Morgunblaðið - 04.05.1962, Blaðsíða 8
8
Föstudagur 4. mal 1962
\ ■ , ■' i. i ■! ‘,J ■: ;
f MORGUNBLAÐIÐ
Fari BÚR úr FÍB stððv-
ast landanir BÚR í Englandi
BORGARSTJÓRN Reykja-
víkur vísaði á fundi sínum
í gær frá tillögu eins borg-
arfulltrúa kommúnista um,
að Bæjarútgerð Reykjavíkur
segi sig úr Félagi ísl. botn-
vörpuskipaeigenda. Er bent
á það í frávísunartillögunni,
sem borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins fluttu, að
Bæjarútgerð Reykjavíkur sé
ótvíræður hagur af aðild
sinni að FÍB reksturs síns
vegna, ekki sízt varðandi
landanir erlendis, og ætla
megi, að þátttaka hennar í
FÍB stuðli að heildarlausn
yfirstandandi kjaradeilu tog-
araeigenda og togarasjó-
manna.
Geir Hallgrímsson, borgar-
stjóri, skýrði frá því, að í at-
hugasemdum, sem framkvæmda
stjórar Bæjarútgerðar Reykja-
víkur hefðu gert vegna til-
lögunnar um, að BÚR segi
sig úr FÍB, sé m. a. bent á,
að hver sá, sem segði sig úr
FÍB hefði með því afsalað sér
rétti til löndunar á brezkum
markaði í næstu 4 ár, þar sem
samningur sá, sem gerður var
í nóvember 1956 við brezka tog
araeigendur um löndun á afla
úr íslenzkum togurum í brezk-
um höfnum, sé við FIB, en ekki
við íslenzku ríkisstjórnina eða
annan opinberan aðila. Aðeins
þetta atriði út af fyrir sig tek-
ur af öll tvímæli um, að það er
höfuðnauðsyn fyrir BÚR að vera
meðlimur í FÍB hér eftir sem
hingað tih
AUir íslenzkir togarar í FÍB
Þá er einnig á það bent, að
FÍB er deild úr Landssambandi
íslenzkra útvegsmanna, sem eru
viðurkennd samtök allra útvegs-
manna, en meðlimir FÍB eru
aliir íslenzkir togarar, sem gerðir
eru út til togveiða frá landinu.
Þar sem togararnir hafa sérhags
muna að gæta, fara þeir sér-
staklega með sín hagsmunamál
innan þessarar deildar, en njóta
að öllu leyti sömu réttinda og
aðrir félagsmenn LÍÚ.
Þá er vakin athygli á því í
athugasemdunuim, að LÍÚ hefur
verið veitt aðild að skipun verð-
lagsráðs, sem er dómstóll, er
sker úr um, hvaða fiskverð skuli
Rannsókn að hefjast á
munnsjúkdómum hér
Mikið undir góðum undirtektum
fólks komið
A FUNDI með blaðamönnum i
gær skýrði Armann Snævarr há
skólarektor frá því, að rann-
sókn á munnsjúkdómum á Is-
landi væru í þann veginn að
hefjast, en Háskólinn í Ala-
bama í Texas beitt sér fyrir
henni. Verða 4 þúsundir Islend-
inga athugaðar í þessu skyni og
er mjög mikið undir þvi komið,
að undirtektir fólks verði góð-
ar. Er vonast til, að rannsókn
þessi muni leiða eitthvað nýtt i
Ijós, sem yrði grundvöllur bar-
áttunnar við tannsjúkdóma.
if t samvinnu við íslenzk
heilbrigðisyfirvöld
í gær átti Ármann Snævarr
háskólarektor ásamt þeim Jóni
Sigtryggssyni, forstöðumanni
tannlækningadeildar Háskóla ís-
lands, og dr. John Dunbar, pró-
efssor í tannlækningum við há-
skólann í Alabama í Texas, fund
með blaðamönnum, þar sem
skýrt var frá því, að fyrir dyr-
um stæði yfirgripsmikil rann-
sókn á munnsjúkdómum á ís-
landi, er næði til 4 þúsund
manns. Upphafsmaður þessarar
rannsóknar er dr. Joseph F.
