Morgunblaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.1962, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLÁÐIÐ Fimmtudagur 3. maí 1962 Guðm. Guðnason skipstjóri — Minning GUÐMUNDUR Guðnason skip-rátti að í Reykjavík, kvaðst hafa stjóri, er horfinn af sjónarsvið- j orðið mjög sjóveikur og vilja inu og verður hann kvaddur frá hætta við alla sjómennsku. En Fríkirkjunni í dag. Mér er það ljóst, að ýmsir fornir samverka- Tilkynning Athygli innfiytjenda skal hér með vakin á því, að samkværm auglýsingum viðskiptamálaráðuneytisins, sem birtar voru í 127. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins þann 16. deseir.ber 1961 og í 2. tölublaði Lög- birtingabiaðsins þann 9. janúar 1962, fer önnur út- hrlutun gjaideyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1962 fyrir þe.im innflutningskvótum sem taldir eru í auglýsingunni dags. 16 desember 1961 og þeim inn- flutningskvútum, sem taldir eru í 1. kafla auglýs- ingarinnar dags. 9. janúar 1962 fram í júnímánuðj. n.k. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands ís- lands fyrii 1. júní n.k. £ ANDSBANKI ÍSLANDS ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS Tilkynning Nr. 3/1962 Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á brauðum í sinásölu með söluskatti: Franskbrauð, 500 gi............... kr. 5.40 Heilhveitibrauð, 500 gr.............. — 5,40 Vínarbrauð pr. stk.................... — 1.45 Kringlur, pr. kg..................... — 16.00 Tvíbökur, pr. kg..................... —• 24.00 Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr............ — 8,30 Normalbrauð, 1250 gr................. — 8,30 Séu nefnd brauð sundurskorin eða bökuð með ann- arri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli víð ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2,75, ef 500 gi. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum sem brauðgerðir eru ekki starfandi má bæta r.annanlegum flutningskostnaði við há- marksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúgbrauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Reykjavík, 2. maí 1962. V erðlagsstjórinn. menn hans og jafnaldrar hefðu verið betur til þess fallnir, og enn kunnugri fornum tímum, til þess að rita um hann nokkur kveðjuorð. en þessir menn eru ekki tiltækir, því þeir eru lang- flestir horfnir inn í annað lög- sagnarumdæmi; verður því að tjalda því sem til er. Hér er víkingsmaður horfinn, sem lifði tímamót tvenn og óx fyrir manndóm og atorku til þess að verða einn meðal helztu forvígismanna í þróun og vexti íslenzkra útvegsmála. En líf manna verður ekki mælt á hag- fræðilegan mælikvarða einan, en mest er um það vert ,að Guð- mundur var þeim mannkostum búinn, að allir sem honum kynnt ust fengu mætur á honum og munu jafnan halda minningu hans í heiðri. Hér er ekki ráðrúm til að rekja neina æviskrá þó skal tæpt á því helzta. Guðmundur var Árnesingur að ætt, fæddur I Traðarholti í Stokkseyrarhrepp 17. júní 1878, sonur Guðna bónda þar, Högnasonar og konu hans Bjargar Jónsdóttur, bónda á Högnastöðum i Hrunamanna- hrepp. Ungur að árum fór Guðmund- ur að vinna fyrir sér og komst til mætra hjóna, Einars Magnús- sonar bónda í Miðfelli í Hruna- mannahrepp og konu hans Mar- grétar Magnúsdóttur frá Syðra- Langholti. Þar á bæ var líka annar umkomulaus drengur, Helgi Magnússon, er síðar kom allmikið við sögu Reykjavíkur. Þessir tveir unglingar fóru fótgangandi út í heiminn, með pokann sinn á bakinu, Helgi til járnsmíðanáms, Guðmurvdur til þess að komast á skútu. Báðir urðu þeir forvígismenn, hvor á sínu sviði. — Því hefir enn ekki verið veitt athygli sen) vert er, hvað Árnesþing hefir lagt til marga sterka stofna til þess að reisa þessa borg, sem við höf- um mætur á og erum stoltir af. En Guðmundur varð í fyrstu fyrir vonbrigðum með skútulíf- ið. Hann leitaði