállinn áfram. Hún vill, að Þér verðið landsstjóri hér áfram. Hvernig get ég verið fulltrúi annarrar stjórnar en minnar eig in? Þetta er yðar eigin stjórn, sagði aðmirállinn. Þetta á ekki a3 verða hluti af Japan, skiljið þér. Við bjóðum ykkur frelsun frá Ameríku og vináttu Japans. Dg auðvitað verða persónulegar eignir landsstjórans iátnar í friði, svo og fjölskylda hans. Sffredo fann feginleikaöldu fara um sig allan. Ef hann héldi embæti sínu, gæti hann ef til vill hjálpað fólkinu á þeim erf- iðu tímum, sem í hönd færu. Og svo var Anna — henni væri það mikilvægt að vera kona landsstjórans. Og Luisu yrði óhætt. Verð ég þá laus við allt hernaðalegt eftirlit spurði hann. Algjörlega. Auðvitað verða vissar tiLkynningar og reglur að iberasit þjóðinni frá skrifstofu yðar, en þér þurfið engar áhyggj ur að hafa af því, þar eð þér munuð fá ráðgjafa frá skrifstofu hernámsstjórans og ........ Ég er fulitrúi fyrir stjórn Filipseyja, sagði Sffredo þreytu lega, og því væri það óhugsandi, að ég færi að verða fulltrúi fyr ir Japansstjórn samtímis. Vicente gekk til aðmírálsins, þegar Sffredo var farinn út, Þetta var ekki annað en tíma- eyðsla, sagði hann. Þér þekkið ekki þetta fólk. Ég hefði getað sagt yður, að hann mundi ekki hlusta á fortölur, ef þér hefðuð spurt mig. Ég geri ekki annað en hlýða skipunum mínum, hr. de Aviles, svaraði aðmírállinn. Og ég spurði yður ekki áðan og það geri ég heldur ekki nú. SHÍItvarpiö Föstudagur 13 aprfl. 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tiUe. Tónl. 16.30 — Veðurfr. — Tónl, —> 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 17.40 Framburðarkennsla i esperanta og spænsku. 18.00 „Þ»á riðu hetjur um héruð": Ingi« mar Jóhannesson segir frá Holt* Þóri og sonum hans. 18.20 Þingfréttir. — Tónl. — 18.50 Tillt 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Úvarp frá Alþingi: Almennar stjórnmálaumræður (eldhúsdagsumræður); síðara kvöld. Hver þingflokkur hefup til umráða 45 mín., er skiptast í þrjár umferðir, 20, 15 og 10 mín. Röð flokkana: Framsóknarflokkur, Alþýðuflokkur, S j álf stæðisf lokkur, Alþýðubandalag, Dagskrárlok nokkru eftir kl. 23.00. Laugardagur 14. aprfl. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar. -*• 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar, 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúldinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir. 15.20 Skáþáttur (Ingi R. Jóhannsson) 16.00 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Veðurfregnir. — Danskennsla (Hreiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyrai Magnús J. Brynjólfsson kaup* maður velur sér hljómplötur. 17.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 16.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin að loftsteininum" eftir Bernhard Stokke; X. (Sigurður Gunnars* son). 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung* linga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar, — 19.20 Veðurfr, 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit Leikfélags Reykjavíkurf „Kjarnorka og kvenhylli", gam* anleikur eftir Agnar Þórðarson (Áður útv. í febr, 1957). -*i Leikstjóri: Gunnar Róbertsson Hansen. Leikendur: Þorsteinn Ö# Stephensen, Guðbjörg Þorbjarn* ardóttir, Helga Bachmann, Bryn* jólfur Jóhannesson, Árnl Tryggvason, Margrét Magnús* dóttir, Gísli Halldórsson, Knút* ur Magnússon, Nína Sveinsdóttir. Áróra Halldórsdóttir, Sigríður Hagalín, Steindór Hjörleifsson, Valdimar Lárusson og Eggert Óskarsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.16 Passíusálmar (46). 22.20 Danslög; þ.á.m. leikur hljóm* sveit Björns R. Einarssonar. 24.00 Dagskrárlok. — Bara að hann hefði aldrei fengið þessar tvær tennur. X- X- * GEISLI GEIMFARI X- X- >f IDON'T SETIT/ WHY PIP ,«RS. PKESTON *EN0 ME ON THIS WILP OOOSE CHASE... ANP IS HARVEY CAUING TOR HELP Geisli fær skilaboð frá öryggis-- eftirlitinu þar sem hann situr við stjómtæki geimskips síns. — Öryggiseftirlit jarðar kallar á Geisla höfuðsmann .... Farðu til Preston rannsóknarstofunnar Úranusi .... Mjög áríðandi! — Úranus?!! En frú Prestonsagði að það væri hjá Sircon! — Athugið beiðni John Harveys urn aðstoð í skyndi .... — Ég skil þetta ekki. Hversvegna sendi frú Preston mig þessa fýlu- ferð .... Og er Harvey að biðja um vernd gegn Vandal Grant?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.