Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 13
t Þriðjudagur I. maf 1962 MORGVNBLAÐIÐ Isborginni breytt í flutningaskip í G Æ R kom varðskipið Þór xneð togarann ísborgu í togi hingað til Reykjavíkur. — Hafði togarinn verið dreginn vestan frá ísafirði og tók för in rúman sólarhring. f1' Hér er ætlunin að breyta ís- Iborginni í flutningaskip, taka af henni allan toglbúnað og úr ihenni gufuvélina, en setja dieselvél í staðinn. Þröngt í höfninni Fréttamaður blaðsins brá sér hiður að Ingólfsgarði í gær, en þá var verið að leggja ísborg- inni þar, en annar staður var ekki tiltækur, því svo þröngt er nú í höfninni sökum togaraverk- fallsins. • Um borð í ísborginni voru nú- verandi eigendur hennar þeir Bjarni Pálsson frá Hrísey, Guð- xruundur Kristjánsson, skipamiðl ari Og Guðfinnur Þorbjörnsson, vélfræðingur. en hann fylgdi skip inu að vestan. j Við spurðum hvernig fyrirhug- uð væri breyting skipsins er það verður gert að flutningaskipi. Traustur skrokkur Skrokkur skipsins er talinn góður, anda eru togarar yfirleitt traustbyggðari en flutningaskip. Ætlað er að skipið muni bera um 600 tonn og eru næg verkefni fyrir skip af þeirri stærð, að því er nú reynist. Fjarlægður verður allur togbúnaður skipsins af dekki, togvinda, gálgar, lestar- lúur og annað er togútgerð élhrærir. Brúin verður tekin upp í heilu lagi og flutt áftar til þess að fá meira þilfarsrúm. Ketilrúm í síldarverksmiðju Gufuketill Skipsins er þegar seldur til notkunar í síldar- bræðslu á Austurlandi og verður hann tekinn úr skipinu við fyrsta tækifæri. Ketillinn er 45 lestir að þyngd og enginn krani hér í höfninni tiltækur til að taka upp svo þungt stykki. Hins vegar munu skip Moore Mac- skipafélagsins sem hingað koma annað veifið á vegum hersins, hafa ,,bómur“ og vindur, sem jgeta lyft svo miklum þunga. Hafa eigendur gert sér von um aðstoð einhvers þessara skipa. Takist það ekki er fyrirhugað að reyna að láta tvo krana, sem valda um 25 tonnum hvör, gera samtaka átak til að lyfta katl- inum. Getur einnig stundað veiðar Skip sem ísbörg á að geta annað ýmsum verkefnum eftir að því hefir verið breytt og auk flutninganna stundað síldveiðar með kraftblökk. Galli er hins vegar talinn á skipinu að það ristir fremur djúpt og á því er kjölur, en ekiki flatur botn, svo að það á erfiðara með að fara inn á minni hafnir. Ekki er íalið að þurfi að nota lúikarinn fyrir vistarverur manna, þar sem rúm er fyrir 14 manns aftur í skipinu. Ætlunin er að hef ja þegar breyt ingar á skipinu, ef verkfall járn smiða tefur það ekki. T. d. hafði verið samið um að afhenda gufu ketilinn innan 20 daga. Bandarískur prófessor flytur fyrirlestra um sagnfræði Merk nýjung i starfsemi Háskólans Á Þ V í kennslumisseri Há- skóla íslands, sem nú er að ljúka, hefur dvalizt við skól- ann bandarískur prófessor í stærðfræði, Arvid T. Lon- seth, forstöðumaður stærð- fræðideildar ríkisháskóla Ore gon í Corvallis. Prófessor Lonseth kom hingað á veg- um vísindadeildar Atlants- hafsbandalagsins og hélt námskeið fyrir þá, sem á- huga hafa á stærðfræði. — Námskeið þessi hafa verið mjög vel sótt, einkum af mönnum, sem lokið hafa há- skólaprófi. Merk nýjung Ármann Snævarr, rektor Há- skólans, skýrði frá þessu á fundi með fréttamönnum í gær, en þar gafst þeim enn fremur tækifæri til að ræða við pró- fessor Lonseth og Leif Ásgeirs- son, prófessor, forseta verkfræði deildar. Ármann Snævarr sagði, að námskeið eins og þau, sem pró- fessor Lonseth hélt hér væri nýjung í starfsemi Háskólans og væri þetta í fyrsta sinn, sem skólinn hefði getað boðið upp á skipulögð námskeið fyrir menn, sem lokið hafa háskóla- prófi. Sagðist rektor vonast til þess, að þessi námskeið væru upphafið að slíkri starfsemi við skólann, en hún væri mjög mik ilvæg. Áðalstarfsemi Háskóla