Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 1. maí 1962 GEORGE ALBERT CLAY: Saga samvizkulausrar konu ---------- 45------------ Þrír fangar voru bundnir upp við tré og látnir vefja armana utan um mjóan bolinn. Orenz og vinir hans höfðu vegið að þeim með hnífum og svipum, svo að þeir höfðu fallið í ómegin og nú var beðið eftir, að þeir röknuðu við. Það var von um tvo þeirra, en sá í miðjunni, gamall Spán- verji, hafði þegar fengið lausn frá kvölum sínum. Orenz var nú að daema unga innlenda stúlku, sem var kærð fyrir að vera hjákona japansks hershöfðingja. Hann taldi hana betur komna í rúminu hjá sér, og þegar annar lífvörður hans mótmælti því, sagði Orenz, að hann gæti bara fengið hana á eftir. Mareo læknir stóð hjá Tim í bjarmanum frá bálinu og hallaði sér að honum. Þetta þoli ég ekki lengur, sagði hann lágt. í kvöld þegar allir eru sofnaðir, reynum við að komast burt. Við erum níu talsins og Japanirnir eru skárri en þetta. Hvernig getum við það? Þeir eru flestir orðnir fullir, svaraði læknirinn og eldsbjam- inn lék um silfrað hár hans. Við erum þegar farnir að safna sam- an þeim vopnum, sem ekki eru í notkun, og svo matvælum. Við berjumst áfram alla leið til strandarinnar. Þetta er fyrsta vonin okkar í langan tíma, og við megum ekki hika lengur. Kem- urðu? En þá urðu þeir þess varir, að Orenz var að horfa á þá, og þeir ráku upp skellihlátur, þegar einn skæruliðinn, sem var að segja frá frægðarverkum sínum í skóginum, datt á bálið, svo hinir urðu að bjarga honum á fætur. Læknirinn bar sakiflöskuna upp að munninum og fékk sér vænan teyg, áður en hann rétti hana að Tim. Ég get það ekki. Ég fæ velgju af þessum óþverra, sagði Tim. Það er vatn. Drekktu! Orenz er enn að horfa á þig. Og vertu svo tiibúinn að hlaupa burt. Farðu í tjaldið þitt, undireins og þú getur sloppið héðan. Hann leit á Orenz og hvarf síðan í skuggann. Loks, þegar Tim gat ekki leng- ur horft á meðferðina á föngun- um, gekk hann burt frá eldinum. Orenz var of drukkinn til að taka eftir því, og í fyrramálið, þegar runnið var af honum, yrðu þeir komnir langt burt. En þá sáu þeir hóp af hlæjandi mönnum og veinandi föngum hjá gamla brunninum, sem nú var orðinn þurr, en hafði verið notaður til áveitu endur fyrir löngu. Bambushúsið bóndans, sem þana hafði þá verið, var horfið, en markaði fyrir því á jörðinni. Tim hefði að öllu venjulegu smeygt sér fram hjá hópnum, en nú sá hann allt í einu, hvað var að gerast. Annar lífvörður Orenz, Svarti Pétur, og fimm eða aðrir, voru að fleygja æp- andi föngum niður í brunninn, og rétt í því bili, sem Tim leit þangað, hvarf gamall maður í svart, gapandi gatið, en fantarn- ir hlógu og öskruðu af gleði. En þá hljóp Tim niður brekk- una og það svo snöggt og gerði áhlaupið svo harkalega, að Svarti Pétur varð að sleppa tak- inu af ungri stúlku, sem hann hafði verið að lemja í höfuðið og greip í ofboði í steinbrúnina á brunninum. Hnefinn á Tim lenti á kjálkanum á Pétri, svo fast, að hann féll til jarðar og stóð ekki upp aftur. Síðan hjálp- aði hann grátandi stúlkunni á fætur. En þá var gripið hrotta- lega í hann aftan frá og er hann sneri sér við, horfðist hann í augu við Orenz. Til hvers ertu að þessu? spurði Orenz, um leið og hann ýtti við Svarta Pétri með fæt- inum. Hann var að fleygja fólki í brunninn. Og það var lifandi. Það var eftir minni skipun. Orenz beið til að sjá áhrifin af orðum sínum, og Tim gat sér til um fyrirætlun hans, áður en hann hafði látið hana uppi. Og nú skalt þú fara í brunninn! öskraði hann. Handleggirnir á honum voru þegar komnir utan um Tim, sem fann, að honum var lyft frá jörðu. Hann sparkaði og barði kyn-blendinginn í andlitið, en Orenz leit bara til hliðar og hló. Þá fann Tim, að bakið á honum nam við steinibrúnina á brunn- inum og vissi, að ekkert beið að baki honum nema dauðinn. Hann lyftj hnénu snögglega og rak það af öliu afli í nárann á Orenz. Foringinn féll stynjandi til jarðar. Hlauptu! heyrðist úr hópnum og Tim þóttist vita, að það væri Hiriam. í guðs bænum, hlauptu, Tim! Tim hljóp í áttina að bálinu, en honum sló svo fyrir brjóst af öllu því hryllilega, sem hann hafði orðið sjónarvottur að, að hann fann sér miða* lítið