Morgunblaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐtÐ
Fimmtudagur 3. maí 1962
„JA, ÞAÐ verður alðeilis
munur að drekka kaffisopann
sinn hér,“ varð einum gómlu
hafnarverkamanni að orði,
þegar hann kom inn í biðsal
Hafnarbúða á þriðjudaginn.
Honum mun sjálfsagt eins og
fleirum hafa orðið hugsað til
gamla Yerkamannaskýlisins
við höfnina og hinnar gífur-
legu breytingar, sem nú verð-
ur á allri aðstöðu verkamanna
við Beykjavíkurhöfn við til-
komu hins nýja verkamanna-
húss og sjómannastofu Beykja
víkurborgar. Og sjómennirnir
gætu líka rennt huganum til
gömlu Sjómannastofunnar og
sagt um leið og þeir koma í
þá nýju: „Ja, það verður aldeii
is munur að koma hingað.“
En það voru ekki einungis
þeir, sem fyrst og fremet eiga
að njóta þessa nýja hiúsnæðis,
sem létu í ljós hrifningu ytfir
hinum glæsilegu húsakynn-
um. Flestir þeirra, sem lögðu
lilil
VÍ/Vvýív
wmmm
Hin vistlega setustofa sjómanna í Hafnarbúðum vakti hvað mesta athygli gestanna 1. maí,
„Þaö verður munur að koma hingað"
leið sína í Hafnarbúðir í góða
veðrinu á þriðjudaginn, voru
á einu máli um, að veitinga-
salurinn þar, væri eimhver
hinn vistlegasti í allri borg-
inni, og sumir kváðu svo
sterkt að orði, að gistiherberg-
in þar væru glæsiiegasta gisti
húsnæði borgarinnar. Og eitt
er alveg víst: ekkert veitinga-
eða gistihús í borginni getur
boðið gestum sínum upp á
iafnfagurt útsýni.
it Verður 7 hæðir í fram-
tíðinni.
Eftir opnunarhátíðina á
þriðjudaginn leiddi Haraldur
Hjálmarsson, sem anmast mun
rekstur hússins, blaðamann
Mbl. um húsið og sýndi hon-
um hið helzta, sem þar er að
sjá. Sjón er vissulega sögu rík-
ari, en þó munum við freista
þess að bregða upp nókkurri
mynd af því, sem fyrir augu
og eyru bar, fyrir lesendur
blaðsins — með góðri aðstöð
ljósmyndarans við hið fyrr-
nefnda.
Húsið er nú 3 hæðir og kjall
ari, en Haraldur tjáði okkur,
að í framtíðinni væri ætlun-
in að staekka það svo, að það
yrði 7 hæðir. Flatarmál þess
er 340 fermetrar, en rúmrnál
þess 4560 rúmmetrar. Heildar
kostnaðurinn við húsið er
rúmar 8.8 millj. kr., sem að
mestu er greiddur af Reykja-
víkurborg.
★ Glæsileg setustofa.
Við gengum fyrst upp á
þriðju hæð hússins og inn í
sjómannastofuna, sem tví-
mælalaust vakti hvað mesta
aðdáun af ölliun húsakynnum
byggingarinnar, enda er hún
búin glæsilegum nýtízku hús-
gögnum og gólfið teppalegt út
í hvert horn. Er hún einkum
ætluð sem setustofa fyrir þá
sjómenn, sem gista í húsinu.
Hér geta þeir setið og rabbað
spilað og telft, látið fara vel
um sig, með bók í hönd eða
blustað á útvarp og væntan-
lega í framtíðinni horft á sjón-
varp.
★ Þægilegustu rúm í borg-
inni?
Frá setustofunni lá leiðin í
gistiherbergin, sem eru á sömu
hæð. Þau eru 9 talsins með 21
rúmi, og einhver, sem þóttist
mæla af reynslu, fullyrti, að
rúmin væru þau þægilegustu
í öllum gistihúsum borgarinn-
ar. Og vitaskuld munu sjó-
menn hafa forgangsrétt að gist
ingu í þeim.
Þegar komið er niður á aðra
hæð, er fyrst komið inn í veit-
ingasalinn, sem tekur 140
manns í sæti, og er þá mjög
rúmt í salnum. Hér verður
veitingasala fyrir þá verka-
menn, sem ekki hafa með sér
mat og kaffi sjáifir, sem og þá,
sem í húsinu búa, en Haraldur
kvaðst einnig sannfærður um,
að fjöldi skrifstotfu- og verzl-
unarfólks, sem stundai- vinnu
í nágrenninu, muni koma þang
að í hádegisverð og síðdegis-
kaffi, auk þess sem borgarbú-
ar almennt mundu vafalaust
leggja leið sína þangað um
helgar til þess að fá sér kaffi-
sopa — og ekki síður til að
njóta útsýnisins meðan setið
er ytfir katffibollanum.
400 kaffibollar á 20 min-
útum.
Blaðamaðurinn, sem ytfir-
leitt hefur meiri áhuga á þvá,
sem í eldihúsum er lagað, held
ur en hinum ýmsu tólum, sem
titl þess eru notuð, taldi sig
lítið erindi eiga inn í eldhús-
ið, en lét þó tilleiðast að kíkja
þangað inn. Og þegar inn kom
blasti við allt til alis, allt frá
algengustu heimlstækjum upp
í 50 kúbikfeta ísskáp og eitt-
hvert furðutæki, sem stúlk-
urnar í eldihúsinu kölluðu úr-
gangskvöm og kváðu gædda
þeim ágæta eiginleika að geta
malað svo til hvað sem væri
— nema járn, sem henni geng-
ur illa að „melta.“ Einna
mesta athygli vakti þó „kaffi-
kannan," sem reyndar er þrír
heljarmiklir stálkútar. Har-
aldur tók etftir því, að okkur
varð starsýnt á kútana og
fræddi okkur þá á því, að hver
lögun nægði fyrir “400 manns,
Og að á aðeins 20 mínútum
gætu þeir séð 200 manns fyrir
2 kaffibollum.
Arftaki Verkamanna-
skýlisins.
Niðri á fyrstu hæð er það
húsnæði, sem þörfin hefur
sennilega verið einna brýnust
Framh. á bls. 23
Frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, Haraldur Hjálm-
arsson og frú Gróa Pétursdóttir borgarfulitrúi ræðast við á
opnunarháitíðinni.