ís lands hefði til þessa miðað að þvi að veita nemendum skólans Kjötflutningasamningar Eimskips endurnyjaðir BLAÐIÐ hefir fengið þær upp- lýsingar hjá Óttarri Möller að endurnýjaðir hafi verið samn- ingar Eimskipafélags fslands um kjötflutningana frá frlandi til B'andaríkjanna og flutningar á frystivörum vestan um haf til Evrópu. Óttarr fór utan í byrjun apríl Ug voru samningarnir þá fram- lengdir, en þeir áttu að renna út í sumar. Þrjú skip félagsins, Sel- foss, Brúarfoss og Goðafoss, verða í þessum flutningum og kemur Goðafoss í stað Dettifoss, eem taka verður í klössun : sum ar og tekur hún einn mánuð. Flutningarnir á kjötinu frá Dublin til New York og frysti- vörunum austur um, ganga mjög vel og hafa Eimskipafélaginu borizt bréf frá eigendum þessara vara, þar sem látin er í ljós ánægja með skipin og meðferð vörunnar í þeim. Skipin sigla með frystivörur í miðlestunum frá New York til Reykjavíkur, en stykkjavöru í 1. og 4. lesfum. Taka síðan frysti vörur hér í þær lestar og sigla til Rotterdam og Harnborgar. Fara þaðan til Dublin og taka kjöt til flutninga vestur yfir bafið. Nú hefir einnig verið ákveðið að senda Dettifoss til Charleston í Suðuir-iBandaríkjunum. Hann fer með fullfermi af frystum fiski vestur um en tekur síðan frysti- vörur í Obarteston *il Hamborg ar. undirbúning undir háskólapróf, en ekki getað miðlað mönnum, sem lokið hafa slíku prófi auk- inni fræðslu í greinum þeirra. Kvaðst rektor vona, að koma prófessors Lonseths hingað væri uppliafið að áframhaldandi starfsemi Háskólans í þá átt. Prófessor Leifur Ásgeirsson tók undir með rektor um, að dvöl prófessors Lonseth væri mikilvæg nýjung í starfsemi Háskólans. Lagði hann áherzlu á, að ekki væri nægilegt fyrir íslendinga að læra það, sem mögulegt væri af öðrum þjóð- um, heldur væri mikilvægt, að islenzkir vísindamenn ynnu að rannsóknum upp á eigin spýt- ur. Þrátt fyrir mannfæð og fjár skort væri það alls ekki von- laust. Sagði hann, að mjög knýjandi væri fyrir Háskólann að auka raunvísindakennslu. — Starfssvið manna með slíka menntun væri sífellt að víkka. Á vegum vísindadeildar NATO Prófessor Lonseth dvelst hér á landi á vegum vísindadeildar Atlantshafsbandalagsins, en sú deild hefur m. a. á dagskrá sinni skipti á prófessorum. Var sá liður tekinn inn í starfsem- ina 1957, en prófessor Lonseth er sá fyrsti, sem hér hefur dval izt á vegum hennar. Vísindadeildin hóf þessa starf semi •til að gera prófessorum kleift að starfa við háskóla í öðrum löndum. Venjulegur dval artími þeirra er 10—20 vikur og þeim verja þeir til fyrir- lestrahalds fyrir stúdenta og kandidata. Einn prófessor frá Islandi hef ur farið utan á vegum vísinda- deildarinnar. Er það prófessor Níels Dungal og dvalist hann í Bandaríkjunum. Akveðið er, að annar íslenzkur prófessor fari til Bandaríkjanna á hausti kom anda á vegum deildarinnar. Prófessor Lonseth er af norsku bergi brotinn. Foreldr- ar hans eru norskir, en fluttust til Bandaríkjanna fyrir um það bil 60 árum og hafa ekki heim- sótt ættjörð sína síðan. Er nú í ráði að þeir komi hingað til að hitta son sinn, og mun hann síðan halda með þeim til Nor- egs. Kona Lonseth og 14 ára son- ur hafa dvalizt með honum hér á landi. Aukin tæknimenntun Prófessor Lonseth skýrði frétta mönnum frá því, að aðsókn að raunvísindadeildum bandarískra háskóla væri sífellt að aukast. Sagði hann, að áhugi á efna- og eðlisfræði hefði aukizt mjög í stríðslok, en á síðustu 10 árum hefði aukinn áhugi á stærð- fræði verið mest áberandi. Til- tók hann sem dæmi, að fyrir 10 árum hefðu aðeins 10—20 nemendur stundað stærðfræði sem aðalfag við ríkisháskóla Oregon í Corvallis, en nú væru þeir orðnir 200. Prófessorinn sagði, að eftir- spumin eftir mönnum með raunvísindamenntun væri mjög mikil og færi sízt