áfram. Hann vissi líka, að þama var engin undankomu von, og að Orenz var rétt á hælUm honum. Foringinn fálmaði út í loftið og storu hendurnar gripu í fót- inn á Tim, og þeir byltust á jörðinni í áttina að eldinum. Skæruliðarnir æptu og öskruðu og væntu þess, að einhver félli í valinn. Nú lá Tim á bakinu og Orenz ofan á honum endilöngum og hélt höndunum á honum nið- ur á jörðina, en augun voru blóð hlaupin og slefan rann úr báðum munnvikum. Tim bylti sér eftir Því sem hann gat, en tókst ekki að velta þesstxm þunga ofan af sér og heldur ekki gat hann losað hendurnar frá jörðu. Hann fann, að hann var þarna mátt- laus og beið nú þess, sem verða vildi. Jæja, svo að þú ætlaðir að berja hann Svarta-Pétur? sagði Orenz gegnum samanbitnar tenn urnar. Þú ætlaðir að berjast við undirforingjann minn? Hann færði vinstrj höndina á Tim úr stað, og enginn áhorfendanna var í efa um, hvað það þýddi. Allt í einu færði hann höndina til jarðar aftur, en þar lá brenn- andi glóðarköggull frá eldinum. Tim öskraði af sársauka, en þegar þefurinn af brenndu holdi barst til áhorfendanna, lyfti Or- enz hendinni aftur en sleppti henni samt ekki. Þér líkar ekki við Orenz? sagði hann. Kannske þig langi til að skipa fyrir sjálfur? Og aftur lá hönd Tims á kolunum. Þannig endurtók hann þetta aftur og aftur og loks leit svo út, sem höndin ætti að liggja þarna fyrir fullt og allt, en Tim gat þá losað hana og fálmaði út, en krækti þá í ketil með sjóð- andi vatni, sem steyptist yfir þá. Hann fann brennandi va-tnið koma á sig, eins og hann væri stunginn með hnífi, en Orenz öskraði og velti sér burt frá eldinum, því að brennheitur ket- illinn hafði lent á beru bakinu á honum. Tim stökk á fætur og hélt særðri hendinni upp að brjóst- inu. Hann hljóp frá eldinum, en skæruliðarnir höfðu slegið hring um hann og ýttu honum aftur inn að bálinu. Hann hlóp í hring eins og æðisgenginn og leitaði að hjálp, en Hiram var þarna ekki lengur og heldur ekki Marco læknir né Lopez eða Reggie, en öskrin í skæruliðun- um glumdu í eyrum hans, og hann vissi vel, að nú var engin von framar. Hann stóð nú upp við stóra steininn hálfboginn og lafmóður, og hélt særðu hendinni upp að brjósti sér. Og nú kom Orenz í áttina til hans frá eldinum. í þetta sinn sagði hann ekkert og það var ekkert bros um þykkar varirnar, en hann hélt egghvöss- um hnífnum fast í hendi sér. Steinninn var að baki Tim en Orenz fyrir framan hann. Skæru liðarnir höfðu fært sig nær frá báðum hliðum og biðu nú og sleiktu varir sínar og horfðu blóðþyrstum augum á það, sem fram fór. Tim fann til hræðslu, og vissi, að hann átti skammt eftir, Þeir veltust um á jörðinni og í þetta sinn hélt foringinn hon- um blýflöstum eins og skordýri, sem hefur verið fest upp á prjón. Tim greip í úlnliðinn á kynblend ingnum og hnífurinn nálgaðist andlit hans. Ekkert orð var sagt, en báðir stundu. Einu sinni snökti í Tim og einu sinni bað hann til guðs. Nú lentj blaðið í munnvikinu á honum, svo að hann gat ekki litið við. Hendurnar og únlið- irnir voru að verða máttlausir og hann vissi, að ef hann léti undan mundi blaðið lenda í háls- inum á honum. En Orenz beið átekta. Tim varð snögglega Ijóst, hvað hann gat gert og bað Guð um að gefa sér krafta. Hann sneri höfð- inu snögt við og fann blóðið streyma úr munhvikinu, en um leið missti Orenz jafnvægið og Tim losnaði úr greipum hans. Hann hljóp á eldinum en hras aðl þar og sá brátt Orenz nálg- ast. Einhver fleygði hnífi utan úr myrkrinu og ,hann lenti við fætur hans. Var þetta til ræði við hann eða var verið að hjálpa honum? Hann greip hnífinn. Höndin, sem hann hafði fyrir aftan sig greip í digra spýtu og þegar hann komst á fætur, hafði hann kylfu í hendinni. Orenz var næstum búinn að ná til hans, þegar hann stakk glóandi spýt- unni beint framan í hann og Or- enz reikaði og féll til jarðar, blmdaður og öskrandi. Á þessari stundu varð Tim að frummanni, sem berst fyrir lífi sínu. Og nú varð hann að þeim manni, sem átti eftir að verða frægur um alla eyna, sem for- icgi, — harður en réttlátur, miskunnarlaus og meðaumkunar laus. Hann hafði samstundis ráðizt að Orenz og rak nú hnífinn á kaf í kviðinn á blindaða mann- Inum, svo að blóðið