því í smiðju til þess eina ráðgjafa, sem hann Helgi var snemma hygginn og hollráður, hann sagði: „Farðu einn túr í viðbót, verðirðu aft- ur jafn sjóveikur, þá komdu í land og farðu aldrei framar á flot“. Guðmundur fór að þess- um ráðum, en þetta næsta um- rædda úthald stóð nær sleitu- laust í 55 ár. Guðmundur lauk sínu prófi frá Sjómannaskólanum og varð stýrimaður á skútum frá 1901— 1909, en skipstjóri á þilskipum til 1913. Hann reyndist mikill aflamaður, og skútuöld hans leið svo, að hann kom skipi sínu jafnan heilu í höfn og missti aldrei mann. Árið 1913 var Guðmundi fal- in skipstjórn á nýjum og glæsi- legum togara, er hið nýstofnaða Njarðarfélag hafði látið smíða í Bretlandi. Á þeim tímum blés byrlegar fyrir togaraútgerð en á vorum dögum. Ný skip kostuðu milli 7 og 8 þús. pund, og áætla mátti að þau gætu borgað sig á tveimur árum. Njörður var að vísu ekki stórt skip, aðeins 277 lestir, en hin fegursta fleyta og afburða sjóskip. &kipi þessu vegnaði með afbrigðum vel und- ir stjórn Guðmundar, og sigldi hann því öll hin gömlu stríðsár til Bretlands með ísfisk. En veð ur öll voru válynd á þessum tímum, sjórinn morandi af tund urduflum og kafbátum, og ekki bötnuðu horfurnar, þegar Þjóð- verjar, undir lok ófriðarins, hófu hinn svokallaða ótakmark- aða kafbátahernað. Að morgni dags, hinn 18 október 1918, var Njörður stadd ur 25 sjómílur suðvestur af eynni St. Kildu, á leið til Bret- . lands. Guðmundur skipstjóri stóð í brúnni. Þennan dag bjóst hann við öllu hinu versta. Hon- um hafði runnið í brjóst undir birtingu og dreymt ferlegan risa, sem að honum sótti, og var aðgangur þeirra hinn grimmi- legasti. Lét Guðmundur enn vandlegar huga að björgunar- bátum skipsins og vistaforða þeirra. Risinn lét heldur ekki á sér standa þvf kl. 11 um dag- inn reis þýzkur kafbátur upp á yfirborð sjávar og hóf þegar fyrirvaralaust faltbyssuskothríð á skipið. Vélin var stöðvuð í siðasta sinn. Þrátt fyrir þessa skothríð, heppnaðist skipverj- um að losa bátana og komast frá skipinu á hléborða, án þess nokkur af áhöfninni biði tjón á lífi eða limum. Þegar um 50 skotum hafði verið hleypt af, seig þetta glæsilega skip á hafs- botninn. Skipverjar skiptu sér í bátana, settu upp segl og reru undir. Sjór var í fyrstu úfinn, en brátt kyrrði vind. „Þá bað ég Guð að blása í seglin“, heyrði ég Guðmund skipstjóra síðar segja. Himnaföðurnum hefir lí'ka fundizt þetta sanngirnisbón, eins og á stóð, því þeim gaf góð an byr á siglingaleiðir við fr- landsströnd, og eftir 61 klukku- stundar volk var þeim bjargað af brezkum togara, sem flutti þá til Londonderry á frlandi, en þar veitti Rauði krossinn þeim alla .yrirgreiðslu. Komst skips- höfnin loks heim til íslands, þrátt fyrir erfiðar samgöngur þeirra tíma. Njarðarfélaginu var slitið. Hvert 4 þúsund króna hluta- bréf var leyst út með 80 þúsund ósviknum silfurkrónum. Nýtt félag var stofnað. En verð á skipum hafði margfald- azt meðan á ófriðnum stóð. Nýi Njörður kostaði 600 þús. krónur, og þegar hann loks gat hafið veiðar, var skollið á geysilegt verðhrun á öllum sjávarafurð- um. Saltfiskverðið féll á Spáni og hver ísfiskfarmur í Bretlandi gaf oft ekki meir en 5—600 pund, sem var langt undir fram- leiðslukostnaði. — Þetta voru miklir reynslutímar fyrir Guð- mund skipstjóra, eins og fleiri, en þegar allt horfði sem verst um afkomuna, naut hann þess, að hann átti konu á við Berg- þóru, sem vildi láta eitt yfir sig og bónda sinn ganga, og kvaðst jafn ánægð skyldu aftur byrja þeirra búskap á sama hátt og í öndverðu. — Fyrir atorku og þrautseigju rættist þó betur úr en áhorfðizt um stund og sner- izt til belssunar ao lokum. Guðmundur hélt ótrauður áfram sjósókn og í síðari ófriðn um sigldi hann einnig til Bret- lands með fisk, ýmist sem skip- stjóri eða stýrimaður. