Morgunblaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 2
2
MOnGVNBLAÐtÐ
Fimmtudagur 3. maí 196i
BráðaL’iðalög banna hækkun á
gjaldskrá Verkfræðingafél. Islands
t FRETTATILKYNNINGU,
sem Morgunblaðinu barst I
gær frá atvinnumálaráðu-
neytinu, er skýrt frá því að
sett hafi verið bráðabirgða-
lög um gjaldskrá Verkfræð-
ingafélags íslands. Þar segir
m.a. að þóknun verkfræðinga
skuli ekki vera hærri en
ákveðið er í gjaldskrá VÍ
frá 19. apríl 1955, að við-
bættum lögleyfðum uppbót-
um. Hinsvegar hafi VÍ gefið
út nýja gjaldskrá, sem hafi
átt að gilda frá 1. þ.m., þar
sem tímakaupi er ætlað að
hækka allt að 320%. auk þess
>em þóknun fyrir ákvæðis-
vinnu var ætlað að hækka
verulega. Segir í tilkynning
unni, að slík hækkun á kaup
verkfræðinga mundi óhjá
kvæmilega valda stórkost
legri röskun á launamálum
bæði hjá ríki og öðrum að
ilum. auk óeðlilegs kostnað
ar við ýmiskonar rannsókn
arstörf og framkvæmdir, m
a. hjá raforkumálastjórninni
vegamálastjórn, í hafnar
málum o. s. frv. Fréttatil
kynningin er svohljóðandi:
Forseti fslands hefur í dag, sam
kvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar,
sett bráðabirgfialög um hámarks-
þóknun fyrir verkfræðistörf, á
þessa leið:
Forseti fslands gerir kunnugt:
Ríkisstjómin hefur tjáð mér, að
greiðslur fyrir flest störf verk-
fræðinga í þágu ríkisins hafi und
anfarið verið ákveðnar með hlið-
sjón af tímakaupi samfkvæmt
gjaldskrá Verkfræðingafélags fs
landis, frá 19. apríl 1955, með síð
ari verðlagsuppbótum sam-
kvæmt lögum. Verkfræðingafé-
lag ísland'S hafi nú gefið út
nýja gjaldskrá, sem gildi frá 1.
þ.m., þar sem tímakaupi er ætl-
að að hæfcka allt að 320%, auk
þess sem þóknun fyrir ákvæðis-
vinnu er ætlað að hækka veru-
lega.
Slík hækkun á kaupi verk-
fræðinga myndi ðhjákvæmilega
valda stórkostlegri röskun á
laumamáluam bæði hjá ríki og
öðrum aðilum og auk þess óeðli
legum kostnaðarauka við marg-
vísieg rannsófcnarstörf og fram-
kvæmdir.
Wí telur ríkisstjómin, að
brýna nauðisyn beri til að komið
verði í veg fyrir að nefnd gjald
skrá komi til framfcvæmda.
Fyrir því eru hér með seti
bráðabirgðalög, samkvæmt 28.
gr. stjómarskrárinnar, á þessa
leið:
1. gr.
Þóknun verkfræðinga fjrrir
verkfræðistörf, unnin í ákvæðis
vinnu eða tímavinnu, skal eigi
vera hærri en ákveðið er í gjald
skrá Vertkfræðingafélags Xs-
lands, frá 19. aprll 1955, að við-
bættum lögleyfðum uppbótum.
Leggi verkkaupandi til vinnu-
aðstöðu verkfræðingis, skal sú
vinnuaðstaða teljast 40% þókn-
unar samkvæmt fyrrnefndri
gjaldskrá, frá 19. apríl 1955.
2. gr.
Með brot gegn lögum þessum
— Forsprakkar
Framh, af bls. 3.
héldu buxtu. Varð því ekki meiri
músík á fundinum.
Ræður fluttu Jón Snorri í>or-
leifsson, trésmiður, Jón Tímó-
teusson, sjómaður, og Guðmund
ur J. Guðmundsson, skrifstofu-
maður. Er líða tók á fundinn,
fóru forvitnir áheyrendur ýms-
ir af útifundi kommúnista og
héldu á fund lýðræðissinna á
Lækjartorgi.
Síðar um daginn safnaðist
noWkur mannfjöldi saman við
félagsheimili kommúnista í
Tjarnargötu 20. Stóð fólk þar
nokkurn tima og lét í ljós and-
úð á kommúnistum. Tvær rúð-
ur voru brotnar Suðurgötumeg-
in í húsinu, og munu einhverjir
strákar hafa verið þar að verki.
skal farið að hætti opiniberra
mála og varða brot sefctum.
3. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört að Bessastöðum, 2. maí
1962.
Ásg. Ásgeirsson.
Aðalfundur
Vinnuveitenda-
sambandsins
AÐALFUNDUR Vinnuveitenda-
sambands íslands hefst í dag kl.
2 í Kaupþingssalnum í Eim-
skipafélagshúsinu. Björgvin Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri, flyt
ur skýrslu um starfsemi samtak-
anna á sl. ári. Þá fer og fram
stjórnarkosning og nefndarkosn-
ingar.