rýrnandi. Sagði hann, að síaukin á- herzla væri lögð á stærðfræði, eðlis- og efnafræði í skólum, sem undirbyggju nemendur und ir háskólanám. Sagði hann, að varið væri 20 millj. dollara árlega til að halda sumarnámskeið fyrir kennara í slíkum skólum við háskólana. Þessi námskeið væru þó ekki eingöngu fyrir kennara í raun- vísindagreinum, heldur einnig í tungumálum og á öðrum svið- um. Prófesisor Lonseth sagði, að Bandaríkjunum væri eftirspurn in eftir menntuðum mönnum á sviði raunvísinda mikil og mik- ið væri gert til að fá slíka menn erlendis frá. Nefndi hann Á sunnudaginn höfðu kven félagskonur í Mosfellssveit inni kaffisölu í Hlégarði og að venju f jölmenntu féiagar í hestamannafélaginu Fáki þangað og fóru ríðandi úr Reytkjavík. Var þama á ferð inni fríð fylking hestamanna á gæðingum. Við LágafelQ. voru taldir 285 reiðmenn með ca. 400—500 hesta. Lögregla gjreiddi fyrir umtferðinni á veginum, en margt fólk var þar komið í bílum, tii að horfa á hestana. Var notið góðra veitinga í Hlégarði og síðan hélt hópurinn heim, dreifðari en áður. Þessa mynd tók Hall diór Gíslason, er fyrstu reið mennirnir komu upp Ártúns brekkuna*. t. d. tvo Islendinga, sem eru prófessorar í stærðfræði við há skóla 1 Bandaríkjunum og hafa getið sér góðan orðstír. Eru það Bjami Jónsson og Sigurður Helgason. Sagði prófessorinn, að þjóð- irnar yrðu að vara sig á því að missa ekki menntamenn sína út úr höndum sér til annarna þjóða, þvi að þær þyrftu áreið- anlega sjálfar á þeim að halda. Prófessorinn gat þess að lok- um, að sér hefði líkað dvölin hér á landi vel og sagðist vera byrjaður að læra íslenzku. Ár- mann Snævarr bætti því við, að prófessorinn hefði fengið mik- inn áhuga á fornbákmennrfcam íslendinga og myndu fornritin sennilega þyngja farangur hans til muna, þegar hann fer frá ís- landi um miðjan mánuðinn. Gerpla Larsens afrek segir Halldór Kiljan Laxness KAUPMANNAHÖFN, 30. apríi. (Rytgaard) — Halldór Kiljan Laxness hefur sent Kaupmannahafnarblaðinu Politiken harðort bréf í tilefni af „kjallaragrein“ (Kronik), sem blaðið birti eftir danska skáldið Tom Kristensen vegna afmælis Kiljans. í bréfi sínu snýst Lax- ness gegn gagnrýni Dana á þýð ingu Martins Larsens háskóla- kennara á Gerplu. Þar segir m.a.: — Tom Kristensen vísar til van þókunar þeirrar, sem nokkrir formfastir lesendur í heimalandi mínu hafa látið í ljós vegna dönsku útgáfunnar. Ég held að þessir vandlætingasömu íslenzku lesendur mundu láta sömu van- þóknun í Jjós yfir sérhverri þýð- ingu á Gérplu. Og með tilliti til grundvallaratriða í málfari sög- unnar hafa þeir á vissan hátt á réttu að standa, ekki aðeins hvað snertir þýðingu á ungt mál eins og nútímadönsku, heldur einnig allar aðrar tungur. Þýðing Martins Larsens var ótrúlega erfitt verk. Ekki aðeins þýðing- ing, heldur einnig nauðsyn þess að skila verkinu bæði að stíl og málfari á dönsku. Þessi skapandi vinna Larsens •við Gerplu er danskur skerfur, sem ég tel að mínir kæru ís- lenzku lesendur séu ekki dóm ’bærir á. Vinnan byggist á ítar- legum rannsóknum á ákveðnu dönsku málfari frá gamalli tíð og með þvi er reynt að ná sömu orðfærisáhrifum og í frumútgáf- unni. Það gleddi mig meir en alla Iesendur mína danska og ís- lenzka ef unnt væri að benda á Dana, sem væri betur fær um að þýða úr islenzku á dönsku en Martin Larsen. Gerpla hans er þvílíkt afrek að efnislegur dóm- ur um hana frá hendi hæfra aðila væri ekki aðeins gagnlegur fyrir mína vandlátu landa, heldur einnig upplýsandi fyrir danska lesendur þessarar metnaðarfullu og ef til vill óvart hégómlegu bókar. Þess má Idks geta, að Halldór Kiljan Laxness kveðst vera hrærður og glaður yfir þeim inni lega skilningi á Gerplu, sem ann ars kemur fram í kía'laragrein Kristensens.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.