Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.1962, Blaðsíða 22
22 MORGVKBLAÐIB Þriðjudagur 1. maí 1962 íslandsmótið i badminton: Ungur Reykvíkingur varð íslandsmeistari í einliðaleik En þau eldri héldu ÍSLANDSMÓTIÐ 1 badminton fór fram í KR-húsinu nú um helgina. Varaforseti lSÍ, Guðjón Einarsson, setti mótið og ávarp aði hinn f jölmenna keppendahóp, en siðan hófst keppnin á þremur völlum Samtímis í fyrsta flokki og meistaraflokki. Margir leikj anna voru jafnir og spennandi þegar í undanrásum, og jók það mjóg á óvissuna um úrslitin í karlagreinum meistaraflokks, að Óskar Guðmundsson gat ekki tekið þátt í mótinu vegna togn- unar í hendi, en hann hefur nú síðustu árin verið ósigrandi í einmennings keppni. — Segja má, að spenningur og óvissa hafi Sundmót í Keflavík í dag í dag fel. 5 verður haildið sund mót í Kefilavík og gengst Knatt spyrnufélag Keflavíkur fyrir þvi. Keppt verður í eftirtöldum greim um kanla: 100 m brkigusund, 50 m bringusund, 10 m skriðsund, 50 m ílugsund og 66% m fjór- sundi einstaklingis. Konur keppa í 50 m skriðsundi. og 50 m bringu sundi. Auk þess verður keppt í fjölda greina fyrir unglina. Meðal keppenda á mótinu verða margir af beztu sundmönn um og konum íslands, m.a. Guð mundur Gíslason, Horður Finns sOn, Ámi Kristjánsson, Hrafn- hildur Guðmundisdóttir o.fl. mörg titlum sinum haldizt mótið á enda, og í áltök- unum biðu ósigur meistararnir frá sJ. ári í tviliðaleik bæði karla og kvenna. Úrslit urðu sem hér segir í meistaraf lokki: Einliðaleikur karla: íslands- meistari varð Jón Ámason. Sigr aði hann Garðar Alfonsson í mjög hörðum og skemmtilegum úrsilitaleik með 15:11, 11:16, 16:9. Tvíliðaleikur karla: Þar sigr- uðu Einar Jónssön Og Wagner Walbom þá Lárus Guðmundisson og Ragnar Thoonsteinsson einnig í mjög góðum leik með 16:10, 1:16 og 15:10. Tvíliðaleikur kvenna: Meistar ar urðu Halldóra Thoroddsen og Lovísa Sigurðardóttir, sem sigr- uðu þær Gerðu Jónsdóttur og Jónínu Nieljóhníusardóttur með 16:13, 15:10 Tvenndarkeppni: Jónína og Lárus Guðmundsson sigruðu Halldóru Thoroddsen og Wagn- er Waibom með 15:9, 17:15. I einliðaieik kvenna var að- B stuttu máli Carlos Dittborn, formaður framkvæmdanefndarinnar í Chi'le sem sér um heimsmeistara keppnina í knattspymu lézt í gær, 43 ára að aldri. Aðstandend ur sögðu að nýrna- og hjarta- veiki hefðu verið dánarorsökin. Dittborn var hrvatamaður að því að Ohilemenn stæðu fyrir heims meistarakeppninni og vann ötul lega að undirbúningi. Keppnin þar hefst 30. maí n.k. eins einn keppnandi skráður, en það var meistarinn í greininni Lovísa Sigurðardóttir. í I. flokki sigruðu þeir Gísli Guðlaugsson og Ragnar Haralds son þá Emil Ágústsson og Guð- mund Jónsson með 15:8, 16:9, en í einliðalei'k sigraði Ragnar Har- aldsson Gísla Guðlaugsson. með 13:15, 15:13, 15:7. Mótið fór hið beztá fram und ir stjórn formanns mótsnefndar TBR Garðars