Volker, forstöðumaður tann-
læknadeildar háskólans í Ala-
bama, en jafnframt mun tann-
læknadeild Háskóla íslands
vinna að henni í fullri sam-
vinnu við íslenzk heilbrigðisyf-
irvöld, Tannlæknafélag íslands,
Hagstofu íslands og Slysavarna-
félag íslands, sem hétu fram-
kvæmd þessarar rannsóknar
fullum stuðningi.
Mikið undir góðri
samvinnu komið
Rannsókn þessi mun ná til
4 þús. manns um landið allt,
þar af 2400 í Reykjavík og ná-
grenni hennar. Er hún ein-
göngu í því fólgin, að tennur
og gómar verða skoðaðir og
nokkrar spurningar lagðar fyr-
ir. Ekki ætti að fara meira en
15—20 mínútur af tíma hvers
og eins til skoðunarinnar.
Sú staðreynd, að tannsjúk-
dómar hafa farið mjög í vöxt
með vaxandi velmegun, sýnir
glöggt nauðsyn þess, að komið
verði á fót víðtækum rannsókn
um til þess að skilja eðli hinna
ýmsu tannsjúkdóma. ísland hef-
ur ýmsa kosti þessarar tegund-
ar rannsókna. Þar veitir hin ná-
kvæma manntalsskýrsla hagstof
unnar ómetanlega aðstoð, en
hún gerir kleift, að unnt er að
beita sérstakri aðferð við val
þess fólks, er rannsaka skal. En
einnig er hægt að búast við
góðri samvinnu við íslenzku
þjóðina, þar sem alþýðumennt-
un er hér í góðu lagi og fólk
hefur af þeim sökum skilning á
mikilvægi heilbrigðisrannsókna.
En mikið veltur á því, að allir
þeir, sem valdir hafa verið til
skoðunar, bregðizt fljótt og vel
við og full samvinna náist við
þá, að öðrum kosti mun það
draga úr nákvæmni og gildi
rannsóknarinnar.
Prófessorarnir dr. Volker og
dr. Dunbar dvöldust hér sl. sum
ar til að undirbúa þessa rann-
sókn, en í febrúar sl. tóku þeir
dr. Dunbar og Guðjón Axelsson,
er stundar tannlækninganám við
háskólann í Alabama, til starfa
og þriðji maðurinn, Pálmi Möll-
er, prófessor í Alabama, mun
bætast í hópinn í sumar. Vonast
er til, að þessum rannsóknum
ljúki fyrir áramót, en þá á eft-
ir að vinna úr þeim upplýsing-
um, sem hún hefur gefið.
gilda á hverjum tíma, náist ekki
samkomulag milli fiskseljenda og
fiskkaupenda. Gagnvart því opin
bera hafa FÍB og LÍÚ komið
fram sem málsvari togaranna,
þegar rætt hefur verið um
rekstrargrundvöll þeirra, að svo
míklu leyti sem ríkisstjórnin eða
hið opinbera getur haft áhrif
þar á. Er því að sjálfsögðu mjög
áríðandi ,að BÚR geti haft áhrif
á meðferð framangreindra mála
sem meðlimir FÍB.
Gæti valdið falli á markaðsverffi
Að nafninu til eiga íslenzkir
togarar frjálsan aðgang að fersk
fiskmörkuðum í Þýzkalandi. —
Hins vegar verða íslenzkir tog-
arar að taka fullt tillit til land-
ana þýzkra togara á markaðin-
um. Hefur FÍB undanfarin ár
innt af hendi mjög vandasamt
starf við skipulagningu land-
ana, sem aðallega er fólgið í
skiptingu löndunarleyfa milli ís-
lenzku togaranna, og jafnframt
að gæta þess, að landanir þessar
rekist ekki á landanir þýzkra
togara með þeim afleiðingum, að
markaðsverðið falli óhæfilega.