Viggo Kampmann
sjúkur
Einkaskeyti til Mbl.
frá Kaupmannahöfn,
2. maí. — NTB-AP.
VIGGO Kampmann, forsætisráð
herra Dana, var í dag lagður i
sjúkrahús í Kaupmannahöfn
vegna hjartasjúkdóms. Er talið,
að hann verði frá störfum í tvo
mánuði en aðrir ráðherrar f
stjórn hans munu skipta með
sér verkum hans, meðan svo er
háttað.
Ritzau-fréttastofan skýrði frá
þvi í kvöld að forsætisráðherr-
ann hefði fengið létta aðkenn-
ingu að hjartaslagi, en líðan
hans væri nú góð.
Settur nýr skóia-
stjóri að Hólum
BLAÐIÐ hefir frétt að Ámi
Pétursson kennari við bún-
aðarskólanni á Hólum í H jalta-
dal hafi verið settur skóla-
stjóri þar frá 1. júní n.k. að
telja.
Skólanum er ætlað að starfa
eins og að venju og innan tíð-
ar verður auglýst eftir nem-
endum til búnaðarnáms á kom
andi vetri.
Árni Pétursson stundaði
nám við Búnaðarhátskólann í
Kaupmannahöfn og lauk það-
an kandidatsprófi. Hann hefir
getið sér gott orð sem kennari
á Hóium, en það starf hefir
hann haft með höndum s.l. 10
ár.
IMiðlunartillaga i
togaraverkfallinu
Utankjörstaðakosning
Utankjörstaðakosning hefst n.k. sunnudag 29. apríl. Þeir
sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönn-
um, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá
borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum
sendiráðum og ræðismönnum sem tala íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í HAGA-
SKÓLA. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga
kl- 10—12, 2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins Aðalstræti 6 n hæð
veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utan-
kjörstaðaatkvæðagreiðsluna.
Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Simar 20126 Of
20127. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 20129
Kosn'ngaskrifstofé
Sjálfstæðisflokksíns
cr í Morgunblaðshúsinu Aðalstræti 6 II. hæð. Skrifstofan
er opin alla daga frá kl. 10—10.
Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi
Jkosningarnar.
— • —
Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 20129.
— • —
Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verður fjar-
verandi á kjördag innanlands og utanlands.
— • —
Símar skrifstofunnar eru 20126—20127.
SÁTTASEMJARAR ríkisins,
Torfi Hjartarson og Einar Am-
'] alds, héldu fund í gær með að-
| iljum að deilunni um kaup og
kjör sjómanna á botnvörpuskip-
um. Lögðu þeir þá fram miðlun-
artíllögu. Atkvæðagreiðslur með
al deiluaðilja um tillöguna á að
, vera lokið á mánudag, en talning
| fer fram á þriðjudag. Hér á eftir
fer úrdráttur úr tillögunni.
Miðlunartillaga 1 deilu Sjómanna-
; félags Reykjavíkur, Sjómannafélags
Hafnarfjarðar, Sjómannadeildar Verka
lýðsfélagsins Þróttar Siglufirði, Sjó-
mannafélags Akureyrar, Sjómanna-
deildar Verkalýðsfélags Akraness og
Matsveinafélags S.S.Í. annarsvegar og
Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda
hinsvegar um kaup og kjör á botn-
vörpuskipum.
Samningur aðilja frá 28. okt. 1958
framlengist með eftirtöldum breyt-
ingum:
1. 1. gr. orðist svo:
Fastakaup og fæði.
Mánaðarkaup skal vera:
a) Hásetar, kyndarar, aðstoðarmenn
við diselvél, 2. matsveinn 3.800.00
b) Netamenn 4.300.00
c) Bátsmaður og 1 matsveinn 4.900.00
Skipverjar hafa allir frítt fæði.
Áhverju skipi skal 6 mönnum hið
æsta greitt netamannakaup.
2. 2. gr. orðist svo:
Um aflahlut á ísfiskveiðum tU sölu
erlendis.
Þegar veitt er í ís til sölu á erlend-
um markaði skal greiða skipverjum
17% af heildarsöluverði fisks og hrogna
að frádregnum 27% af söluverðinu.
Aflaverðlaun þessi skiptist jafnt milli
allra skipverja þó aldrei í fleiri en 33
staði.
Nú eru skipverjar fleiri á skipi og
greiðir útgerðarmaður þá þeim, sem
umfram eru aflaverðlaun til jafns við
hina. Aflaverðlaun skiptast aldrei í
fleiri staði en menn eru á skipi.
Þegar skip tekur afla úr öðru skipi
til útflutnings á erlendan markað, til
viðbótar eigin afla sínum, skulu afla-
verðlaun af þeim hluta farmsins skipt-
ast að jöfnu milli skipshafna beggja
skipanna. Sé fiski þessum ekki haldið
sérgreindum, skal miða verð hans við
meðalverð alls farmsins.
Nú selur skip eigin ísfiskafla á er-
lendum markaði fyrir meira en £
10.000 og skal þá greiða hverjum ein-
stökum skipverja 0,3% aukaaflaverð-
laun af þeim hluta andvirðisins, sem er
umfram £ 10.000.