Ailfonssonar. Aðal' dómari í úrslitaleikjum var Ósk ar Guðmundsson. Kvenfóikið er ekki síður harðhent. „Rauðhetta" úr Kópa- vogi fær að kenna á því — Ljósm.: Sveinn Þormóðs Landsliðið burstaði „pressuna" — en B-liðið vann i kvennaflokki LANDSLIÐIÐ hafði algera yfir- burði yfir „pressuliðið“ í hand- knattleik er liðin mæt'tust á sunnudagskvöldið. Landsliðið sigraði með 33 mörkum gegn 20 og sýndi á köflum mjög góðan leik. Pressuliðið var svipur hjá sjón við það sem blaðamenn höfðu valið það. Þrír af beztu mönnunum mættu ekki til leiks og má sannarlega ætia að allur gangur leiksins hefði orðið öðru vísi hefði þeirra notið við. Það er nokkur ástæða til að ætla að fuligild forföil hafi ekki heft þessa þrjá leikmenn frá keppni. Ef svo er þá ætti HSf að grípa í taumana. Þess- um leik er án alls tilefnis — nema til fjáröflunar fyrir HSÍ — skellt á, og hafi einhverjir leikmanna ekki áhuga á slík um leikjum, nema þeir séu valdir i landslið, þá er eins gott að sleppa slíkum leikjum því ella missa þeir algerlega marks og gera ekki annað en skaða handknattleikiinn í heild. Það er ótrúlegt að eng- inn forfallist í landliði en 25% í pressuiiði. skoraði mark. Guðjón markvörð ur pressuliðsins fór heldur langt fram. Hjalti eygði möguleikann Og Skaut yfir allan völlinn, yfir Guðjón og í marfcið. Beztir leikmanna landsliðsins voru Gunnlaugur Og Ragnar og Kristján StefánssOn en hjá pressu liðinu átti örn Hallsteinsson beztan lei'k, enda reyndur lands- liðsmaður. Axel Sigurðsson dæmdi leik- inn og gerði það vel. A- og B-lið er landsliðsnefnd hafði vaiið í kvennaflókki háðu spennandi og tvísýnan leik. B-liðið hafði lengstum betur. í hálfleik stóð 8—5 fyrir Bliðið og það sigraði með 18 ggen 17. A manna Enska knattspyrnan & 42. UMFERÐ ensku deildarkeppninn ar fór fram s.l. laugardag og uröu úr slit þessi: 1. deild. Arsenal — Sheffield XJ. 2:0 Birmingham — Tottenham 2:3 Bolton — West Ham 1:0 Bumley — Chelsea 1:1 Everton — Cardiff 8:3 Fulham — Manohester W. 2:0 Ipswich — Aston Villa 2.*0 Leioester — N. Forest 2:1 Manchester City — Blakburn 3:1 Sheffield W. Wolverhampton 3Æ W.B.A. — Blackpool 7:1 2. deild. Derby — Brighton 2:0 Huddersfield — Rotherfiam 0:3 Leyton Orient — Bury 2:0 Lúton — Bristol Rovers 2:0 Middlesbrough — Norwich 2:1 Newcastle — Leeds 0:3 Plymouth — Liverpool 2:3 Preston — Charlton 2:0 Southampton — Stoke 5:1 Swansea — Sunderland 1:1 Walsall — Scunthorpe 4:1 í Skotlandí urðu úrslit m.a. þessi: 1. deild. Airdrie — Partick 1:0 Rangers — Kilmarnock 1:1 St. Jonestone — Dundee 0:3 St. Mirren — Dunfermline 4:1 Þótt öllum leikjum sé en ekki lok- ið á þessu keppnistímabili, eru þó úrslit í flestum deildum kunn, bæði hvað snertir sigurvegara og þau lið, sem falla niður. Ipswich sigraði í I. deild og hlaut 56 stig i 42 leikjum. Liö þetta hefur á 8 árum komizt frá III. deild upp í að verða bezta lið Englands. Auk þess s«m liðið