Verði þetta starf ja#fnframt falið
öðrum félagssamtökum, en í til-
lögu Guðmundar J. Guðmunds-
sonar er lagt til, að BÚR beiti
sér fyrir stofnun sérstakra hags-
munasamtaka bæjarútgerðanna
einna, er hætt við, að öll skipu-
lagning landana í Þýzkalandi
fari gjörsamlega út um þúfur, til
mikils fjárhagslegs tjóns fyrir
togaraflotann í heild. Reynt hef-
ur verið að dreifa löndunum sem
jafnast niður á togaraflotann,
og þá oft höfð hliðsjón af lönd-
unum einstakra togara á brezk-
um markaði. Mjög oft kemur
það fyrir, að íslenzkir togarar
verða að sætta sig við að landa
hérlendis, enda þótt fyrirsjáan-
legt sé, að miklu hærra verð
fengist fyrir aflann, ef honum
yrði landað erlendis. Ef á-
kvörðunarrétturinn yrði feng-
inn í hendur tveim jafnrétthá-
um samtökum er fyrirsjáanlegt,
að öll skipulagning landana í
Þýzkalandi færi gjörsamlega út
um þúfur.
Stuðlar aff lausn deilunnar
Kvaðst borgarstjóri hafa litlu
við þetta að bæta. Þó vakti
hann athygli á, að Reykjavík-
urborg hlyti á hverjum tíma að
ganga inn í þá kjarasamninga,
sem um væri samið á hverjum
tíma. Enda væri það svo, að að-
ild BÚR að FÍB stuðlaði fremur
en spillti fyrir því, að farsæl
iausn næðist í togaradeilunni.
Þá undirstrikaði hann, að allar
bæjarútgerðir hefðu verið innan
FÍB, m.a. Bæjarútg. Neskaupstað
ar, og sýndi það, að Lúðvík Jós
efsson og kommúnistar höfðu
á þeim tíma a.m.k. ekkert á
móti aðild bæjarútgerða að
FÍB og skildu nauðsyn þess.
Væri því augljós sú sýndar-
mennska ,er byggi að baki flutn
ings þessarar tillögu.
Um mjög einfalt mál
aff ræffa
Guffm. J. Guðmunðsson (K)
kvað hér um mjög einfalt mál
að ræða. Augljóst væri, að það
væri á móti hagsmunum bæjar-
útgerða og andstætt anda þeirra
að binda sig í samtökum FÍB,
þótt hins vegar væri nauðsyn-
legt að komast að samkomulagi
um einstök atriði, og kæmi ó-
bein aðild að FÍB þá jafnvel til
greina.
Lúffvík og FÍB
Einar Thóroddsen (S) kvaðst
vilja mótmæla þeim ummælum
GJG, að það væri andstætt anda
bæjarútgerða að bindast sam-
Fró Fulltrúurndi Sjálf-
stæðisfélagnnnn í Beykjavík
Á morgun verffa opnaffar á vegum Fulltrúaráffs Sjálfstæffisfélag-
anna í Reykjavík hverfaskrifstofur á eftirtöldum stöffum í Reykja-
vík:
VESTURBÆJARHVERFI
Affalstræti 6 (Morgunblaðshúsinu)
Sími: 20120
MIÐBÆ J ARH VERFI
Breifffirðingabúð — Sími: 20131
NES- OG MELAHVERFI
K.R.-húsinu viff Kaplaskjólsveg —
Sími: 20132
AUSTURBÆJARHVERFI
Skátaheimilið við Snorrabraut
Sími: 20133
NORÐURMÝRARHVERFI
Skátaheimiliff við Snorrabraut
Sími: 20133
HLÍÐA- OG HOLTAHVERFI
Brautarholti 4 — Sími: 20134
LAUGARNESHVERFI
Hrísateig 1 — Sími: 34174
LANGHOLTS- OG VOGAHVERFI
Álfheimar 22 — Sími: 38328
SMÁÍBÚÐA- OG BÚSTAÐAHVERFI
Breiffagerði 13 — Sími: 38329.