3. 3. gr. orðist svo:
Um aflaverðlaun þegar landað er
innanlands.
Þegar veitt er í ís og aflinn seldur
innanlands skal greiða skipverjum 17%
af heildarsöluverði fisks og hrogna
eins og það er ákveðið af Verðlags-
ráði sjávarútvegsins, að frádregiuim
kostnaði við uppskipun, kr. 0.15 á kg.
Fiskur sem ekki er verðlagður af
Verðlagsráði sjávarútvegsins skal reikn
aður til verðs með gangverði eins og
það er almennt á hverjum tíma, og
með framangreindum frádrætti vegna
uppskipunar.
Aflaverðlaun þessi skiptast jafnt
milli allra skipverja þó aldrei í fleiri
en 31 stað.
Nú eru skipverjar fleiri á skipi og
greiðir útgerðarmaður þá þeim, sem
umfram eru, aflaverðlaun til jafns við
hina. Aflaverðlaun skiptast aldrei l
fleiri staði en menn eru á skipi.
4. 4. gr. breytist sem hér segir:
(Hér er sleppt úr).
4. mgr. orðist svo:
Ef fiskurinn upp úr skipi nær því
að verða 50% eða yfir í 1. flokki að
dómi matsmanna skal greiða hverjum
skipverja kr. 2.80 á hverja smálest af
þorski og löngu í gæðaverðlaun auk
framangreindra aflaverðlauna og kr.
6.20 sé fiskurinn 70% eða meir í 1.
flokki
5. mgr. orðist svo:
Af andvirði óflatts fisks skal greiða
til skipverja aflaverðlaun skv. ákvæð-
um 3. gr. þó þannig, að aflaverðlaun-
in skulu vera 19% og ekki skiptast 1
fleiri en 38 staði.
(Hér er kafla sleppt úr tillögunni).
Ura kaup og kjör á ísfiskflutningum.
Á togurum sem eingöngu flytja fisk
veiddan af öðrum skipum á erlendan
markað skal greiða skipverjum mánað
arkaup skv. 1. gr.
Auk þess skal greiða hverjum skip-
verja 0.55% af söluverði fisksins að frá
dregnum 27% og andvirði keypts fisks
komins um borð.
(Hér er sleppt út).
Útgerðarmaður tryggir á sinn kostn-
að hvern þann mann, er samningur
þessir tekur til, gegn öllum slysum,
hvort heldur þau verða um borð eða
1 landi, fyrir kr. 200.000.00 — tvö
hundruð þúsund krónur — miðað við
dauða eða fulla örorku. Gildir trygg-
ing þessi meðan viðkomandi er skráð-
ur á skipið. Upphæðin greiðist aðstand
endum hlutaðeigandi skipverja, ef
hann deyr, en honum sjálfum, ef hann
verður óvinnufær að dómi læknis.
Trygging þessi skerðir ekki rétt skip
Framh. á bls. 23
Verður Einar Olgeirs-
son „hreinsaður"?
UPPLAUSNARÁSTANDIÐ
í Kommúnistaflokknum hef-
ur nú komizt í algleyming. —
Birting Morgunblaðsins á
leyniskýrslunni til Einars Ol-
geirssonar um ógnarstjórn-
ina í Austur-Þýzkalandi hef-
ur aukið mjög á sundrungina
og tortryggnina — og var þó
á hvorugt bætandi.
Meðal foringjaliðs flokks-
ins hafa nú komið upp hávær
ar raddir um, að vegna þess
álitshnekkis, sem flokkurinn
hlýtur að bíða út á við vegna
birtingar leyniskýrslunnar,
verði að fórna Einari Olgeirs-
syni. Vitað er, að Rússar telja
lítið lið orðið í Einari Olgeirs
syni og hafa þeir mikinn hug
á að fá Lúðvík Jósefsson í
hans stað sem formann
Kommúnistaflokksins, enda
telja þeir hann hafa staðið sig
vel og sýnt fullan trúnað,
bæði sem viðskiptamálaráð-
herra og ráðherra landhelgis-
mála í vinstri stjóminni.
Höfuðröksemd andstæðinga
Einars gegn áframhaldandi
formennsku hans er sú, að
flokkurinn geti ekki lengur
notazt við hann vegna þess
að hann hljóti nú að hafa ger
samlega glatað trausti allra
forystumanna kommúnista-
rtkjanna Hann hafi á undan-
fömum áram stjómað náms-
mannasendingum flokksins
til kommúnistaríkjanna, en
þessir ungu menn síðan stað-
ið að „ærumeiðingum“ um
sjálfan Ulbricht — Einar
sé því í raun og veru
ábyrgur fyrir þeim, og
þá ekki síður þeim ,mis-
tökum“, að skýrslan, sem
hann aðeins mátti trúa innsta
hring foringjaliðs flokksins
fyrir, lenti í höndum höfuð-
andstæðingsins. Þetta sé svo
alvarlegt og ófyrirgefanlegt,
að Einar hljóti að verða
„hreinsaður“, og þá væntan-
Iega á flokksþinginu, sem
fyrirhugað er að halda í júní
næstkomandi.