hlýtur ýmis verðlaun þá eru þau verðlaun þó mikilvægust að fá rótt til að keppa í Evrópukeppn inni næsta keppnistímabil. Niður í II. deild féllu Chelsea og Cardiíf, en sæti þeirra í I. deild taka Liverpool og Leyton Orient. Brighton og Bristol Rovers féllu úr II. deild niður í III. deild. Portsmouth flyzt úpp í I. deild, en ekki er enn vitað um hvaða lið fylgja með, þó allt bendi til að það verði Grismby. Millwall, Wrexham og Clochester flytjast upp í III. deild, ekki er enn vitað um fjórða liðið. Dundee sigraði í f. deildinni í Skot landi og er það í fyrsta sinn sem liðið sigrar. Liðið hlaut 54 stig í 34 leikjum. Niður í II. deild féllu Stirling og St. Johnstone og hafði síðastnefnda lið ið sömu stigatölu og St. Mirren, en lakari markatölu. Það er eins og Ragnar FH segi við bróðtir sinn, Rerg- þór: — Það er bezt að sjá hvað - þú getur. Landsliðið náði undirtökum þegar í upphafi og leikur press- unnar beindist mest að því að forða stórum óförum. Landsliðið náði á stundum snilldargóðum leiíkikiökflum. Náði landsliðið t. d. í uppihafi 10 mörkum gegn 2, en síðan stóð pressuliðið vel á móti og í hálfleik stóð 10—7 fyrir landsliðið. Síðari hálfleikur var heldur jafnari en forskot landsliðsins óx jafnt og þétt og lei'k lauk með 33 mörkum gegn 20. Mesta kátínu vakti það þegar Hjailti markvörður landsliðsins Sex sveit ÍR sigraöi TVÖ skíðamót voru haldin um helgina í Hamragili við ÍR skál ann. Á laugardaginn e. h. var innanfélagsmót ÍR haldið, veður var gott, logn og hiti. Karlaflokkur: 1. Steinþór Jakobss 44.6 42.2 86.8 2. Þorb. Eysteinss. 43.6 45.0 88.6 3. -4. Valdimar Örnólfsson 47.3 42.6 89.9 Kvennaflokkur: 1. Jakobína Jakobsdóttir 26.7 25.6 52.3 Drenga j af lokkur: 1. Þórður Sigurjónsson 42.7 36.2 78.9 2. Haraldur Haraldsson 43.2 38.4 81.6 3. Eyþór Haraldss. 46.7 38.0 83.7 4. Helgi Axelsson 41.3 44.5 86.0 Á sunnudaginn var Steinþórs- mótið haldið. Steinþórsmótið er 6 manna sveitarkeppni í svigi, iþrjár sveitir kepptu: Ármann, ÍR og KR. Sveit ÍR vann með 546.0 sek. í sveitinni voru Valdimar Örn- ólfsson, Steinþór Jakobsson, Þor- bergur Eysteinsson, Haraldur Pálsson, Sigurður Einarsson, Grímur Sveinsson. Skemmsta samanlagðan braut- artímann hafði Stefán Kristjáns son Á. á 86.7 sek. Margt var um manninn þar efra. Veður gott og færi ágætt. Brautarlagningu ann aðist Þórarinn Gunnarsson ÍR. Mótstjóri var Páll Jörundsson. Frú Auður Jónasdóttir ekkja Steinþórs heitins Sigurðssonar Menntaskólakennara gerði skíða mönnum þá ánægju að vera við- stödd mótið Pétur Bjaraason Víking tek ur óþyrmilega á mótí Reyni KR. * I stuttu máli Sugar Ray Robinson margsinn is heimsmeistari, vann Banda- rílkja-manninn Bobby Lee í dag eftir 2 xmín. og 38 sek. baráttu I 2. lotu, í keppni sem fram fór I Port óf Spain í gær. Keppnin átti að vera 10 lotur. Bobby Lee var borinn frá hringnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.