gusaðist út og óloftið ætlaði alveg að kæfa hann. Það var líkast því sem hann vissi alls ekki hvað hann var að gera. Eða væri sama um allt. Hann stóð andartak yfir líkinu og horfði á hina skæruliðana. Svarti-Pétur varð fyrstur til þess að ganga fram og þrír vinir hans á eftir honum. Tim hopaði á hæl þangað til hann hafði stóra steininn við bakið. En snögglega gullu við nokkur skot og hann fleygði sér til jarð- ar. Þegar hann leit upp aftur, sá hann, að Helen stóðu uppi á steininum með einu vélbyssuna, sem flokkurinn átti Hún hafði skotið hátt og Svarti-Pétur og félagar hans hörfuðu inn j skuggann. Þegar Tim nú leit við, sá hann vini sína, Hiram, Reggie og Lopez standa þarna undir al- væpni, einbeitta á svipinn. Tim hristi höfuðið. Hann hefði vel getað grátið, en vissi, að það mátti hann ekki gera. Eng- inn sagði orð, og ekkert hljóð heyrðist nema frá vindinum og eldinum. Hann gekk út í mannhringinn og skæruliðamir viku til hliðar með virðingu og rýmdu fyrir honum. Marco læknir gekk til hans og vildi fara að gera eitt- hvað við særðu höndina og blæð andi munnvikið, en Tim lét sem hann sæi það ekki. Hann gekk hægt burt frá tjaldstaðnum, og þegar hann kom að tré í skugg- anum, stanzaði hann til að kasta SHUtvarpiö Þriðjudagur 1. mai. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun loikfimi. — 8.15 Tónleikar. - 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikaí — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar) 13.00 Tónleikar: Innlend og erlend alþýðulög. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tiikynn ingar og tónleikar. — 16.30 Veð- urfregnir. — Tónleikar. — 17.Oi Fréttir. — Endurtekið tónlistar- efni). 18.30 Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Hátíðisd-agur verkalýðsins: a) ÁvÖrp: Emil Jónsson félags- málaráðherra, Hannibal Valdi marsson forseti Alþýðusam* bands íslands og Kristján Thorlacius formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. b) Kórsöngur: Alþýðukórinn und ir stjórn dr. Hallgríms Helga- sonar. c) Myndir úr sögu verkalýðsins; er- i-ndi: 1. „Þetta má aldrei koma fyrir aftur“ (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rithöfundur). 2. Laun og lífskjör íslenzkra verkamanna fyrir heimsstyrj- öldina fyrri (Ólafur Björns- son prófessor). 3. Endurminningar um verka lýðsbaráttu í fyrri daga (Hendrik Ottósson frétta- maður). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög, þ.a.m. leikur hljómsveit Andrésar Ingólfssonar. Söngvari Harald G. Haralds. 01.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 2. maí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Morgun leikfimi. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veðurfr. — Tónleikar — 17.00 Fréttir. —- Tónleikar). 18.30 Þingfréttir. — 18.55 Tilkynning- ar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Guðmundur Péturs son framkvæmdastjóri umferða- málanefndar Reykjavíkur talar um umferðamál. 20.05 Tónleikar: Hljómsveit leikur Jög eftir Victor Herbert; Frederick Fennell stjórnar. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fomrita: Eyrbyggja saga; XIX. (Helgi Hjörvar rithöfundur). b) íslenzk tónlist: Þjóðkórinn syngur; Dr. Páll ísólfsson stjómar. c) Jóhann Hjaltason kennarl flytur frásöguþátt: Þúsund ára saga. d) Baldur Pálmason fer með stökur og smákvæði eftir Pál Guðmundsson frá Hjálms stöðum. e) Jóhannes skáld úr Kötlum lea úr þjóðsögum Jóns Árnasonar. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Fræðslumál í Bretlandi; II. þátt- ur: Framhaldsmenntun (Heimir Áskelsson lektor). 22.25 Næturhljómleikar: a) Konsertsvíta eftir SergeJ Tanejev (David Oistrakh fiðlu- leikari og Þjóðlega fílharm- oníuhljómsveitin í Moskvu leika; Kyril Kondrashin stj.) b) Sinfónía nr. 2 eftir Dmitrt Kabalevsky (SinfóníuhJjóm- sveit rússneska útvarpsins; Nicolai Anosov stjóvnar). 23.20 Dagskrárlok. — Ég kem ekki heim í nótt. Forstjórinn sagði okkur að gera birgðatalningu. X- X- * hann niður eins og önd á flugi. X- X X- Núna! Vertu sæll, John .... Hnun, ég misreiknaði þetta örlítið. GEISLI GEIMFARI En það sakar ekkert .... Þegar Harvey stekkur út í fallhlíf, skýt ég

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.