Allar skrifstofurnar verffa opnar daglega kl. 2—10 e.h. og velta
allar venjulegar upplýsingar um kosningarnar.
Utankjörstaðakosning
Þeir sem ekki verffa heima á kjördegi geta kosið hjá sýslu-
mönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Rvík hjá
borgarfógeta. Erlendis er hægt aff kjósa hjá íslenzkum
sendiráðum og ræðismönnum sem tala íslenzku.
Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er i HAGA-
SKÓLA. Skrifstofan er opin sem hér segir: alla virka daga
kl. 10—12, 2—6, 8—10, sunnudaga kl. 2—6.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæffisflokksins Affalstræti 6 II hæff
veitir allar upplýsingar og aðstoff í sambandi viff utan-
kjörstaffaatkvæff agreiffsluna.
Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar 20126 og
20127. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar i sima 20129.
Kosmngaskrifstofa
Sjálfstæðisflokksíns
er í Morgunblaffshúsinu Affalstræti 6 II. hæff. SkrifStofan
er opin alla daga frá kl. 10—10.
Stuðningsfólk Sjálfstæffisflokksins er beffiff að hafa sam-
band viff skrifstofuna og gefa henni upplýsingar varðandi
kosningarnar.
Athugið hvort þér séuff á kjörskrá í síma 20129.
Gefiff skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verffur fjar-
verandi á kjördag innanlands og utanlands.
— • —
Símar skrifstofunnar eru 20126—20127.
tökum botnvörpuskipaeigenda.
Eða hvers vegna lét Lúðvík
Jósefsson Bæjarútgerð Neskaup
staðar ganga í FÍB, ef svo hefði
verið?
Þá benti hann og á, að flutn-
ingur þessarar tillögu á þessum
tíma væri sérstaklega óheppileg
ur, þar sem einmitt nú stæði
yfir atkvæðagreiðsla um miðlun
artillögu í togaradeilunni. Rétt
hefði verið að bíða, unz atkvæða
greiðslunni var lokið og niður
staða hennar kunn. Enda væri
hér um svo flókið mál að ræða,
að það yrði ekki krufið til mergj
ar í fljótu bragði, hvorki af sér
ne GJG.
Betur komnar innan
þess en utan
Þórffur Björnsson (F)-taldi, að
reynslan hefði sýnt, að hags-
munir bæjarútgerðar og annarr-
ar útgerðar færu ekki ávallt
saman, þar sem bæjarútgerð yrði
oft að taka til lit til ýmissa hluta
annarra en hagsmuna sinna í
allra þrengstu merkingu þess
orðs. Hins vegar væri ekki heppi
legt að fara þá leið, sem hér
væri lagt til, að samiþykkja nú
á stundinni úrsögn úr FÍB. Fyrst
yrðu bæjarútgerðirnar sjálfar að
koma upp sínum samtökum, áður
en hagkvæmt yrði að ráðast í
slíka úrsögn.
Magnús Ástmarsson (A) kvað
allar bæjarútgerðir hafa verið
innan FÍB, þegar af þeirri
ástæðu, að talið hefði verið, að
þær væru betur komnar innan.
þess en utan.
Flutt í áróursskynl
Magnús Jóhannesson (S) kvaðst
telja fráleitt að taka slíka ákvörð
un, sem þá að ganga skilyrðis-
laust úr FÍB, auk þess sem fyrir
lægi greinargerð frá framkv.-
stjórum Bæjarútgerðar Reykja-
víkur, þar sem þeir telja ófært
að slíkt sé gert, en það séu þeir
menn, sem bæjarstjórn hljóti að
taka mest mark á í þessum efn-
um. Enda sýni sá tími, sem val-
Framih. á bls. 23