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi konu sinni, Mattínu Helga dóttur frá Miðfelli hinn 21. febr. 1903 og bjuggu þau jafnan síðan hér í Reykjavík. Eignuðust þau 5 dætur og tvo sonu. Heimilið varð fyrir því þunga áfalli að missa Helga, eldri soninn, í sjó- inn, hinn glæsilegasta mann. Var hann þá orðinn stýrimaður á togaranum Apríl. en það skip týndist í hafi á leið frá Eng- landi í nóvemberlok árið 1930. — Öll böm þeirra hjóna, sem lifa, hafa staðfest ráð sitt og búa hér í borg. Niðjar þeirra hjóna, Guðmundar og Mattínu, eru alls 28 að tölu. Sökum fjarvistar húsbóndans á sjónum, kom það eðlilega að mestu í hlut húsfreyjunnar að annast heimilið og uppeldi barn anna. — En þótt óvenjuleg vel- gengni félli þeim hjónum snemma í hlut. gleymdu þau ekki hinum, sem fátækir voru. Margvísleg hjálp streymdi frá heimili þeirra til margra, sem áttu við þröngan kost að búa. Hér þarf ég ekki að fara í smiðju til neinna Þegar ég var drengur, var ég oft sendur að dreifa þessari björg víða um Þinglholtin og suðurhluta Reykja víkur. Frá þessum ferðum geymi ég ýmsar minningar, sem hér skulu ekki raktar. Guðmundur skipstjóri gat með ánægju litið yfir farinn veg, hann hafði jafnan bjargazt úr hverri raun. Eg þekki tæplega það mannskaðaveður, sem kom ið hefur á þessari öld, að hann tæki ekki sinn þátt í því. í Hala veðrinu svonefnda, 1925, stóð hann, ásamt stýrimönnum sín- um í brúnni samfleytt í 36 tíma, um skeið ekki á gólfinu, heldur á vegg stjórnpallsins. Á öllum sínum langa skip- stjórnarferli bar hann jafnan umhyggju fyrir öllum sínum skipverjum og hafði vakandi auga á að vernda þá fyrir slys- um, sérstaka umönnun bar hann jafnan fyrir þeim unglingum, sem réðust í skiprúm hjá hon- um. Árið 1918 auðnaðist Guð- mundi og skipshöfn hans að bjarga áhöfn af sökkvandi skonnortu út af Vestmannaeyj- um og færeysku skipi fjórum árum síðar. Það var sannfæring Guðmundar, að yfir mönnunum væri vakað af æðri máttarvöldum. ekki sízt þegar hættur steðjuðu að. Studd izt hann þar við reynzlu sinn- ar löngu ævi, en lét öllum heim spekingum eftir að forheimska sig á öðrum skýringum. Hann vissi stundum á sig áhlaupaveð- ur og gerði tilsvarandi ráðstaf- anir, jafnvel þótt hið glöggva sjómannsauga sæi þess hvorki merki á lá né lofti. Guðmundur skipstjóri hlaut ýmiskonar sæmd, svo sem hina íslenzku Fálkaorðu, honum og orðunni til gagnkvæms sóma, hin íslenzku sjómannasamtök veittu honum nálega hvem þann virðingarvott, sem þau ráða yfir. Þótt Guðmundur að lokum hætti sjósókn, þá kominn yfir sjötugt, gat hann ekki hugsað sér að setjast í helgan stein. Síð ustu árin starfaði hann í þjón- ustu Bæjarútgerðar Reykja- víkur og kunni skil á hverj- um hlut. Forstjórar þeirrar stofnunar höfðu kynnst honum á hans manndómsárum, bundið við hann tryggð og reyndust honum vel. í vetur sem leið kenndi hann fyrsta lasleikans á ævinni, sem talizt gat, og bjóst við að vera á förum. En hann hjarnaði við, og að morgni hinn 26. apríl vildi hann heimsækja þessa vini sína á Bráðræðisholtinu. Á þeim fundi varð lífi hans lokið, snögg ar en hendi væri veifað. Með Guðmundi Guðnasyni skipstjóra, er horfinn dáða- drengur og mikill maður. Kjartan Sveinsson. Smurstö5in Sætuni 4 Seljum aílar tegundir af smurolíu. Fljót og góð afgreiftsJa — Sími 16-2-27 Framhaldsaðalfundur félags kjólameistara verður haldinn fimmtudaginn 3. maí að Laufásvegi 8 kl. 8,30. — Áríðandi að felagskonur mæti og ófélagsbundnir kjólameistarar bvattir til að gerast meðlimir. Stjórnin HúsvörZu: óskast í verksmiðju fyrir 1. júní n.k., til hús- vörzlu, ræstínga o. fi. Þarf að vera lagtækur maður á viðhald o fl. — Starfinu fylgir lítil íbúð, með ljósum og hita, 1 herb. 4x4,30 m. og eldhús. — Fjölskylda með börn, kemur ekkí til greina. — Umsóknir sendist aígr. Mbl. fyrir 7. þ.rm merkt: „Húsvörður — 4334“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.